Morgunblaðið - 05.12.2003, Síða 23
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 23
og gerðu þann tíma sem húðin verður fyrir mestu álagi
að lagfæringa- og endurbótatíma.
Allan daginn vinnur þetta frábæra rakakrem gegn
öldrun, hindrar hrukkur, smærri og stærri, og mildar
þær sem fyrir eru. Kremið eflir stöðuga virkni
andoxunarefna, sem stuðla að því að draga úr áhrifum
líðandi stundar, vinnuálags og umhverfisáreitis.
Frá yfirborði húðarinnar og niður í dýpri frumulög er
krafti húðarinnar beint að lagfæringum og endurbótum,
þannig að þú vaknar til nýs dags með líflegra útlit og
meiri lífskraft.
Til að halda áfram endurbótarstarfinu að nóttu til
notarðu Repairwear Intensive Night kremin.
Ef húðin þarfnast enn meiri aðstoðar, bætirðu við Extra
Help Serum.
Undur og stórmerki hverju einn dagur getur áorkað.
Með hverju keyptu Repairwear Day Cream fylgir
Repairwear night cream 7 ml
og Repairwear Serum 7 ml.
Góður dagur til lagfæringa og endurbóta
Kynnstu nýja Repairwear Day SPF 15 Intensive Cream andlitskreminu
Ofnæmisprófað.
100% ilmefnalaust
Nettó Akureyri - Akranesi - Mjódd - Salavegi Kópavogi
Verð birt með fyrirvara um prentvillur.
Tilboðin gilda til sunnudags
1.149,-
Bókatíðindaverð
kr. 1.980,-
795,-
Bókatíðindaverð
kr. 1.590,-
996,-
Bókatíðindaverð
kr. 2.490,-
1.164,-
Bókatíðindaverð
kr. 3.880,-
42%
afsláttur v/kassaf l tt /
Á
S
P
R
E
N
T
Nú er afslátturinn kominn í 70%...
... hvar endar þetta?
50%
afsláttur v/kassaf l tt /
60%
afsláttur v/kassaf l tt / 70%
afsláttur v/kassaf l tt /
FYRRVERANDI kærasta Ians
Huntleys, húsvarðarins breska sem
sakaður er um að hafa myrt tvær
ungar stúlkur í bænum Soham í
fyrra, brast í grát er hún var spurð
um sinn þátt í morðunum í réttarsal í
gær. Sagðist hún ekki ætla að taka
ábyrgð á því sem Huntley hefði gert.
„Ég ætla ekki að láta kenna mér
um það sem þessi maður þarna er
búinn að gera mér og þessum börn-
um,“ sagði Maxine Carr í réttarsaln-
um í gær og benti á Huntley.
Huntley hefur lýst sig saklausan
af ákæru um að hafa myrt stúlkurn-
ar tvær, Holly Wells og Jessicu
Chapman, sem báðar voru tíu ára
gamlar. Hann viðurkenndi þó fyrir
rétti fyrr í vikunni að Holly hefði dá-
ið í slysi á baðherbergi á heimili
hans. Sagðist hann síðan hafa banað
Jessicu óvart er hann reyndi að
þagga niður í ópum hennar.
Huntley viðurkennir ábyrgð
Seinna setti hann lík stúlknanna í
skott bifreiðar sinnar, kom þeim fyr-
ir í skurði, afklæddi líkin og brenndi.
„Ég geri mér grein fyrir því að ég
ber ábyrgð á dauða Holly og Jessicu
en ég get ekkert gert í málinu núna.
Ég vildi að svo væri,“ sagði hann.
Maxine Carr hefur aftur á móti
viðurkennt að hafa logið að lögregl-
unni í því skyni að veita Huntley
fjarvistarsönnun. Sagðist hún í gær
ekki hafa getað trúað því að Huntley
hefði haft neitt með hvarf stúlkn-
anna að gera, en bæði Huntley og
Carr höfðu starfað við barnaskólann,
sem Jessica og Holly sóttu. Carr
sagði að Huntley hefði beitt hana
þrýstingi til að fá hana til að ljúga
fyrir sig, því hún hefði verið hrædd
við hann og því ekki þorað annað.
Carr segist hafa
óttast Huntley
London. AFP.
Ian Huntley Maxine Carr
STEINGERÐ lítil sjávarlífvera sem
fannst í 425 milljóna ára gömlu
bergi á Bretlandi er elsti karlkyns
steingervingurinn sem vitað er um
með vissu, að því er segir í rannsókn
sem birtist í þessari viku í vísindarit-
inu Science.
Dýrið hefur grafist undir öskulagi
sem hefur steingert það og viðhaldið
útlínum vefjanna í því. Vegna þess-
arar varðveislu gátu vísindamenn
búið til tiltölulega nákvæma þrívídd-
armynd af dýrinu. Steingerving-
urinn fannst í bergi í Hereforshire.
Meðal þess sem myndin af dýrinu
sýnir er tálkn, augu, sundútlimir og
karlkynfæri. Þetta síðastnefnda
varð til þess að dýrið, sem er af áður
óþekktri undirtegund, hefur verið
kallað Kólímbosaþon ekplektíkos,
sem er gríska og þýðir „mikill sund-
kappi með stóran þú veist“.
Elsta karldýrið
Washington. AP.