Morgunblaðið - 05.12.2003, Page 20
ERLENT
20 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
KAMBÓDÍUMAÐUR sem uppgötvaði að
hann hafði gleymt veskinu sínu heima
greiddi fyrir þrjá lítra af bensíni með litla
frænda sínum.
Fréttastofa Reuters hefur þetta eftir
dagblaðinu Kampuchea Thmey sem sagði
að frændurnir hefðu verið á ferðinni á
mótorhjóli í leit að föður þess litla en áður
en þeir komust á áfangastað varð hjólið
bensínlaust. Þegar búið var að fylla á
tankinn gerði sá eldri sér grein fyrir því
að hann var ekki með peninga á sér. Með
fortölum tókst honum að fá konuna sem
seldi bensínið til að taka litla frænda, níu
ára, í pant uns hann kæmi aftur með and-
virði bensínlítranna þriggja, um 150 krón-
ur.
Síðan eru liðin tvö ár og ekkert bólar á
frændanum á mótorhjólinu og bensín-
sölukonan hefur ákveðið að ala litla
frændann upp sem sinn eigin son.
Blondínur
vilja bækur
KONUR vilja í rauninni alls ekki helst af
öllu fá æsandi undirföt í jólagjöf, þótt jafn-
an fjölgi mjög vandræðalegum og ráð-
villtum (og í stöku tilvikum æstum) karl-
mönnum í kvennærfatadeildum er nær
dregur jólum. Að minnsta kosti hafa dansk-
ar konur ekki áhuga, að sögn Ekstra Bladet
sem greindi frá könnun sem Deloitte &
Touche í Danmörku gerði og leiddi í ljós að
konur óska sér helst bóka í jólagjöf.
Strákarnir aftur á móti vilja helst fá
geisladisk, myndband eða DVD – nú eða
einhver verkfæri. En þeir hafa lítinn áhuga
á því sem flestar konur ætla að gefa þeim,
það er að segja gjafakortum hvers konar.
Puðað á
Potsdamer-torgi
PRÓFESSORAR og námsmenn í Berlín
halda nú maraþonfyrirlestur um eðl-
isfræði undir berum himni í þeim tvíþætta
tilgangi að mótmæla fyrirhuguðum nið-
urskurði á fjárveitingum til háskólanna
þriggja í borginni og komast á síður
Heimsmetabókar Guinness.
Lesturinn langi fer fram á Potsdamer-
torgi og hófst á mánudaginn. Núverandi
heimsmethafi í maraþonfyrirlestrahaldi
er 24 ára Bandaríkjamaður sem fyrr á
árinu talaði í 51 klukkustund og 44 mín-
útur.
Gaddafí á
skólabekk
HANNIBAL Gaddafí, sonur Lýbíuleiðtog-
ans alræmda, hóf á mánudaginn nám við
Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn þar
sem hann hyggst næla sér í MBA-gráðu
með skipaútgerð og vöruflutninga sem sér-
svið.
Hannibal er á miðjum þrítugsaldri og
mun ekki þurfa að flytja til Danmerkur á
meðan hann stundar námið heldur fer það
að mestu fram um Netið og á myndböndum.
Dönsk stjórnvöld hafa ekki viljað tjá sig um
málið, en faðir Hannibals, Moammar, er á
svörtum lista víðast hvar í heiminum vegna
meints stuðnings við hryðjuverkastarfsemi.
Þær syndir föðurins virðast þó ekki munu
koma niður á syninum því að refsiaðgerðir
gegn Lýbíu varða einungis vopn.
ÞETTA GERÐIST LÍKA
Frændi í pant
AP
Fiskar sem glóa í myrkri munu koma
á markað í Bandaríkjunum á næst-
unni – og eru þetta fyrstu gena-
breyttu gæludýrin þar í landi. Þó eru
ekki líkur á að þessi augnayndi verði
fáanleg í Kaliforníu, þar sem lög
banna að dýr séu búin til í rannsókn-
arstofum.
Ekkert má nú, Arnold
COLIN Powell, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, hvatti í gær
Atlantshafsbandalagið (NATO) til
að taka að sér stærra hlutverk í
Írak, og fagnaði um leið „afdrátt-
arlausara“ hlutverki Sameinuðu
þjóðanna. Stríðið í Írak og þær
diplómatísku deilur sem spruttu
upp í aðdraganda þess ollu ein-
hverri mestu kreppu í sögu
bandalagsins, en þrjú ríki sem
voru andvíg stríðinu, Frakkland,
Þýskaland og Belgía, vildu ekki
að Tyrklandi yrði veitt aðstoð.
Powell benti á að bandalagið
veitti nú þegar tæknilega aðstoð
við pólsku deildina í fjölþjóðalið-
inu sem er í Írak og að 16 NATO-
ríki væru í hópi bandamannaríkj-
anna sem standa að hersetunni í
landinu. Hann rifjaði ennfremur
upp að í ályktun öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna frá 16. októ-
ber væri „hvatt til þátttöku fjöl-
þjóða og staðbundinna samtaka í
þessu starfi“.
Markmið Bandaríkjastjórnar í
Írak væru tvö. Að íraska þjóðin
tæki sem fyrst við stjórnartaum-
unum í landinu og komið yrði á
fót „frjálsu, lýðræðislegu og stöð-
ugu Írak sem byggi í sátt og sam-
lyndi við nágranna sína“, sagði
Deilan um aukið varnarsam-
starf Evrópuríkja, sem jafnframt
eiga aðild að NATO, blossaði upp
þegar fjögur ríki ESB, Lúxem-
borg, Belgía, Frakkland og
Þýskaland kynntu í aprílmánuði
áform um að koma á fót sjálf-
stæðri stjórnstöð á vettvangi
varnarmála. Hún verður í Belgíu.
Ríkisstjórn Íslands er sammála
því mati sem fram kom í máli Col-
ins Powells á fundi utanríkisráð-
herranna í Brussel í gær. Spurð-
ur um afstöðu Íslendinga sagði
Gunnar Gunnarsson, fastafulltrúi
Íslands hjá NATO, í samtali við
Morgunblaðið á miðvikudag að
Íslendingar styddu hugmyndirn-
ar um aukið framlag Evrópuríkja
til varnarsamstarfsins (ESDP).
„En við teljum mjög mikilvægt að
þetta sé þróað með þeim hætti að
ekki sé gefið til kynna að einhvers
konar samkeppni verði tekin upp
við Atlantshafsbandalagið. Ekki
megi draga í efa að Atlantshafs-
bandalagið sé grundvöllur örygg-
is- og varnarmála Evrópuríkja og
menn verði að gæta þess að ekki
komi upp misskilningur í Atlants-
hafssamskiptunum vegna
ESDP,“ sagði Gunnar Gunnars-
son.
Powell. „Bandaríkjamenn fagna
því að NATO leggi meira að
mörkum til að þessi markmið
megi nást.“
Robertson lávarður, fram-
kvæmdastjóri NATO, tók undir
orð Powells um þörfina á auknu
hlutverki bandalagsins í Írak.
Mega ekki veikja NATO
Í ræðu sinni á tveggja daga
fundi utanríkisráðherra banda-
lagsins ítrekaði Powell þá afstöðu
Bandaríkjastjórnar að áform til-
tekinna ríkja Evrópusambandsins
um aukið samstarf í varnarmálum
mættu ekki verða til þess að
veikja NATO. Slíkt „gætu Banda-
ríkjamenn ekki samþykkt“.
Bandaríkjamenn fögnuðu hins
vegar tillögum sem fallnar væru
til að efla varnarmátt Evrópu-
ríkja. Þau áform yrði á hinn bóg-
inn að fella að Atlantshafssam-
starfinu.
Powell vill auka
hlut NATO í Írak
Brussel. AFP.
Bandaríkjamenn
ítreka andstöðu
við varnaráform
Evrópuríkja
RÚSSNESKA stjórnin ætlar að krefjast
breytinga á Kyoto-sáttmálanum og mun ekki
fullgilda hann ef einhver önnur ríki gera það
ekki. Andrei Íllaríonov, efnahagsráðgjafi Vla-
dímírs Pútíns, forseta Rússlands, lýsti yfir
þessu á fundi með evrópskum kaupsýslumönn-
um í Moskvu í gær.
Kemur þessi yfirlýsing á sama tíma og
fulltrúar 180 ríkja eru á fundi í Mílanó á Ítalíu
um sáttmálann en hann getur ekki tekið gildi
nema Rússar undirriti hann.
Íllaríonov sagði, að í núverandi mynd þjón-
aði sáttmálinn ekki hagsmunum Rússa og þess
vegna væri verið að semja um breytingar á
Suður-Kóreu, Brasilíu og Mexíkó en þau
sleppa að sinni við að draga úr menguninni.
Rússland er þriðji mesti mengunarvaldurinn
í heimi á eftir Bandaríkjunum og Kína en talið
var, að Kyoto-sáttmálinn væri því mjög hag-
stæður. Ástæðan er sú, að mengunin þar er nú
þriðjungi minni en hún var 1990 vegna þess
samdráttar, sem varð í efnahagslífinu eftir
hrun Sovétríkjanna.
Rússar hefðu því átt að geta selt hluta af
mengunarkvóta sínum á Vesturlöndum en þeir
sjá hins vegar fyrir sér mikinn vöxt í efnahags-
lífinu og vilja því ekki binda sig við 1990-
mörkin.
honum. Tækist það ekki, yrði hann ekki bor-
inn undir atkvæði á rússneska þinginu. Sagði
Íllaríonov, að sáttmálinn myndi að óbreyttu
draga úr hagvexti í Rússlandi um eitt pró-
sentustig.
Vilja ekki binda sig
Með sáttmálanum var 38 iðnríkjum, þar á
meðal Rússlandi, gert að draga svo mjög úr
kolsýringsmengun, að 2010 yrði hún 5,2%
minni en hún var 1990. Sagði Íllaríonov, að
annaðhvort yrði að breyta þessum viðmið-
unum hvað Rússland varðaði eða skipa því á
bekk með þróunarríkjum á borð við Kína,
Rússar vilja breytingar
á Kyoto-sáttmálanum
Moskvu. AFP.
ÞESSIR dansarar og hljóðfæraleikarar tóku á móti
Elísabetu Englandsdrottningu þegar hún heimsótti
þorpið Karu, nærri Abuja, í Nígeríu í gær. Drottn-
ingin er í opinberri heimsókn til Nígeríu, sem áður
var ein af nýlendum Bretaveldis. Er þetta fyrsta
heimsókn hennar til Nígeríu í næstum hálfa öld.
Reuters
Tóku vel á móti Elísabetu
TALIÐ er víst, að um sjálfsmorð hafi
verið að ræða í 11 af 26 rannsökuðum
tilfellum er fólksbílar og flutninga-
bílar rákust saman á norskum þjóð-
vegum. Þetta kemur fram í skýrslu
frá rannsóknastofnuninni Sintef og í
framhaldi af henni hefur Torild
Skogsholm samgönguráðherra kvatt
til skyndifundar um málið með
fulltrúum vegagerðarinnar, félags
flutningabílstjóra og fleiri samtaka
að því er fram kemur í Aftenposten.
Rannsóknin náði til 26 árekstra á
beinum vegarköflum, sem höfðu
dauða í för með sér. Er því slegið
föstu, að bílstjórar 11 fólksbíla hafi
ekið framan á flutningabílana í því
skyni að stytta sér aldur.
„Skelfileg sýn“
Alf Ragnar Karlsen, talsmaður
flutningabílstjóra, fullyrðir, að hlut-
fall sjálfsmorðanna sé miklu hærra
en fram komi í rannsókninni.
„Það er skelfileg sýn, sem sumir
félaga minna hafa upplifað. Fólks-
bíll, sem stefnir beint á þá og bíl-
stjórinn jafnvel brosandi og veif-
andi,“ sagði Karlsen og bætti við, að
sumir flutningabílstjóranna liðu
miklar sálarkvalir á eftir.
Mörg
sjálfsmorð
á veg-
um úti
Fólksbílum ekið viljandi
á flutningabíla
TVÆR stúlkur af írönsku og belgísku
bergi brotnar hafa leitað hælis í belg-
íska sendiráðinu í Teheran og vilja fá
að fara aftur til Evrópu. Íranskur fað-
ir stúlknanna, sem eru fjórtán og sex
ára gamlar, hafði tekið þær með sér
til Írans eftir að hann skildi við belg-
íska móður þeirra. Þær vilja hins veg-
ar snúa aftur til móður sinnar.
Stúlkurnar flúðu heimili föður síns
á þriðjudag og fóru með leigubíl í
belgíska sendiráðið, að því er fram
kom á fréttasíðu BBC. Hafa belgísk
stjórnvöld heitið þeim „fullri vernd“
en vilja þó reyna að komast hjá deil-
um við yfirvöld í Teheran.
Louis Michel, utanríkisráðherra
Belgíu, hefur lýst sig reiðubúinn til að
fara til Teheran í því skyni að finna
lausn á málinu. Móðir stúlknanna hef-
ur lagalegt forræði yfir börnunum og
gáfu belgísk stjórnvöld á sínum tíma
út alþjóðlega handtökuskipun á hend-
ur föðurnum eftir að hann fór með
stúlkurnar, Yasmine og Söru Pourh-
ashemi, til Írans í kjölfar sumarleyf-
isdvalar í Grikklandi í ágúst.
Vilja fá að
snúa aftur
til Belgíu
♦ ♦ ♦