Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 25
Morgunblaðið/Jim Smart SKAMMDEGIÐ lýsist upp þegar kveikt er á jólaljósum um bæ og borg. Bið- in eftir jólunum getur orðið erfið fyrir börnin sem hugsa til jólanna með til- hlökkun, og tíminn fram að jólum æði lengi að líða. Þá er ágætt að stytta sér stundir við að undirbúa, enda margt sem þarf að gera áður en jólin loksins koma. Jólaljósin heilla HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 25 V ín m e ð jó la m a tn u m V ín m e ð jó la m a tn u m Í tilefni af útkomu bæklingsins munu birgjar áfengis, í samvinnu við ÁTVR, halda kynningu á vínum með jólamatnum. V í n m e ð j ó l a m a t n u m Á kynningunni gefst fólki kostur á að kynna sér bæklinginn og smakka á vínunum ásamt þeim mat sem þau eiga best við. Rúmlega 80 vín- tegundir verða kynntar, ásamt smakkprufum af lambakjöti, nauta- kjöti, hangikjöti, hamborgarhrygg, kalkúna, villibráð, fiski og ábætis- réttum. Aðgangseyrir er 1000 krónur. Miðafjöldi takmarkaður. 20 ára aldurstakmark. Laugardaginn 6. desember í Hvammi á Grand Hótel frá kl. 16-19. Grafarvogur | Þórólfur Árnason borgar- stjóri opnaði á þriðjudag nýjan leikskóla að Bakkastöðum 77 í Staðahverfi í Graf- arvogi. Leikskólinn hlaut nafnið Bakki en sú venja hefur skapast að efnt er til sam- keppni um nöfn nýrra leikskóla. Að þessu sinni bárust 40 tillögur frá börnum, for- eldrum og starfsmönnum og tengdust margar örnefnum í nágrenni leikskólans. Bakki er teiknaður af Dagnýju Helga- dóttur, arkitekt á Fasteignastofu Reykja- víkurborgar, og er hann gerður úr fær- anlegum einingum þar sem hugmyndir eru um að í framtíðinni verði byggður leikskóli í Staðahverfi í tengslum við grunnskóla. Þrjár deildir eru á Bakka og geta 68 börn dvalið þar samtímis. Leik- skólastjóri er Ingibjörg E. Jónsdóttir. Leikskólinn Bakki tekur til starfa Þriggja deilda skóli: Á leikskólanum Bakka verður rými fyrir 68 börn í einu. Morgunblaðið/Þorkell Fagnað með börnunum: Þórólfur Árnason borgarstjóri naut aðstoðar ungu kynslóðarinnar við opnun leikskólans á þriðjudaginn. Reykjavík | Samtök foreldrafélaga fyrir leikskóla í Reykjavík voru end- urvakin nýlega, og hafa nú tekið til starfa af fullum krafti að nýju. Til- efnið var það að leikskólaráð ákvað að taka upp þá nýbreytni að loka leik- skólum Reykjavíkurborgar í mánað- artíma síðastliðið sumar. Var því blás- ið í lúðra og félagið endurvakið í byrjun febrúar með það markmið að leiðarljósi að vera málsvari foreldra og leikskólabarna út á við. Helstu mál sem samtökin ákváðu að beita sér fyrir voru eftirfarandi: 1. Mótmæli gegn sumarlokunum og gera könnun á viðhorfum foreldra gagnvart sumarlokunum. 2. Að knýja á um endurskoðun gjald- skrármála, með það að markmiði að giftir foreldrar væru ekki látnir niðurgreiða gjöldin fyrir einstæða foreldra, námsmenn og leikskóla- kennara. 3. Að koma á hverfafélögum til að vinna saman í hverju hverfi. 4. Að vera málsvari barna og foreldra í leikskólaráði Reykjavíkur. 5. Að koma á laggirnar heimasíðu til að foreldrar gætu nálgast margvís- legar upplýsingar varðandi leik- skólamál og jafnframt komið með ábendingar. www.borninokkar.is 6. Að huga að öryggismálum leik- skólabarna í Reykjavík. Samtök foreldrafélaga hafa verið endurvakin Hafnarfjörður | Börn úr Hafnarfirði og nágrenni geta í desember kynnst því hvernig jólin voru hald- in hátíðleg í húsi Bjarna riddara við Vesturgötu fyrir 200 árum síðan, í boði Byggðasafns Hafn- arfjarðar. Um 1200 börn hafa verið skráð í jólaboð Sívert- sens-fjölskyldunnar þar sem hópum af krökkum verður kynnt helgihald fyrri tíma. Þar verður sagt frá eplum, frá heimsókn danska krónprinsins, frá kertunum, og hræðslu fólks við drauga, álfa og jólasveina. Að lokum slæst í hópinn rammíslenskur jólasveinn sem segir þeim sögur af sér og sínum. Jól með Bjarna riddara Móttökuleikskóli | Leikskólaráð Leikskóla Reykjavíkur samþykkti nýlega að skipa leikskólann Garða- borg móttökuleikskóla fyrir börn hælisleitenda. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. Leikskólinn mun bera ábyrgð á því að veita börn- um hælisleitenda leikskólavist þegar á þarf að halda og mun starfsfólk leikskólans sérhæfa sig í að takast á við verkefnið með aðstoð fagfólks á þessu sviði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.