Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 13
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 13 EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur ákveðið að fara ekki að tillögum ráð- gjafarnefndar Alþjóðahafrannsókn- aráðsins um veiðibann á þorski og öðrum fisktegundum í Norðursjó. Leyft verður að veiða sama magn af þorski á næsta ári og á þessu en heimildir í flatfiski og lýsingi verða skornar niður um 50 til 65% í stað þess að banna þær. Í frétt frá ESB segir að ákveðið hafi verið að koma í veg fyrir að setja þurfi veiðibann á tilteknar teg- undir með því að bæta fiskveiði- stjórnun og herða eftirlit með þorsk- veiðum og gera hið sama vegna veiða úr öðrum ofveiddum fiskistofn- um. Jafnframt að veiðar úr stofnum, sem nýlega séu komnir á válista, verði dregnar verulega saman. Með þessu móti verði hægt að halda áfram arðbærum veiðum úr ofnýtt- um stofnum jafnframt því að byggja þá upp að nýju og vernda aðra stofna, sem standi betur. Þá er bent á góða viðkomu sumra stofna eins og lýsu og skötusels og eru heimildir til veiða úr þeim auknar. „Afleiðingar ófullnægjandi fram- fylgni fiskverndunar og uppbygg- ingar eru öllum ljósar. Mikilvægir botnfiskstofnar eru áfram í hættu og allur sjávarútvegurinn sýpur seyðið af því. Kostirnir eru ljósir; annað- hvort verður að minnka leyfilegan heildarafla verulega og hefta veiði- getu verulega innan hvers árs, eða að hefja verður langtíma uppbygg- ingu sem leiðir ekki til eins harka- legra aðgerða. Ég er fylgjandi seinni kostinum,“ segir Franz Fischler, framkvæmdastjóri sjávarútvegs- mála innan ESB. Niðurskurður við Skotland og í Kattegat Nánast allir þorskstofnar innan lögsögu ESB eru að hruni komnir og hefur Alþjóðahafrannsóknaráðið lagt til veiðibann annað árið í röð. Á síðasta ári var leyfilegur þorskafli dreginn saman um 65%. Nú er það ætlun ESB að herða eftirlit og fækka veiðidögum til að tryggja að ekki verði veitt umfram það á næsta ári, sem leyfilegt var að veiða á þessu. Takist það telur fram- kvæmdastjórnin að hægt sé að byggja þorskstofnana upp á ný. Því verður leyfilegur þorskafli í Norð- ursjó á næsta ári 22.659 tonn. 53% niðurskurður verður á þorskveiðum við Vestur-Skotland og 41% í Katte- gat. ESB leyfir þorskveiðar Kvótinn í Norðursjó 2004 verður sá sami og í ár, 22.700 tonn UPPSJÁVARAFLI fimm aðildar- ríkja Alþjóðasamtaka fiskimjöls- framleiðenda (IFFO), Chile, Perú, Danmerkur, Íslands og Noregs, varð alls 305 þúsund tonn í september mánuði eða 8% minni en í sama mán- uði síðasta árs. Aflinn er jafnframt 21% minni en meðalafli september- mánaðar síðustu fimm ára og reynd- ar minnsti afli frá því árið 1989. Skýringarinnar má fyrst og fremst leita í dræmum aflabrögðum í uppsjávarveiðum við Ísland og Nor- eg en einnig var framlengt veiðibann á ansjósu við Perú. Mest var hins- vegar veitt af uppsjávarfiski við Chile, alls 140 þúsund tonn eða 46% af heildarafla þjóðanna fimm í sept- ember. Norðurlandaþjóðirnar þrjár veiddu samtals 162 þúsund tonn í september, þar af veiddu Danir um 81 þúsund tonn, Íslendingar tæp 30 þúsund tonn, einkum kolmunna, og Norðmenn rúmt 51 þúsund tonn. Samkvæmt fréttatilkynningu frá IFFO var rólegt á fiskimjölsmörk- uðum fyrir vikið, þótt greina mætti talsverða sölu afurða í og frá Chile og Perú. Mun minni uppsjávarafli WWW.HOLT.IS BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 Komið í heimsókn á www.holt.is Skoðið verðið á gistingu og veitingum N O N N I O G M A N N I / Y D D A • 1 0 6 3 3 • s ia .i s Ostakörfur eru kærkomin jólagjöf til starfsmanna og vi›skiptavina og nú er rétti tíminn til a› panta. www.ostur.is sími 569 1600/569 1620 Vi› bjó›um flér a› bæta í gjafakörfurnar mat e›a gjafavöru – kynntu flér úrvali› hjá okkur. Vi› sjáum einnig um a› senda gjafapakka fyrir flig til útlanda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.