Morgunblaðið - 05.12.2003, Síða 12

Morgunblaðið - 05.12.2003, Síða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur réttaróvissu ríkja um bótaskyldu vegna greiðslna úr ríkissjóði á bót- um til þolenda afbrota. Hefur um- boðsmaður vakið athygli dómsmála- ráðherra á þessari niðurstöðu í máli einstaklings sem kvartaði yfir synj- un bótanefndar á umsókn hans um bætur vegna áverka sem hann kvaðst hafa orðið fyrir eftir líkams- árás. Umboðsmaður Alþingis lauk um- fjöllun sinni með bréfi til einstak- lingsins. Þar segir m.a. að athugun umboðsmanns hafi beinst að því hvort fallast beri á það með bóta- nefndinni að ákveðnum skilyrðum laga nr. 69/1995, um greiðslu rík- issjóðs á bótum til þolenda afbrota, hafi ekki verið uppfyllt. Í umræddu ákvæði segir að ríkissjóður greiði bætur vegna „tjóns sem leiðir af broti á almennum hegningarlögum.“ Í bréfi umboðsmanns til einstak- lingsins kemur fram að ekki verði annað séð af samanburði á tiltekn- um Hæstaréttardómi (nr. 72/2002) og athugasemdum úr lögskýringar- gögnum með fyrrnefndum lögum en að þar fari ekki að öllu leyti saman lýsing á skilyrðum bótaskyldu sam- kvæmt lögunum. Telur umboðsmað- ur sig ekki geta fullyrt að niður- staða bótanefndar í málinu hafi verið í ósamræmi við reglur lag- anna. Er það niðurstaða umboðs- manns að það verði að vera hlutverk dómstóla að skera endanlega úr um þetta atriði. Því ákvað hann í ljósi réttaróvissu um skilyrði bótaskyldu að vekja athygli dómsmálaráðherra á niðurstöðu sinni. Réttaróvissa um bóta- skyldu til þolenda afbrota Í DAG, föstudag, munu Landmæl- ingar Íslands kynna 1. útgáfu á staf- rænum kortagrunni af öllu Íslandi í mælikvarðanum 1:50.000 en grunn- urinn kallast IS 50V og er á svoköll- uðu vektorformi. Er þetta fyrsti ná- kvæmi stafræni kortagrunnur af landinu öllu og mun hann auð- velda til mikilla muna allar upp- færslur vegna breytinga á landslagi, nátt- úru, vegum o.s.frv. Þá mun grunn- urinn opna gíf- urlega marga möguleika fyrir stofnanir og fyrirtæki og jafnvel ein- staklinga sem geta tengt gríðarlegt magn upplýsinga við hann. Korta- grunnurinn skiptist í sjö mismun- andi lög sem eru hæðarlínur, vatna- far, mannvirki, samgöngur, stjórnsýslumörk, yfirborð og ör- nefni. Kynningin á IS 50V verður á ráð- stefnunni, Landupplýsingar fyrir framtíðina, sem haldin verður í Bíó- höllinni á Akranesi í dag. Ákvörðun um verkefnið var tekin af ríkisstjórn Íslands í árslok 1998 og hafa Landmælingar, í samvinnnu við ýmsar stofnanir og fyrirtæki, unnið að verkefninu. Kostnaður var áætlaður 230 milljónir en kostnaður við 1. útgáfu er nú kominn í um 180 milljónir króna. Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands, segir að hér sé á ferðinni fyrsti nákvæmi staf- ræni kortagrunnurinn af öllu Íslandi og að gögnin sem nú verði aðgengi- leg samfélaginu verði grundvöllur að margs konar skráningu, m.a. á nátt- úru Íslands. Þá hafi gögnin verið grundvöllur að aðalskipulagi margra sveitarfélaga auk þess að vera nýtt í verkefnum ýmissa stofnana og sem hluti af öryggiskerfi Neyðarlín- unnar. Þá muni IS 50V auðvelda til mikilla muna að færa inn breytingar á t.d. landslagi, vegum o.s.frv., eig- inlega megi tala um byltingu í því sambandi. 30 þúsund vinnustundir við gerð grunnsins Magnús segir um fimm ára vinnu við kortagrunninn liggja að baki hjá Landmælingum: „Tíminn hjá okkur sem farið hefur í þetta verkefni er orðinn um 30 þúsund vinnustundir og síðan höfum við að auki keypt mikla vinnu af verktökum bæði hér heima og erlendis. Þetta er lang- stærsta verkefni af þessu tagi sem hefur verið unnið hér á landi.“ Magnús segir að stofnanir, sveit- arfélög og fyrirtæki hafi þegar tekið IS 50V gögnin í notkun í marg- víslegum verkefnum og þau séu kjarninn í starfsemi Landmælinga Íslands. Meira en bara kortagögn „Gögnin eru vistuð í öflugu gagna- grunnskerfi og það eru ekki aðeins kortagögn geymd í grunninum held- ur líka margvíslegar töfluupplýs- ingar. Notagildi stafrænna korta- gagna á vektorformi, eins og IS 50V, umfram hefðbundin kort er mjög mikið því það er hægt tegja við þau óendanlega miklar upplýsingar. Það er hægt bera fram alls kyns fyr- irspurnir, s.s. um fjarlægðir á milli staða, stærðir vatna, mæla hversu stór svæði eru fyrir ofan ákveðna hæð og margt fleira. Í raun má segja að möguleikarnir séu óþrjótandi. Ég get t.d. nefnt að fyrirtæki eru þegar farin að velta fyrir sér að setja þessi gögn inn í leiðsöguhugbúnað og gsm-síma.“ segir Magnús. Stofnanir, fyrirtæki og jafnvel einstaklingar geta fengið áskrift að kortagrunninum sem þýðir að þau fái reglulegar uppfærslur á grunn- inum. Áskriftarverði verður stillt í hóf „Menn geta líka fengið ákveðin lög úr grunninum, t.d. bara vegina eða þá ákveðin svæði eins og t.d. eina sýslu eða eitt sveitarfélag. Við munum selja áskrift að grunninum en verðinu verður þó stillt mjög í hóf og markmiðið er að sem flestir hafi aðgang að IS 50V kortagrunninum, þetta er í raun samfélagslegt mál.“ Magnús leggur áherslu á að þetta sé fyrsta útgáfa grunnsins eins og þekkt sé með hugbúnað og þetta sé í raun verkefni sem aldrei ljúki þar sem landið sé alltaf að breytast og ný mannvirki að rísa. Mikilvægt sé að allir notendur gagnanna líti á það sem sjálfsagðan hluta af notkuninni að gera athugasemdir við gögnin og sendi Landmælingum Íslands ábendingar eða geri athugasemdir á heimasíðu stofnunarinnar, www.lmi- .is „Við munum strax fara að vinna að uppfærslu. Upphaflega mark- miðið var að drífa öll eldri kort í mælikvarðanum 1:50.000 en næsti áfangi fer í að breyta og endurskoða þar sem þörfin er mest en auk þess að setja inn nákvæmari gögn. Það má líklega reikna með að grunn- urinn verði uppfærður 1–2 sinnum á ári í framtíðinni,“ segir Magnús. Fimm ára vinna við fyrsta nákvæma stafræna kortagrunninn að baki hjá Landmælingum Íslands Allt Ísland komið á staf- rænt form Magnús Guðmundsson, forstjóri LMÍ.            !  ! " #$ %&& '$""(' )  * ( % )! %   $ '   +,  %  ' $ %      -% $!      . ! *,  % / % *% "0   $ '   1     '(" 2  )  ' )  ' $ % 3' .$  .2 $ '   +)" ' %  *'  *4 "&% % $ '   5 ' "!  ., $ '3 ., " %  $!% 678 - !'9 4   % 4 0,   "2" %   !!)%4 0",  (  )     *)   + ,  -  . )  -,    ÍSLENSK stjórnvöld og Rauði kross Íslands hafa undirritað sameiginlegar heitstrengingar sem koma til framkvæmda á árunum 2004 til 2007 og varða samvinnu á sviði mannrétt- indalaga, bæði hvað varðar framkvæmd og útbreiðslu, stuðning við alnæmisverkefni Rauða kross Íslands í suðurhluta Afríku og rannsókn á aðgengi jaðarhópa á Íslandi að heilbrigð- isþjónustu. Heitstrengingin var undirrituð af Gunnari Snorra Gunnarssyni, ráðuneytisstjóra utanríkisráðu- neytisins, og Sigrúnu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Rauða kross Íslands á 28. alþjóðaráðstefnu Rauða krossins og Rauða hálf- mánans í Genf, en ráðstefnan er haldin á fjögurra ára fresti. Ráðuneytisstjóri utanríkisráðu- neytisins var fulltrúi íslenskra stjórnvalda á ráðstefnunni og flutti ávarp í almennri umræðu þar sem hann gerði grein fyrir framkvæmd á heitstrengingu ís- lenskra stjórnvalda frá 27. al- þjóðaráðstefnu Rauða krossins og Rauða hálfmánans, sem haldin var árið 1999. Fyrri heitstrengingin varðaði verndun barna í vopnuðum átökum, en Ísland hefur nú fullgilt valfrjálsar viðbótarbók- anir við ,,Samninginn um réttindi barnsins“, þar sem önnur bókunin varðar sölu á börnum í barnavændi eða barnaklám en hin varðar þátttöku barna í vopnuðum átökum. Seinni heitstrengingin varðaði útgáfu Genfarsamninganna á íslensku en nú hefur verið lokið við þýðingu og unnið er að útgáfunni, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá utanríkisráðuneytinu. Gunnar Snorri lýsti jafnframt yfir ánægju með þátttöku Alþjóðasambands Rauða krossins sem áheyrnarfulltrúa hjá Norðurskautsráðinu en Ísland fer um þessar mundir með formennsku í ráðinu. Sagðist hann vona að þetta gæti orðið grunnurinn að auknu samstarfi á milli Norðurskautsráðsins og Alþjóðasambands Rauða krossins, segir í fréttatilkynningunni. Stjórnvöld og Rauði krossinn undirrita heitstrengingu VINNA er að hefjast hér á landi í starfshópi, undir forystu dómsmála- ráðuneytisins, um að móta vinnu- reglur til að taka á málefnum um- sjárlausra barna sem leita hælis á Íslandi eða koma ólöglega inn í land- ið. Var þetta tilkynnt á alþjóðlegum fundi í Svíþjóð í vikunni um börn án umsjár, sem Eystrasaltsráðið stóð fyrir með þátttöku 15 Evrópuríkja. Fyrir Íslands hönd sátu fundinn þau Kristrún Kristinsdóttir, lögfræðing- ur í dómsmálaráðuneytinu, og Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barna- verndarstofu. Að sögn Braga var það helsta verkefni fundarins að setja sameig- inlegar starfsreglur sem ríki Evrópu geta unnið eftir í málum sem þess- um. Bragi segir þetta vera vaxandi vandamál, tugir þúsunda barna séu að koma umsjárlaus til Evrópu á ári hverju, flest frá fyrrum ríkjum Sov- étríkjanna og Asíu en einnig frá Afr- íku og S-Ameríku. Börnin séu yfir- leitt í leit að betri lífskjörum og komi oft fyrir tilstuðlan foreldra sinna heima fyrir. Einnig séu mörg mun- aðar- og heimilislaus börn þarna á ferð. Bragi segir að skipta megi þessum málum í þrjá flokka. Í fyrsta lagi séu það börn sem hælisleitendur sem komi að landamærum án vegabréfs, líkt og drengirnir tveir frá Sri Lanka sem komu til Íslands nýlega, í öðru lagi börn sem talið er að séu flutt á milli landa í mansali og í þriðja lagi börn sem komist hafa ólöglega inn í lönd og finnast þar vegabréfs- og umsjárlaus. Velferð barnanna sé tryggð Önnur niðurstaða fundarins í Sví- þjóð, að sögn Braga, var að hvert ríki tilnefni tengilið eða stofnun sem verði gerð ábyrg fyrir samskiptum ríkja í þessum málaflokki. Hefur dómsmálaráðuneytið verið tilnefnt til að gegna þessu hlutverki af Ís- lands hálfu. Þá var brýnt fyrir fulltrúum ríkjanna á fundinum að senda aldrei börn til baka til heima- landa sinna án þess að ganga úr skugga um að ábyrgur aðili taki við þeim. Tryggja þyrfti velferð barnanna og hafa í huga Barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna og aðra alþjóðlega samninga. Segir Bragi að einnig þurfi að fara fram greining á þörfum og stöðu þessara barna. Af þessu tilefni hefur verið ákveð- ið að skipa starfshóp til að móta til- lögur til dómsmálaráðherra um málsmeðferðarreglur og aðgerðar- áætlun sem unnið verði eftir. Óskað verður eftir tilnefningum til þátttöku í starfshópnum frá félagsmálaráðu- neyti, sýslumanninum á Keflavíkur- flugvelli, Útlendingastofnun, Ríkis- lögreglustjóra, Barnaverndarstofu og Rauða krossi Íslands. Starfshópur um börn sem leita hælis Umsjárlaus börn til Evrópu í tugþúsundatali

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.