Morgunblaðið - 05.12.2003, Qupperneq 33
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 33
SÍM-húsið Hafnarstræti 16 kl. 18
Félagsmenn Leirlistarfélagsins
opna sýningu á jólaplöttum. Jóla-
plattar frá Bing og Grøndal eða den
Kgl. Porcelænsfabriks voru til á
flestum heimilum um það leyti sem
Leirlistarfélagið var stofnað. Nú,
næstum aldarfjórðungi síðar, þótti
félagsmönnum tími til kominn að líta
aðeins á fyrirbærið og vita hvort
jólaplattinn gæti ekki verið kveikja
að einhverju nýju og spennandi.
Á sýningunni gefur því að líta jóla-
platta af ýmsum gerðum, sumir út-
saumaðir, aðrir úr gleri og enn aðrir
fullir af vatni. Opið virka daga kl.
10– 16, til 21. desember.
Iðnó kl. 20 Rithöfundar lesa upp úr
nýjum bókum sínum: Einar Kárason
(Stormur), Hallgrímur Helgason
(Herra alheimur), Sölvi Björn Sig-
urðsson (Radíó Selfoss) og Linda
Vilhjálmsdóttir (Lygasaga), Arn-
aldur Indriðason (Bettý) og Hjalti
Rögnvaldsson leikari les úr ljóðabók
Péturs Gunnarssonar, Að baki dag-
anna.
Kaffi Mílanó Ingvar Þorvaldsson
sýnir vatnslitamyndir til áramóta.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
STOFNUN Sigurðar Nordals
gengst fyrir málþingi um Jón Sig-
urðsson forseta í hátíðarsal Há-
skóla Íslands á morgun, laugar-
dag, kl. 13.30.
Fyrirlesarar verða sagnfræð-
ingarnir Guðjón Friðriksson,
Guðmundur Hálfdanarson, Guð-
rún Ása Grímsdóttir og Páll
Björnsson. Í fyrirlestrunum verð-
ur fjallað um stjórnmálamanninn
og fræðimanninn Jón Sigurðsson
og viðhorf til hans í fortíð og nú-
tíð.
Sigurður Nor-
dal sagði í for-
mála bókarinnar
Hirðskáld Jóns
Sigurðssonar
(1961): „En
minningu hans
[Jóns Sigurðs-
sonar] hefur
ekki verið neinn
greiði gerður
með því að lýsa honum svo full-
komnum, að hann yrði varla
mannlegur.“
Málþing haldið um
Jón Sigurðsson forseta
Jón Sigurðsson
Gerðarsafn
Sýningu Sigríðar Jóhannsdóttur
og Leifs Breiðfjörðs, Mannamyndir,
lýkur á sunnudag. Á sýningunni eru
21 veflistarverk sem Sigríður og
Leifur hafa unnið á undanförnum ár-
um. Þann dag verða þau Sigríður og
Leifur með leiðsögn um sýninguna
kl. 15.
Einnig lýkur á sunnudag sýning-
unni Japönsk samtímabyggingarlist
1985–1996. Á henni eru fjölmargar
ljósmyndir af margskonar bygging-
um í Japan frá umræddu tímabili.
Sýning þessi er samvinnuverkefni
The Japan Foundation, Architect-
ural Institute of Japan, Sendiráðs
Japans á Íslandi og Gerðarsafn
Listasetrið Kirkjuhvoli,
Akranesi
Sýningu Ellýjar Halldórsdóttur á
olíumálverkum lýkur á sunnudag.
Opið alla daga nema mánudaga kl.
15–18.
Sýningu lýkur
ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Engillinn hennar
Grétu er eftir
suður-afríska
höfundinn Mar-
itu van der Vyv-
er. Íslenskað
hefur Rannveig
Jónsdóttir.
Gréta er skilin
og reynir að
byggja upp nýtt líf með vinum sínum
og fjölskyldu. Engill í karlmannslíki
birtist á dyraþrepinu og ástríðurnar
taka völdin. Saman við dramatíska
ástarsögu Grétu fléttast kómískar
hugleiðingar sem höfundurinn fléttar
við sögur og ævintýri.
Útgefandi er Bókaútgáfan Salka
með styrk frá Þýðingarsjóði. Bókin er
260 bls., prentuð í Odda. Hunang sá
um hönnun bókarkápunnar. Verð:
2.980 kr.
Skáldsaga
♦ ♦ ♦