Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. „MÉR líður alveg ágætlega,“ sagði Harpa Arnþórsdóttir í gær, tveimur sólarhringum eftir að hún fór í fyrstu nýrnaígræðsluna hérlendis, en nýra úr bróður hennar var grætt í hana undir stjórn Jóhanns Jónssonar, ígræðsluskurðlæknis í Bandaríkj- unum, á Landspítala – háskólasjúkra- húsi við Hringbraut á þriðjudag. „Þetta á sér langan aðdraganda og langt er síðan fyrst var rætt um að ég ætti að fara í aðgerð, um 10 ár,“ segir Harpa. „Alltaf var að koma að henni og það er frábært að þetta skuli vera afstaðið og hafa verið gert hér.“ Um 20 til 25 manns komu beint að brottnámi nýrans úr gjafanum og ísetningu í þegann en hvor aðgerð tók um þrjá tíma. „Þetta gekk mjög vel og nýrað fékk strax réttan litarhátt, en áður en við lokuðum skurðinum var nýrað byrjað að búa til lítið magn af þvagi sem er góðs viti,“ segir Jó- hann, sem stjórnar árlega um 100 nýrnaígræðslum við Fairfax- spítalann í Virginíu. „Við gerðum strax blóðflæðisrannsóknir á nýranu og fengum mjög jákvæðar nið- urstöður.“ Morgunblaðið/Þorkell Jóhann Jónsson ígræðsluskurðlæknir og Harpa Arnþórsdóttir á Landspít- ala – háskólasjúkrahúsi við Hring- braut í gær. „Mér líður alveg ágætlega“  Allt að sex/36 NÝR MÓTTÖKUDISKUR til að taka við sjón- varpsefni hefur verið settur upp við Útvarps- húsið. Er hann m.a. hugsaður til að taka við ýmsu erlendu efni. Bjarni Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins, segir að nýi diskurinn styrki mjög rekstraröryggi og auki myndgæði við móttöku efnisins. Diskurinn verður tilbúinn tik notkunar á næstunni. Morgunblaðið/Eggert Móttökumöguleikar bættir ÍSLENSKU fiskimjölsverksmiðjurn- ar hafa tekið á móti ríflega hálfri milljón tonna af kolmunna á árinu, bæði af íslenskum og erlendum skip- um. Ætla má að útflutningsverðmæti aflans sé nærri 8 milljarðar króna. Alls hafa íslensku skipin veitt tæp 474 þúsund tonn af kolmunna á þessu ári, samkvæmt upplýsingum Fiski- stofu, sem er meiri afli en nokkru sinni fyrr. Nú eru aðeins um 73 þús- und tonn eftir af kolmunnakvóta Ís- lendinga en samt sem áður er hæpið að kvótinn náist fyrir áramót. Börkur NK hefur borið mestan kolmunnaafla að landi af íslensku skipunum á árinu, alls tæp 58 þúsund tonn. Hólmaborg SU hefur veitt tæp 47 þúsund tonn, Jón Kjartansson rúm 45 þúsund tonn og Ingunn AK tæp 45 þúsund tonn. Samkvæmt samantekt Samtaka fiskvinnslustöðva hafa ís- lensku skipin landað ríflega 31 þús- undi tonna í Færeyjum á árinu en hins vegar hafa erlend skip landað hérlendis um 74 þúsund tonnum. Því hafa íslensku fiskimjölsverksmiðjurn- ar tekið á móti ríflega hálfri milljón tonna af kolmunna á árinu. Kærkomin búbót Elfar Aðalsteinsson, forstjóri Eskju hf. á Eskifirði, segir þennan góða kolmunnaafla kærkomna búbót, enda hafi fáir gert ráð fyrir svo góðri veiði. „Þetta er í raun tvöfalt meira magn en við gerðum ráð fyrir að mega veiða í upphafi ársins. Þetta kemur sér vel, sérstaklega fyrir fyr- irtæki eins og okkar sem er mjög háð úthlutuðum kvóta í uppsjávarfiski. Við höfum yfir um 20% kolmunna- kvótans að ráða og þess vegna skiptir þessi góði afli okkur mjög miklu máli. Ég sé ekki fram á að við náum að klára úthlutaðan kvóta, enda held ég að bjartsýnustu menn hafi varla gert ráð fyrir að við yrðum búnir að veiða þó þetta mikið nú þegar líður að ára- mótum.“ Elfar segir kolmunna ágætt hráefni í bræðslu, því þó að lýsisinni- hald hans sé lítið, sé mjölnýting betri en í til dæmis loðnu. Hann segir að fengist hafi viðunandi verð fyrir mjöl- ið, en styrking krónunnar að undan- förnu geri mönnum erfitt fyrir. Frumkvöðlastarfsemi Elfar varar þó við því að menn geri ráð fyrir svo miklum kolmunnaafla í framtíðinni. Veiðarnar nú beri þess merki að Íslendingar séu að tryggja sér betri stöðu í samningum. „Með góðri veiði eins og nú styrkist samn- ingsstaða okkar gríðarlega. Það gleymist hins vegar oft í umræðunni að kolmunnaveiðarnar eru dæmi um frumkvöðlastarfsemi í íslenskum sjávarútvegi. Fyrirtækin hafa tekið áhættu með því að sækja þessar veiði- heimildir og gert það í eigin reikning. Veiðar hafa aftur á móti skilað sjávar- útveginum mikilli verðmætaaukningu og vega þungt í heildinni, sérstaklega þegar aflinn er jafnmikill og nú.“ Kolmunni fyrir 8 milljarða Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason Íslensku kolmunnaskipin hafa nú veitt um 474 þúsund tonn á árinu, meira en nokkru sinni fyrr. STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra boðaði á Alþingi í gær niðurskurð framlaga til stofn- framkvæmda við vegi á næsta ári um samtals 1.551 milljón króna. Nauðsynlegt væri að færa nið- ur fjárveitingar til nokkurra verk- efna í vegagerð á árinu 2004. Sturla sagði í samtali við Morg- unblaðið að lækkun fjárveitingar í Norðvestur-, Norðaustur- og Suðurkjördæmi næmi um 300 milljónum kr. í hverju kjördæmi og samtals um 421 millj. í Suð- vegna fleiri verka. Þar sem und- irbúningur hefur verið tímafrek- ari getum við dregið úr fjárfram- lögum vegna þess að við komum verkunum ekki af stað. Þetta á við um verk eins og Reykjanesbraut- ina í gegnum Kópavog og Garða- bæ en nánast öll þessi verk, sem fjárveitingar lækka til, fara af stað á næsta ári. Það er því ekki um það að ræða að við séum að stöðva verkefni í neinum mæli heldur er verið að hægja á fram- kvæmdum.“ vestur- og Reykjavíkurkjördæm- um. Spurður um áhrif þessa á ein- stakar framkvæmdir sagði Sturla að ekkert yrði hróflað við tvöföld- un Reykjanesbrautar. „Það er hins vegar fyrirsjáan- legt að framkvæmdir fara hægar af stað, m.a. við Gjábakkaveg og Fífuhvammsveg í gegnum Kópa- vog og Garðabæ. Þar höfum við töluvert miklum fjármunum úr að spila sem hafa safnast upp bæði á þessu ári og því næsta. Við höfum einnig tiltölulega rúm fjárráð Vegafé lækkað um 1,5 milljarða króna EITT til tvö þúsund króna verðmun- ur er á 27 bókum af 37 í verðkönnun ASÍ og Morgunblaðsins, sem gerð var í hádeginu í gær. Könnunin náði til 43 bóka af bóksölulista Félagsvís- indastofnunar og náðist samanburð- ur á 37. Verðmunur á bókunum reyndist yfir 30% á 31 titli og mestur 115% í könnuninni. Í krónum talið var mestur munur 2.531 króna, og var hann á lægsta og hæsta verði bókarinnar Frægð og firnindi: Ævi Vilhjálms Stefánsson- ar. Munur á lægsta og hæsta verði allra bóka í flokknum ævisögur og endurminningar í könnuninni reynd- ist vera á bilinu 1.000–2.500 krónur. 1.000–2.000 króna mun- ur á bókum  30–115% munur/34 TOLLGÆSLAN á Keflavíkur- flugvelli lagði hald á tæp tvö kílógrömm af hassi í gær í Leifsstöð þegar komufarþegar frá Kaupmannahöfn fóru í gegnum tollskoðun. Karlmaður á sextugsaldri, sem búsettur hefur verið í Danmörku um nokkurra ára skeið, hafði límt 1.997 grömm af fíkniefnum á magann og komst upp um hann við reglubundið eftirlit toll- gæslunnar. Málið sætir nú lög- reglurannsókn en ekki liggur fyrir hvort maðurinn var burð- ardýr fyrir aðra eða hvort hann ætlaði að flytja inn efnin fyrir sjálfan sig. Hinn handtekni mun ekki hafa komið við sögu fíkniefna- mála áður. Áætlað söluverðmæti fíkni- efnanna er þrjár milljónir króna á götunni. Tekinn með tvö kg af hassi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.