Morgunblaðið - 05.12.2003, Síða 60

Morgunblaðið - 05.12.2003, Síða 60
ÍÞRÓTTIR 60 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUUB Stevens var í gær vikið frá störfum sem þjálfari þýska knattspyrnuliðsins Hertha Berlín. Hvorki hefur gengið né rekið hjá liðinu á leiktíðinni. Það situr í næstneðsta sæti þýsku Bundeslig- unnar og var slegið út af pólsku liði í UEFA-keppninni en kornið sem fyllti mælinn hjá stjórn- endum félagsins var 6:1 ósigur gegn Werder Bremen í bik- arkeppninni í fyrrakvöld. Stevens tók við liði Herthu í júní á síðasta ári eftir farsælt starf hjá Schalke. Hann stýrði liðinu í 5. sæti á síðustu leiktíð en á yfirstandandi leiktíð hefur allt farið í handa- skolum og tveir sigrar í 14 leikj- um í deildarkeppninni segir sína sögu. Eyjólfur Sverrisson og Michael Preetz yfirgáfu lið Herthu Berlin síðastliðið sumar og skörð þeirra, bæði sem leikmenn og leiðtogar, hefur liðinu ekki tekist að fylla. Andreas Thom, þjálfari vara- liðs Herthu, mun stýra Berl- ínarliðinu í leiknum gegn Þýska- landsmeisturum Dortmund á morgun. Hertha er fimmta félagið í þýsku 1. deildinni sem rekur þjálfara sinn á leiktíðinni. Ewald Lienen var rekinn frá Gladbach, Armin Veh frá Hansa Rostock, Kurt Jara frá Hamburger og Fridhelm Funkel frá Köln. Stevens hættur sem þjálfari Herthu Berlín FÓLK  JALIESKY Garcia, landsliðsmað- ur í handknattleik, skoraði 10 mörk fyrir Göppingen gegn Wilhelms- havener í þýsku bikarkeppninni í fyrrakvöld. Þau dugðu þó skammt því Wilhelmshavener sigraði örugglega, 33:26. Gylfi Gylfason skoraði 5 mörk fyrir Wilhelmshav- ener.  ÞORVARÐUR Tjörvi Ólafsson skoraði 6 mörk fyrir Århus GF og Róbert Gunnarsson 5 þegar lið þeirra vann Fredericia á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í handknatt- leik í fyrrakvöld, 32:27 Gísli Krist- jánsson skoraði 3 mörk fyrir Fredericia í leiknum.  SIGURSTEINN Arndal skoraði 2 mörk fyrir Team Helsinge sem tapaði fyrir Kolding í dönsku úr- valsdeildinni, 36:28. Hinn hálfís- lenski Hans Lindberg gerði 8 mörk fyrir Team Helsinge.  RÓBERT Gunnarsson er næst markahæstur í dönsku úrvalsdeild- inni en hann hefur skorað 75 mörk fyrir Århus GF. Markahæstur er Micke Næsby, félagi Gísla Krist- jánssonar hjá Fredericia, með 85 mörk.  MORTEN Olesen, markvörður danska knattspyrnuliðsins Bröns- höj, varði mark Keflvíkinga þegar þeir sigruðu Njarðvík í æfingaleik í Reykjaneshöllinni í fyrrakvöld, 3:1. Samkvæmt heimasíðu Keflavíkur stóð Olesen fyrir sínu og lofaði góðu en hann er til reynslu hjá Keflvíkingum til sunnudags. Þór- arinn Kristjánsson skoraði tvö marka Keflvíkinga og Zoran Daníel Ljubicic eitt.  VEIGAR Páll Gunnarsson skor- aði bæði mörk KR-inga sem gerðu jafntefli við Valsmenn í æfingaleik í Egilshöll, 2:2. Guðni Rúnar Helga- son og Birkir Már Sævarsson skor- uðu mörk Hlíðarendaliðsins.  FRANSKI varnarmaðurinn Pasc- al Cygan lætur í veðri vaka í viðtali við enska fjölmiðla í gær að hann kunni að vera á förum frá Arsenal. Frakkinn er ósáttur við að fá ekki fleiri tækifæri með liðinu en Kolo Toure hefur haldið Cygan að mestu fyrir utan liðið. Cygan, sem er 29 ára gamall, hefur verið orðaður við Lille. París SG og Bastia hafa einn- ig sýnt áhuga á að fá hann í sínar raðir.  CLAUDIO Ranieri, knattspyrnu- stjóri Chelsea, hefur tekið stefnuna á sigur í deildabikarkeppninni en hans menn slógu út Reading í fyrrakvöld og mæta Aston Villa í 8- liða úrslitunum. Ranieri segist ætla að halda áfram að stilla upp sínu sterkasta liði í keppninni, en félög á borð við Arsenal og Manchester United, hafa að mestu látið minni spámennina spila í keppninni. Í hin- um bikarleikjunum mætast WBA - Arsenal, Tottenham - Middles- brough og Bolton - Southampton. BIRGIR Guðjónsson hefur verið endurkjörinn í lækna- og lyfjanefnd Alþjóðafrjáls- íþróttasambandsins, IAAF, til næstu fjögurra ára. Í framhaldi af því var Birgi falið að sjá um skipulag og eftirlit með læknisþjónustu og lyfjaeftirliti á heims- meistaramóti unglinga sem fram fer í Grosseto á Ítalíu á næsta ári. Birgir hjá IAAF ÞAÐ er ekki aðeins í Evrópu sem beðið er með eftirvæntingu eftir því að dregið verði í riðla fyrir undankeppni heimsmeistaramóts- ins í knattspyrnu í Frankfurt síð- degis í dag. Þar kemur einnig í ljós hvernig undanriðlar HM verða skipaðir í Afríku, Asíu, Norður- og Mið-Ameríku og í Eyjaálfu. Í Suð- ur-Ameríku anda knattspyrnu- áhugamenn rólega, þar leika allar tíu þjóðirnar hver gegn annarri og sú keppni hófst strax í sept- ember. Forkeppni hefur reyndar þegar farið fram í Asíu og Afríku en þar var leikið um að fá að spila í riðlakeppninni sem nú verður dregið til. Af 205 aðildarþjóðum Alþjóða knattspyrnusambandsins (204 og Nýju-Kaledóníu sem er verðandi meðlimur en fær að taka þátt) voru 198 skráðar til leiks. Þar af drógu þrjár sig úr for- keppni þegar á reyndi, Guam og Nepal í Asíu og Mið-Afríku- lýðveldið í Afríku. Leikið er um 31 sæti í lokakeppninni sem fram fer árið 2006 í Þýskalandi en 32. sætið er frátekið fyrir gestgjafana. Nú þurfa heimsmeistararnir í fyrsta skipti að taka þátt í undankeppni, Brasilíumenn hafa þegar leikið fjóra leiki af 18 í Suður-Amerík- uriðlinum. Fjöldi þjóða og sæta í HM skiptast þannig eftir heims- álfum: Afríka: 51 þjóð leikur um 5 sæti. Asía: 39 þjóðir leika um 4 sæti. Evrópa: 51 þjóð leikur um 13 sæti. Norður- og Mið-Ameríka: 34 þjóðir leika um 3 sæti. Suður-Ameríka: 10 þjóðir leika um 4 sæti. Eyjaálfa: 12 þjóðir leika um eitt sæti í aukakeppni en þar spila sigurvegari Eyjaálfu, fimmta lið Asíu, fjórða lið Norður- og Mið- Ameríku og fimmta lið Suður- Ameríku um tvö síðustu HM- sætin. HM-drátturinn í Frankfurt Þótt sumir sundmenn hafi virstþungir á bikarmótinu í Sundhöll Reykjavíkur fyrir skömmu, þ.e.a.s. ekki að gera eins og þeir best geta, kom það ekki á óvart því margir af þeim lögðu æfingaáætlanir sínar þannig upp að þeir yrðu í sínum besta ham á Evrópumótinu nú, enda sagði yfirþjálfari landsliðsins, Stein- þór Gunnarsson, þá að flestir væru á réttri leið. Auk þess henti 25 metra laug Íslendingunum ágætlega því þeir eru vanir að æfa á þeim lengdum. Mótið er einnig stórmót en Íslend- ingar hafa staðið sig vel þar, til dæmis Örn, og það eflir hina en keppnisferð- in tekur viku og það er alltaf strembið að vera svo lengi að. „Við förum með gott lið og þar af nokkra nýja kandidata, sem stíga sín fyrstu spor á Evrópumóti fullorðinna en það eru samt flestir í liðinu reynslumikið sundfólk, sem búið er að fara í gegnum öll mót hjá ung- lingalandsliðinu,“ sagði Steindór á æfingu landsliðsins. „Það er mögu- leikar á metum hjá öllum, eins og sést ef skoðaðir eru tímar þeirra. Við sættum okkur ekki við minna en að tveir komist í úrslit og ef við náum þremur í milliriðla verð ég mjög ánægður. Markmið er samt helst að bæta sína tíma og það er gott í sjálfu sér því það er skref upp á við á af- rekalistanum og gefur fyrirheit um góðan árangur.“ Nokkrir sundmenn, sem náð höfðu tilskildum árangri á mótið, áttu ekki heimangengt eða eru við æfingar er- lendis. Það eru Kolbrún Ýr Kristjáns- dóttir, Lára Hrund Bjargardóttir, Hjörtur Már Reynisson og Eva Hannesdóttir. Aukakíló Arnar farin Örn Arnarson hefur titil að verja. „Mér líst vel á þetta mót. Ég er í tals- vert betri æfingu en í fyrra – var þá með nokkur aukakíló eftir mjög langt sumarfrí og hef nú synt hraðar en venjulega. Ég vil helst koma heim með einn eða tvo gullpeninga um hálsinn og verð ekki sáttur ef mér tekst ekki að verja titil minn í tvö hundruð metrunum. Það mitt aðal- markmið og sprettirnir eru meira aukagreinar,“ sagði þrautreyndur kappinn og gaf hinum heilræði. „Það lítið hægt að gera úr þessu ef maður hefur ekki æft nógu vel, það er of seint að bjarga því. Á mótinu þarf að reyna minnka stressið eins og hægt er. Njóta þess frekar að synda með fólki með sömu getu. Margir gera of mikið af því að horfa í kringum sig og sjá heimþekkt sundfólk en það er nokkuð sem má ekki láta slá sig útaf laginu.“ Írís Edda lætur meiðsli ekki aftra sér Írís Edda Heimisdóttir, úr Íþrótta- bandalagi Reykjanesbæjar, hefur ekki getað æft af fullum krafti vegna meiðsla síðustu daga en er óðum að ná sér. „Mótið leggst vel í mig. Reyndar hef ég átt við meiðsli í öxl að stríða, en það var verið að sprauta í öxlina svo það er að lagast og ég er bjartsýn á framhaldið því ég hef æft vel í vetur og þessi meiðsli eiga ekki að hafa mikil áhrif. Ég átti í sömu meiðslum fyrir heimsmeistaramótið í sumar og fór þá líka í sprautur og það kom vel út svo að ég þarf ekki að hafa of miklar áhyggjur,“ sagði Íris Edda og þrátt fyrir taugaspennu vegna mótsins hyggst hún standa fyrir sínu. „Það er ekki annað hægt en vera svo- lítið stressuð en það verður að vona það besta. Markmiðið er að taka Ís- landsmetið af Ragnheiði Runólfsdótt- ur í hundrað metra bringusundi, sjálf á ég það í tvö hundrað. Ég ætti að ná því og ætla mér það. Þetta eru gömul met og það þarf að slá þau.“ Stefnt lengi að þessu móti „Ég mun reyna við Íslandsmet í hundrað metra baksundi og í fimmtíu metrunum,“ sagði Anja Ríkey Jak- obsdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarð- ar. Hún er taka þátt í sínu öðru Evr- ópumóti og veit því að hverju hún gengur. „Ég hef æft af fullum krafti fyrir þetta mót enda búin að stefna að því lengi og mér ætti að ganga vel, það verður að gefa allt sitt í þetta og ég æfi á hverjum degi og stundum tvisvar á dag. Ég held að þetta verði mjög skemmtilegt svo ég ætla að ná fram mínu besta og síðan er stefnan sett á Ólympíuleikana.“ Morgunblaðið/Stefán Stefánsson Sundlandslið á leið á Evrópumót í Dublin. Fremst eru Steindór Gunnarson yfirþjálfari og Anja Rík- ey Jakobsdóttir. Fyrir aftan þau frá vinstri eru Þuríður Einarsdóttir aðstoðarþjálfari, Hlín Ástþórs- dóttir fararstjóri, Sigrún Benediktsdóttir Óðni, Ragnheiður Ragnarsdóttir SH, Jakob Jóhann Sveinsson Ægi, Hafdís Erla Hafsteinsdóttir Ægi, Louisa Isaksen Fjölni, Örn Arnarson ÍRB, Jón Oddur Sigurðsson ÍRB, Heiðar Ingi Marinósson SH og Írís Edda Heimisdóttir ÍRB. Tíu landsliðsmenn í sundi taka þátt í Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug Örn Arnarson á titil að verja í Dublin FLESTIR bestu sundmenn íslands halda á mánudaginn til Írlands, þar sem Evrópumeistaramótið í 25 metra laug fer fram í Dublin. Mikið er í húfi – ekki bara að Örn Arnarson takist að verja titil sinn í 200 metra baksundi – heldur stefna allir sundmennirnir á að bæta sína persónulegu tíma til að komast í, eða halda sig í, Ólympíuhópi Sundsambandsins. Á síðasta Evrópumóti voru sjö Íslandsmet sett og komu sundmenn heim með einn gullpening og einn úr bronsi. Stefán Stefánsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.