Morgunblaðið - 05.12.2003, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 05.12.2003, Qupperneq 30
LISTIR 30 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HARMKVÆLI Maríu, Stabat mater dolorosa (Stóð við krossinn mærin mæra), var fyrra verkið á tón- leikum í Seltjarnarneskirkju hinn 28. nóvember. Textinn sem eignaður er Innocent III páfa (d. 1216) hefur orð- ið mörgu tónskáldinu innblástur að fögru tónverki. Þar má nefna Jos- quin des Prés, Palestrina, Haydn, Rossini, Dvorák og Pergolesi. Giov- anni Battista Pergolesi (1710–1736) samdi verkið samkvæmt pöntun á dánarbeði sínum í ársbyrjun 1736 þegar hann var aðeins nýorðinn 26 ára, fyrir karl-sópran, karl-alt, strengi og basso continuo. Vinsældir verksins létu ekki á sér standa og er yfirleitt flutt af kvennaröddum. Verkið er í 13 þáttum þar sem skiptast á einsöngur og dúettar. Þrír dúettanna eru oft fluttir sem kór- þættir og var svo einnig hér. Þær Jóna Fanney Svavarsdóttir, Sigur- laug Arnardóttir, Anna Margrét Óskarsdóttir, Birna Ragnarsdóttir, Lára Hrönn Pétursdóttir, Sólveig Elín Þórhallsdóttir og Magnea Gunnarsdóttir skiptu með sér söngn- um í verkinu og skiluðu sínu vel og oft á tíðum mjög vel. Kvennakórinn var hreinn og skilaði sínu einnig vel. Síðara verkið var Messa í G-dúr fyrir einsöngvara, kór, hljómsveit og orgel D 167 (1815) eftir Franz (Pet- er) Schubert (1797–1828). Schubert dó einnig ungur, eða aðeins 32 ára. En á sinni stuttu ævi tókst báðum þessum tónskáldum að semja fjöl- mörg tónverk af ýmsu tagi. G-dúr- messan er falleg og einföld tónsmíð, auðveld í æfingu og flutningi og þess vegna vinsæl. Nú nýlega kom út út- gáfa þar sem hljómsveitarparturinn er umskrifaður fyrir orgel og var það sú útgáfa sem hér var flutt. Átta ein- söngvarar fengu að spreyta sig og skiluðu sínu yfirleitt vel, virtust þó vera mislangt komnir á legg í nám- inu. Hérna var kórsópraninn aðeins of sterkur miðað við hinar raddirnar þegar kórinn tók á og þá kom einnig hið mikla vibrato sem var á sumum kveneinsöngvurunum illilega í gegn. Kórinn hljómaði annars vel, og ynd- islega í veikum söng eins og í Agnus Dei-þættinum. Þar sem þessir tónleikar voru sambland af skóla- og almennum tón- leikum fer ég ekki út í frammistöðu einstakra einsöngvara sem sumir hverjir sýndu að þeir eiga framtíðina fyrir sér en hvernig úr spilast kemur í ljós í fyllingu tímans. Bjarni Jón- atansson sat eins og klettur við org- elið og stjórnandi var Sigurður Bragason. Efnisskráin sem tónleikagestir fengu í hendur var dálítið einkenni- leg. Í fyrra verkinu voru einsöngv- arar taldir upp í réttri röð, hvað þeir sungu og hvaða rödd, en í síðara verkinu voru þeir ekki taldir upp í réttri röð og ekki kom fram hver söng hvað. Undirleikara og söng- stjóra var heldur ekki getið, né hve- nær tónleikarnir fóru fram. Ég vil óska Nýja tónlistarskólan- um, þeim nemendum og kennurum sem að þessu átaki stóðu til hamingju með framtakið. Frumflutningur og norræn tónlistarveisla Frekar fámennt var í Norræna húsinu föstudagskvöldið 28. nóvem- ber og óhætt að segja að margir hafi misst af miklu. Í heimsókn voru þrír úrvalstónlistarmenn sem allir starfa í Danmörku; danski mezzosópraninn Marianne Rørholm, þýski lágfiðlu- leikarinn Anne Maria Slaatto og norski píanistinn Pål Lindter Eide. Þau fluttu okkur fyrst og fremst nor- ræna tónlist en læddu með nokkrum sönglögum eftir Brahms. Anne Maria frumflutti verkið Son- ata fyrir lágfiðlu sem Atli Heimir Sveinsson samdi fyrir hana 2002. Sónatan er í þremur þáttum, Cavat- ina, Fantasia og Ballada. Þetta er hugljúft verk þar sem Atli setur fram ýmsar hugmyndir sem hann vinnur mismikið úr, hann nýtir möguleika lágfiðlunnar á ýmsan hátt og gerir oft miklar tæknilegar kröfur til flytj- andans. Auk þessa átti Atli Heimir fimm sönglög á efnisskránni. Þrjú sönglög við texta Einars Braga fyrir mezzosópran, lágfiðlu og píanó (2001) og Tvö sönglög, Rien ne viendra og Dans ton silence við texta Beatrice Cantoni (1998). Pål Lindter lék tvö píanóverk, það fyrra eftir Norðmanninn Arne Nord- heim (1931–), Listen frá 1971 og Ima- ges of Lorca (1997) eftir Jesper Koch. Eftir Johannes Brahms söng Marianne Rørholm Gestillte Sehn- sucht op. 91 nr. 1 (1884) fyrir mezzo- sópran, lágfiðlu og píanó og síðan sönglögin Der Gang zum Liebchen op. 91 nr. 1 (1884), Sapphische Ode op. 94 nr. 4 (1884), Der Jäger op. 95 nr. 4 (1884) og Immer leiser wird mein Schlummer op. 105 nr. 2 (1886) og að síðustu Song of a Passer by (2003) eftir Johannes Jansson við texta eftir Satprem. Tónlistarflutningur þremenning- anna var mjög góður og vandaður og erfitt að draga eitt verk sérstaklega fram yfir annað. Slá þú hjartans hörpustrengi Guli salurinn í Listasafni Einars Jónssonar var þéttsetinn á aðventu- tónleikum þeirra Elísabetar Waage hörpuleikara og Ólafar Sesselju Ósk- arsdóttur sellóleikara. Þessi litli og vinalegi salur er mjög heppilegur fyrir þessa samsetningu hljóðfæra og hefur góða hljómgun og þarna myndaðist huggulegt og persónulegt andrúmsloft. Tónleikarnir hófust á Sónötu no 6 fyrir selló og fylgirödd eftir Antonio Vivaldi (1678–1741). Það kom strax í ljós hvað harpan hljómaði mikið í salnum og samhljómur þessara tveggja strengjahljóðfæra var góður. Hið yndisfagra Intermezzo (millispil) Atla Heimis Sveinssonar úr Dimmal- imm er samið fyrir flautu en hljómaði engu síður á selló, hugljúft og frið- sælt við kliðmjúkan meðleik hörp- unnar. Sellóleikarinn og tónskáldið Bernhard Heinrich Romberg (1767– 1841) samdi m.a. nokkrar sónötur fyrir selló og hörpu og léku þær El- ísabet og Ólöf miðkaflann úr sónöt- unni op. 5 nr. 2. Þetta var eina verkið á tónleikunum sem er samið sérstak- lega fyrir hörpuna en hin voru um- skrifuð. Þarna naut harpan sín einna best enda verkið fallegt og vel spilað. Johann Sebastian Bach átti síðustu tónana með tveimur kantötuþáttum, fyrst Arioso eða Sinfóníu sem er upp- haf kantötu BWV 156 og samið er fyrir einleiksóbó og strengi og síðan lokakórinn úr kantötu BWV 147 sem þekktastur er hér á landi undir heit- inu Slá þú hjartans hörpustrengi. Hér var flutningurinn eins og áður syngjandi fallegur og músíkalskur hjá þeim Ólöfu og Elísabetu. Hirðarar sjá og heyrðu Þessi yfirskrift aðventutónleika Söngsveitarinnar Fílharmoníu hefur valdið ýmsu fólki heilabrotum. Hún er sótt í sálm eftir Einar Sigurðsson í Eydölum (1535–1626) um atburð jólanæturinnar. Kórinn hélt tón- leikana fyrst mánudagskvöldið 1. desember og endurtók þá tveimur dögum seinna og hlustaði undirrit- aður á síðari tónleikana. Efnisskrá tónleikanna var tvískipt. Fyrir hlé söng kórinn án undirleiks ýmis að- ventu- og jólalög og eftir hlé voru arí- ur og stærri lög með kammersveit. Mikill munur var á söng kórsins í a capella-lögunum og svo aftur með hljómsveitinni. Kórinn hóf tónleikana nokkuð vel með þjóðlaginu Hátíð fer að höndum ein í raddsetningu Jóns Ásgeirsson- ar. Þar var tónninn tær og hreinn, dálítið mattur en allar raddir kórsins skýrar. Eitthvað átti tenórinn og stundum sópraninn bágt með að halda alveg hreinu, sérstaklega í enda hendinga og versa í næstu lög- um sem mörg voru samt vel sungin. Lag Hildigunnar Rúnarsdóttur við sálm Einars í Eydölum Hirðarar sáu og heyrðu er falleg og góð tónsmíð fyrir kór sem hófst með fallegri ein- söngs-intóneringu Ingibjargar Mar- teinsdóttur. Kórinn var dálítið ósam- taka og náði sér ekki á strik. Undirritaður er ekki frá því að lagið hafi verið aðeins of snemma á efnis- skránni, kórinn var ekki orðinn nægi- lega rólegur, heitur og hreinn, sér- staklega tenórinn sem virkaði oft klemmdur og stífur í intóneringu. Þegar líða tók á var eins og kórinn vaknaði smám saman, slakaði á með mjög góðum árangri og umtalað vandamál hvarf úr sögunni. Öll lögin fyrir hlé voru flutt af miklum þokka og með fallegum styrkleikabreyting- um, sérstaklega síðari helmingur efnisskrárinnar eftir að kórinn slak- aði á. Stundum hefði ekki sakað að hafa aðeins meiri skerpu í söng, hljómgun og framburði kórsins sem var stundum dálítið óákveðinn. Eftir hlé var eins og allt annar kór stigi á svið, enda kórinn kannski meira á heimavelli þar sem hljóm- sveitin var mætt til stuðnings. Kór- inn skilaði sínu hlutverki eftir hlé með miklum sóma og var nú oft í ess- inu sínu og flutningurinn yfirleitt mjög góður, sérstaklega í fallegu vögguvísunni Christmas lullaby eftir John Rutter þar sem kórinn fór á kostum. Tenórinn Tonu Llu söng fal- lega einsöng á móti kórnum í lagi John Goss, See, admid the winter’s snow. Hulda Björk Garðarsdóttir var í fínu formi og söng sig inn í hjörtu áheyrenda, sérstaklega í Panis an- gelicus úr Hátíðarmessunni op. 12 eftir César Franck og Let the bright Seraphim úr óratoríunni Samson eft- ir Händel og þar með glæsilegum trompetleik Eiríks Arnar Pálssonar. Að ógleymdri Helgu nóttinni hans Adams sem var stórglæsileg hjá Huldu. Monika Abendroth lék und- ursamlega á hörpuna, sérstaklega í Panis angelicus og Nóttinni helgu. Hrafnkell Orri Egilsson lék einleik á selló í mótettu Faurés, Heill þér him- neska orð, sem og í Panis angelicus og litaði þau með sínum hlýja og fal- lega tóni. Ekki má gleyma hlut hljómsveitarinnar undir leiðsögn Rutar Ingólfsdóttur, konsertmeist- ara, sem átti sinn þátt í hátíðleikan- um. Óliver Kentish stjórnaði svo öllu saman af mikili smekkvísi og rögg- semi. Hátíð fer að höndum ein Morgunblaðið/Jón Svavarsson Söngsveitin Fílharmonía. Mikill munur var á söng kórsins í a capella-lögunum og svo aftur með hljómsveitinni. TÓNLIST Seltjarnarneskirkja KÓRTÓNLEIKAR Kór Nýja tónlistarskólans. Kammerkór Reykjavíkur. Einsöngvarar: Jóna Fanney Svavarsdóttir, Sigurlaug Arnardóttir, Anna Margrét Óskarsdóttir, Birna Ragn- arsdóttir, Lára Hrönn Pétursdóttir, Sól- veig Elín Þórhallsdóttir, Magnea Gunn- arsdóttir, Lindita Óttarsson, Erna Hlín Guðjónsdóttir, Smári Vífilsson, Davíð Við- arsson, Árni Gunnarsson, Þorsteinn Þor- steinsson. Orgelleikari: Bjarni Jón- atansson. Söngstjóri: Sigurður Bragason. Flutt: Stabat Mater eftir Pergolesi og Messa í G-dúr eftir Schu- bert. Fimmtudagurinn 26. nóvember kl. 20. Norræna húsið KAMMERTÓNLEIKAR Marianne Rørholm mezzosópran, Anette Maria Slaatto á lágfiðlu og Pål Lindtner Eide á píanó. Verk eftir: Atla Heimi Sveinsson, Arne Nordeheim, Jesper Koch, Johannes Brahms og Johannes Jansson. Föstudag- urinn 27. nóvember kl. 20.00. Listasafn Einars Jónssonar KAMMERTÓNLEIKAR Elísabet Waage á hörpu og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir á selló. Verk eftir Vivaldi, Atla Heimi Sveinsson, B. Romberg og J. S. Bach. Sunnudagurinn 30. nóvember kl. 16.00. Langholtskirkja KÓRTÓNLEIKAR Söngsveitin Fílharmónía. Aðventu- tónleikar. Einsöngvari: Hulda Björk Garð- arsdóttir sópran. Kammersveit, kons- ertmeistari Rut Ingólfsdóttir. Stjórnandi: Óliver Kentish. Miðvikudagurinn 3. des- ember kl. 20.00. Morgunblaðið/Sverrir Elísabet Waage, harpa, og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, selló. Jón Ólafur Sigurðsson KRISTJÁN Jó- hannsson og Sig- ríður Beinteins- dóttir syngja á jólatónleikum til styrktar krabba- meinssjúkum börnum í Hall- grímskirkju 18. desember og í Smáralind laugar- daginn 20. desem- ber nk. Allur ágóði af tónleik- unum rennur til Styrktarfélags krabbameins- sjúkra barna. Ólafur M. Magn- ússon syngur einnig einsöng á tónleikunum og í Smáralind bætast í hópinn Kristín Sigurðardóttir og Páll Rósinkranz. Á tónleikunum koma einnig fram Raddbandafélag Reykjavíkur, Karla- kór Kjalnesinga, hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, ásamt fleiri tónlistarmönnum úr fremstu röð íslensks tónlistarlífs, strengjasveit, blásarar o.fl. Stjórnandi á tónleikun- um er Sigrún Grendal. Miðasala hefst í dag í útibúum Kaupþings Búnaðarbanka á Akur- eyri, í Kringlunni og á Smáratorgi. En einnig er hægt að kaupa miða hjá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna í síma 588 7555 og á Smáralind- artónleikana hjá þjónustuborði. Kristján Jóhannsson á styrktar- tónleikum Kristján Jóhannsson Sigríður Beinteinsdóttir ♦ ♦ ♦ MÖGULEIKHÚSIÐ hefur nú hafið sýningar á tveimur jólaleikritum, Jólarósum Snuðru og Tuðru eftir Iðunni Steinsdóttur og Hvar er Stekkjarstaur? eftir Pétur Eggerz. Báðar eru sýningarnar ferðasýn- ingar sem sýndar eru í skólum. Bú- ið er að bóka um 30 sýningar til jóla. Á sunnudag verða Jólarósir sýndar kl. 14 og Hvar er Stekkja- staur? kl. 16 í Möguleikhúsinu og eru það einu almennu sýningarnar. Morgunblaðið/Ásdís Jólarósirnar Snuðra og Tuðra. Jólasýningar í Möguleikhúsinu Nautgriparæktarfélag Hrunamanna 100 ára, 1903–2003 er rituð af Páli Lýðssyni í Litlu-Sandvík með aðstoð stjórnar félagsins. Fjallað er um að- draganda, stofnun og sögu félagsins síðustu 100 árin en félagið fagnaði aldarafmæli sínu nú í nóvember og er eitt elsta nautgriparækt- arfélag á landinu. Saga Naut- griparæktarfélags Hrunamannahrepps er nokkuð lýsandi dæmi um störf nautgriparæktarfélaga á árum áður, en vinnan sem innt var af hendi í kringum nautgriparækt var ótrúlega mikil fyrr á tímum sér- staklega kringum nautahaldið og skýrsluhaldið. Einnig er í bókinni kafli um hina landsfrægu kú Huppu á Kluft- um. Bókin er prýdd um 100 myndum. Útgefandi er Nautgriparæktarfélag Hrunamanna. Bókin er 190 bls. og fæst hjá stjórninni. Verð: 2.900 kr. Saga ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.