Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 27
Stálu saltfiski | Starfsmaður fisk-
verkunarinnar Stakksvíkur í
Grindavík kom að tveimur mönnum
um klukkan hálffimm í gærmorgun
þar sem þeir voru að bera poka með
saltfiski út úr fiskverkunarhúsi fyr-
irtækisins.
Hlupu mennirnir af vettvangi þeg-
ar þeir urðu starfsmannsins varir en
skildu eftir bifreið við húsið og þar
mátti sjá fleiri poka með saltfiski.
Málið var tilkynnt til lögreglunnar
sem lagði hald á bílinn.
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 27
Reykjanesbær | Börn og fullorðnir
skemmtu sér vel á jólaballi sem
Árni Sigfússon bæjarstjóri bauð til
á veitingahúsinu Ránni í gær. Jóla-
ilmur var í lofti.
Á ballið bauð Árni starfsfólki og
þjónustunotendum Hæfing-
arstöðvar fatlaðra, sambýla, þjón-
ustuíbúða, Ragnarssels, Dósasels
og iðkenda í íþróttafélaginu Nesi.
Védís Hervör Árnadóttir, dóttir
bæjarstjórans, söng jólalög og
Baldur Guðmundsson lék með. Síð-
an var boðið upp á piparkökur og
kakó.
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Jólin nálgast óðfluga: Ánægja skein úr hverju andliti þegar gengið var í kringum jólatré á skemmtun bæjarstjóra.
Fengu að fara á jólaball
í boði bæjarstjórans
Jólailmur í lofti á skemmtun fatlaðra á Ránni
Reykjanesbær | Nýir leigusamning-
ar sem Fasteignir Reykjanesbæjar
ehf. eru að gera við leigjendur fé-
lagslegs íbúðarhúsnæðis bæjar-
félagsins taka gildi um áramót. Áætl-
að er að leiga hækki að meðaltali um
tíu þúsund krónur á íbúð en dæmi
eru um mun meiri hækkun og einnig
að leiga lækki. Bæjarfulltrúar Sam-
fylkingarinnar telja að gera þurfi
ráðstafanir til að aðstoða þá sem fá á
sig miklar hækkanir.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar
ákvað á síðasta ári að færa allar fé-
lagslegar íbúðir bæjarfélagsins undir
sérstakt einkahlutafélag, Fasteignir
Reykjanesbæjar ehf. Markmiðið var
að gera allan kostnað við rekstur og
viðhald íbúðanna sýnilegan og láta
tekjur standa undir kostnaði þegar
til lengri tíma væri litið. Einnig var
tilgangurinn að jafna leigu íbúðanna.
Með íbúðum sem Fasteignir
Reykjanesbæjar hafa látið byggja á
félagið nú og rekur tæplega 270 íbúð-
ir.
Undir viðmiðunarreglum
Reykjanesbær sagði upp öllum
leigusamningum á síðasta ári með
það fyrir augum að fasteignafélagið
gæti gert nýja samninga. Viðar Már
Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri
umhverfis- og skipulagssviðs bæjar-
ins, sem jafnframt gegnir stöðu
framkvæmdastjóra fasteignafélags-
ins, segir að þetta hafi verið gert
samkvæmt leiðbeiningum félags-
málaráðuneytisins. Hann segir að
síðan hafi verið unnið að því að skoða
allar íbúðirnar og gera nýja leigu-
samninga. Verði því verki lokið um
áramót þegar nýju samningarnir taki
gildi.
Eignirnar hafa verið flokkaðar
upp á nýtt og nýtt leigugjald ákvarð-
að út frá viðmiðunarreglum Íbúða-
lánasjóðs. Viðar Már segir að ákveðið
hafi verið að hafa leiguna lægri en
reglurnar heimiluðu og lægri en í
Reykjavík og munaði þar 5–10%.
Hann segir að breytingarnar komi
misjafnlega niður, þær geti leitt til
hækkunar á leigu en einnig lækkun-
ar. Taldi hann að meðalhækkun á
íbúð væri um það bil 10 þúsund krón-
ur.
Spurður að því hvort ekki væri ótt-
ast að einhverjir leigjendur ættu erf-
itt með að greiða meiri leigu sagði
Viðar Már að gert hefði verið ráð fyr-
ir því að fjölskyldu- og félagsmálaráð
aðstoðaði það fólk sem erfiðast ætti.
Taldi hann að Reykjanesbær stæði
sig vel á því sviði, miðað við önnur
sveitarfélög.
Allt að 26 þúsund kr. hækkun
Sveindís Valdimarsdóttir, bæjar-
fulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi
í fjölskyldu- og félagsmálaráði, vakti
á síðasta bæjarstjórnarfundi athygli
á þeim vanda sem sumir leigjendur
félagslegs húsnæðis stæðu nú
frammi fyrir vegna hækkunar á
húsaleigu. Hún sagði að fólk hefði
haft samband við sig vegna þessa og í
samtali við Morgunblaðið sagðist
Sveindís vita um dæmi þess að leiga
hækkaði um 26 þúsund krónur á
mánuði.
Á bæjarstjórnarfundinum kom
fram hjá Árna Sigfússyni bæjar-
stjóra að fjölskyldu- og félagsmála-
ráð væri að fara yfir þessi mál og sér-
stakar húsaleigubætur hefðu komið
til tals. Hann sagði þá hugmynd hins
vegar of seint fram komna vegna
næsta árs. Kom fram hjá bæjarstjóra
að ekki væri gert ráð fyrir sérstakri
fjárveitingu vegna þessa máls í fjár-
hagsáætlun Reykjanesbæjar sem er
í vinnslu um þessar mundir.
Sveindís sagði að 32 milljónir vant-
aði upp á að fjölskyldu- og félags-
málasvið bæjarins gæti haldið sjó,
miðað við óbreytt ástand, og hún
kvaðst óttast að Reykjanesbær gæti
lent í þeirri stöðu að brjóta fram-
færslulög á einstaklingum á næsta
ári, ef ekkert væri að gert. Aðrir bæj-
arfulltrúar Samfylkingarinnar sem
til máls tóku töldu að huga ætti að því
að fresta gildistöku nýrra leigusamn-
inga á meðan verið væri að huga að
viðbrögðum við henni.
Félagslegt húsnæði Reykjanesbæjar
Leigan hækkar að
jafnaði um 10 þúsund
Jólaljósin tendruð | Kveikt verð-
ur á jólatrénu í Garði á morgun kl.
18. Það stendur á horni Gerðavegar
og Garðbrautar.
Einar Jón Pálsson, varaoddviti
hreppsnefndar, flytur ávarp. Söng-
sveitin Víkingar syngur nokkur jóla-
lög og jólasveinar koma í heimsókn.
Afmælisbarn kveikir jólaljósin á
jólatrénu. Við athöfnina býður
hreppsnefnd Gerðahrepps upp á
kakó og piparkökur.
Jólamarkaður í Kjarna | Jóla-
markaður lista- og handverksfólks
verður haldinn í göngugötunni í
Kjarna á aðventunni.
Jólamarkaðurinn verður opinn í
dag, föstudag, sem og föstudaginn
12. desember. Boðið verður upp á
fjölbreytt úrval handgerðra muna.
Í frétt á heimasíðu Reykjanes-
bæjar sem stendur fyrir mark-
aðnum kemur fram að mikil gróska
er í starfi lista- og handverksfólks á
Reykjanesi og nokkuð víst að hægt
verður að kaupa fjölbreyttar jóla-
gjafir.
Jólatónleikar | Léttsveit Tónlist-
arskóla Reykjanesbæjar heldur sína
árlegu jólatónleika í dag, föstudag,
kl. 19.30 í Kirkjulundi, safnaðar-
heimili Keflavíkurkirkju.
Bæði yngri og eldri léttsveit koma
fram með fjölbreytta efnisskrá þar
sem meðal annars er að finna mörg
af fallegustu og hátíðlegustu jólalög-
unum.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis og öllum heimill og hvetur
Tónlistarskólinn Suðurnesjamenn til
að mæta.
Knattborðsleikur | Billjarðsmót
SamSuð, samtaka félagsmiðstöðva á
Suðurnesjum, fer fram í félags-
miðstöðinni Fjörheimum í Reykja-
nesbæ í dag, föstudag, og hefst
klukkan 16. Á mótinu verður keppt
bæði í kvenna- og karlaflokki og
verða þátttakendur frá öllum fimm
félagsmiðstöðvunum á Suður-
nesjum. Í fyrra sigraði Þruman í
Grindavík í kvennaflokki og Fjör-
heimar í Reykjanesbæ í karlaflokki.
Síðasta sýningarhelgi | Sýningu
Kristins Pálmasonar í Listasafni
Reykjanesbæjar lýkur sunnudaginn
7. desember næstkomandi. Á sýn-
ingunni eru meðal annars Krafta-
verkamálverkaserían frá 1998 sem
ekki hefur áður verið sýnd hér á
landi. Kristinn hefur einnig unnið
höggmynda- og hljóðinnsetning-
arnar Hellinn og Kraftaverka-
hljóðverkið sérstaklega fyrir þessa
sýningu.
Sýningarsalur Listasafns Reykja-
nesbæjar er í Duushúsum í Keflavík
og er opinn alla daga frá klukkan 13
til 17. Listamaðurinn verður sjálfur
á staðnum næstkomandi sunnudag,
milli kl. 15 og 16.
Sýningu Kristins lýkur í dag.
Reykjanesbær | Skapa þarf
aðstæður fyrir sjálfsprottið
starf á Suðurnesjum fyrir þá
sem eiga við geðraskanir að
stríða og fyrir aðstandendur
og koma á fót athvarfi fyrir
þá sem búa við hvað mesta
félagslega einangrun og eru
óvinnufærir vegna geð-
heilsubrests. Þetta er meðal
niðurstaðna af opnum fundi
um geðheilbrigði sem hald-
inn var í húsi Sjálfsbjargar í
Njarðvík.
Sigursteinn Másson, for-
maður Geðhjálpar, var gest-
ur fundarins. Hann lagði
meðal annars áherslu á að
fólk væri vakandi fyrir líðan
hvert annars. Það sæist í
augum fólks hvort því liði
vel eða illa. Mikilvægt væri
að ræða við fólk þegar því
virtist líða illa.
Líflegar umræður urðu í
kjölfar erindis Sigursteins.
Samkvæmt upplýsingum
Hjördísar Árnadóttur, fé-
lagsmálastjóra Reykjanes-
bæjar, kom þar meðal ann-
ars fram að lítil geð-
heilbrigðisþjónusta væri á
svæðinu.
Skapa þarf
aðstæður
fyrir sjálf-
sprottið starf
Opinn fundur um
geðheilbrigði