Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 57 Jóla- og afmælis- hátíð í Kópavogi JÓLA- og afmælishátíð fyrir alla fjölskylduna verður á morgun, laug- ardaginn 6. desember, í Hamraborg, Kópavogi. Kl. 14 verða jólatónleikar strengjasveita Tónlistarskóla Kópa- vogs í Salnum. Kl. 15.30 verður 20 ára afmælisfagnaður náttúrufræði- stofunnar í Náttúrufræðistofu Kópa- vogs, Safnahúsinu. Flutt verður strengjatónlist á vegum Tónlistar- skóla Kópavogs, Skólakór Kársness syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, Sigurrós Þorgríms- dóttir, formaður lista- og menning- arráðs, flytur ávarp og Leikfélag Kópavogs færir börnunum jóla- glaðning. Einnig verður boðið upp á kaffiveitingar. Ljósin verða kveikt á vinabæjar- jólatrénu frá Nörrköping kl. 16.45 á flötinni fyrir framan Gerðarsafn og Safnahúsið. Þar mun Skólahljóm- sveit Kópavogs flytja jólalög, ávarp flytja sendiherra Svíþjóðar, Bertel Jobeus, og Sigurður Geirdal bæjar- stjóri Kópavogs, Skólakór Kársness syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur og jólasveinar koma í heimsókn og skemmta fólki. Kaffi- veitingar verða í boði frá kl. 16.30 í Safnahúsinu. Hafnfirsku jólatrén HIN árlega jólatréssala Skógræktar- félags Hafnarfjarðar hefst nú um helgina í Höfða, húsi félagsins í Höfð- askógi við Hvaleyrarvatn. Þá verða trén einnig seld í Jólaþorpinu á Thorsplani 13. og 14. desember og einnig hinn 20. Hafnfirsku jólatrén eru falleg fura, sem fellir ekki barrið, og ekki þarf að minna á, að þau eru alltaf nýhöggvin og fersk. Þar að auki er boðið upp á greinabúnt eins og hver vill og kakó og kökur fyrir gesti og gangandi. Um þessa helgi, laugardaginn 6. og sunnudaginn 7., verður opið í Höfða frá klukkan 10 til 18 báða daga. Um aðra helgi, 13. og 14. des., verður opið í Höfða frá 10 til 18 en í Jólaþorpinu frá 12 til 17. Síðasti söludagur verður svo 20. desember en þá verður opið í Höfða frá 10 til 16 en í Jólaþorpinu frá 10 til 22. Hafnfirðingar! Höldum upp á jólin með hafnfirskum trjám og hjálpum um leið til við að græða upp landið. Jólahlutavelta og kaffisala Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á höfuðborg- arsvæðinu verður haldin á morgun, laugardaginn 6. og sunnudaginn 7. desember kl. 14–17, báða dagana, í fé- lagsheimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Í vinning er m.a. sjónvarp. Örkin hans Nóa verður með jóla- basar á morgun, laugardaginn 6. des. kl. 14–17 að Reykjavíkurvegi 68, 2. hæð. Á boðstólum verður bútasaum- ur, trévara, kerti, myndir, jólaskreyt- ingar, aðventukransar, bakkelsi og föndur eftir börnin. Einnig verður selt kaffi og vöfflur á kr. 300. Örkin hans Nóa er kristilegt starf meðal barna og unglinga. Allur ágóði renn- ur til starfsins. Á MORGUN Námskeið hjá NLFÍ til að hætta að reykja. Heilsustofnun NLFÍ, Hvera- gerði, heldur námskeið fyrir þá sem vilja hætta reykingum dagana 11.–18. janúar nk. Meðal annars er fræðsla um slökun og streitulosandi æfingar. Á NÆSTUNNI Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 FRÉTTIR mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.