Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 47 ✝ Árni Jónassonfæddist í Reykjavík 2. júní 1925. Hann andað- ist á heimili sínu 25. nóvember síð- astliðinn. Foreldr- ar Árna voru Jónas Páll Árnason, verkamaður og sjó- maður um skeið, f. að Dysjum í Garða- hverfi í Gullbringu- sýslu 23.8. 1878, d. í Reykjavík 2.3. 1969, og Franziska Karólína Sigur- jónsdóttir, f. á Flateyri 24.9. 1897, d. 6.11. 1984, þau bjuggu Foreldrar Aðalbjargar voru Ágúst Jóhannesson sjómaður, f. á Bakkabúð á Brimilsvöllum 7.8. 1898, d. 28.6. 1993, og Lilja Kristjánsdóttir, f. í Máfahlíð í Fróðarárhreppi á Sæfellsnesi 22.10. 1896, d. 29.11. 1919. Dótt- ursonur Aðalbjargar, Atli Hilm- ar Hrafnsson, f. 29.7. 1973 ólst upp hjá Árna og Aðalbjörgu. Árni útskrifaðist frá Laugar- nesskólanum í Reykjavík 1938. Hann lauk prófi frá Iðnskólan- um, sveinsprófi í vélsmíði í Vél- smiðju Njarðvíkur 1959, vél- stjóraprófi frá Vélskólanum í Reykjavík 1965 og prófi frá sama skóla í rafmagnsdeild 1966. Hann starfaði hjá Skipa- deild SÍS á Sambandsskipunum 1962-1986 og á Björgunarskip- inu Goða frá 1986-1990. Útför Árna verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. lengst af á Vatns- stíg 9 í Reykjavík. Systkini Árna eru Kristín, f. 15.9 1921, og Sigurjón mat- reiðslumaður, f. 7.4. 1929. Árni kvæntist 16. mars 1978 Aðal- björgu Ágústsdóttur frá Hjallabúð á Snæfellsnesi, f. 3.9. 1920, d. 7.2. 2003. Börn Aðalbjargar eru Kristinn, f. 17.7. 1949, Ída, f. 7.10. 1951, Auður, f. 10.5. 1957, og Anna, f. 11.2. 1959, Atlabörn. Árni Jónasson kvæntist móður okkar Aðalbjörgu Ágúststdóttur ár- ið 1978 og vorum við systkinin öll uppkomin og flutt að heiman á þeim tíma. Þau kynntust á ferðalagi á Kanaríeyjum. Þetta var fyrsta hjónaband Árna, en móðir okkar var fráskilin og ólu þau Árni upp dótturson hennar, Atla Hilmar. Mamma og Árni hófu búskap á Vatnsstíg 9, æskuheimili Árna. Móðir Árna bjó einnig á Vatns- stígnum þar til hún fluttist á Grund og lést 6. ágúst 1984. Árni og mamma endurbættu og breyttu húsinu á Vatnsstíg af mikilli smekk- vísi. Síðar seldu þau húsið og keyptu sér íbúð í nýju húsi, Skúla- götu 10. Fyrstu hjónabandsár þeirra var Árni vélstjóri á skipum Sambandsins og síðar starfsmaður matvælafyrirtækisins Goða. Hann vann einnig sem vaktmaður hjá Ör- yrkjabandalaginu. Mamma sinnti verslunarrekstri fyrir systurson sinn ásamt saumaskap á þessum ár- um. Heimili þeirra Árna bæði á Vatnsstíg og síðar á Skúlagötunni var ætíð vinsæll staður gesta og gangandi. Þar áttum við systkinin góðar stundir og þáðum ríkulegar veitingar í mat og drykk. Árni var sérlega höfðinglegur heim að sækja. Hann veitti óspart og móðir okkar kunni þá list að töfra fram góðan mat og bakkelsi í notalegu umhverfi á heimilinu. Bæði höfðu þau áhuga á listum og bar heimili þeirra vitni um þann áhuga. Árni var einlægur frímerkjasafnari og í samræðum vel að sér um þau efni. Heilsufar Árna var bágborið hin síðustu ár. Hann var jafnan dulur á eigin líðan og kvartaði ekki. Engan grunaði þó að mamma myndi fara á undan honum, en hún lést 7. febr- úar sl. Árni tók fráfalli hennar þunglega og hafði lítið samneyti við aðra eftir það. Lífið heldur áfram, kynslóðir koma og kynslóðir fara, það er lífsins gangur. Við þökkum Árna fyrir samfylgdina. Kristinn Atlason, Ída Atladóttir, Auður Atladóttir, Anna Atladóttir. ÁRNI JÓNASSON ✝ Tryggvi Jó-hannesson fæddist á Fremri- Fitjum í Vestur- Húnavatnssýslu hinn 18. september 1903. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 21. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Þuríður Jó- hannesdóttir og Jó- hannes Kristófers- son. Systkini Tryggva voru: Kristófer, f. 1893, Lára, f. 1896, Guðmundur, f. 1899, Þuríður Anna, f. 1902, Lúðvík, f. 1905, og uppeldisbróð- irinn Marinó Jónsson, f. 1917. Þau eru öll látin. Þá átti Tryggvi tvo hálfbræður, sammæðra, þá Jakob og Skarp- héðin Skarphéðins- syni, og eru þeir einnig látnir. Tryggvi var ókvæntur og barn- laus en þó ólust upp hjá honum um lengri eða skemmri tíma þeir Kristinn Jónsson, Ingi Marinósson, Jóhann Jakobsson og Sigtryggur Snævar Sigtryggs- son. Komu þeir flestir til Tryggva við átta ára aldur. Undanfarin sex ár bjó Tryggvi á Sjúkrahús- inu á Hvammstanga. Útför Tryggva verður gerð frá Melstaðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þegar ég hugsa til elskulegs frænda míns koma margar minn- ingar upp í huga mér. Þegar ég var barn kom ég oft hingað í Fitjárdal- inn til Tryggva og Láru með for- eldrum mínum. Þar var aldrei kom- ið að tómum kofunum, kaffi, kakó og kræsingar, alltaf tekið vel á móti öll- um sem áttu leið um, enda gestrisni mikil. Eitt sinn vorum við pabbi á ferð í Fitjárdal og komum við á Fremri-Fitjum hjá Tryggva. Tryggvi spurði hvort okkur vantaði ekki hest. Pabbi keypti hestinn, jarpan fola, en ég kallaði hann Þyt. Þetta var afbragðs töltari og góður hestur. Tryggvi var dýravinur mikill og átti marga góða hesta. Hann ferðaðist mikið á hestum eins og tíðkaðist í þá daga. Eftir andlát Láru, systur Tryggva, var ég með elstu dóttur mína, Evu, af og til hjá honum og reyndi að aðstoða hann við heimilisstörfin og önnur bústörf, s.s. sauðburð og smalamennsku. Lögðum við Tryggvi þá á gæð- ingana Lipurtá og Perlu. Ég fluttist að Fremri-Fitjum vorið 1980 og hóf þar búskap ásamt eiginmanni mín- um, Níelsi Ívarssyni, og tveimur börnum, Sigrúnu Evu og Skúla Má. Tveimur árum seinna fæddist Guð- rún Ósk og síðar Helga Rós. Tryggvi reyndist þeim sem besti afi, passaði þau oft, las og lék við þau. Tryggva er best lýst þannig að hann var prúður og snyrtilegur í fram- komu, ræðinn og athugull og mynd- aði sér ákveðnar skoðanir á mál- efnum. Hann var gestrisinn og glaðlyndur og hafði gaman af græskulausu spaugi. Hann var vi- nafastur og hjálpfús ef á þurfti að halda. Hann var áhugasamur um búskap og góður skepnuhirðir sem aldrei féll verk úr hendi meðan heilsa og kraftar entust. Hann hafði gaman af bókum og las mikið á seinni árum áður en sjón fór að daprast. Þá var hann skilningsríkur og mundi vel. Hann bjó hjá okkur þar til fyrir sex árum að heilsunni tók að hraka. Þá fluttist hann á sjúkrahúsið á Hvammstanga og bjó þar til æviloka, þá orðinn 100 ára gamall. Ég þakka Tryggva fyrir allt sem hann hefur gert fyrir okkur. Guð geymi hann og varðveiti. Jónína og fjölskylda, Fremri-Fitjum. Efst á Arnarvatnshæðum oft hef ég fáki beitt; þar er allt þakið í vötnum, þar heitir Réttarvatn eitt. Og undir Norðurásnum er ofurlítil tó, og lækur líður þar niður um lágan Hvannamó. Á öngum stað ég uni eins vel og þessum mér; ískaldur Eiríksjökull veit allt sem talað er hér. (Jónas Hallgr.) Þessar ljóðlínur eftir listaskáldið góða, koma upp í huga minn ásamt mörgu öðru þegar ég kveð nú kær- an móðurbróður minn tíræðan að aldri. Tryggvi var íslenskur alþýðu- bóndi sem vann oft langan vinnu- dag, frístundir voru fáar frá bú- skapnum, hann ræktaði jörð sína og byggði upp. Tryggvi var prúður maður og snyrtimenni. Honum lá lágt rómur, var hvers manns hug- ljúfi en vildi þó koma sínu fram ef svo bauð við að horfa. Tryggvi unni skepnum sínum mikið og fór vel með þær, þær voru hans líf og yndi. Hann hafði einkum mikla ánægju af hestum sínum sem margir voru góð- ir. Tryggvi gerði ekki víðreist um dagana en kom þó allnokkrum sinn- um á Suðurlandið í heimsóknir til okkar að Syðra-Langholti þar sem Anna móðir mín bjó. Eitt sinn fór hann þó hringveginn kringum land- ið með eldri borgurum í Húnaþingi og hafði mikla ánægju af því ferða- lagi. Meðal mestu gleðistunda Tryggva var að fara í göngur á Arn- arvatnsheiðina sem hann þekkti eins og handarbakið á sér. Ég sé hann fyrir mér á Molda, besta gæð- ingi sínum, ríða í göngur með fé- lögum og vinum og kannski kominn með tár í tána. Það voru hans gleði- stundir að smala þau kjarngóðu heiðarlönd í góðu og fögru veðri. Tryggvi var barngóður og nær- gætinn maður. Börn og unglingar sem send voru í sveit að Fremri- Fitjum undu sér vel og dvöldu sum þeirra mörg sumur. Hann eftirlét jörðina frænku okk- ar, Jónínu Skúladóttur, og manni hennar, Níels Ívarssyni, þegar þrótturinn fór að minnka. Tryggvi var börnum þeirra sem besti afi. Það ber að þakka þeim Jónínu og Níels hve afburða vel þau önnuðust hann á efri árunum. Einnig starfsfólki sjúkrahússins á Hvammstanga fyrir góða umönnun þau ár sem Tryggvi þurfti að dvelja þar. Góður maður er genginn, blessuð veri minning Tryggva á Fitjum. Sigurður Sigmundsson. Föstudaginn 21. nóvember and- aðist föðurbróðir minn Tryggvi Jó- hannesson, fyrrverandi bóndi á Fremri-Fitjum, Miðfirði. Tryggvi varð 100 ára hinn 18. september síð- astliðinn. Hann skilur eftir sig margar og fagrar minningar og get ég huggað mig við þær nú. Hann varð hvíldinni áreiðanlega feginn þegar kallið kom. Frændi minn var falslaus og góð manneskja sem vildi öllum vel. Hann var af þeirri kyn- slóð sem gerði ekki kröfur sér til handa, hugsaði fremur um aðra en sjálfan sig. Tryggvi frændi eignaðist ekki af- komendur og þess vegna höfum við bróðurbörn hans ef til vill orðið hon- um nákomnari en ella, við vorum líka á næsta bæ við hann. Börn löð- uðust alla tíð að honum enda var hann einstaklega barngóður. Fjöldi barna dvaldi á Fitjum um lengri eða skemmri tíma og áttu þau þar öll margar ánægjustundir. Frændi vann sitt ævistarf við búskapinn, upphaflega með foreldrum sínum, síðar systkinum sínum, Guðmundi og Láru. Frændi hugsaði vel um skepnurnar. Hann tamdi sína reið- hesta sjálfur og man ég sérstaklega eftir moldóttum hesti, sem bar af. Frændi var bókhneigður og sjald- an fór hann að heiman. Þegar ég var átta eða níu ára fór hann að heim- sækja Önnu systur sína suður í Langholt. Þegar hann kom til baka færði hann mér bók sem heitir Sag- an af honum Lubba. Hana geymi ég enn þann dag í dag og gleymi því aldrei hvað ég var ánægð að fá bók gefins. Hún var mikið lesin og eru blöðin mörg límd saman. Aldrei talaðir þú illa um nokkurn mann. Þú gast alltaf séð það góða en leiddir annað hjá þér. Þú varst mesti sómamaður. Þakka þér allar samverustundirnar og allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína. Ég bið að heilsa öllum sem eru farnir úr Fitjárdalnum, sérstaklega Skúla Má frænda sem lést af slysförum í haust. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Þín frænka, Árný Kristófersdóttir. Frændi minn Tryggvi er komin til feðra sinna eftir langa og stranga vist hér á jörðu. Hann náði hundrað ára aldri og telst til þeirrar kyn- slóðar Íslendinga sem upplifað hafa þær mestu breytingar og umskipti sem orðið hafa hjá þessari þjóð og þó víða væri leitað. Þrátt fyrir stórstígar framfarir á nánast öllum sviðum tækni og mannlífs breytti það ekki innviðum Tryggva, svo æðrulaus var hann. Eljusemi og virðing fyrir vinnu voru honum í blóð bornar. Eitt er víst að ekki hefur verið gnægð af verald- legum auði þegar frændi minn var að vaxa úr grasi norður í Miðfirði í upphafi síðustu aldar. Lífsbaráttan var hörð við menn og málleysingja. Samt var rúm fyrir hjartagæsku, trygglyndi og gleði yfir því sem var og verða myndi. Allt var þetta fölskvalaust, tært og eðlilegt. Frændi minn lifði líka alla sína tíð með náttúrunni, dýrunum, heiðinni og fjöllunum. Það er dýrmætt vega- nesti að komast í kynni við slíka persónu. Ég var ein af þeim heppnu sem naut nálægðar og fróðleiks hans þegar ég sem lítil hnáta úr borginni kom til sveitastarfa á sumrin að Fremri-Fitjum í Miðfirði. Þar voru fyrir heiðurshjónin Níels og Jónína ásamt börnum en þau tóku við búskapnum í samvinnu við gamla manninn. Og með allt þetta góða fólk varð dvölin rík af reynslu og hlýju. Slíkar minningar eru ómetanlegar. Tryggvi ól allan sinn aldur þar í sveit og var allt í öllu hvað varðar verklag og frásagnir hvers konar af fortíð og nútíð. Hann var stálminn- ugur á alla hluti hvort sem var um að ræða menn eða málefni, kenni- TRYGGVI JÓHANNESSON leiti eða kindur. Og þær voru ófáar ferðirnar sem Tryggvi fór ásamt öðrum skyldmennum fram á heiði til að sækja fé og fisk. Allt var þetta honum svo sjálfsagt og eðlilegt og yfir honum svo höfðingleg ró sem líkja má við tign jökla, fjalla og vatna frammi á Arnavatnsheiði. Ef til vill hefur frændi minn gert feg- urð heiðanna að sínu lífi. Hvíldu í friði. Drífa, Hinrik og fjölskylda. Kæri fóstri. Ég vil kveðja þig með fáeinum orðum. Ég þakka þér fyrir að hafa gengið mér í föðurstað og al- ið mig upp. Óteljandi ljúfar minn- ingar koma upp í hugann. Mér er minnisstætt sumarið 1963 er ég kom til þín, aðeins sjö ára gamall, og átti bara að vera það sumar. Mér líkaði svo vel um sumarið að þegar ég átti að fara um haustið faldi ég mig. Þegar ég fannst þá sagðir þú: ,,Æi, leyfum greyinu að vera áfram.“ Hjá þér eignaðist ég fyrstu kindina og hestinn, kynntist sveita- lífinu og starfi bóndans. Það er svo margs að minnast að það gæti verið efni í heila bók. En mig langar að- eins að þakka þér þá ást og um- hyggju sem þú veittir mér á upp- vaxtarárum mínum. Innilegar samúðarkveðjur til ættingja og vina, ég kveð þig með orðum yngstu dótt- ur minnar: ,,Nú er einni stjörnu fleira á himnum, afi er dáinn.“ Guð blessi þig. Sigtryggur Snævar. Kæri Tryggvi. Þá hefur þú fengið hvíldina, en hana varstu búinn að þrá í nokkur ár, en ég sagði við þig að þú yrðir 100 ára. Það stóð, því það var haldið uppá 100 ára afmælið þitt 18. september sl. Ég kynntist þér árið 1983 er ég hóf sambúð með Snævari, en hann ólst upp hjá þér frá sjö ára aldri. Tryggvi var mikið ljúfmenni, börnin okkar kölluðu hann Tryggva afa. Hann vildi ávallt að allir mættu er hann var heimsóttur. Hann fylgd- ist líka vel með okkur, vissi alltaf hvað við vorum að gera og hvar við bjuggum. Hann hafði frá mörgu að segja, það var gaman að spjalla við hann um gömlu dagana. Eitt sinn spurði ég hann hvort Snævar hefði verið ódæll strákur? ,,Nei,“ sagði hann, „en hann þurfti að hafa nóg að gera.“ Tryggvi, ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér, innilegar samúðarkveðjur til ættingja og vina. Guð blessi þig. Helga. Kæri Tryggvi afi. Okkur þótti svo vænt um þig, vitum ekki hvað við getum sagt í kveðjuskyni. Við þökk- um fyrir að hafa átt þig. Gegnum dauðans dimma hlið drottinn kveður alla. Inn á lífsins æðra svið er því gott að falla (Sr. Böðvar Bjarnason.) Systkinin Árný, Snævar Freyr og Arndís Lára. Tryggvi var orðinn rúmlega 100 ára þegar að hann lést en hann var búinn að bíða lengi eftir því að fá að kveðja þennan heim. Tryggvi var mér sem einhvers konar þriðji afi frekar en frændi. Hann hafði alltaf búið heima á Fremri-Fitjum og oft passað mig. Við eyddum miklum tíma í að spila á spil og einnig sá hann oftast til þess að ég færi á rétt- um tíma að sækja póstinn. Eftir að Tryggvi fluttist á sjúkra- húsið á Hvammstanga var mikið tómarúm heima og enginn til að spila við öllum stundum. En nú þeg- ar hann er alveg farinn frá okkur er gott að hugsa til baka um allar stundirnar með honum. Kveð ég nú Tryggva afa. Hvíli hann í friði. Kær kveðja. Helga Rós.  Fleiri minningargreinar um Tryggva Jóhannesson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.