Morgunblaðið - 05.12.2003, Side 49
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 49
amma Þuríður væru akkerið í lífinu
sem allt hið góða tengdist.
Baldur var tengdafaðir minn í
nokkur ár og enn fleiri ár þekkti ég
hann og Þuríði. Ég hélt alltaf góðu
sambandi við þau og við göntuð-
umst oft með það að þrátt fyrir að
við Snorri værum löngu skilin þá
væri ég nú pínulítið tengdadóttir
þeirra.
Segja má að það að ná níutíu og
eins árs aldri og búa á sama stað
nánast frá fæðingu sé afrek út af
fyrir sig. Baldur fæddist á Ytri-
Tjörnum, ólst þar upp og bjó þar
með konu sinni til dauðadags. Þrjú
börn þeirra eru norðan heiða og
veitir það Þuríði mikinn stuðning.
Ég kynntist Baldri og Þuríði
sautján ára, fékk að taka þátt í gleði
þeirra og sorgum og fannst stór-
kostlegt hvernig þau tóku mér sem
einni af fjölskyldunni. Að fá að vera
í sveitinni og umgangast reglur og
ljúfleika þeirra voru forréttindi.
Fáar manneskjur veit ég eins
hlýjar og Baldur var; alltaf hafði
hann tíma til að láta sig fjölskyld-
una varða og voru tengdabörnin
ekki undanskilin. Eins og sannur
bóndi var hann vakandi yfir búi
sínu, en einnig yfir velferð og ham-
ingju niðja sinna. Að sækja hann
heim var líka kapítuli út af fyrir sig.
Boðið var til stofu og því besta
tjaldað til og spjallað um allt milli
himins og jarðar. Gaman fannst
mér, er ég kom með mömmu í heim-
sókn að Ytri-Tjörnum í haust, að
sitja við lengi dags og rifja upp
gamla tíma. Minni Baldurs var gott
og ánægjulegt að vera með honum.
Þegar fór að líða á daginn brá Bald-
ur sér inn í sjónvarpsherbergi því
það var að byrja fótbolti sem hann
ætlaði ekki að missa af. Tækið var
stillt hátt en hurðinni hallað aftur.
Við mamma fórum í bíltúr meðan
Þuríður hafði til matinn í seinna
fallinu vegna fótboltaleiksins. Ég
sat svo með Baldri góða stund áður
en að borðhaldi kom og var unun að
fylgjast með þessum lifandi manni
skemmta sér sem ungur væri. Þótt
Baldur ætti mörg ár að baki var
hægt að tala við hann um öll mál.
Best var ef maður náði honum ein-
um, þá gat hann farið á flug; öll efni
komu honum við og virtist hann
fylgjast vel með fréttum um gang
stjórnmála og annarra mála sem
voru efst á baugi í þjóðfélaginu.
Alltaf spurði hann mig um fjöl-
skyldu mína og hagi. Baldur var
hættur að fara til gegninga en
fylgdist vel með mjólkurmagni og
ástandi í fjósinu og virtist vera með
allt á hreinu um búskapinn yfirleitt.
Samheldnari hjón en Þuríði og
Baldur er vart hægt að hugsa sér og
verður erfitt fyrir hana nú þegar
hann er farinn. Einhver sagði að líf-
ið væri minningarnar okkar og þá
aðallega þær góðu. Þar veit ég að
Þuríður á stóran og góðan sjóð að
tína úr. Ytri-Tjarnir með Baldri og
Þuríði var yndislegur staður og
verður það áfram þótt Þuríður búi
þar ein með niðjum þeirra hjóna
sem teknir eru við búskapnum. Það
er í anda Baldurs að lífið haldi
áfram á þeim bæ.
Baldur var stórkostleg fyrirmynd
sem börn, tengdabörn, barnabörn
og allir sem hann þekktu nutu góðs
af. Megi guð vera með Þuríði og
allri fjölskyldunni á þessum erfiðu
tímum.
Guðrún Vignisdóttir.
Nú er skarð fyrir skildi, því geng-
inn er hann Baldur föðurbróðir okk-
ar. Hann ól allan sinn aldur á Ytri-
Tjörnum, þar sem hann ólst upp í
stórum systkinahópi.
Hugur Baldurs stóð til búskapar
og fór hann í bændaskólann á
Hvanneyri og tók síðan við búi af
föður sínum. Hann átti því láni að
fagna að lifa blómaskeið íslensks
landbúnaðar. Hann var fyrst með
blandað bú en sneri sér síðan að
kúabúskap eingöngu og var bú hans
arðsamt og gott. Á Staðarbyggðinni
þótti, og þykir kannski enn, góður
siður að fara helst í fjós um miðjar
nætur. En Baldur hafði ekki þann
háttinn á. Eitthvað heyrði hann á
nágrönnum sínum að hann þætti
fara seint í fjós á morgnana. En
hann rétti sinn hlut eitt sinn er
hann var spurður að því, hvernig
hann fengi svo góða nyt í kýrnar. Þá
svaraði hann að bragði: „Ég leyfi
þeim að sofa út.“ Önnur saga er af
honum ungum, en hann hafði
skroppið bæjarleið, ásamt einhverj-
um af systrum sínum. Þau voru fót-
gangandi því stutt var að fara, en
dimmt var orðið og stjörnubjart á
heimleiðinni. Þær systur hófu augu
sín til himins, dáðust að stjörnunum
og gerðust háfleygar mjög í tali.
Heyrðist þá Baldur tauta sem við
sjálfan sig: „O, þær verða nú samt
að fara í skítinn á morgun.“ Hans
hugur var sem sé niðri á jörðinni við
búskapinn.
Baldur var einstakt ljúfmenni,
hress og léttur í lund, alltaf syngj-
andi glaður. Bókstaflega! Eftir-
minnilegt er þegar hann í fimm-
tugsafmæli Benjamíns sonar síns
fyrir fjórum árum var enn í fullu
fjöri og dansandi kl. 3 að nóttu og
skaut þar yngra fólki rækilega ref
fyrir rass. Við minnumst þess oft
hve gaman var þegar þau Ytri-
Tjarna systkinin hittust á góðri
stund. Þau voru ákaflega músikölsk
og spiluðu flest á orgel, píanó eða
harmoniku. Þá var nú glatt á hjalla.
Gullnar veigar glóðu á skálum, það
var spilað og sungið og vísurnar
fæddust og flugu. En ekki aðeins
voru systkinin gott söngfólk, heldur
voru einnig liðtækir hagyrðingar
þeirra á meðal. Baldur harmaði
hæfileikaskort sinn við að yrkja, að
honum fannst, en á móti kom að
hann kunni þau býsn af ljóðum og
vísum og var fljótur að grípa allt
slíkt. Aldrei kom maður svo í Tjarn-
ir að Baldur færi ekki með vísu-
korn. Alltaf var tilefni til að rifja
upp vísur í tengslum við liðna at-
burði. Já, þetta voru góðir tímar.
Nú eru aðeins Friðrik og Svafa
eftir af 12 systkinum sem öll hafa
náð háum aldri. En svona er gangur
lífsins, eða eins og skáldið sagði:
„Að heilsast og kveðjast, það er lífs-
ins saga.“ Þetta er víst það sem við
verðum að sætta okkur við. En það
er alltaf gott að koma að Tjörnum.
Þar er ættaróðal föðurættar okkar
og ræturnar liggja þar djúpt. Þó
föðurfólk okkar af eldri kynslóðinni
sé óðum að hverfa yfir móðuna
miklu finnum við nærveru þeirra
þar á sérstakan hátt og vitum að
þau eru ekki horfin okkur að eilífu.
Mesta gæfuspor Baldurs var þeg-
ar hann hitti konuefni sitt í kvenna-
skólanum á Syðra-Laugalandi, en
kvennaskólar voru sem gullnáma í
sveitum víða um land á þeim árum.
Hann réðst ekki á garðinn þar sem
hann var lægstur, heldur náði í eina
af kennslukonum skólans, Þuríði
Helgu Kristjánsdóttur frá Hellu á
Árskógsströnd. Hún er einstök í
sinni röð og önnur eins úrvalskona
er vandfundin. Hún stóð alla tíð við
hlið manns síns sem klettur úr haf-
inu og stóð af sér alla boða. Heimilið
var þungt, mannmargt og mikill
gestagangur. Hvíldi það ekki síst á
hennar herðum en hún var vand-
anum vaxin og vel það. Hjá þeim
hjónum biðu manns alltaf höfðing-
legar móttökur. Þau voru rausnar-
leg og hjartahlý með afbrigðum og
ákaflega skemmtileg heim að
sækja. Af þeim hjónum er kominn
mannvænlegur hópur, þau eignuð-
ust sex börn, barnabörnin eru tutt-
ugu og barnabarnabörnin farin að
líta dagsins ljós.
Þó söknuðurinn sé mikill nú þeg-
ar Baldur er fallinn frá má hugga
sig við það hve gleðilegt það er að
þau Þuríður áttu þess kost, alla sína
tíð, að geta búið heima á Ytri-Tjörn-
um. Baldur átti langa og góða ævi
með góðum lífsförunaut, hann fékk
að kveðja þetta líf án þess að þjást
af langvarandi veikindum. Það má
vissulega þakka Guði fyrir það. Að
lokum þökkum við frænda okkar
samveruna og eigi þarf að efa að
hans munu bíða vinir í varpa hand-
an landamæranna. Fyrir hönd fjöl-
skyldunnar færum við Þuríði, börn-
um hennar og fjölskyldum innilegar
samúðarkveðjur. Minningin um
góðan dreng lifir.
Snæbjörg og Sigríður
Bjartmarsdætur.
Er falls ván at fornu tré er gam-
alt orð. Baldur á Ytri-Tjörnum var
orðinn 91 árs þegar hann dó, svo að
við því mátti búast, að hann færi að
kveðja. Hann var sjálfum sér líkur
til hins síðasta og hélt persónuleika
sínum og reisn, þessi gamli bænda-
höfðingi.
Baldur var mjög pólitískur og
fylgdist vel með þjóðmálum. Hann
bar mikinn metnað fyrir bænda-
stéttina og lagði upp úr því, að
menn ættu að vera frjálsir til at-
hafna, en um leið ábyrgir fyrir gerð-
um sínum, auðvitað. Hann gat verið
gagnrýninn á fundum, vildi fá
hreinskiptin svör, ef honum líkaði
ekki, en var ævinlega skýr og gam-
ansamur í ræðum sínum, orðhepp-
inn og orðvís. Það var bjart yfir
honum og hans málflutningi.
Ég minnist margra góðra stunda
í stofunni á Ytri-Tjörnum hjá þeim
Þuríði og Baldri. Þar var mér tekið
af gestrisni og hlýju og spjallað.
Tíminn leið hratt, því að Baldur var
skarpgreindur maður og margfróð-
ur. Aldrei kom ég svo í þeirra hús,
að ég væri ekki lengur þar en ég
hafði ætlað mér.
Baldur var gæfumaður í sínu lífi
og þau Þuríður samhent og áttu
barnaláni að fagna. Og svo nutu þau
þess í ellinni, að Benjamín hafði
tekið við búinu af þeim, og nú er
Baldur Helgi farinn að vinna að því
með föður sínum.
Sjaldan bautarsteinar
standa brautu nær
nema reisi niður af nið
segir í Hávamálum. Ræktunar-
maðurinn horfir ekki til einnar kyn-
slóðar, heldur horfir lengra fram.
Þessi hugsun er bóndanum eðlis-
læg.
Halldór Blöndal.
Við vorum miklir mátar á stúd-
entsárum okkar, Ytritjarnabræður,
Valgarður og Bjartmar Kristjáns-
synir, og undirritaður, enda ná-
grannar á Nýjagarði, og hélst vin-
átta okkar, meðan þeir lifðu. Það
mun verið hafa lýðveldishátíðarárið
að haustinu, að Valgarður kom að
norðan með ljósmyndaafrakstur
sumarsins, en hann kunni snilldar-
vel að fara með myndavél. Þar báru
af brúðarmyndir af nýgiftum hjón-
um, sem stóðu brosandi og geislandi
af gleði á túninu framan við sókn-
arkirkju brúðarinnar að Stærri-Ár-
skógi. Þegar ég spurði, hvaða
myndarfólk þetta væri, kvað hann
þetta vera Þuríði Kristjánsdóttur
frá Hellu og Baldur bróður sinn,
sem tekið hefðu við búi á Ytritjörn-
um af öldruðum foreldrum hans þá
um haustið. Mynd þessi varðveittist
síðan í huga mér ásamt vissunni um,
að ekki væri íslenskum sveitum alls
varnað, meðan slíkt manndómsfólk
hygði á búrekstur.
Það var svo ekki fyrr en löngu
seinna, að við hjónin lentum á ein-
hverjum hrakhólum með garðstæði
undir kartöflur til heimilis. Þá var
okkur bent á, að Baldur á Ytritjörn-
um, sem stundaði mikla jarðepla-
framleiðslu, væri vís til að leyfa
okkur að setja ofan í fáeina hryggi á
akri sínum, og þar var okkur sann-
arlega ekki í kot vísað, heldur vel
fagnað eins og gömlum vinum. Ekki
væri okkur of gott að hola fáeinum
hnöttóttum ofan í moldina þar á bæ,
nóg væri landrýmið, eins og hver
maður gæti séð. Það er að segja,
þegar við komum í gúmmístígvélum
okkar með spírað útsæðið, vorum
við vinsamlega beðin að hafa okkur
á burt sem skjótast og vera ekki að
þvælast fyrir vinnandi fólki. Þar á
bæ væri nefnilega sett niður með
frambærilegum vélum og nútíma-
legri ofurtækni. Hins vegar værum
við hjartanlega velkomin í kaffisopa
hvenær sem væri og ekki yrði
amast við okkur í félagsskapinn til
upptökunnar um haustið, þau væru
nefnilega vön að taka upp með
handafli til að særa ekki upp-
skeruna. Þegar landsetar minntust
á leigugjald fyrir jarðarafnotin og
átroðninginn, urðu landeigendur
slegnir skyndilegri heyrnardeyfu.
Stóðu svo þessir óskráðu samningar
óhaggaðir árum saman eða meðan
þörf okkar krafði.
Þetta var upphafið að gróinni
áratuga vináttu milli heimilanna og
skemmtilegum kynnum við þau
sæmdar- og rausnarhjón, Þuríði og
Baldur. Við hjónin teljum okkur
mikinn ávinning að því að hafa
fengið að kynnast þeim og eiga þau
að sönnum tryggðavinum. Stund-
um höfum við setið rausnarlegar
veislur á heimili þeirra, en líka oft
ekki neitað okkur um þá skemmtan
að sviptast óvænt inn í eldhús til
þeirra í lummukaffi. Húsbóndinn
var alltaf skemmtinn, glaðvær og
hress í bragði, sló fram óvæntum
spurningum um sitthvað, sem hann
hafði þá verið að velta fyrir sér,
hafði ákveðnar skoðanir á efni eða
efnistökum bóka, sem hann hafði
nýlega lesið eða ræddi um stjórn-
málaástandið, sem hann hafði oft
áhyggjur af. Honum leist ekki allt-
af á blikuna, þó að grunnt væri allt-
af á gamanseminni. Sennilega má
segja, að í stjórnmálum og þjóð-
málum hafi hann verið frjálslyndur
íhaldsmaður. Hann var líka ver-
kavanur á velli opinberrar um-
sýslu, enda þóttu lengi engin ráð
ráðin í Öngulsstaðahreppi hinum
forna, nema hann væri kvaddur til.
Honum var alltaf treyst til að finna
bestu lausn í hverju máli.
Baldur var í senn „geysir gam-
anyrða“ og brunnur fróðleiks, enda
víðlesinn og fjölvís. Undraverð var
þekking hans á íslenskum bók-
menntum, fornum og nýjum, og
ekki aðeins kunnugleiki hans á því
sviði, heldur kunnátta. Hann gat,
vel níræður öldungurinn, þulið
bókarlaust og hikstalaust helstu
kvæði helstu höfunda tveggja síð-
ustu alda, það er að segja ef form
kvæðanna og efni var honum að
skapi. Þar að auki kunni hann
ógrynni lausavísna og vissi deili á
höfundum þeirra og tilefnum. Ef
honum þótti eitthvað skorta á það,
var hann ekki í rónni, fyrr en úr
hafði verið bætt. Hið sama má
raunar segja um málfarsleg atriði
og allt, sem talist getur til þjóð-
legra fræða. Er þá allt ótalið, sem
lýtur að búskap og búfræðum, þar
sem hann var alltaf vel heima.
Handtök hans voru hröð og mark-
viss og örugg, ekkert fálm eða hik.
Alltaf mátti líka treysta á hollráð
hans, hjálpsemi og greiðvikni, hver
sem í hlut átti.
Baldur á Ytritjörnum gekk ekki
óstuddur langa ævibraut. Þuríður
húsfreyja hans var honum fyllilega
samboðin í orði og verki. Samtaka
tókust þau á við dagleg störf og
hvern þann vanda, sem að höndum
bar, og samtaka önnuðust þau af
ást og umhyggju barnahópinn sinn,
sem nú geldur fósturlaunin í sömu
mynt.
Mikill bústólpi og landstólpi er af
heimi genginn, heiðursmaður og
höfðingi, góður maður og vandað-
ur. Hann naut þeirrar gæfu að lifa
glaður og reifur til hinsta dags, að
hætti Hávamála. Honum skal vott-
uð virðing og þökk fyrir fagurt líf,
en Þuríði, börnum þeirra, tengda-
börnum og frændliði öllu einlæg
samúð okkar Ellenar.
Sverrir Pálsson.
Einhverju sinni er ég átti leið um
Tjarnarhlöð og Baldur bóndi hafði
boðið til stofu barst talið að barn-
eignum og barnaláni. Þótti honum
þau afrek lítil til afspurnar að eiga
aðeins eitt barn, bóndanum sem
notið hafði láns barna og barna-
barna um ævina og spurði hvort
enn væri ekki tóm úr að bæta.
Komumaður kvað það eigi útilokað
en engin áform væru þó í þá veru.
Talið barst síðan að þjóðmálunum
sem gjarnan voru honum hugleik-
in. En áminningin um að hverjum
manni væri hollt að eiga nokkuð af-
komenda var dæmigerð fyrir gam-
ansemi Baldurs og þann hæfileika
að geta látið flest flakka við komu-
menn á þann hátt að bæði gestur
og gestgjafi höfðu ánægju af.
Baldur hafði þann hátt að bjóða
gesti til skrifstofu að þiggja tár af
staupi og gjarnan korn úr dós á
meðan Þuríður kona hans brá
kaffikönnu á eldavél. Á kontórnum
fóru fram þróttmiklar umræður,
hvort sem þjóðmál, mál landbún-
aðar og bænda, sögulegur fróðleik-
ur, skáldskapur eða eilífðarmál
voru tekin til skrafs. Hvar sem bor-
ið var niður var gestgjafinn vel
heima enda fróðleiksfús og bækur
gjarnan á borðshorninu. Þótt þjóð-
málin væru honum þæg og eilífð-
armálin kunn svo lærðir máttu sig
stundum vara þá naut hann sín
aldrei betur en þegar skáldskapur
var annars vegar. Einkum ljóða-
gerð hefðbundinna hagleiksmanna
á íslenska tungu og undra mátti
minni hans. Allt fram á síðustu ár
fór hann ekki aðeins með vísu og
vísu heldur langa ljóðabálka og
minnist ég þess að hafa hlýtt á
hann fara með Gunnarshólma Jón-
asar Hallgrímssonar án þess að
hafa staf á blaði kominn nær að ní-
ræðu.
Baldur á Tjörnum var einn
þeirra heiðursmanna sem lifði öld-
ina ef svo má segja. Hann fæddist
inn í heim fortíðarinnar sem hann
ásamt samferðamönnum og konum
vann að því að breyta. Hann lagði
lóð sinnar tíðar að þeim miklu um-
breytingum sem urðu á landbúnaði
og skilaði jörð sinni annarri og
endurbættri í hendur næstu kyn-
slóða. Þrátt fyrir framsýni og
framkvæmdir lagði hann gömlu
amboðin aldrei þó að fullu frá sér.
Fram á síðustu æviár gekk hann
á tún á góðum sumardögum með
orfið og bar ljá að grasi. Þannig
hitti ég hann síðast að því mig
minnir. Átti leið um sveitina í leit
að myndefni í sláttarbyrjun og
staðnæmdist þar sem Baldur
Benjamínsson, sonarsonur hans,
vann að heyskap. Eftir að hafa
myndað dráttarvélina samlita tún-
gróðrinum ræddi ég um stund við
hinn aldna bónda sem studdist við
sláttufæri sitt í túnfætinum. Ég
hygg að honum hafi hvorki fundist
sumar né heyskapartíð bæri hann
eigi ljá að velli. Og enn voru þjóð-
málin rædd. Að þessu sinni á lækj-
arbakkanum á Ytri Tjörnum.
Baldur bar hag bændastéttar-
innar fyrir brjósti og fannst að
syrti nokkuð að. Roskinn bóndi
með ævistarf að baki leiddi hugann
að vanda landbúnaðar og sveita. Til
hvers hafði verið unnið í nær heila
öld. En honum auðnaðist að horfa á
afkomendur halda starfi hans
áfram.
Þrjár kynslóir Ytri Tjarnabænda
voru að störfum að kvöldi sólríks
sumardags. Og aðeins brot af því
barnaláni sem hann taldi hverjum
manni mikilvægt um leið og hann
rétti gesti guðaveig í stofunni forð-
um og minnti hann á þau sannindi.
Þórður Ingimarsson.
Fleiri minningargreinar
um Baldur H. Kristjánsson bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
RAGNAR MARTEINSSON,
Meiri-Tungu,
sem lést föstudaginn 28. nóvember sl., verður
jarðsunginn frá Árbæjarkirkju í Holtum laugar-
daginn 6. desember kl. 14.00.
Guðmar Ragnarsson, Jóhanna Jónsdóttir,
Þórunn Ragnarsdóttir, Sæmundur Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.