Morgunblaðið - 05.12.2003, Qupperneq 24
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Mótmæla breytingum RARIK | Bæj-
arstjórn Blönduósbæjar samþykkti ályktun
á fundi sínum 2. desember þar sem skipu-
lagsbreytingum á
RARIK er mótmælt.
„Bæjarstjórn Blöndu-
ósbæjar mótmælir harð-
lega boðuðum skipulags-
breytingum RARIK sem
bera það með sér að
verulega er dregið úr
vægi 25 ára starfsemi
RARIK á Blönduósi. Í
ljósi veikrar stöðu atvinnumála á Norður-
landi vestra telur bæjarstjórn það óásætt-
anlegt að samfélagið beri skarðan hlut frá
borði í þessum skipulagsbreytingum. Þeim
eindregnu tilmælum er hér beint til iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra að skipulag
þetta verði endurskoðað m.t.t. þess að á
Blönduósi verði stjórnstöð á sviði dreifi-
veitna, sambærilegt og á Stykkishólmi, Ak-
ureyri, Egilsstöðum og Hvolsvelli.“
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Sýnir í Pakkhúsinu | Karítas Þórðardótt-
ir, Kæja, opnaði sýningu sína Yl me, sem er
sölusýning, í Pakkhúsinu í Ólafsvík sunnu-
daginn 30. nóvember síðastliðinn. Sýningin
stendur til 23. desember.
Sýnir hún peysur, jakka, vesti, toppa, sjöl
og töskur úr íslenskri ull, sem er sérstak-
lega meðhöndluð til að vera mjúk og létt.
Kæja spinnur bandið sjálf og prjónar af
fingrum fram sína eigin hönnun svo hver
flík er einstök og persónuleg.
Sýningin er opin á afgreiðslutíma Pakk-
hússins í desember sem má nálgast á
heimasíðu Snæfellsbæjar: www.snb.is
Morgunblaðið/Elín Una
Karitas Þórðardóttir með hönnun sína.
Foreldrar vænt-anlegra leikskóla-barna á Egils-
stöðum hafa nú þungar
áhyggjur af húsnæðisleysi
yngstu deildarinnar.
Nokkur síðustu ár hefur
yngsta deildin verið í
leiguhúsnæði í kjallara
Fosshótels Valaskjálfar
og þar verið afgirt bráða-
birgðaleiksvæði utan við.
Nú hefur Sverrir Her-
mannsson, hóteleigandi í
Reykjavík, keypt Vala-
skjálf og sagt leigusamn-
ingnum upp frá og með 1.
maí á næsta ári. Til stend-
ur að byggja nýjan leik-
skóla á Egilsstöðum en
ekki er reiknað með að
henn verði tekinn í notkun
fyrr en í mars 2005.
Leikskólaleit
Kirkjuskóli var í Aðaldal um sl. helgi er sr. GylfiJónsson frá Möðruvöllum leiddi fjölskyldumessuí Nesi með þátttöku verðandi fermingarbarna.
Að venju var aðventunnar minnst, lesið og leikið á
hljóðfæri og beðið fyrir vinum og vandamönnum. Hér
les Óskar Guðmundsson, nemandi í Hafralækjarskóla,
við altarið í Neskirkju fyrir kirkjugesti.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Aðventan í Aðaldal
Það er góður siðurað setja vísur íjólakortin. Baldur
Hafstað, kennari í KHÍ,
er einn af þeim hagyrð-
ingum og leggur þá
stundum út af þjóðfélags-
umræðunni. Árið 2000
voru það launamál kenn-
ara:
Úti er dimmt í desember
dimmra inni í skólunum
enginn fær það fé sem ber
– friður sé á jólunum.
En Baldur slær líka á
létta strengi. Hann orti
árið 1997:
Enn ég ríma, allt er hvítt
yfir kímir gríma
kortatímabilið blítt
ég byrja í vímu og svíma.
Við vaxtarbrodda kortaklór
er klárt að toddý virki,
svo á oddinn set ég bjór
sál og boddý styrki.
Ort í kortin
pebl@mbl.is
Tálknafjörður | Byrjað var að
slátra 13,7 tonnum af eldisþorski
úr kvíum hjá Þórsbergi ehf. á
Tálknafirði á fimmtudag. Að
sögn Jóns Arnar Pálssonar,
framkvæmdastjóra hjá Þórs-
bergi, er þetta fyrsta slátrunin
hjá þeim á þessum vetri af fiski
sem safnað var í sumar og vor, en
áður var búið að slátra fiski sem
var haldið eftir frá síðasta ári.
Ráðgert er að slátra úr 7 kvíum,
samtals u.þ.b. 80–100 tonnum.
Smæsti fiskurinn er skilinn frá
og verður hann alinn áfram til
næsta hausts.
Þetta er fimmta árið sem
Þórsberg elur þorsk til slátr-
unar, en fiskurinn er veiddur í
dragnót að vori og fram eftir
sumri og settur í kvíar. Hann er
síðan fóðraður með loðnu, síld og
afskurði. Samhliða eldinu hefur
verið unnið markvisst að rann-
sóknum á vexti, fitu, þéttleika
holds o.fl. Rannsóknirnar eru
unnar í samstarfi við Rannsókna-
stofnun fiskiðnaðarins og Iðn-
tæknistofnun og eru niðurstöður
þeirra notaðar til þess að ná sem
bestum árangri í eldinu og stuðla
að sem mestum afurðagæðum. Í
rannsóknaverkefninu eru fyr-
irtækin Oddi á Patreksfirði,
Gunnvör í Hnífsdal og ÚA á Ak-
ureyri. Fyrirhugað er að Eskja á
Eskifirði komi inn í verkefnið á
næsta ári. Fram kom hjá Jóni að
þessa dagana stendur fyrirtækið
á vissan hátt á tímamótum í eld-
inu, þar sem ákveðið hefur verið
að hefja þorskseiðaeldi á landi,
sem setta verða í kvíar næsta vor
til framhaldseldis. Hafnar eru til-
raunir til þess að veiða villt
þorskseiði í mynni Tálkna-
fjarðar, en þær tilraunir hafa
ekki borið tilætlaðan árangur
ennþá. Fyrirtækið hefur gert
ráðstafanir til þess að verða sér
úti um smáseiði ef veiðarnar
bera ekki tilætlaðan árangur.
Undanfarin þrjú ár hefur
Þórsberg verið í umfangsmiklu
rannsóknasamstarfi við ýmsar
vísinda- og rannsóknastofnanir
ásamt sérfræðingum á ýmsum
sviðum. Hefur þetta samstarf
leitt til þess að mikilvægar upp-
lýsingar liggja fyrir um þorskeldi
og gæði eldisafurða. Til þessa
verkefna hefur fyrirtækið fengið
úthlutað rannsóknakvóta til eld-
isins.
Morgunblaðið/Finnur
Þórsberg slátrar þorski
Fiskeldi
Mörg handtök: Eldisþorski slátrað úr kví í Tálknafirði. Það getur stundum orðið kalsamt.
Saurbær | Prédikunarstóll Staðarhóls-
kirkju í Saurbæ í Dölum hefur verið gerður
upp með nýjum eftirmyndum fornra, mál-
aðra mynda
af Kristi og
guðspjalla-
mönnunum
fjórum, sem
áður prýddu
stólinn.
Frum-
myndirnar
voru teknar
úr stólnum
þegar kirkj-
urnar á Hvoli
og Staðarhóli
voru lagðar
niður og
sóknirnar
sameinaðar
um eina nýja
kirkju á hól í
miðri sveit, þar sem nú heitir Kirkjuhvoll
en Staðarhólskirkja var vígð 1899.
Stóllinn frá Staðarhóli var settur upp í
nýju kirkjunni. Hann er frá árinu 1738, gjöf
Bjarna Péturssonar sýslumanns hins ríka.
Myndirnar, sem þá voru í stólnum, eru eftir
einhvern óþekktan listamann, naívista, trú-
lega íslenskan. Um aldamótin 1900 þóttu
slík verk ekki góð, því voru myndirnar
teknar úr stólnum.
Þær gleymdust og lágu undir skemmd-
um, er sr. Þórir Stephensen fann þær
skömmu eftir að hann hóf prestskap þarna
1954. Hann vakti athygli Kristjáns Eldjárn,
þáverandi þjóðminjavarðar, á myndunum.
Hann varð mjög hrifinn af þeim, fékk þær
til Þjóðminjasafnsins 1962, á aldarafmæli
þess, og birti grein um þær og myndir í
bókinni Hundrað ár í Þjóðminjasafni.
Lengi hefur verið áhugi fyrir því að fá
eftirmyndir safngripanna í stólinn. Sú hug-
mynd er nú orðin að veruleika. Fyrir milli-
göngu Sigurbjargar Sverrisdóttur lista-
verkakaupmanns var Bronus Grusas, fv.
forstöðumaður listaakademíunnar í Lithá-
en, fenginn til að gera myndirnar sem nú
eru mikil stólsprýði.
Aðventuhátíð á laugardag
Þessa verður minnst á aðventuhátíð sem
haldin verður í Staðarhólskirkju laugar-
dagskvöldið 6. desember. Þar flytur sr.
Ingiberg J. Hannesson, prófastur á Hvoli,
ávarp og sr. Þórir Stephensen flytur að-
ventuhugleiðingu. Skólabörnin úr sveitinni
og kirkjukórinn leika og syngja undir
stjórn Halldórs Þórðarsonar á Breiðaból-
stað og Sigurðar Þórólfssonar í Innri-
Fagradal. Eftir athöfnina verður farið yfir í
félagsheimilið Tjarnarlund og kaffiveitinga
notið.
Nýjar myndir
í prédikunar-
stól Staðar-
hólskirkju
Myndir óþekkta, íslenska
listamannsins eru nú
stólsprýði á ný, um öld
eftir að frummyndirnar
voru fjarlægðar.