Morgunblaðið - 05.12.2003, Síða 13

Morgunblaðið - 05.12.2003, Síða 13
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 13 EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur ákveðið að fara ekki að tillögum ráð- gjafarnefndar Alþjóðahafrannsókn- aráðsins um veiðibann á þorski og öðrum fisktegundum í Norðursjó. Leyft verður að veiða sama magn af þorski á næsta ári og á þessu en heimildir í flatfiski og lýsingi verða skornar niður um 50 til 65% í stað þess að banna þær. Í frétt frá ESB segir að ákveðið hafi verið að koma í veg fyrir að setja þurfi veiðibann á tilteknar teg- undir með því að bæta fiskveiði- stjórnun og herða eftirlit með þorsk- veiðum og gera hið sama vegna veiða úr öðrum ofveiddum fiskistofn- um. Jafnframt að veiðar úr stofnum, sem nýlega séu komnir á válista, verði dregnar verulega saman. Með þessu móti verði hægt að halda áfram arðbærum veiðum úr ofnýtt- um stofnum jafnframt því að byggja þá upp að nýju og vernda aðra stofna, sem standi betur. Þá er bent á góða viðkomu sumra stofna eins og lýsu og skötusels og eru heimildir til veiða úr þeim auknar. „Afleiðingar ófullnægjandi fram- fylgni fiskverndunar og uppbygg- ingar eru öllum ljósar. Mikilvægir botnfiskstofnar eru áfram í hættu og allur sjávarútvegurinn sýpur seyðið af því. Kostirnir eru ljósir; annað- hvort verður að minnka leyfilegan heildarafla verulega og hefta veiði- getu verulega innan hvers árs, eða að hefja verður langtíma uppbygg- ingu sem leiðir ekki til eins harka- legra aðgerða. Ég er fylgjandi seinni kostinum,“ segir Franz Fischler, framkvæmdastjóri sjávarútvegs- mála innan ESB. Niðurskurður við Skotland og í Kattegat Nánast allir þorskstofnar innan lögsögu ESB eru að hruni komnir og hefur Alþjóðahafrannsóknaráðið lagt til veiðibann annað árið í röð. Á síðasta ári var leyfilegur þorskafli dreginn saman um 65%. Nú er það ætlun ESB að herða eftirlit og fækka veiðidögum til að tryggja að ekki verði veitt umfram það á næsta ári, sem leyfilegt var að veiða á þessu. Takist það telur fram- kvæmdastjórnin að hægt sé að byggja þorskstofnana upp á ný. Því verður leyfilegur þorskafli í Norð- ursjó á næsta ári 22.659 tonn. 53% niðurskurður verður á þorskveiðum við Vestur-Skotland og 41% í Katte- gat. ESB leyfir þorskveiðar Kvótinn í Norðursjó 2004 verður sá sami og í ár, 22.700 tonn UPPSJÁVARAFLI fimm aðildar- ríkja Alþjóðasamtaka fiskimjöls- framleiðenda (IFFO), Chile, Perú, Danmerkur, Íslands og Noregs, varð alls 305 þúsund tonn í september mánuði eða 8% minni en í sama mán- uði síðasta árs. Aflinn er jafnframt 21% minni en meðalafli september- mánaðar síðustu fimm ára og reynd- ar minnsti afli frá því árið 1989. Skýringarinnar má fyrst og fremst leita í dræmum aflabrögðum í uppsjávarveiðum við Ísland og Nor- eg en einnig var framlengt veiðibann á ansjósu við Perú. Mest var hins- vegar veitt af uppsjávarfiski við Chile, alls 140 þúsund tonn eða 46% af heildarafla þjóðanna fimm í sept- ember. Norðurlandaþjóðirnar þrjár veiddu samtals 162 þúsund tonn í september, þar af veiddu Danir um 81 þúsund tonn, Íslendingar tæp 30 þúsund tonn, einkum kolmunna, og Norðmenn rúmt 51 þúsund tonn. Samkvæmt fréttatilkynningu frá IFFO var rólegt á fiskimjölsmörk- uðum fyrir vikið, þótt greina mætti talsverða sölu afurða í og frá Chile og Perú. Mun minni uppsjávarafli WWW.HOLT.IS BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 Komið í heimsókn á www.holt.is Skoðið verðið á gistingu og veitingum N O N N I O G M A N N I / Y D D A • 1 0 6 3 3 • s ia .i s Ostakörfur eru kærkomin jólagjöf til starfsmanna og vi›skiptavina og nú er rétti tíminn til a› panta. www.ostur.is sími 569 1600/569 1620 Vi› bjó›um flér a› bæta í gjafakörfurnar mat e›a gjafavöru – kynntu flér úrvali› hjá okkur. Vi› sjáum einnig um a› senda gjafapakka fyrir flig til útlanda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.