Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 37 Umferðarfræðsla í íslensk-um grunnskólum ervíða mjög takmörkuð ogþúsundir grunnskóla- barna eru í mikilli hættu á degi hverjum í umferðinni, samkvæmt nýútkominni skýrslu Benedikts Sigurðarsonar, sérfræðings hjá Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri. Hann lýsir skýrslunni, sem fjallar um umferðarfræðslu og ferðahætti grunnskólanema, sem dökkum vitnisburði um ástand mála í dag. Markmið rannsóknar hans, sem unnin hefur verið á undanförnum árum, var að kortleggja forsendur og framkvæmd umferðarfræðslu sem og ferðatíma, ferðatilefni og umfang ferða grunnskólabarna ut- an skóladags. Einnig að draga fram breytilegar áherslur í um- ferðarfræðslu og öryggismálum skólabarna í vestrænum löndum og tengja við íslenskan veruleika. Rannsóknin var unnin í samstarfi við Umferðarstofu, RANNUM og Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri. „Það er auðvitað mjög alvarlegt mál að grunnskólanemar skuli víða ekki fá neina markvissa fræðslu,“ segir hann. „Ef við skoðum aldurs- dreifingu þeirra sem eru í mestri hættu í umferðinni, sjáum við að fólk á aldrinum 15-24 ára er hrein- lega í lífshættu. Við höfum aðgang að þeim öllum á meðan þau eru í grunnskóla og flestum þeirra í framhaldsskóla. Við höfum van- rækt skyldur okkar um að mæta þessu fólki með markvissri fræðslu. Áróður í fjölmiðlum hefur tiltekið gildi, en „massíf“ fræðsla sem nær til allra á að geta breytt þessu mynstri.“ Allt of stór hópur barna í hættu Í skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að 6-10% grunnskóla- barna séu í mikilli hættu í umferð- inni á degi hverjum á leið í skól- ann. Þetta gerir um 3.500 börn. „Ég held að þessi hópur sé allt of stór til þess að við fáumst ekki við hann með markvissum aðgerðum,“ segir Benedikt. „Ég held að við þurfum gera áætlun um að ganga í þá átt sem Norðmenn hafa gert, að skilgreina það sem rétt allra skóla- barna að búa við öryggi á leið sinni í skólann. Hér er hættan einkum fólgin í því að börn fara yfir þungar umferðargötur og stundum fara þau yfir gangbrautir sem ekki eru vaktaðar. Stundum skapar bílaum- ferð við skólana hættu, þegar for- eldrar eru að aka börnum sínum í skólann, einmitt vegna þess að þeir meta það svo að umferðarhætta sé mikil í hverfinu. Umferðarálagið í kringum skólana verður af þessum sökum mikið og mannvirki við skólana ráða ekki við álagið. Þetta er hins vegar mjög breytilegt milli skóla. Við sjáum skóla og heilu hverfin þar sem öryggi er mjög mikið, en annars staðar er þessu þveröfugt farið.“ Í skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að að umferðarfræðsla í grunnskólum nær sums staðar ein- ungis til barna í 1.-3. bekkjar. Þá er ekki heildstætt samræmi á því skipulagi sem unnið er eftir. Sam- starf við lögreglu skortir í ein- stökum tilfellum alveg og í öðrum tilfellum er þáttur lögreglunnar ekki í skipulögðum farvegi. Þá hef- ur Umferðarstofa ekki fengið um- beðna fjármuni til útgáfu námsefn- is né heldur til að fylgja eftir stefnumörkun ráðsins sem kynnt var í niðurstöðu ráðgjafarnefnda 1998. Þá er ekki starfandi náms- tjóri eða verkefnisstjóri á vegum menntamálaráðuneytis þrátt fyrir að reglugerð kveði á um það. Áherslur umferðarfræðslu eins og þeim er lýst í gildandi fyrirmælum laga, reglugerðum og markmiðum í námskrám liggja fremur í því að „kenna börnum að taka ábyrgð á sér sjálf“, læra að varast hættur, fremur en lögð sé áhersla á um- ferðaruppeldi í samstarfi við for- eldra. Slysakostnaður um 10 milljarðar króna árlega Áætlaður árlegur kostnaður vegna slysa á börnum er á bilinu 3,7 til 18,6 milljarðar króna. Sé far- inn millivegur og reiknað með kostnaði upp á 10 milljarða telur Benedikt að reikna megi út að 10% fækkun umferðarslysa á börnum gætu sparað samfélaginu 200 til 400 milljónir á ári. Einföld aðgerð eins og að flytja byrjunartíma grunnskólabarna að morgni út fyr- ir mestu álagstímann í umferðinni myndi ein og sér breyta miklu til að draga úr slysahættu, að mati Benedikts. Einnig myndi samhæf- ing á stundaskrám – samfara leng- ingu á kennslutíma – auðvelda um- ferðarvöktun lögreglu og gangbrautarvarða þannig að slík vöktun gæti orðið framkvæmanleg. Samhæfing á íþróttastarfi og list- námi innan og í beinum tengslum við grunnskólann í sama húsnæði myndu geta dregið gríðarlega mik- ið úr áhættu fjölmennra hópa. Einnig virðist einboðið að koma á skólamáltíðum fyrir alla nemendur þannig að þeir eigi ekki erindi út í umferðina á miðjum degi til þess eins að næra sig. Þá er kæruleysi barna í 7.-10. bekk varðandi notkun öryggisbún- aðar, hjálma og hlífa áhyggjuefni, að mati Benedikts. Dökk skýrsla um umferðaröryggi barna og unglinga Morgunblaðið/Arnaldur Skýrsluhöfundur segir að fræðslusamstarf við lögregluna sé í sumum tilvikum óskipulagt eða skorti alveg. Þúsundir barna daglega í hættu Í SKÝRSLU Benedikts Sigurð- arsonar segir að íslensk grunn- skólabörn séu mikið á ferðinni eft- ir skólatíma. Bæði er skóladagurinn hjá börnum í 1.–4. bekk stuttur og einnig eru allt að 25% nemenda á ferð til og frá íþróttastarfi, listnámi og fé- lagsstarfi fram í síðdegi og jafnvel fram á kvöld. Ekki tíðkast slík ferðalög barna á eigin vegum í ná- grannalöndum okkar og spyr Benedikt hvort þessi miklu ferða- lög séu æskileg fyrir börnin eða hagkvæm fyrir foreldra og sam- félag. Enn fremur segir að slys á ís- lenskum börnum séu tíðari en í mörgum nálægum löndum og eigi það einnig við um umferðarslys. Börn ferðast mikið ein eftir skóla Ný skýrsla eftir Benedikt Sigurðarson, sérfræðing hjá Rannsóknastofnun Háskól- ans á Akureyri, sýnir að umferðaröryggi skólabarna er ábótavant og umferðar- fræðsla ekki nógu markviss. hannesar kvæmda- ar ákveð- a þessum fyrstu að- fyrstu líf- rið fram á óra vígið í var komið a söguleg ið.“ verið að m hérlend- pítalanum gi málsins Jónsson, tefán E. ið Jóhann r á ári til aðgerðir, ð, í sam- SH, en Jó- u í nýrna- að hann a í lok jan- æsta ári. ám í al- gum til daríkjun- ra nám og ra lengur, nám í líf- nær þrjú etja á fót Fairfax- tærsta og garsvæð- 1992. Síð- deild og m, en við ræðslur á meðaltali. eru frá lif- með kvið- ari en að- opin rð með nngrip og andi gjöf- um í Bandaríkjunum en hún hentar ekki öllum sjúklingum. Opin kvið- arholsaðgerð hentaði til dæmis bet- ur núna, en við stefnum að því að koma hinni aðferðinni á líka.“ Fólk á öllum aldri getur þurft nýrnaígræðslu en Jóhann segir að flestir nýrnaþegar séu samt á miðjum aldri eða eldri. „Helstu ástæður fyrir nýrnabilun eru syk- ursýki, hár blóðþrýstingur, nýrna- sýking og meðfæddir gallar sem eru algengari í börnum en fullorðn- um,“ segir Jóhann. Hann bætir við að um 50.000 manns bíði eftir nýrnaígræðslu í Bandaríkjunum og miðað við það ættu um 50 manns að vera á biðlista hérlendis, en þeir væru nú 25. „Því má þakka góðu heilbrigðiskerfi hérlendis og mun minni sykursýki en vestra. Ísland er það lítið land og til allrar guðs lukku eru nýrnasjúkdómar ekki al- gengir hér á landi. Því hafa ekki verið nógu margir sjúklingar til að réttlæta starf sérfræðings í fullu starfi en við leysum þetta með fyrr- nefndum hætti.“ Auðveldara að vera veikur á „íslensku“ Aðgerðir erlendis hafa leyst vandann til þessa, en þær hafa verið um 6 á ári. Jóhann segir að margt vinnist við að hafa nýrnaígræðslur á Íslandi, ekki síst félagslega og fjár- hagslega. „Í fyrsta lagi er þetta mikil hagræðing. Eins og sagt hef- ur verið þá er miklu auðveldara fyr- ir sjúkling að vera veikur á „ís- lensku“ en „útlensku“, að þurfa ekki að fara til útlanda vegna að- gerða. Þá þurfa aðstandendur ekki að taka sér frí frá vinnu til að fylgja sjúklingi til útlanda og vera hjá honum vikum og jafnvel mánuðum saman, komi einhver vandamál upp. Í öðru lagi færir þetta vissa þekk- ingu til landsins. Við eigum frábæra lækna á Íslandi og þessi þekking bætist við þá sem fyrir er, en með tímanum geri ég mig ónauðsynleg- an í verkefninu, því þekkingin verð- ur hér til staðar. Í þriðja lagi þá eru þessar aðgerðir mjög dýrar og með því að framkvæma þær hérlendis sparast mikill kostnaður.“ Eðlilegt líf eftir aðgerð Jóhann segir að bæði gjafinn og þeginn hafi staðið sig mjög vel en nú taki við endurhæfingartímabil. Gjafinn eigi að geta byrjað að vinna aftur eftir um sex vikur og ekki verði mikil breyting hjá þeganum. „Gjafinn á að geta lifað eðlilegu lífi það sem eftir er og þeginn verður á lyfjum sem fyrr en fær nú önnur lyf. Lyfjagjöfin er meiri fyrstu þrjá mánuðina eftir nýrnaígræðsluna vegna hættu á höfnun líkamans en sé allt með eðlilegum hætti að þeim tíma loknum má gera ráð fyrir að nýja nýrað geti dugað í allt að 20 ár. Þá er hægt að skipta aftur og þess eru dæmi að við höfum látið sjúk- ling fá nýtt nýra fjórum sinnum.“ Sjúklingar með óstarfhæf nýru verða að skilja út úrgangsefni með gervinýra eða nýrnavél eða með svokallaðri kviðskilun. Jóhann seg- ir að sé það gert með blóðskilunar- vél þurfi sjúklingur að koma þrisvar í viku og skilunin taki fjóra til fimm tíma í hvert sinn. „Þetta er mjög dýr meðferð og þó að nýrnaíg- ræðsla sé líka dýr er sagt í Banda- ríkjunum að nýrnaígræðsla borgi sig upp á 18 mánuðum. Því er mikill þrýstingur víða í þá veru að fólk fari í nýrnaígræðslu frekar en að það sé í blóðskilunarvél, en nauðsynlegt er að geta einnig boðið upp á blóðskil- un og Harpa var á leiðinni í nýrna- vél þegar ákveðið var að ráðast í að- gerðina.“ æraflutningunum í læknisfræði á Íslandi Ljósmynd/Þórdís Erla Ágústsdóttir Frá vinstri eru Margrét Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur, Jóhann Jónsson, Hjördís ríkur Jónsson og Rafn Hilmarsson, deildarlæknir á þvagfæraskurðdeild. steg@mbl.is ÞAÐ voru tvær skurðstofur undirlagðar og ansi margir komu að málum,“ segir Jóhann Jónsson ígræðsluskurðlæknir en um 20 til 25 manns komu beint að fyrstu nýrnaígræðslunni á Íslandi á þriðju- dag. „Fyrst var nýrað með öllum tengslum og þvaglegg tekið úr gjaf- anum, að þessu sinni hægra nýrað, það snöggkælt niður og skolað úr ákveðinni lausn, sem „svæfir“ nýrað, ef svo má segja. Þegar þessu var lokið var þiggjandinn svæfður, farið með nýrað í skurð- stofu hans og hafist handa við hina aðgerðina, en hvor aðgerð tók um þrjá klukkutíma. Þetta gekk mjög vel og nýrað fékk strax rétt- an litarhátt, en áður en við lokuðum skurðinum var nýrað byrjað að búa til lítið magn af þvagi sem er góðs viti. Við gerðum strax blóðflæðisrannsóknir á nýranu og fengum mjög jákvæðar nið- urstöður.“ Myndin var tekin í gær og á henni eru frá vinstri Runólfur Páls- son, sérfræðingur í nýrnasjúkdómum, Eiríkur Jónsson, yfirlæknir á þvagfæraskurðlækningadeild spítalans, Jóhann Jónsson, ígræðsluskurðlæknir, Harpa Arnþórsdóttir, Stefán Matthíasson, yfirlæknir á æðaskurðlækningadeildinni í Fossvogi, Rafn Hilm- arsson, deildarlæknir á þvagfæraskurðdeild, og Hrafnhildur Bald- ursdóttir, deildarstjóri á þvagfæraskurðlækningadeild. blaðið/Þorkell Margir komu að aðgerðunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.