Morgunblaðið - 05.12.2003, Page 42
KIRKJUSTARF
42 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Opnunartími: Mánudaga-föstudaga frá kl. 8:30-18 – Laugardaga frá kl. 10-16
Nóa konfekt í miklu
úrvali á góðu verði
Holda kalkúnn
499 kr/kgSkútuvogi
Mikið úrval af sultum frá Den Gammel Fabrik10% afsláttur við kassa á Simplots-stöngum
Senjorítur í
Kópavogskirkju
Á MORGUN, laugardaginn 6. des-
ember, kl. 14 verður aðventustund
í Kópavogskirkju. Þar mun m.a.
kórinn Senjoríturnar syngja og
leiða almennan söng undir stjórn
Sigrúnar Þorgeirsdóttur. Gunnur
Guðmundsdóttir Ísfeld mun segja
frá jólaundirbúningi og jólahaldi á
slóðum Vestur-Íslendinga í Kanada
og Ingibjörg Sigurðardóttir lesa
jólasögu. Séra Ingþór Indriðason
Ísfeld leiðir stundina en henni lýk-
ur með ritningarlestri og bæn.
Boðið verður upp á súkkulaði og
samveru í Borgum eftir að stund-
inni í kirkjunni lýkur. Allir eru
hjartanlega velkomnir.
Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
Aðventusamkoma í
Reyniskirkju í Mýrdal
AÐVENTUSAMKOMA verður í
Reyniskirkju í Mýrdal nk. sunnu-
dag, 7. desember, kl. 16:00.
Komum saman og syngjum að-
ventu- og jólasálma og hlýðum á
sögu. Ritningarlestur og bæn.
Kristín Björnsdóttir leikur á orgel
og stjórnar almennum söng. Fjöl-
mennum.
Sóknarprestur.
Aðventukvöld í
Gaulverjabæjarkirkju
AÐVENTUKVÖLD verður í dag,
föstudaginn 5. desember, kl. 20.30.
Kirkjukór og börn koma fram.
Ræðumaður er Jón Ólafsson frá
Syðra-Velli.
Sóknarprestur.
Kvöldvaka
í Neskirkju
Í KVÖLD, föstudaginn 5. desem-
ber, verður kvöldvaka kl. 19.30 í
Neskirkju. Léttleiki og notalegt
andrúmsloft er einkenni þessarar
stundar. Tónlistin er í höndum
Steingríms Þórhallssonar, org-
anista kirkjunnar, Sveins Bjarka
Tómassonar og Jónasar Margeirs-
sonar. Sr. Sigfús Kristjánsson leið-
ir vökuna ásamt Guðmundu I.
Gunnarsdóttur, sem hefur umsjón
með unglingastarfi kirkjunnar.
Stundin er sérstaklega sniðin fyrir
ungt fólk en allir eru hjartanlega
velkomnir.
Morgunblaðið/ÓmarKópavogskirkja
Hallgrímskirkja. Eldriborgarastarf kl.
13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall.
Háteigskirkja. Eldriborgarastarf. Brids-
aðstoð kl. 13. Kaffi kl. 15.
Breiðholtskirkja. Fjölskyldumorgnar kl.
10–12. Kaffi og spjall.
Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 15 yngri-
deildarstarf Lindakirkju og KFUM&K í
Húsinu á sléttunni, Uppsölum 3. Krakk-
ar á aldrinum 8–12 ára velkomnir.
Keflavíkurkirkja. Léttsveit Tónlistar-
skóla Reykjanesbæjar leikur aðventu-
og jólalög undir stjórn Karenar Stur-
laugsdóttur kl. 19.30.
Ytri-Njarðvíkurkirkja. Stjörnukórinn;
barnakór fyrir 3 til 5 ára gömul börn,
æfir í kirkjunni laugardaginn 6. desem-
ber kl. 14.15. Kennari Natalía Chow
Hewlett og undirleikari Julian Michael
Hewlett.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Laug-
ardagur: Kl. 16 tónleikar Védísar Guð-
mundsdóttur þverflautuleikara og Guð-
mundar H. Guðjónssonar organista í
safnaðarheimili og kirkju Landakirkju.
Lágafellskirkja. Barnastarf kirkjunnar.
Kirkjukrakkar í Lágafellsskóla kl.
13.20–14.30.
Kirkjuskólinn í Mýrdal. Munið sam-
veruna í Víkurskóla næsta laugardag,
6. desember, kl. 11:15–12:00. Fjöl-
mennum til að hitta Rebba ref og brúð-
urnar. Söngur, sögur, bænir og lit-
astund. Starfsfólk kirkjuskólans.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam-
komur alla laugardaga kl. 11:00.
Bænastund alla þriðjudaga kl. 20:00.
Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Út-
varpi Boðun FM 105,5. Allir velkomnir.
Fríkirkjan Kefas: Í kvöld er 10–12 ára
starf kl. 19.30. Samvera, fræðsla og
fjör. Allir velkomnir. Nánari uppl. á
www.kefas.is.
Akureyrarkirkja. Laugardagur: Hádeg-
istónleikar kl. 12. Eyþór Ingi Jónsson
organisti leikur verk eftir Bach, Buxte-
hude og César Franck. Lesari sr. Anna
Ýrr Sigurðardóttir. Aðgangur ókeypis,
allir velkomnir. Kynning á verkunum
verður 15 mínútum fyrir tónleika.
Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 17.30
barnagospel fyrir krakka 4–12 ára. Kl.
10–18 okkar vinsæli flóamarkaður op-
inn.
Basar Kristniboðsfélags kvenna er á
morgun, laugardag, og hefst kl. 14 .
Heimagerðir munir, kökur, tertur, happ-
drætti o.fl. Seldar vöfflur og kaffi á
staðnum.
Safnaðarstarf
Hreppamenn sigruðu naumlega
andstæðinga úr Rangárþingi
Árleg keppni í brids á milli
Hreppamanna og fólks úr Rangár-
þingi eystra fór fram í Félagsheim-
ilinu á Flúðum síðastliðinn föstudag.
Þetta er í sjöunda sinn sem þessir
bridsspilarar heyja keppni saman og
hefur skapast góður og traustur
kunningsskapur á milli þessa fólks.
Geta skal þess að meðalaldur kepp-
enda hækkar stöðugt eins og víðar á
landinu.
Keppt er um bikar sem gefinn var
í minningu Einars Inga Einarssonar,
bónda í Varmahlíð undir Eyjafjöll-
um. Austanmenn hafa unnið bikar-
inn fjórum sinnum en Hreppamenn
þrisvar. Spilað var á fjórum borðum.
Keppnin var spennandi og tvísýn
lengst af en úrslit urðu þau að á
fyrsta borði unnu Rangæingar 18–
12, á öðru borði einnig, 19–11, og á
því þriðja 16–14. Leikurinn varð
ójafnari á fjórða borði en þar unnu
Hreppamenn 25–4. Úrslit urðu því á
þann veg að Hreppamenn sigruðu að
þessu sinni 62–56.
Gömlu brýnin urðu efst
í hausttvímenningi
Hreppamanna
Keppni í hausttvímenningi er ný-
lega lokið hjá Hreppamönnum. Þar
urðu í fyrsta sæti:
Karl Gunnl. – Jóhannes Sigmundss. 285
Guðmundur Böðv. – Ólafur B. Schram 285
Guðmundur Sigurdórss. – Loftur Þorst. 262
Magnús Gunnl. – Pétur Skarphéðinss. 258
Viðar Gunngeirss. – Gunnar Marteinss.
257BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Bridsfélag Hafnarfjarðar
Aðalsveitakeppni félagsins er nýhafin. Að
loknum tveimur umferðum er staðan mjög
jöfn og galopin, eins og hér gefur að líta:
Gunnlaugur Óskarsson 37
Hrund Einarsdóttir 36
Gunnar Birgisson 34
Hulda Hjálmarsdóttir 33
Útreikningi á butlerárangri para í síðari
leiknum er ekki lokið, en honum verður lokið
um það leyti er spilamennska hefst mánu-
daginn 8. desember, en þá verða aftur spil-
aðar tvær umferðir í keppninni.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Ljósm./Sigurður Sigmundsson
Kristján Mikkaelsen afhendir Ara Einarssyni bikarinn sem gefinn var til
minningar um Einar Inga Einarsson.