Morgunblaðið - 05.12.2003, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 05.12.2003, Qupperneq 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Eyjólfur KristinnSnælaugsson fæddist á Árbakka á Litla-Árskógssandi 2. nóvember 1924. Hann lést á St. Jós- efsspítala 30. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar Eyjólfs voru Kristín Ragnheiður Ágústsdóttir, f. 18. janúar 1892, d. 17. desember 1935, og Snælaugur Baldvin Stefánsson, f. 15. desember 1890, d. 18. desember 1960. Fósturforeldrar Eyjólfs voru Hjálmar Kristjánsson og Vilhelm- ína Jónsdóttir. Systkini Eyjólfs eru: Stefán Kristinn, f. 27. júní 1916, d. 19. maí 1990, maki Guðrún Ólafía Halldórsdóttir, f. 30. mars 1925; Ólöf, f. 16. júlí 1918, maki Þorsteinn Daníelsson, f. 28. októ- ber 1913 d. 8. febrúar 2003; Mar- grét Ágústa, f. 29. júlí 1921, d. 6. júlí 1958, maki Marel Þorsteinsson, f. 1. ágúst 1911, d. 20. maí 1983; og Jakob Jón Kristján, f. 3. júlí 1928, d. 27. apríl 2003, maki Anna Lilja Þorvaldsdóttir, f. 3. september 1931. Eyjólfur kvæntist 31. mars 1956 Sverri Þór, Snorra Má, Andra Pál, Elmar Örn, Daníel Frey og Aron Inga. Eyjólfur ólst upp hjá fósturfor- eldrum sínum frá átta ára aldri til tvítugs, vegna veikinda móður sinnar, sem lést fyrir aldur fram úr berklum. Var þar stundaður hefð- bundinn búskapur sem Eyjólfur vann við ásamt heimilisfólki. Hann var tvítugur er hann flutti til Ak- ureyrar og hóf störf hjá KEA sem tækjastjóri á vinnuvélum. 1951 flutti hann suður í Innri-Njarðvík og starfaði hjá Hraðfrystihúsi Innri-Njarðvíkur til ársins 1958 er hann störf hjá Íslenskum aðalverk- tökum á Keflavíkurflugvelli, sem tækjastjóri og síðar sem nætur- vörður. Hjá ÍAV lá leið hans víða um land við verkefni, svo sem Lor- anstöðvar á Snæfellsnesi og á Stokksnesi við Hornarfjörð. Einnig vann hann við gerð Reykjanes- brautarinnar og vegar um Ólafs- fjarðarmúla. Eftir að hann hætti hjá ÍAV stofnaði hann sitt eigið verktakafyrirtæki ásamt fjöl- skyldu. Helstu verkefni voru við vega- og holræsagerð en einnig sá fyrirtækið um sorphirðu og sorp- urðun á Suðurnesjum. Þaðan lá leið hans til Hagkaupa í Njarðvík þar sem hann vann sem nætur- vörður frá opnun verslunarinnar. Hjá Hagkaupum lauk hann sinni starfsævi sjötíu og eins árs. Útför Eyjólfs verður gerð frá Njarðvíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Guðrúnu Þórhildi Björgu Jónasdóttur, f. 26. júní 1930, d. 6. júní 1999. Börn þeirra eru: 1) Jónas Helgi, f. 18. janúar 1952, giftist Björgu Baldursdóttur, synir þeirra eru Bald- ur Ingi, Jónas Eyjólfur og Haukur Davíð. Jón- as og Björg slitu sam- skiptum. Seinni kona Jónasar var Ingibjörg Sigurmundsdóttir, þau slitu samvistum. 2) Vilhjálmur Krist- inn, f. 27. desember 1954, maki Þórlína Jóna Ólafsdótt- ir, synir þeirra eru Eyjólfur Krist- inn og Vilhjálmur Þór. 3) Eyjólfur Ævar, f. 6. mars 1957, maki Helga Þórdís Guðmundsdóttir, þau eiga tvö börn, Guðrúnu Þórhildi og Hilmar Þór. 4) Þórey, f. 18. desem- ber 1963, maki Auðunn Þór Al- marsson, þau eiga fjögur börn saman, en fyrir átti Þórey soninn Kristinn Örn Agnarsson. Börn þeirra eru Gunnar Örn, Ævar Örn, Auðun Örn, f. 4. mars 1995, d. 4. mars 1995, og Eyjólfur Örn. Fyrir átti Eyjólfur soninn Jón Ásgeir, f. 10. október 1951, maki Svanfríður Sverrisdóttir, þau eiga sex börn, Eyjólfur ólst upp hjá fósturfor- eldrum frá átta ára aldri, vegna veik- inda móður sinnar, en hún lést fyrir aldur fram úr berklum sem þá herj- uðu á þjóðina. Í Sundi hjá fósturfor- eldrum sínum, þeim Hjálmari Krist- jánssyni og Vilhelmínu Jónsdóttur, bjó Eyjólfur til rúmlega 20 ára ald- urs er hann fór að heiman og fór að sjá um sig sjálfur. Systkini Eyjólfs eru öll látin, nema Ólöf, sem sendir sérstakar kveðjur til ættmenna og hins látna. Lengst framan af vann hann sem tækjastjóri á þungavinnuvélum hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, m.a við snjó- mokstur fyrir njólkurflutninga, eða þar til hann flutti suður og hóf störf í Hraðfrystihúsi Innri-Njarðvíkur, en í Innri-Njarðvík bjó hann allan sinn aldur. Eyjólfur starfaði í Hraðfrysti- húsi Njarðvíkur allt til ársins 1958 að hann hóf störf há Íslenskum aðal- verktökum á þungavinnuvélum og við viðgerðir á þeim. Eyjólfur var einstakt ljúfmenni, það var alveg sama hvað á gekk, allt- af var stutt í kímnina hjá honum. Ef eitthvað virtist óyfirstíganlegt eða óleysanlegt var viðkvæðið hjá Eyj- ólfi: Setjumst aðeins niður og skoð- um þetta aftur í öðru ljósi og áður en varði voru vandamálin leyst, eins og ekkert væri. Eyjólfur dvaldi oft á sjúkrahúsum, m.a. vegn þráláts kviðslits sem hrjáði hann lengi vel og var hann oftsinnis skorinn upp vegna þessa. Stundum kom fyrir að ungir menn sem höfðu lent í uppskurði voru erfiðir til að fara framúr rúm- um sínum og rétta úr sér, þá sögðu hjúkkurnar stundum „við sækjum bara Eyjólf sálfræðing, hann kemur þér á lapppir áður en þú veist af“. Og oft var hann kallaður til að ræða við aðra sjúklinga m.a til að örva þá. Æðruleysi og hlýhugur voru hans vopn, sama á hverju gekk. Þrátt fyr- ir erfið veikindi nú undir lokin kveinkaði hann sér aldrei og hann bjó einn til hinsta dags. Fyrir áeggj- an ættingja samþykkti hann að fá húshjálp einu sinni í mánuði. En hann hélt því fram að ef hann færi að fá húshjálp myndi hann leggjast í leti, en það gat hann ekki hugsað sér. Síðustu starfsár sín starfaði Eyj- ólfur sem næturvörður í Hagkaup- um á Fitjum. Þar, eins og annars staðar, eignaðist hann marga góða vini og það var svolítið sérstakt hvað hann náði góðum tengslum við ungt fólk, sem var að stíga sín fyrstu skref út í lífið. Hann kunni margar ráð- leggingar og var ekki spar á þær, en passaði sig alltaf á því að troða engu að neinum. F.h. barna Eyjólfs, Jónas Helgi. Í dag er tengdafaðir minn, Eyjólf- ur Kr. Snælaugsson, til moldar bor- inn. En þessi mikli öðlingur skilur eftir ljúfar og fallegar minningar. Hann var ætíð til taks ef einhver vildi spjalla um heima og geima og ekki kom maður að tómum kofunum á þeim bænum. Glettnin og létta lund- in sem einkenndi hann væri hverjum manni gott veganesti út í lífið. Hann var afar vinmargur og vel liðinn alls staðar enda fundu allir sem honum kynntust að þar fór stórmenni í litlum líkama. Elsku tengdapabbi, margt vorum við búin að bralla saman í gegnum tíðina og er ég betri manneskja eftir kynni mín af þér. Þú varst alveg einstaklega laginn við að ræða við jafnt eldra fólk sem og börn og gafst þér alltaf tíma til að hlusta á alla, og ef eitthvað bjátaði á var gott að leita ráða hjá þér. Það var ekki ósjaldan þegar mað- ur kíkti í heimsókn að þar væri ekki einhver fyrir í spjalli því þú hafðir frá mörgu skemmtilegu að segja. Þinn skemmtilegi húmor var til stað- ar allt fram á síðustu stund. Þú vildir að allir lifðu í sátt og samlyndi og vildir öllum vel. Þegar maður kvaddi þig sagðir þú alltaf bless elskan og Guð geymi þig. Elsku Eyjólfur minn, við söknum þín mjög mikið. Ég vil kveðja þig með orðunum þínum. Guð geymi þig, elsku tengda- pabbi, og takk fyrir allt. Hann gekk hér um að góðra drengja sið, gladdi mædda, veitti þreyttum lið. Þeir fundu best sem voru á vegi hans vinarþel hins drenglundaða manns. Þó ævikjörin yrðu máski tvenn, hann átti sættir jafnt við Guð og menn. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Helga Guðmunds. Elsku afi minn, nú ertu farinn frá okkur og skyndilega er orðið ein- manalegt á Kirkjubraut 16 þar sem ég eyddi svo mörgum árum hjá þér og ömmu. Það að missa þig skilur eftir stórt sár í hjarta mínu sem mun gróa seint. Samband okkar var ein- stakt. Þegar ég lít til baka á stundir okk- ar saman koma margar frábærar minningar upp í huga minn. Ég man þegar ég var pínulítill og þú varst alltaf að þjálfa mig upp í vinnu í garðinum hjá þér og ömmu og ég skrifaði niður tímana með 50 krónur á tímann og í kaffipásunum sagðir þú mér alltaf sögur eins og þegar þú varst á ýtunum í gamla daga. Þú hafðir alltaf þolinmæði og tíma til að tala við alla, sama á hvað bját- aði. Engu máli skipti við hvern þú talaðir, því þú varst alltaf svo opinn fyrir öllu. Þú spurðir mig alltaf hvernig gengi í boltanum og kenndir mér mörg heilræði sem ég mun aldr- ei gleyma og alltaf fara eftir. Þú tókst veikindunum þínum með því- líkum styrk og hógværð. Jákvæður varstu alltaf og bjartsýnn, sama hvernig útlitið var, og alltaf var stutt í grínið. Afi, þú varst einstakur maður. Elsku afi minn, nú kveð ég þig með tárafoss á kinn en nú ertu kom- inn til ömmu Gunnu og Auðuns litla. Guð geymi þig, afi minn, og ég gleymi þér aldrei. Þinn Kristinn Örn. Elsku afi er dáinn. Við eigum eftir að sakna hans mjög mikið. Það verður tómlegt að geta ekki komið við hjá honum þegar við komum heim úr skólanum, fá kex úr ofninum og heyra sögur af honum í gamla daga. Afi var besti vinur okkar og við munum sakna hans mikið. Afi kenndi okkur mikið um lífið og tilveruna og við lærðum mikið af honum. Við elskum þig og guð geymi þig, elsku afi. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. (V. Briem.) Þínir dóttursynir, Gunnar Örn, Ævar Örn og Eyjólfur Örn. EYJÓLFUR KRIST- INN SNÆLAUGSSON ✝ Ingimar RósarSigurtryggvason fæddist að Litlu- Völlum í Bárðardal 19. desember 1928. Hann lést á Land- spítalanum - há- skólasjúkrahúsi við Hringbraut 27. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Daníels- dóttir, f. 16.1. 1890, d. 3.3. 1979, og Frið- laugur Sigurtryggvi Tómasson, f. 30.7. 1863, d. 1.3. 1935. Hálfsystkini hans í föðurætt voru fjögur en alsystkini hans voru átta. Ingimar kvæntist 23.12. 1950 eftirlifandi eiginkonu sinni, Guð- rúnu Jónu Zóphóníasdóttur frá Ásbrekku í Gnúpverjahreppi, f. 18.3. 1927. Börn Ingimars og Guðrúnar eru: 1) Sigurðu Ingi bifvélavirkjameist- ari, f. 25.4. 1951, kvæntur Helgu Ósk- arsdóttur kennara, f. 21.8 1955 og eiga þau þrjá syni. 2) Soffía leiðbeinandi, f. 18.7 1954, gift Kristjáni Rögnvaldi Einarssyni bifvéla- virkjameistara, f. 21.5. 1950 og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. 3) Hafdís skrifstofu- maður, f. 17.5. 1956. 4) Hugrún skrif- stofumaður, f. 30.6. 1965. Sonur hennar og Steindórs Elíssonar er Kristinn Steindórsson en sam- býlismaður hennar er Gunnar Vignir Guðmundsson íþrótta- kennari, f. 19.12. 1963. Útför Ingimars verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín eiginkona. Fræ í frosti sefur, fönnin ei grandar því. Drottins vald á vori, vekur það upp á ný. Elska hans gefur, öllu líf og skjól. Guðs míns kærleika kraftur, kom því og ver mín sól. Elsku pabbi. Margar góðar minningar streyma gegnum huga okkar systkinanna þegar við sitjum hér og minnumst þín. Þú varst mikill og góður pabbi, ein- staklega bóngóður og greiðvikinn. Alltaf þegar við leituðum til þín áttir þú svör eða ráð handa okkur og skipti þá engu máli staður eða stund. Þú varst mikill náttúruunnandi og kenndir okkur í öllum þeim ferðum sem við fórum með þér að meta feg- urð landsins. Gleðistundir með þér voru margar og ógleymanlegar og geymum við þær í hjarta okkar. Við munum heiðra minningu þína með því að reyna að fara eftir öllu því sem þú kenndir okkur og líta eftir henni mömmu eins vel og þú hefur gert. Elsku pabbi, hvíl þú í friði. Sigurður, Soffía, Hafdís og Hugrún. Símtal að sunnan. Hugrún mág- kona mín var klökk í símanum, nú var eitthvað að. Greindi hún mér frá því að tengdafaðir minn hefði veikst hastarlega og misst meðvitund þá um morguninn og að verið væri að flytja hann á spítala. Hann komst ekki aft- ur til meðvitundar og lést á Landspít- alanum við Hringbraut, af völdum blæðingar við heila, tæpum þremur sólarhringum síðar. Ingimar fæddist á Litluvöllum í Bárðardal 19. desember 1928 og hefði því orðið 75 ára nú í desember. Við höfðum setið hjá þeim hjónum í stofunni í Skólagerðinu sunnudag- inn áður að spjalla. Hann var þá full- frískur og kenndi sér einskis meins. Fyrir einu og hálfu ári gekkst hann undir stóra hjartaaðgerð sem gekk vel. Var hann búinn að ná sér að mestu og leið miklu betur eftir. Ég þurfti að skreppa á fund í Reykjavík á laugardeginum og ætl- uðum við að fara heim aftur strax um sunnudagsmorguninn, en hættum við það, við vildum bíða, bíða eftir því að krappa lægðin sem gekk yfir landið gengi austurfyrir, svo að við gætum haldið vestur til Flateyrar. Það var eitthvað öðruvísi við þessa suðurferð okkar, það var eins og eitthvað lægi í loftinu, eitthvað óvanalegt. Við vor- um einkum að tala um gamla muni og söfnunaráráttu okkar. Gaf hann okk- ur ýmislegt sem hann hafði verið að safna gegnum tíðina, m.a. gamlan kistil sem gæti verið frá næstsíðustu öld og hann hafði átt frá unga aldri. Ég kynntist Ingimar og Guðrúnu fyrir þrjátíu og einu ári, þegar við Soffía vorum að draga okkur saman. Ekki veit ég hvort honum hafði alveg litist á gaurinn þegar hann sá hann fyrst, þar sem hann kom akandi inn í innkeyrsluna í Skólagerðinu með mótorhjól á milli fótanna, fúlskeggj- aðan með hár niður á herðar og ók síðan brott með dótturina á böggla- beranum. Hann talaði aldrei um það. En þegar skeggið hvarf og hárið minnkaði þá held ég að þetta hafi bara verið allt í lagi. Það tókst strax með okkur góður vinskapur sem aldrei bar skugga á og svo kom fljótt í ljós að við áttum margt sameiginlegt, hann hafði sömu áhugamál og ég, þ.e. stang- og skot- veiðar, svo að mér var fyrirgefið. Þegar ég kynntist fjölskyldunni starfaði Ingimar í blikksmiðjunni Vogi í Kópavogi, en hann hóf þar nám og hlaut þaðan meistararéttindi í blikksmíði. Síðar gerðist hann einn aðaleigandi smiðjunnar. Vann hann víða um land í verkefnum fyrir smiðj- una, svo sem í Búrfellsvirkjun, í Kröflu og á Grundartanga. Er blikk- smiðjutímabilinu lauk hóf hann störf sem húsvörður á Hótel Sögu og starf- aði þar um árabil, eða þar til fyrir u.þ.b. þremur árum, en átti það til að taka helgarvaktir í afleysingum þar til hann lést. Ingimar og Guðrún eru eins og ég kalla það ein af frumbyggjunum í Skólagerðinu, þau fluttu þangað í nýtt hús árið 1958. Á Borgarholts- braut bjuggu þau frá 1953. Svo að ár- in í Kópavoginum eru orðin 50. Þær eru margar minningarnar sem hrannast upp í huga mér þegar ég rifja upp samskiptin við Ingimar og ógerningur að koma þeim fyrir í stuttri grein. Mér fannst hann alltaf líta á mig sem jafnaldra sinn, enda var hann það í anda, hann var bara fæddur nokkrum árum fyrr en ég. Hann var mér miklu meira en tengdafaðir, hann var einn minn besti vinur sem ég hef eignast um ævina. Það þótti mér helst bagalegt hversu langt var oft á milli okkar, eftir að við Soffía hleyptum heimdraganum og fluttum úr Kópavoginum norður í Varmahlíð. Enn lengdist bilið milli okkar er við fluttum vestur til Flat- eyrar. Við bættum það þó nokkurn veginn upp með símtölum og tíðum heimsóknum, en einhvern veginn virtist nú leiðin vera lengri vestur en suður. Ógleymanlegir eru dagarnir er við gengum saman til rjúpna um Reykja- nesskagann, í Þjórsárdal, í Skaga- firði, Vatnsdal og víðar. Hér fyrir INGIMAR RÓSAR SIGURTRYGGVASON  Fleiri minningargreinar um Eyjólf Kristin Snælaugsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.