Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ O ft vill það gleymast að fleira sameinar þjóðir heims en greinir þær að. Á stundum nægir það eitt að skyggnast undir yfirborð- ið til að finna sameiginlega snertifleti þjóða í millum, snerti- fleti sem skapað geta forsendur fyrir menningarlegri orðræðu og samvinnu á sviði stjórnmála og viðskipta. Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra fékk nú í vikunni tækifæri til að dýpka skilning sinn á aðstæðum og framþróun samfélagsins í Íran. Sjálfgefið og eðlilegt er að Íslendingar og Ír- anir auki samstarf sitt á sem flestum sviðum. Þegar grannt er skoðað eiga þessar fornu menning- arþjóðir margt sam- eiginlegt. Vel er þekkt í sögu þjóða að fram á sjónarsviðið koma menn sem bókstaflega virðist ætlað að leiða samfélagið áfram til aukins þroska og hagsældar. Íslend- ingar njóta að vísu sérstöðu í þessu efni sem flestum öðrum því hér á landi eru nöfn flestra mótandi brautryðjenda ekki þekkt. Þannig hefur enn ekki tekist að leysa stærstu ráðgátu íslenskrar menningarsögu; hver var sá Íslendingur sem fyrstur manna blandaði saman malti og appelsíni? Í Íran hefur hinn hegelíski söguandi valið Mohammad Khat- ami forseta til að leiða þjóðina á vit nýrra tíma. Þar líkt og á Ís- landi hafa varfærin umbótaöfl verið í sókn á síðustu árum. Í báðum þessum ríkjum hafa stjórnvöld gætt þess að ógn- arkraftar hnattvæðingarinnar skeki ekki sjálfan grundvöll þjóð- skipulagsins um leið og þess hef- ur verið freistað að nýta hinar jákvæðu hliðar þeirra miklu um- skipta. Íranir hafa líkt og Íslend- ingar fylgt þeirri gullnu reglu að það sem lög leyfa ekki beinlínis skuli teljast bannað. Ríkin tvö hafa komið upp skilvirkum eft- irlitskerfum til að tryggja velferð og öryggi þegnanna. Varfærni hefur löngum verið höfð að leið- arljósi þegar erlend menningar- áhrif eru annars vegar. Staða kvenna hefur tekið umtals- verðum breytingum í Íran á und- anliðnum árum. Nefna má að nú er svo komið að hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja þar er svip- að og á Íslandi. Ánægjulegur var sá sam- hljómur sem fram kom á fundi þeirra Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra og Mohamm- ads Khatami þegar utanríkis- og öryggismál voru til umræðu. Þannig notuðu Íranir fundinn með utanríkisráðherra til að lýsa yfir því við heimsbyggðina að þeir hefðu ekki áform um að koma sér upp gereyðing- arvopnum. Eðlilegt sýnist að Ís- lendingar birti einnig slíka yf- irlýsingu nú þegar fyrir liggur að þjóðirnar hyggjast eiga samstarf um framboð til setu í Örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna. Í grein sem birtist í Morg- unblaðinu um liðna helgi og rituð var í tilefni af opinberri heim- sókn Halldórs Ásgrímssonar til Írans lýsir aðstoðarmaður ráð- herrans afstöðu og hagsmunum Íslendinga svo: „Það skiptir Ís- lendinga máli að virðing fyrir grundvallarmannréttindum sé tryggð í Íran og að þar verði ekki framleidd gereyðing- arvopn.“ Þessi snarpa greining á erindi við fleiri en Íslendinga. Vænta má umtalsverðra breyt- inga í Íran á næstu árum og þá ekki síst á vettvangi efnahags- mála. Valdamenn þar hafa líkt og þeir íslensku gætt þess í hví- vetna að varlega sé farið þegar hætta skapast á að yfir ríði djúp- stæðar viðhorfs- eða samfélags- breytingar. Íslensk stjórnvöld hafa sem kunnugt er einkum leitað í smiðju til Rússa við markaðsvæðingu hér á landi. Jafnframt hefur þess verið gætt að frelsið gerist ekki stjórnlaust og taki ekki að raska þeim stöð- ugleika sem ríkir á öðrum svið- um íslensks þjóðlífs og menning- ar. Ekki er að efa að Íranir hafa hug á að nýta sér reynslu Íslend- inga þegar þeir hefja vegferð sína eftir framfarabraut mark- aðarins. Sjálfsagt er einnig að hugað verði að því á hvern veg heppi- legast er að auka menningar- samskipti þjóðanna. Hér á landi er eðlilegt að hin nýstofnaða Út- flutningsstofa ríkismenningar hafi umsjón með því starfi. Tíma- bært er að sendiráð verði opnað í Íran og gætu fulltrúar Útflutn- ingsstofu ríkismenningar þar stuðlað að kvikri og endurnýj- andi orðræðu milli forystumanna í menningar- og listalífi þjóðanna tveggja. Menning Írana er forn og um sumt merkileg og má ætla að áhugi þar í landi reynist mikill fyrir því að kennsla í íslenskum fræðum verði hafin t.a.m. í hinni helgu borg Qom. Ástæða er til að kanna grundvöll fyrir því að stjórnvöld í Rússlandi og á Ís- landi reki í sameiningu há- skóladeild á sviði markaðs- væðingar og efnahagsfrelsis í Íran. Nægilegt framboð á ís- lenskum og rússneskum sendi- kennurum ætti að vera tryggt. Telji einhver að Íslendingar geti fátt af Írönum lært er það mikill misskilningur. Áður hefur verið minnst á sameiginlega sýn til samfélagsstjórnunar og við hæfi væri að íslenskir ráðamenn tækju sér þá írönsku til fyr- irmyndar og tækju upp sams konar embættisklæðnað í sam- ræmi við stöðu þeirra og ábyrgð í samfélaginu. Með sögulegri heimsókn utan- ríkisráðherra til Teheran hafa Íranir bæst í hóp Rússa og Kín- verja, helstu vina- og samstarfs- þjóða Íslendinga. Áþekk sýn til umheims og samfélagsþróunar er ekki bundin við hnattstöðu. Eftirfarandi kosta Viðhorfsdálka Ásgeirs Sverrissonar: Stigaleigan.is – Áfram og hærra. Útflutningsstofa ríkismenningar – Ljós úr norðri. Bandamenn í Teheran Staða kvenna hefur tekið umtalsverð- um breytingum í Íran á undanliðnum árum. Nefna má að nú er svo komið að hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja þar er svipað og á Íslandi. VIÐHORF Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is MARGIR hafa rætt og ritað um stöðu Austurbæjarbíós í bygg- ingar- og menningarsögu Reykja- víkur, og látið í ljós þá skoðun að húsið beri að varðveita, koma því til vegs og virðingar á ný og finna því nýjan starfsgrundvöll. Lítið eða ekkert hefur verið rætt um hvernig nið- urrif Austurbæjarbíós og leikvall- arins við Njálsgötu og fyrirhugaðar íbúðarbyggingar horfa við frá sjón- arhóli íbúa í næsta nágrenni. Vekur það furðu þegar svo verulegar breytingar á umhverfi og lífs- gæðum íbúa eru á döfinni. Í bréfi frá skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar, dags. 14. októ- ber 2003, til „hagsmunaaðila“ á og við reit sem afmarkast af Njáls- götu, Snorrabraut, Grettisgötu og Rauðarárstíg, var boðað til fundar þar sem kynna átti „gerð deili- skipulags fyrir „Snorrabrautarreit“ (verkheiti), með staðgreininúmeri 1.240.3“. Ekki fer hjá því að ýmsar spurn- ingar vakni varðandi hagsmuni íbúa, meðal annarra eftirfarandi, og væri fróðlegt að fá svör frá borgaryfirvöldum. 1. Hverjir eru hinir raunverulegu „hagsmunaaðilar“ á svæðinu, að mati borgaryfirvalda? 2. Kemur þessi breyting á um- hverfi íbúa þeim ekkert við? 3. Hvaða nauðir reka borgaryf- irvöld til að „þétta byggð“ í gömlu hverfi sem þegar er fullbyggt? 4. Hvernig hyggjast borgaryf- irvöld leysa bílastæðavandann? 5. Hvað um fjölskyldufólk, á að flæma það burt? 6. Hver er stefna skipulags- yfirvalda varðandi útivistar- og leiksvæði? Skilgreining skipulagsstjóra á „hagsmunaaðilum“, ef hann á við íbúa, er mjög þröng, því sú röskun á búsetuskilyrðum/lífsgæðum íbúa í hverfinu sem fyrirhugaðar íbúða- byggingar á lóð Austurbæjarbíós og á leikvellinum munu valda, nær til miklu stærra svæðis og fleiri að- ila en þeirra fáu sem skipulagsfull- trúa þótti tilhlýðilegt að boða á kynningarfund – „hagsmuna- aðilakynningu“, 22.10. 2003. Sú stefna borgaryfirvalda að „þétta byggð“ hefur einkum bitnað á elstu hverfunum, t.d. Aust- urbænum, og hefur orðið til þess að skipulagsyfirvöld/byggingaverktak- ar ásælast í síauknum mæli útivist- arsvæði og eldri hús í hverfum ná- lægt miðbænum, með það í huga að rífa húsin og byggja blokkir og há- hýsi. Ekkert tillit virðist vera tekið til þeirra íbúa sem fyrir eru og virðist engu skipta þótt kreppt sé að þeim og lífsgæði þeirra skert. Illu heilli hafa verktakar nú beint sjónum sínum að Austurbæjarbíói og leikvellinum. Austurbæjarbíó er á mörkum hverfanna Austurbæjar og Norðurmýrar en þau eru gam- algróin íbúðarhverfi og ein elstu hverfi í Reykjavík. Þau hafa ekki, fram að þessu, verið skilgreind sem miðborg heldur jaðarsvæði mið- borgar, þ.e. Laugavegar. Íbúar þessara hverfa hafa frá upphafi byggðarinnar ekki litið á sig sem „miðborgaríbúa“ í þeim skilningi að þeir eigi ekki rétt á lífsgæðum og rými á við aðra íbúa Reykjavíkur. Bílastæðavandinn Búsetuskilyrði við götur sem liggja næst hinum svokallaða „Snorrabrautarreit“ eru nú þegar stórlega skert. Við þá hluta Grett- isgötu, Njálsgötu, Bergþórugötu og Snorrabrautar, sem næstir eru „reitnum“ eru sambyggingar, hús byggð áföst hvert öðru, þ.e. þétt byggð. Ofangreindar götur eru mjög þröngar enda ekki gerðar fyrir þá bílaumferð sem nú fer um þær. Bílastæði eru engin nema á götunni við gangstéttar, og duga engan veginn íbúum húsanna. Íbúar þess- ara gatna gjalda þess hve göturnar eru nálægt Laugaveginum því þær eru notaðar sem ókeypis bílastæði af þeim sem vinna t.d. á Laugavegi og fólki sem er að fara „í bæinn“. Iðulega komast íbúar þessara gatna ekki nálægt húsum sínum með bíla sína þótt í brýnni þörf séu, með smábörn, gamalmenni, fatlaða, eða farangur. Afleiðingin er: Geysimikill bíla- stæðavandi og öngþveiti á götunum vegna þrengsla og bíla sem lagt er upp á gangstéttir. Má segja að gangstéttir séu orðnar að bílastæð- um. Árum saman hefur þetta ástand varað og fer síversnandi. Því greip mikill uggur íbúa á þessu svæði þegar fréttist að bygg- ingaverktaki óskaði eftir að rífa Austurbæjarbíó og byggja blokkir með um 80 íbúðum á þessu litla svæði, þ.e. á lóð bíósins og leikvall- arins. Auk þess skyldi vera versl- unarhúsnæði á neðstu hæð. Þeir órar borgaryfirvalda um að götur og torg muni fyllast af „ið- andi og fögru“ mannlífi við þétt- ingu byggðar í hverfum sem þegar eru fullbyggð eru blátt áfram fá- ránlegir. Hún leiðir aðeins til æ meira umferðaröngþveitis. Augljóst er að slík framkvæmd mundi þrengja enn meira að íbúum í hverfinu. Jafnvel þótt bílastæði yrði fyrir um 60 bíla í einni blokk- inni, eins og kynnt var á fyrr- nefndum fundi, leysti það síst þann umferðarvanda sem við yrði að glíma í hverfinu, og er hann þó ær- inn fyrir. Ekki er óraunhæft að áætla að um 100 bílar fylgi íbúum þessara blokka auk bíla fólks sem ætti erindi í verslanirnar. Öllum ætti að vera ljós sá vandi sem slík gífurleg umferðaraukning ylli á nærliggjandi götum. Leikvöllur – útivistarsvæði Í nútímaborgarskipulagi þykir sjálfsagt að meta þarfir fólks til þess er almennt er kallað lífsgæði. Koma útivistarsvæði og gróin svæði þar sterkt til sögu ásamt að þörfum manna til útivistar og leikja sé sinnt. Óhætt er að fullyrða að hvergi í Reykjavík sé meiri þörf á að þessum kröfum nútíma- samfélags sé fullnægt en á um- ræddu svæði þar sem fólk býr mjög þröngt og þörfin fyrir leik- svæði barna er afar brýn. Skýrsla mun hafa verið gerð af Reykjavíkurborg um leiksvæði barna. Þeim var skipt upp í nokkra hluta allt eftir því hver þörf barna var til leikja eftir aldri og fjarlægð frá heimili. Völlunum var skipt upp í grenndarvelli, nærvelli, boltavelli og aðra velli og átti hver völlur fyr- ir sig að þjóna ákveðnum hópi barna. Hver skyldi staðan vera í þessu hverfi? Leikvöllur hefur verið við Njáls- götu (milli Snorrabrautar og Rauð- arárstígs) í um það bil 70 ár. Hann er nú trúlega elsti leikvöllur í Reykjavík. Fyrir um 70 árum þótti þörf á leikvelli og hverfisgarði á þessu svæði. Nú vilja borgaryf- irvöld afmá þennan gamla leikvöll og lýsir það vel ólíku viðhorfi þá- verandi og núverandi borgaryf- irvalda til íbúa Reykjavíkur. Í fyrstu var leikvöllurinn eitt svæði, grasvöllur, bekkir, göngustígar og leiktæki. Seinna var honum skipt í tvo hluta, gæsluvöll, og opinn völl, en hönnun þess hlutar mistókst al- gjörlega sem leiksvæði barna. Ann- an barnaleikvöll er ekki að finna í næsta nágrenni. Má segja að leikvöllurinn sé, eins og Austurbæjarbíó, hluti af menn- ingar- og byggingarsögu þessa svæðis og hluti af ímynd þess. Að vísa börnum sem eiga heimili vest- an Rauðarárstígs og Snorrabrautar á Miklatún til leikja er fráleit hug- mynd þar sem um þessar götur er mjög mikil og hröð umferð bíla og svæðið of langt frá heimilum þeirra. Þennan leikvöll ætti að vernda sem útivistarsvæði fyrir hverfið. Hann ætti að endurskipuleggja, þannig að svæðið sem nú er opið verði raunverulegt leiksvæði. Einn- ig mætti gera völlinn allan að hverfisgarði, líkt og hann var upp- haflega, garði sem uppfyllti þarfir allra aldurshópa, þ.e. rúmgott, skjólsælt útivistarsvæði með leik- tækjum, gönguleiðum, gróðri, blómabeðum og bekkjum, ásamt leiktækjum barna. Hér gefst borg- aryfirvöldum gullið tækifæri til að skapa íbúum svæðisins aukin lífs- gæði. Nógu lengi hefur Reykvíkingum verið mismunað eftir borg- arhverfum. Ný hverfi hafa risið upp hvert af öðru þar sem komið hefur verið til móts við hinar ólík- legustu kröfur íbúanna um þægindi og lífsgæði, hverfi þar sem fólki þætti vegið að sér ef minnst væri á þéttingu byggðar. Því hlýt ég að spyrja: Hvers eiga íbúar elstu hverfa borgarinnar að gjalda? Hvers eiga íbúar elstu hverfanna í Reykjavík að gjalda? Eftir Eddu Ólafsdóttur Höfundur er íslenskukennari og býr á Njálsgötu 76. KENNARAR við Háskóla Íslands hafa sent frá sér ályktun þar sem mótmælt er frumvarpi fjár- málaráðherra um breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, en með frumvarpinu eykst vald stjórnenda ríkisstofnana til að segja upp starfs- manni án þess að til hafi komið sér- stakt brot eða afglöp í starfi. Telja kennararnir við HÍ að frumvarpið tak- marki faglegt sjálfstæði þeirra og frelsi til rannsókna. Ég vil koma því á framfæri hér, að kennarar við Háskólann í Reykjavík eru ekki félagar í Félagi háskólakennara (þótt annað mætti ætla af heiti félagsins) og standa því ekki að baki þessari ályktun. Ráðningarsamningar kennara við Háskólann í Reykjavík líkjast ráðningarsamningum á almennum vinnumarkaði og þar hafa í gegnum tíðina átt sér stað uppsagnir eins og gengur. Þó get ég fullyrt að það hvernig kennari kýs að nýta faglegt sjálfstæði sitt og rannsóknafrelsi hefur aldrei orðið tilefni upp- sagnar við skólann. Þá vil ég gera athugasemd við það hvernig tals- menn samtaka ríkisstarfsmanna vísa til nútímalegra hugmynda um mannauðsstjórnun eða starfs- mannastjórnun til að rökstyðja andstöðu sína við frumvarpið. Nútíma mannauðsstjórnun hefur þann tilgang að hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að koma stefnu sinni í framkvæmd. Ein lykilforsendan sem unnið er út frá er að framlínustjórnendur hafi vald til að velja starfskrafta í sitt lið og til að gera breyt- ingar á því liði þegar þörf krefur. Það er hagur stjórnandans að þessar ákvarðanir séu byggðar á málefnalegum ástæðum og stífar reglur því ekki nauðsynlegar. Frumvarp fjármálaráðherra er skref í þá átt að innleiða þessa hugsun í opinbera geiranum hér á landi og því fagnaðarefni öllum áhugamönnum um faglega stjórnun. Skoðanir háskólakennara Eftir Ástu Bjarnadóttur Höfundur er lektor í stjórnun og mannauðsstjórnun við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.