Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MIKILVÆGT FRUMKVÆÐI Íslenzk stjórnvöld hafa á undan-förnum árum leitazt við að aukavægi Íslands innan Atlantshafs- bandalagsins, NATO, með því að sýna aukið frumkvæði og ábyrgð og leggja meira af mörkum til sameig- inlegra varna bandalagsríkjanna. Þessi stefna hefur verið bráðnauð- synleg til að vega á móti þeim missi hernaðarlegs mikilvægis Íslands, sem fylgdi breytingum í alþjóðamál- um eftir lok kalda stríðsins. Þótt Ís- land hafi engan her höfum við getað lagt til bæði mannskap og búnað sem gagnast Atlantshafsbandalaginu. Í Íslenzku friðargæzlunni starfa t.d. læknar og hjúkrunarfólk, lögreglu- menn, flugumferðarstjórar og upp- lýsingafulltrúar, sem gegna mikil- vægu hlutverki í friðargæzlu- verkefnum NATO og eru oft og tíðum dýrari og eftirsóttari starfs- kraftur en hermenn. Íslenzk stjórn- völd hafa ennfremur gefið fyrirheit um að leggja fram fé til loftflutninga fyrir NATO með íslenzkum flugvél- um, þótt á það loforð hafi enn ekki reynt. Eitt bezt heppnaða verkefni Ís- lendinga á þessu sviði hingað til er stjórn flugvallarins í Pristina í Kos- ovo, en íslenzkir friðargæzluliðar sjá nú alfarið um hana. Þegar Ísland tók við stjórn flugvallarins sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra í sam- tali við Morgunblaðið: „Mikilvægast fyrir okkur er að það skuli nú vera orðin staðreynd að okkur sé treyst fyrir svona verkefni án þess þó að her sé til staðar á Íslandi…Það er nauðsynlegt að við tökum þátt í frið- argæslu eins og aðrar þjóðir. Við eig- um að leggja okkar af mörkum og það er mikilvægt fyrir okkur að öðl- ast reynslu á þessu sviði.“ Að undanförnu hefur fram- kvæmdastjóri NATO, George Ro- bertson, unnið að því að fá aðildarrík- in til að styrkja friðargæzluliðið, sem starfar undir forystu NATO í Kabúl, höfuðborg Afganistans. Hefur hann bent á að trúverðugleiki bandalags- ins sé í veði; mistakist friðargæzlu- starfið sé hætta á að Afganistan verði á ný bækistöð hryðjuverkamanna. Robertson hefur m.a. farið fram á að fá 400 sérfræðinga og 14 þyrlur frá aðildarríkjum NATO. Augljóst var af fréttaflutningi frá varnarmálaráðherrafundi NATO í Brussel sl. mánudag að tilboð Íslands um að senda tíu manna sveit til að taka við stjórn flugvallarins í Kabúl vakti athygli. Aðildarríkin hafa verið heldur sein til að finna mannafla og tæki til að verða við óskum Robert- sons, en Ísland heitir nú að leggja af mörkum mannskap, sem hlutfalls- lega er mun fjölmennari en það sem flest önnur aðildarríki bjóða. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra ítrekaði á utanríkisráðherra- fundi NATO í gær boð Íslands um að gegna „leiðandi samræmingarhlut- verki“ á Kabúl-flugvelli frá og með næsta vori. Hér byggir Íslenzka frið- argæzlan á þeirri reynslu, sem hún hefur öðlazt í Kosovo, en verkefninu þar lýkur í apríl á næsta ári, er Pristina-flugvöllur verður afhentur heimamönnum. Frumkvæði af þessu tagi er mik- ilvægt og stuðlar að því að auka trú- verðugleika og áhrif Íslands innan Atlantshafsbandalagsins og í alþjóð- legu samstarfi yfirleitt. RÉTTUR MINNIHLUTANS Staða minnihluta hluthafa í hluta-félögum hefur verið nokkuð í um- ræðunni undanfarin misseri. Að því er fram kemur í viðtali við Áslaugu Björgvinsdóttur, dósent í lögfræði við Háskóla Íslands, í Morgunblaðinu í gær er sá réttur minnihluta hluthafa í íslenskum hlutafélögum að geta val- ið sér fulltrúa í stjórn einstakur í samanburði við nágrannalöndin. Að sögn Áslaugar felst það í þess- um rétti minnihlutans að hluthafar sem eiga samtals 20% eða meira hlutafé geta krafist margfeldis- eða hlutfallskosningar við stjórnarkjör, en í félögum þar sem eru 200 eða fleiri hluthafar nægir að handhafar 10% hlutafjár krefjist þess. Í fimm manna stjórn nægir að ráða yfir 16,67% atkvæða til að ná manni inn. „Réttindi minnihluta við stjórnar- kosningar í íslenskum hlutafélögum eru að þessu leyti gjörólík réttar- stöðu minnihluta í hlutafélögum á hinum Norðurlöndunum og öðrum löndum í Evrópu þar sem lagareglan er að sá sem ræður yfir meirihluta at- kvæða velur alla stjórnarmenn,“ sagði Áslaug í samtali við Morgun- blaðið. „Hér á landi á minnihlutinn kost á að koma fulltrúa inn í stjórnina og þá er stjórnin ekki skipuð ein- göngu af þeim sem ræður félaginu og fleiri sjónarmið ættu þar með að vera tryggð.“ Með því að kveða á um vernd minnihlutans með þessum hætti er lýðræði í hlutafélögum aukið og hlutafélagaformið treyst. En fleira þarf að koma til. Reglur um stjórn- unarhætti í hlutafélögum þurfa að vera skýrar og eftirlit virkt. Í októ- ber fjallaði greiningardeild Kaup- þings Búnaðarbanka um vernd minnihlutahluthafa í tengslum við umskiptin í Eimskip hf. og benti með- al annars á að eftirlitsaðilar þyrftu að gera sig sýnilegri til að fullvissa fjár- festa um að þeir nytu raunverulegrar verndar. Haft er eftir Þórði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallar Íslands, í Morg- unblaðinu í gær að mál varðandi minnihlutavernd séu í stöðugri skoð- un hjá Kauphöllinni. Nefnir Þórður að reglur um stjórnunarhætti í hluta- félögum séu til skoðunar í mörgum kauphöllum erlendis, sem og innan Evrópusambandsins. Til dæmis hafi kauphöllin í New York sett reglur um fjölda óháðra stjórnarmanna í fyrir- tækjum og hvernig standa eigi að launaákvörðunum í fyrirtækjum. Full ástæða er til að taka undir með þeim sem hvetja til þess að hér á landi verði settar skýrar reglur um stjórnunarhætti í fyrirtækjum. Eins og Morgunblaðið hefur lagt áherslu á er ákaflega mikilvægt fyrir íslenskt viðskiptalíf og traust almennings á hlutabréfamarkaðnum að hagsmunir almennra hluthafa séu tryggðir. Undanfarin ár hafa um 3 til5 sjúklingar farið árlegatil útlanda vegna nýrna-ígræðslu, einkum á Rík- isspítalann í Kaupmannahöfn, en á þriðjudag, fór svona ígræðsla í fyrsta sinn fram hérlendis, þegar kona á fimmtugsaldri, Harpa Arn- þórsdóttir, fékk nýra úr bróður sín- um, sem er á sextugsaldri. Aðgerð- irnar gengu að óskum og þega og gjafa heilsast eftir atvikum vel. „Mér líður alveg ágætlega,“ sagði Harpa Arnþórsdóttir, í gær, tveim- ur sólarhringum eftir aðgerðina. „Þetta á sér langan aðdraganda og langt er síðan fyrst var rætt um að ég ætti að fara í aðgerð, um 10 ár. Alltaf var að koma að henni og það er frábært að þetta skuli vera af- staðið og hafa verið gert hér.“ Gjafinn er hetjan Jóhann Jónsson bendir á að um tvær aðgerðir sé að ræða. Í fyrsta lagi þurfi að fjarlægja nýra úr ein- um einstaklingi og síðan að setja það í annan. „Gjafinn er hetjan hverju sinni því um er að ræða hrausta manneskju sem þarf ekki að fara í aðgerð en af hjartagæsku sinni gefur nýra,“ segir hann og áréttar að þessi fyrri aðgerð sé jafnstór og sú seinni. Að mörgu þarf að hyggja fyrir svona aðgerðir, finna gjafa, gera ýmsar rannsóknir á honum og fleira. Standist hann prófið þarf hann að gefa samþykki sitt fyrir nýrnagjöfinni og honum er gerð grein fyrir hvað hún þýði en að loknum undirbúningi er hafist handa. Þrír skurðlæknar komu að að- gerðunum á þriðjudag. Jóhann Jónsson, Eiríkur Jónsson, yfir- læknir á þvagfæraskurðlækninga- deild spítalans, og Stefán Matthías- son, yfirlæknir á æðaskurð- lækningadeildinni í Fossvogi. Auk þess komu lyflæknar að málinu undir forystu Runólfs Pálssonar, sérfræðings í nýrnasjúkdómum, Magnús Böðvarsson, ónæmissér- fræðingur og læknir sjúklingsins, og fleiri. „Fyrsti hlutinn eru skurðaðgerð- irnar en eftirmeðferðin er ekki síð- ur mikilvæg, ekki síst fyrir nýrna- þiggjandann,“ segir Jóhann og bendir á að þar komi sérstaklega til kasta teymis Runólfs Pálssonar og Margrétar Andrésdóttur, sérfræð- ings. Hjúkrunarfræðingar á skurð- stofudeild og á þvagfæraskurð- lækningadeild gegni einnig veigamiklum hlutverkum. Langur aðdragandi Jóhann segir að þessar fyrstu að- gerðir hafi átt sér langan aðdrag- anda, en fyrr á árinu gerðu LSH og Tryggingastofnun ríkisins samning þar sem kveðið var á um að ígræðsl- ur nýrna frá lifandi gjöfum yrðu hér eftir á spítalanum. „Við höfum rætt um þetta í mörg ár,“ segir Jóhann og vísar til þess að þeir Páll Ás- mundsson, yfirlæknir á blóðskilun- ardeild nýrnadeildar, hafi rætt um málið í áratug. „Ég kom til dæmis til Íslands fyrir átta eða níu árum og átti þá fund með ráðamönnum en þá var ekki talinn vera grundvöllur til þess að fara út í þetta. Fyrir til- stilli yfirmanna LSH, Magnúsar Péturssonar, forstjóra, Jó M. Gunnarssonar, fram stjóra lækninga, og fleiri v ið fyrir rúmu ári að koma aðgerðum á og nú hafa fy gerðirnar átt sér stað, fy færaflutningarnir hafa far Íslandi. Þetta er síðasta stó læknisfræðinni, sem ekki v til Íslands og því er þetta stund. Síðasta vígið er falli Þegar ákveðið hafði nýrnaígræðslur færu fram is var skipaður hópur á sp til að vinna að undirbúning en í honum eru Eiríkur Runólfur Pálsson og St Matthíasson. Samið var vi um að hann kæmi þrisvar landsins til að gera þessar eina til tvær í hverri fer vinnu við skurðlækna á LS hann hefur mikla reynslu ígræðslum, og er áætlað komi vegna næstu aðgerða úar eða byrjun febrúar á n „Ég fór í framhaldsná mennum skurðlækning Washingtonborgar í Band um. 1983. Þetta er fimm ár ég ætlaði mér ekki að ver en að því loknu fór ég í n færaflutningum sem tók n ár. Síðar bauðst mér að se nýrnaflutningadeild við spítalann í Virginíu, einn st besta spítalann á höfuðbor inu, og starfsemin byrjaði 1 an hef ég séð um þessa stjórnað nýrnaflutningum erum með um 100 nýrnaígr ári, um tvær á viku að m Flestar þessar ígræðslur e andi gjöfum og aðgerðir m arholssjá verða æ algenga gerðin hérna var kviðarholsaðgerð. Aðger kviðarholssjá er minna in hefur aukið framboð af lifa Milli 20 og 25 manns komu við sögu í fyrstu líffæ Allt að sex nýrna- ígræðslur á ári Nýrað tekið úr gjafanum. Smith svæfingalæknir, Eir Fyrsta nýrnaígræðslan hér á landi fór fram á Landspítala – háskólasjúkrahúsi við Hringbraut á þriðjudag og var þetta jafnframt í fyrsta sinn sem líffæraflutn- ingur fer fram hérlendis. Steinþór Guð- bjartsson ræddi við Jóhann Jónsson, ígræðsluskurðlækni í Bandaríkjunum, sem stjórnaði aðgerðinni. Morgunb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.