Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ             BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SVO fullyrti Sigurður Þ. Ragnars- son veðurfréttamaður í blaðaviðtali í endaðan nóvember. Taldi hann sig sjá í sínum gögnum nokkra vissu fyrir því að jólin yrðu rauð í Reykjavík þetta árið. Ekki er gott að átta sig á því við hvað Sigurður styðst í sinni sérstöku jólaspá. Vera má að hann hafi haft hliðsjón af tölvukeyrslum bandarísku veð- urstofunnar sem reiknaðar eru fyrir andrúmsloft jarðarinnar 20 daga fram í tímann. Þessar keyrslur má m.a. finna á slóðinni www.wetterzentrale.de/topkarten. Ekkert er því til fyrirstöðu að keyra líkan sem þetta 30 eða þess vegna 100 daga fram í tímann. Reynslan hefur hins vegar kennt veðurfræðingum að verulegar skekkjur fari að koma fram á 5.–8. degi og lítið sé á slíkum úteikn- ingum byggjandi eftir það. Mér dettur einnig í hug að Sigurður hafi jafnvel stuðst við eina af fjöl- mörgum veðurlagsspám sem víða eru reiknaðar og gefnar út. Slíkar spár eru gefnar úr í formi með- altala eða hvort tilteknir veður- þættir verði hærri eða lægri en meðaltal yfir tiltekið tímabil. Eina slíka spá rakst ég t.d. á á netinu, þýska að uppruna, og gildistími hennar er desembermánuður í heild sinni. Þar er því spáð að meðalloftþrýsingur mánaðarins verði mun hærri en venja er til fyrir sunnan og suðaustan Ísland, en lægri yfir Grænlandi. Þessa nið- urstöðu má hæglega túlka sem svo að mildir vindar úr suðri og suð- vestri verði ríkjandi í desem- bermánuði. Það segir hins vegar ekkert um það hvernig veðrið kemur til með að vera frá degi til dags í jólamán- uðinum. Einn daginn gæti verið austanátt með rigningu í Reykja- vík, þann næsta suðvestanátt með snjókomu, þar næst sunnanátt með hlýindum o.s.frv. Staðreyndin er sú að engar nýjar aðferðir hafa lit- ið dagsins ljós á síðustu árum sem gera mönnum kleift að spá veðrinu frá degi til dags lengra fram í tím- ann en þetta 5 til 10 daga. Hvort jörð verði snævi þakin þegar jólahátíð gengur í garð ræðst vitanlega af veðrinu upp úr 20. desember. Gangi spá Sigurðar Þ. Ragnarssonar um rauð jól eftir er það ekki neitt annað en helber tilviljun. Líkurnar eru þó allmiklar því reynslan sýnir að alauð jörð er í Reykjavík u.þ.b. annað hvert ár. Glannaskap þann sem Sigurður Þ. Ragnarsson sýnir við veðurspár sínar leyfa veðurfræðingar sér ekki. Enda er geta vísindanna tak- mörkuð til að sjá fyrir framtíð- arveðrið og daglega breytingu þess, þótt framfarir hafi verið afar miklar síðustu tvo áratugina í gerð líkana sem keyrð eru í öflugum tölvum. Sigurður er ákaflega áhugasamur um allt það er lýtur að veðri, en hann er ekki veð- urfræðingur og kannski þess vegna getur hann leyft sér að gefa út hæpnar veðurspár eins og þessa með snjóinn á jólunum. EINAR SVEINBJÖRNSSON, veðurfræðingur. Jólin verða rauð í ár! Frá Einari Sveinbjörnssyni MÉR er ljúft að svara fyrirspurn frá Þór Jens Gunnarssyni, sem birtist hér í blaðinu á sunnudaginn. Þau voru þrjú á leið til Svíþjóðar og lentu í því að ein ferðataska þeirra misfórst og skilaði sér ekki til þeirra í Suður-Svíþjóð fyrr en um tveimur sólarhringum síðar. Þótt þróuð hafi verið fullkomin gæða- og eftirlitskerfi í kringum far- angursflutninga flugfélaga kemur það endrum og sinnum fyrir að tösk- ur misfarast. Í flestum tilvikum er um að ræða mannleg mistök. Öll flugfélög og flugvellir keppast við að ná sem bestum árangri á þessu sviði og alþjóðastofnanir taka saman og birta samanburð um frammistöð- una. Icelandair stendur vel í þeim samanburði, og hið sama má segja um flugvellina í Keflavík og Kastrup í Kaupmannahöfn sem hér koma við sögu. En það dugar ekki alltaf til. Icelandair er þátttakandi í alþjóð- legu samstarfi, World Tracer, viða- miklu kerfi sem heldur utan um far- angur sem misferst. Út úr því kerfi má lesa að taska Þórs Jens var til- kynnt töpuð skömmu eftir lendingu í Kaupmannahöfn, klukkan 19.05 á föstudagskvöldi. Strax kom í ljós að hún hafði orðið eftir í Keflavík og samkvæmt skráningu hafði starfs- maður þar sett hana á ranga farang- urskerru. Taskan fór með næsta flugi héðan, á laugardagsmorgni, til Kaupmannahafnar og var komin þangað upp úr hádegi, þar sem far- angursþjónusta SAS tók við henni. Taskan var skráð út úr kerfinu í Kaupmannahöfn kl. 01.29 aðfaranótt sunnudags og fór með flugi SK402 til Stokkhólms og þaðan með flugi JZ475 til Kristianstad á sunnudegi. Þetta var heilmikið og óþarflega tímafrekt ferðalag og á því eru ekki aðrar skýringar en mannleg mistök starfsmanna á Kastrup. Um leið og ég bið Þór Jens vel- virðingar á óþægindunum þá hvet ég hann til þess að hafa samband við þjónustueftirlit Icelandair, Aðal- skrifstofu við Reykjavíkurflugvöll, sími 505-0300, óski hann frekari upplýsinga um ferðalag töskunnar góðu. Með kærri kveðju, GUÐJÓN ARNGRÍMSSON, upplýsingafulltrúi Icelandair. Svar til Þórs Jens Frá Guðjóni Arngrímssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.