Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 53
Jólakort Barna- hjálpar Samein- uðu þjóðanna JÓLAKORT Barnahjálpar Samein- uðu þjóðanna, UNICEF, eru komin út. Kortin eru prýdd listaverkum eftir ýmsa listamenn. Þau eru frá rúmlega 200 þjóðlöndum en allur ágóði af sölunni fer til starfsemi UNICEF meðal barna víða um heim. Starfsemi UNICEF á Íslandi hef- ur opnað skrifstofu í Skaftahlíð 24 í Reykjavík og er kortasalan opin þar kl. 15-18. Auk þess hefur kort- unum verið dreift í ýmsar verslanir. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 53 Hefur þú kynnt þér tilboðin í Sparimagazíni fyrir desember? UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Berjarimi 22, 0106, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Ívar Logi Sigur- bergsson Gröndal, gerðarbeiðendur Sparisjóður Hafnarfjarðar og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, útibú, þriðjudaginn 9. desem- ber 2003 kl. 15:00. Brúnastaðir 51, 0101, Reykjavík, þingl. eig. þb.Hjördísar B. Magnúsd. bt. Eyvindar Gunnarss. hdl., gerðarbeiðendur B.M. Vallá ehf. og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 9. desember 2003 kl. 13:30. Funabakki 6, hesthús hluti merktur C, 0301, Mosfellsbæ, þingl. eig. Örn Oddgeirsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 9. desember 2003 kl. 10:30. Furubyggð 8, Mosfellsbæ, þingl. eig. Margrét J. Þorsteinsdóttir, gerðarbeiðandi Egilsson hf., þriðjudaginn 9. desember 2003 kl. 11:00. Jörfagrund 42, 010202, Kjalarnesi, Reykjavík, þingl. eig. Finnbjörg Konný Hákonardóttir og Sigurður Jónsson, gerðarbeiðendur Íbúða- lánasjóður og Landsbanki Íslands hf., aðalstöðvar, þriðjudaginn 9. desember 2003 kl. 11:30. Leiðhamrar 5, 50% ehl., 0101, Reykjavík, þingl. eig. Haukur Hannes- son, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 9. desember 2003 kl. 15:30. Lyngrimi 22, 0101, Reykjavík, þingl. eig. Bragi Gunnarsson, gerðar- beiðandi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 9. desember 2003 kl. 14:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 4. desember 2003. ÝMISLEGT Hvar erum við stödd? Við erum stödd þar sem millistjórnandi ríkis- fyrirtækis, Símans, er rekinn fyrirvaralaust fyrir að upplýsa um meint alvarleg lögbrot, þar sem æðstu ráðherrar letja forstöðumenn ríkisstofnana til að upplýsa Fjárlaganefnd Alþingis um stöðu stofnana sinna og þar sem fyrir Alþingi liggur stjórnarfrumvarp sem skerðir bein tengsl ríkisstarfsmanna við lög og rétt, en tengir þá frekar geðþótta og einelti yfirmanna sinna. Tómas Gunnarsson, áhugamaður um opinbera stjórnarhætti. I.O.O.F. 12  1841258½  Ek. Bh. I.O.O.F. 1  1841258  Ek. Í kvöld kl. 20.30 heldur Jón E. Benediktsson erindi „Bræðra- lag“ í húsi félagsins, Ingólfs- stræti 22. Á laugardag kl. 15-17 er opið hús með fræðslu og umræðum, kl. 15.30 í umsjón Sigríðar Ein- arsdóttur sem spjallar um Min- osarmenninguna á Krít, sýnir myndir og spilar gríska tónlist Á sunnudögum kl. 17-18 er hug- leiðingarstund með leiðbeining- um fyrir almenning. Guðspekifélagið hvetur til sam- anburðar trúarbragða, heim- speki og náttúruvísinda. Félagar njóta algers skoðanafrelsis. www.gudspekifelagid.is Í kvöld kl. 20.00. Bæn og lofgjörð í umsjón Elsa- betar og Miriam. Allir hjartanlega velkomnir. Huglækningar/ heilun Sjálfsuppbygging. Samhæfing líkama og sálar. Áran. Fræðslumiðlun. Halla Sigurgeirsdóttir, andlegur læknir. Uppl. í síma 553 8260 milli kl. 18.00 og 19.00. Fundur Parísar, félags þeirra sem eru einar/einir, verður haldinn 6. desember kl. 11.30 f.h. á Kringlukránni. Jólin rædd. Janúarfundurinn verður haldinn 10. janúar 2004. Stjórnin www.paris.is R A Ð A U G L Ý S I N G A R KVENFÉLAG Kópavogs færði nýlega endurhæfingadeild (göngudeild) fyrir krabbameinssjúka við Landspítala - háskólasjúkrahús í Kópavogi leirbrennsluofn að gjöf auk efnis til leirgerðar. Verðmæti gjafarinnar er um 430.000 krónur. Nú þegar eru tveir leirlistarhópar teknir til starfa og er það allt ungt fólk á aldrinum 20-40 ára. Starfsmenn iðjuþjálfunar eru þær Erna Magnúsdóttir yfiriðjuþjálfi, Kolbrún Ragnarsdóttir iðjuþjálfi og Steinþóra Þorsteinsdóttir aðstoðarmaður og leirlistakona. Morgunblaðið/Eggert Frá afhendingu gjafarinnar, f.v.: Kristín Pétursdóttir, formaður Kven- félags Kópavogs, Erna Magnúsdóttir yfiriðjuþjálfi, Kolbrún Ragnarsdóttir iðjuþjálfi, Steinþóra Þorsteinsdóttir, leirlistakona og aðstoðarmaður, og Guðmunda Jóhannsdóttir, Rannveig Garðarsdóttir, og Hjördís Péturs- dóttir sem eru í stjórn Kvenfélags Kópavogs. Gáfu endurhæfingardeild leirbrennsluofn ÚT er komið jólaheftið af Barnagát- um. Sem fyrr er þar að finna kross- gátur og þrautir, sem ætlaðar eru byrjendum. Lausn fylgir hverri gátu í blaðinu. Útgefandi er ÓP útgáfan og heftið fæst í öllum helstu bóka- búðum og söluturnum. Barnagátur komnar út Mynd úr bókinni Garðverkin Steinn Kárason hefur sent Morg- unblaðinu eftirfarandi athugasemd: Í þættinum „Blóm vikunnar“, und- ir yfirskriftinni „vetrarþankar“ í um- sjón Sigríðar Hjartar í blaðinu í gær, fimmtudaginn 4. desember, var fjallað með öðru um bókina Garð- verkin eftir Stein Kárason. Hin frábæra myndskreyting við „vetrarþankana“ er eftir hollensk- sænska listamanninn Han Veltman og er ein af nokkur hundruð skýring- armyndum úr bókinni Garðverkin. Nauðsynlegt er að halda þessu til haga vegna myndhöfundarins og rétthafa myndefnis. Lesandi gæti álitið að um væri að ræða mynd- skreytingu við „vetrarþankana“, því ekki er bein tilvísun frá myndskreyt- ingu í texta. Héraðsdómur Reykjaness Í frétt blaðsins í gær á bls. 6 var ranglega sagt að Héraðsdómur Reykjavíkur hefði kveðið upp dóm í máli Kaupþings Búnaðarbanka gegn Flugporti og Jórvík. Þarna átti að standa Héraðsdómur Reykjaness og er beðist velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT LJÓSIN verða tendruð á Óslóar- trénu á Austurvelli sunnudaginn 7. desember kl. 16. Lúðrasveit Reykja- víkur hefur dagskrána kl. 15.30 með því að leika jólalög. Kl. 16 flytur Dómkórinn tvö lög og Kari Pahle, borgarfulltrúi og formaður menn- ingar- og menntamálanefndar Ósló- ar, færir borgarstjóra, Þórólfi Árna- syni, og öðrum Reykvíkingum tréð að gjöf. Alexander Örn Númason, 10 ára, kveikir ljósin á trénu en fyrir ná- kvæmlega 20 árum var það móðir hans, Carolin Guðbjartsdóttir, sem kveikti á jólatrénu á Austurvelli. Felix Bergsson leikari segir frá honum Augasteini og syngur nokkur lög, til hans kemur einnig gestur úr Hálsaskógi, söngelska klifurmúsin Lilli. Þá koma nokkrir jólasveinar í heimsókn. Kynnir er Gerður G. Bjarklind. Rúm hálf öld er síðan Norðmenn færðu Íslendingum í fyrsta sinn grenitré að gjöf til að skreyta Reykjavík. Ljósin tendruð á Óslóartrénu á Austurvelli PERLUJÓL, jólahátíð fatlaðra, verða í Súlnasal Hótel Sögu sunnu- daginn 7. desember kl. 15.30–18. Fram munu koma söngvararnir André Bachmann og Þórunn Lárus- dóttir ásamt Hljómsveitinni Jóla- gleði, Leikhópurinn Perlan, leik- stjóri Sigríður Eyþórsdóttir, Lúðrasveit verkalýðsins, stjórnandi Tryggvi M. Baldvinsson, Barnakór Kársnesskóla, stjórnandi Þórunn Björnsdóttir. Auk þess koma fram: Jóki trúður, jólasveinar, Harold Burr, Björgvin Franz Gíslason, Rún- ar Júlíusson, Sigmar Vilhjálmsson (Simmi Idol), Abba show (Príma- donnur), leynigestur, Pétur pókus töframaður og Móeiður Júníusdótt- ir. Miðaverð er 500 kr. . Jólahátíð fatlaðra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.