Morgunblaðið - 05.12.2003, Page 65
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 65
Pálmi Gunnarsson
með nýja hljómsveit í kvöld
Leikhúsgestir munið 15% afslátt - Spennandi matseðill!
Grensásvegi 7
Það eru alltaf jól á Bohem
Opið 21.00-01.00 virka daga og 21.00-05.30 um helgar
TILNEFNINGAR til Íslensku tón-
listarverðlaunanna voru kynntar í
Borgarleikhúsinu í gær. Tónlist-
armenn og hagsmunaaðilar fjöl-
menntu í leikhúsið og hlýddu á er
Jónas R. Jónasson las upp tilnefning-
arnar.
Í flokki popptónlistar fékk rokk-
sveitin Mínus flestar tilnefningar
eða fjórar. Auk þess er söngvari
sveitarinnar, Krummi, tilnefndur
besti söngvarinn. Hljómsveitin Brain
Police fékk þá þrjár tilnefningar og
sömuleiðis færeyska söngkonan Ei-
vör Pálsdóttir og Ragnheiður Grön-
dal. Sálin hans Jóns míns fékk þá
tvær tilnefningar auk þess sem Stef-
án Hilmarsson er tilnefndur sem
besti söngvarinn. Þá er má geta þess
að feðgar eru tilnefndir sem bestu
söngvararnir, en Krummi í Mínus er
sonur Björgvins Halldórssonar sem
er tilnefndur í þeim flokki en auk
þess fær plata hans, Duet, tilnefn-
ingu sem besta plata ársins.
Þá vekur athygli að Egill Ólafsson
á hlut í tveimur skífum sem til-
nefndar eru í flokknum „Ýmis tón-
list“.
Í sígildri tónlist er Kammersveit
Reykjavíkur með þrjár tilnefningar
og fjórar plötur af þeim fimm sem
tilnefndar eru sem besta sígilda plat-
an eru gefnar út af Smekkleysu. Í
djassflokknum er Hilmar Jensson
með flestar tilnefningar, þrjár.
Verðlaunin verða síðan afhent 14.
janúar kl. 20 í Borgarleikhúsinu.
Mínus með flestar tilnefningar
Morgunblaðið/Árni Torfason
Morgunblaðið/Árni Torfason
POPP: HLJÓMPLATA ÁRSINS
Mínus – Halldór Laxness
Sálin hans Jóns míns – Vatnið
200.000 naglbítar – Hjartagull
Maus – Musick
Björgvin Halldórsson – Duet
Eivör Pálsdóttir – Krákan
Brain Police – Brain Police
POPP: LAG ÁRSINS
Ragnheiður Gröndal – „Ást“
Quarashi – „Mess it up“
200.000 naglbítar – „Láttu mig
vera“
Kimono – „Japanese Policeman“
Mínus – „The Long Face“
POPP: FLYTJANDI ÁRSINS
Mínus
Eivör Pálsdóttir
Sálin hans Jóns míns
Birgitta
Brain Police
Stuðmenn
POPP: SÖNGKONA ÁRSINS
Ragnheiður Gröndal
Eivör Pálsdóttir
Ragnhildur Gísladóttir
Birgitta Haukdal
Margrét Eir
POPP: SÖNGVARI ÁRSINS
Stefán Hilmarsson
Krummi (Mínus)
Jón Jósep Snæbjörnsson
Björgvin Halldórsson
Jens Ólafsson (Brain Police)
POPP: NÝLIÐI ÁRSINS
Ragnheiður Gröndal
Mugison
Brain Police
Skytturnar
Kimono
POPP: MYNDBAND ÁRSINS
Sigur Rós – „Ónefnt nr. 1“
(Floria Sigismondi)
Maus – „My Favourite Ex-
cuse“ (Ragnar Hansson)
Bang Gang – „Stop In The
Name Of Love“ (Ragnar
Bragason)
Land og synir – „Von mín er
sú“ (Friðrik og Guðjón)
Mínus – „Flophouse Night-
mares“ (Börkur Sigþórsson)
ÝMIS TÓNLIST:
HLJÓMPLATA ÁRSINS
Egill Ólafsson – Brot ... Músík
úr leikhúsinu
Guðrún Gunnarsdóttir – Óður
til Ellýjar
Geirfuglarnir – Lína Lang-
sokkur (úr leikriti)
Steindór Andersen – Rímur
Le Grand Tangó og Egill Ólafs-
son – Le Grand Tangó og Egill
Ólafsson
SÍGILD OG NÚTÍMATÓNLIST:
HLJÓMPLATA ÁRSINS
Kammersveit Reykjavíkur –
Brandenborgarkonsertar Jó-
hanns Sebastíans Bachs
Mary Nessinger, Garðar Thor
Cortes, Mótettukór og Kamm-
ersveit Hallgrímskirkju –
Passía eftir Hafliða Hall-
grímsson.
Kammersveit Reykjavíkur –
Sjöstrengjaljóð eftir Jón Ás-
geirsson
Hljómeyki – Virgo Gloriosa
Sönghópurinn Gríma – Þýðan
eg fögnuð finn
SÍGILD OG NÚTÍMATÓNLIST
TÓNVERK ÁRSINS:
„Guðbrandsmessa“ eftir Hildi-
gunni Rúnarsdóttur.
„Sinfónía“ eftir Hróðmar Inga
Sigurbjörnsson.
„Sinfóníetta“ eftir Jónas Tóm-
asson.
„Konsert fyrir klarínettu og
blásarasveit“ eftir Tryggva M.
Baldvinsson.
„Píanótríó“ eftir Þórð Magnús-
son.
SÍGILD OG NÚTÍMATÓNLIST:
FLYTJANDI ÁRSINS
Caput
Sinfóníuhljómsveit Íslands &
konsertmeistararnir Guðný Guð-
mundsdóttir og Sigrún
Eðvaldsdóttir.
Elín Ósk Óskarsdóttir sópran-
söngkona
Kammersveit Reykjavíkur
Rumon Gamba, hljómsveitar-
stjóri
DJASS: HLJÓMPLATA ÁRSINS
Svare/Thoroddsen – Jazz airs
B3 – Fals
Hilmar Jensson – Ditty bley
Ómar Guðjónsson – Varma
land
Tómas R. Einarsson – Havana
DJASS: FLYTJANDI ÁRSINS
Björn Thoroddsen
B3
Hilmar Jensson
Jóel Pálsson og Sigurður
Flosason
Stórsveit Reykjavíkur
DJASS: LAG ÁRSINS
Agnar Már Agnarsson –
„Leeloo“
Ásgeir Ásgeirsson – „Og hvað
svo“
Hilmar Jensson – „Grinning“
Ómar Guðjónsson – „Skúri“
Tómas R. Einarsson – „Bros“
Tilnefningar til
Íslensku tónlistar-
verðlaunanna 2003
Moggabúðin
Íþróttataska, aðeins 2.400 kr.