Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 42
KIRKJUSTARF 42 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Opnunartími: Mánudaga-föstudaga frá kl. 8:30-18 – Laugardaga frá kl. 10-16 Nóa konfekt í miklu úrvali á góðu verði Holda kalkúnn 499 kr/kgSkútuvogi Mikið úrval af sultum frá Den Gammel Fabrik10% afsláttur við kassa á Simplots-stöngum Senjorítur í Kópavogskirkju Á MORGUN, laugardaginn 6. des- ember, kl. 14 verður aðventustund í Kópavogskirkju. Þar mun m.a. kórinn Senjoríturnar syngja og leiða almennan söng undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur. Gunnur Guðmundsdóttir Ísfeld mun segja frá jólaundirbúningi og jólahaldi á slóðum Vestur-Íslendinga í Kanada og Ingibjörg Sigurðardóttir lesa jólasögu. Séra Ingþór Indriðason Ísfeld leiðir stundina en henni lýk- ur með ritningarlestri og bæn. Boðið verður upp á súkkulaði og samveru í Borgum eftir að stund- inni í kirkjunni lýkur. Allir eru hjartanlega velkomnir. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Aðventusamkoma í Reyniskirkju í Mýrdal AÐVENTUSAMKOMA verður í Reyniskirkju í Mýrdal nk. sunnu- dag, 7. desember, kl. 16:00. Komum saman og syngjum að- ventu- og jólasálma og hlýðum á sögu. Ritningarlestur og bæn. Kristín Björnsdóttir leikur á orgel og stjórnar almennum söng. Fjöl- mennum. Sóknarprestur. Aðventukvöld í Gaulverjabæjarkirkju AÐVENTUKVÖLD verður í dag, föstudaginn 5. desember, kl. 20.30. Kirkjukór og börn koma fram. Ræðumaður er Jón Ólafsson frá Syðra-Velli. Sóknarprestur. Kvöldvaka í Neskirkju Í KVÖLD, föstudaginn 5. desem- ber, verður kvöldvaka kl. 19.30 í Neskirkju. Léttleiki og notalegt andrúmsloft er einkenni þessarar stundar. Tónlistin er í höndum Steingríms Þórhallssonar, org- anista kirkjunnar, Sveins Bjarka Tómassonar og Jónasar Margeirs- sonar. Sr. Sigfús Kristjánsson leið- ir vökuna ásamt Guðmundu I. Gunnarsdóttur, sem hefur umsjón með unglingastarfi kirkjunnar. Stundin er sérstaklega sniðin fyrir ungt fólk en allir eru hjartanlega velkomnir. Morgunblaðið/ÓmarKópavogskirkja Hallgrímskirkja. Eldriborgarastarf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja. Eldriborgarastarf. Brids- aðstoð kl. 13. Kaffi kl. 15. Breiðholtskirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10–12. Kaffi og spjall. Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 15 yngri- deildarstarf Lindakirkju og KFUM&K í Húsinu á sléttunni, Uppsölum 3. Krakk- ar á aldrinum 8–12 ára velkomnir. Keflavíkurkirkja. Léttsveit Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar leikur aðventu- og jólalög undir stjórn Karenar Stur- laugsdóttur kl. 19.30. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Stjörnukórinn; barnakór fyrir 3 til 5 ára gömul börn, æfir í kirkjunni laugardaginn 6. desem- ber kl. 14.15. Kennari Natalía Chow Hewlett og undirleikari Julian Michael Hewlett. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Laug- ardagur: Kl. 16 tónleikar Védísar Guð- mundsdóttur þverflautuleikara og Guð- mundar H. Guðjónssonar organista í safnaðarheimili og kirkju Landakirkju. Lágafellskirkja. Barnastarf kirkjunnar. Kirkjukrakkar í Lágafellsskóla kl. 13.20–14.30. Kirkjuskólinn í Mýrdal. Munið sam- veruna í Víkurskóla næsta laugardag, 6. desember, kl. 11:15–12:00. Fjöl- mennum til að hitta Rebba ref og brúð- urnar. Söngur, sögur, bænir og lit- astund. Starfsfólk kirkjuskólans. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam- komur alla laugardaga kl. 11:00. Bænastund alla þriðjudaga kl. 20:00. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Út- varpi Boðun FM 105,5. Allir velkomnir. Fríkirkjan Kefas: Í kvöld er 10–12 ára starf kl. 19.30. Samvera, fræðsla og fjör. Allir velkomnir. Nánari uppl. á www.kefas.is. Akureyrarkirkja. Laugardagur: Hádeg- istónleikar kl. 12. Eyþór Ingi Jónsson organisti leikur verk eftir Bach, Buxte- hude og César Franck. Lesari sr. Anna Ýrr Sigurðardóttir. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir. Kynning á verkunum verður 15 mínútum fyrir tónleika. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 17.30 barnagospel fyrir krakka 4–12 ára. Kl. 10–18 okkar vinsæli flóamarkaður op- inn. Basar Kristniboðsfélags kvenna er á morgun, laugardag, og hefst kl. 14 . Heimagerðir munir, kökur, tertur, happ- drætti o.fl. Seldar vöfflur og kaffi á staðnum. Safnaðarstarf Hreppamenn sigruðu naumlega andstæðinga úr Rangárþingi Árleg keppni í brids á milli Hreppamanna og fólks úr Rangár- þingi eystra fór fram í Félagsheim- ilinu á Flúðum síðastliðinn föstudag. Þetta er í sjöunda sinn sem þessir bridsspilarar heyja keppni saman og hefur skapast góður og traustur kunningsskapur á milli þessa fólks. Geta skal þess að meðalaldur kepp- enda hækkar stöðugt eins og víðar á landinu. Keppt er um bikar sem gefinn var í minningu Einars Inga Einarssonar, bónda í Varmahlíð undir Eyjafjöll- um. Austanmenn hafa unnið bikar- inn fjórum sinnum en Hreppamenn þrisvar. Spilað var á fjórum borðum. Keppnin var spennandi og tvísýn lengst af en úrslit urðu þau að á fyrsta borði unnu Rangæingar 18– 12, á öðru borði einnig, 19–11, og á því þriðja 16–14. Leikurinn varð ójafnari á fjórða borði en þar unnu Hreppamenn 25–4. Úrslit urðu því á þann veg að Hreppamenn sigruðu að þessu sinni 62–56. Gömlu brýnin urðu efst í hausttvímenningi Hreppamanna Keppni í hausttvímenningi er ný- lega lokið hjá Hreppamönnum. Þar urðu í fyrsta sæti: Karl Gunnl. – Jóhannes Sigmundss. 285 Guðmundur Böðv. – Ólafur B. Schram 285 Guðmundur Sigurdórss. – Loftur Þorst. 262 Magnús Gunnl. – Pétur Skarphéðinss. 258 Viðar Gunngeirss. – Gunnar Marteinss. 257BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hafnarfjarðar Aðalsveitakeppni félagsins er nýhafin. Að loknum tveimur umferðum er staðan mjög jöfn og galopin, eins og hér gefur að líta: Gunnlaugur Óskarsson 37 Hrund Einarsdóttir 36 Gunnar Birgisson 34 Hulda Hjálmarsdóttir 33 Útreikningi á butlerárangri para í síðari leiknum er ekki lokið, en honum verður lokið um það leyti er spilamennska hefst mánu- daginn 8. desember, en þá verða aftur spil- aðar tvær umferðir í keppninni. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Ljósm./Sigurður Sigmundsson Kristján Mikkaelsen afhendir Ara Einarssyni bikarinn sem gefinn var til minningar um Einar Inga Einarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.