Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 59 DAGBÓK 2 4 6 57 R Æ S IR Við erum hér BORGART ÚN S K Ú LA T Ú N SKÚLAGATA Húsgögn Listmunir Antiksalan Skúlatúni 6 • Sími 553 0755 • www.antiksalan.is Opið virkadaga frá kl. 10-18, laugard. kl. 11-18 Antikhúsgögn og gjafavörur Glæslegt úrval af antikhúsgögnum, borðlömpum, kertastjökum, kertum og borðdúkum. Fjölbreitt og fallegt jólaskraut. 520 7901 og 520 7900 kr. 14.155 Hverafold 1-3 Torgið Grafarvogi Sími 577 4949 Glæsilegir hátíðarskór Opnunartími: Frá kl. 11-18 mánud.-föstud. og frá kl. 12-16 laugard. STJÖRNUSPÁ BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert hæfileikarík/ur og sjálfsörugg/ur og leitar ein- hvers til að deila eldmóði þínum með. Það munu hugs- anlega verða mikilvægar breytingar á lífi þínu á þessu ári líkt og gerðist árið 1995. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er mikilvægt að þú hafir það í huga að líf þitt getur breyst mikið til batnaðar á komandi ári. Það fer eftir því hvað trú þín er sterk hversu stórar breytingarnar verða. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ný ást gæti kviknað í brjósti þér í dag, í næstu viku eða snemma á næsta ári. Ham- ingjan brosir við þér. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Gerðu það sem þú getur til að bæta aðstæður fjölskyldu þinnar og heimilis. Næstu níu mánuðina muntu hafa tæki- færi sem þú færð ekki aftur fyrr en eftir tólf ár. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Hugsun er til alls fyrst. Því skaltu gæta að því hvað þú hugsar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú hefur einstakt tækifæri til að auka tekjur þínar á næstu átta mánuðum. Gerðu það að persónulegu markmiði þínu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Júpíter kemur með jákvæð áhrif inn í stjörnumerkið þitt á tólf ára fresti. Þetta er að gerast núna og það mun vara fram í september á næsta ári. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er mikið að gera hjá þér. Þú verður að gæta þess að fá næga hvíld og tækifæri til að husa málin í ró og næði. Þetta er mikilvægur tími í lífi þín. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Dagurinn hentar vel til að kaupa fallega hluti handa sjálfri/sjálfum þér og þínum nánustu. Það sem þú kaupir mun að öllum líkindum end- ast í langan tíma. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ættir að þiggja þau heim- boð sem þér berast. Félags- lífið gengur vel í dag og hlut- irnir eru líka loksins að ganga upp á heimilinu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þetta er góður dagur til samningaviðræðna og til að ganga frá samningum. Þú hefur orku og kraft til að koma hlutunum í verk. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vinur þinn gæti komið með góða tillögu varðandi at- vinnumálin. Það er líklegt að þessi einstaklingur geti hjálpað þér. Vertu óhrædd/ur við að þiggja greiða. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er mikilvægt að þú fáir næga hreyfingu. Mars hefur verið í merkinu þínu mánuð- um saman, því hefur spenna verið að safnast upp í þér. Þú þarft að veita henni útrás. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Frances Drake ÁSAREIÐIN Jóreyk sé ég víða vega velta fram um himinskaut, norðurljósa skærast skraut. Óðinn ríður ákaflega endilanga vetarbraut. Sópar himin síðum feldi Sigfaðir með reiddan geir, hrafnar elta og úlfar tveir, vígabrandar vígja eldi veginn þann, sem fara þeir. Sleipnir tungla treður krapa, teygir hann sig af meginþrótt, fætur ber hann átta ótt, stjörnur undan hófum hrapa hart og títt um kalda nótt. Grímur Thomsen LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 70 ÁRA afmæli. Laug-ardaginn 6. desem- ber verður sjötug Kristín Sigfúsdóttir, Álfabrekku 13, Kópavogi. Hún tekur á móti ættingjum og vinum í safnaðarheimili Langholts- kirkju laugardaginn 6. des- ember frá kl. 10.30 f.h. 60 ÁRA afmæli. Sunnu-daginn 7. desember er sextug Sveindís E. Pét- ursdóttir, Leirdal 8, Vog- um. Hún er með opið hús í Glaðheimum, Vogum, laug- ardaginn 6. desember, frá kl. 20–24. HÓPUR Íslendinga gerði sér ferð til Madeira í síðasta mánuði til að taka þar þátt í vikulangri bridshátíð. Ís- lendingarnir stóðu sig al- mennt vel, en bestir af öllum voru Bjarni H. Einarsson og Ragnar Magnússon. Þeir unnu tvímenningskeppni hátíðarinnar, þriggja daga mót með þátttöku 84 para. Alda Guðnadóttir og Krist- ján Snorrason urðu í 5. sæti í tvímenningnum, og Sveinn Rúnar Eiríksson og Erlend- ur Jónsson í því sjöunda. Í mótsblaði hátíðarinnar er að finna þetta spil með sig- urvegurunum: Suður gefur; AV á hættu. Norður ♠ K96 ♥ G1064 ♦ 103 ♣D876 Vestur Austur ♠ G73 ♠ Á10 ♥ D9 ♥ K752 ♦ ÁKG8 ♦ D964 ♣5432 ♣G109 Suður ♠ D8542 ♥ Á83 ♦ 752 ♣ÁK Ragnar og Bjarni voru í AV í vörn gegn tveimur spöðum eftir þessar látlausu sagnir: Vestur Norður Austur Suður – – – 1 spaði Pass 2 spaðar Pass Pass Pass Ragnar hitti á magnað út- spil – hjartadrottningu. Suður tók strax með ás, lagði niður ÁK í laufi og spilaði svo spaða á kónginn. Bjarni drap, tók hjartakóng og gaf makker stungu. Ragnar kannaði næst stöð- una með tígulkóng og Bjarni kallaði. Þá spilaði Ragnar tígli undan ásnum yfir á drottninguna og Bjarni tryggði vörninni sjötta slaginn með því að spila fjórða hjartanu. Einn niður og toppskor. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 60 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 5. des- ember, verður sextugur Tryggvi Eyvindsson. Af því tilefni bjóða Tryggvi og Jó- hanna vinum og vanda- mönnum að gleðjast með sér í Þrastarlundi 1, Garða- bæ, frá kl. 20. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e5 7. Rf3 Dc7 8. Bg5 Rbd7 9. a4 h6 10. Bh4 g5 11. Bg3 Rc5 12. Rd2 Be6 13. Be2 O- O-O 14. O-O h5 15. h4 Bh6 16. Ha3 g4 17. Bd3 Kb8 18. He1 Bf4 19. Rf1 d5 20. exd5 Rxd5 21. Rxd5 Bxd5 22. Re3 Bc6 23. b4 Rxd3 24. cxd3 Dd6 25. Db1 Hhe8 26. Kh2 Bxe3 27. fxe3 f5 28. Hf1 Hf8 29. Dc1 Dxb4 30. Bxe5+ Ka8 31. Bg3 De7 32. Hc3 De6 33. a5 Dd5 34. Hf2 Hf6 35. Da3 He8 36. Hc5 Dd7 37. e4 Hef8 38. Hcxf5 Hxf5 Staðan kom upp í atskákmóti sem lauk fyrir skömmu í Beni- dorm. Veselin Topa- lov (2735), hafði hvítt gegn Sergey Karjakin (2562). 39. Dxf8+! Hxf8 40. Hxf8+ De8 41. Hxe8+ Bxe8 42. Bc7 hvítur fær nú unnið biskupaendatafl vegna frí- peða sinna tveggja á mið- borðinu. 42...b5 43. axb6 Kb7 44. Kg3 a5 45. Kf4 a4 46. Bd6 Kxb6 47. g3 Kc6 48. Ba3 Bf7 49. Kg5 Kd7 50. Kf6 Bb3 51. d4 Bc2 52. Ke5 Kc6 53. d5+ Kd7 54. Kd4 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 70 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 5. des- ember, er sjötug Björg Að- alsteinsdóttir, Suðurhólum 16, Reykjavík. Björg tekur á móti gestum á heimili sínu á afmælisdaginn. 60 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 5. des- ember, er sextugur Daði Ágústsson, framkvæmda- stjóri. Hann og eiginkona hans, Halldóra E. Kristjáns- dóttir, deildarstjóri, taka á móti vinum og vandamönnm í veislusal Ferðafélags Ís- lands, Mörkinni 6, Reykja- vík, á milli kl. 18 og 21 á af- mælisdaginn. Prófum einu sinni enn: Spegill, spegill herm þú mér …
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.