Morgunblaðið - 05.12.2003, Síða 67

Morgunblaðið - 05.12.2003, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 67 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 6, 8 og 10. Skonrokk FM909  ÞÞ FBL HJ MBL HK DV  Kvikmyndir.com 500 kr fyrir námsmenn gegn framvísun nemendaskírteina  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 14. Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 16. Ein magnaðasta stórmynd ársins loksins í bíó! Russell Crowe hefur aldrei verið betri. Missið ekki af þessari! Matrix No! Master Yes! Rolling Stone Roger Ebert Chicago Sun-Times Boston Herald Washington Post Los Angeles Daily News Master-ful! New York Post  HJ MBL  "Flott og vönduð stórmynd" ÞÞ FBL Sannsöguleg mynd um John Holmes, stærstu klámstjörnu heimsins, og hin hrottalegu Wonderland morð. EIN MEST SLÁANDI MYND ALLRA TÍMA! EKKI VIÐ HÆFI VIÐKVÆMRA! FRUMSÝNING Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Stranglega bönnuð yngri en 16 ára Sýnd kl. 6. Kl. 6, 8 og 10. Með ensku tali og ísl. texta. Sýnd kl. 4 og 6. Með íslensku tali. Sýnd kl. 4 og 6. Með íslensku tali. Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10. Stranglega bönnuð yngri en 16 ára Geggjuð gamanmynd með Ben Stiller og Drew Barrymore í leikstjórn Danny DeVito. Sýnd kl. 4. Með íslensku tali. Tilboð 500 kr. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna „ATH!SÝND MEÐÍSLENSKU OGENSKU TALI“  Kvikmyndir.com Sannsöguleg mynd um John Holmes, stærstu klámstjörnu heimsins, og hin hrottalegu Wonderland morð. EIN MEST SLÁANDI MYND ALLRA TÍMA! EKKI VIÐ HÆFI VIÐKVÆMRA! FRUMSÝNING www.laugarasbio.is Hvernig getur ein lítil gömul kona breytt drauma- heimilinu í martröð? Vinsælasta mynd ársins í USA. Vinsælasta teiknimynd frá upphafi í USA. Frá framleiðendum Toy Story og Monsters Inc.  Kvikmyndir.com HJ. Mbl EFTIR að hafa haft hægt um sig í nokkurn tíma verð- ur Quarashi með tvenna tónleika á NASA laug- ardaginn 20. desember. „Eftir þetta gigg í Höllinni þar sem við fylltum hana næstum því, vildum við að- eins minnka við okkur og vera með lítið gigg. Þetta er í fyrsta skipti sem við spil- um saman hljómsveitin eins og hún er,“ segir Sölvi Blöndal, for- sprakki sveitarinnar. Umræddir tón- leikar voru í Laugardalshöll sumarið 2002 en síðan þá hafa orðið manna- breytingar og Tiny er orðinn fastur meðlimur í sveitinni eftir að Hössi hætti. „Við höfum tekið þetta ár í að velta fyrir okkur hvernig þetta eigi að vera og spá og spekúlera í músíkstefnur. Þarna kynnum við forsmekkinn að næstu Quarashi-plötu,“ segir hann en hljómsveitin ætlar að spila mest- megnis nýtt efni, „fyrir utan kannski eitt eða tvö lög“. Yngri aðdáendur líka með Quarashi leggur rækt við yngri aðdáendur. „Við ákváðum að taka líka tónleika fyrir 13 ára og eldri. Þessir krakkar fá aldrei að sjá neitt. Þeim er alltaf bannað að fara allt og mega bara fara í Kringluna,“ segir Sölvi en þessir tónleikar verða fyrr um kvöldið. „Við erum búnir að vera að prófa okkur áfram og gefa út tvær smáskíf- ur. Við vissum ekkert hvað við vildum gera en núna erum við búnir að full- orðnast og vitum hvað við viljum í líf- inu,“ segir hann en umrædd lög eru sumarsmellurinn „Mess it up“ og nýj- asta lagið, „Race City“. Sölvi segir að hljómsveitin virki vel saman og þetta sé góður hópur. „Tiny er með reynslu 30 ára manns þannig að það skiptir engu máli þótt hann sé nokkrum árum yngri en við,“ segir Sölvi sem er mjög ánægður með hann en Tiny kom fram með Quarashi á Iceland Airwaves-tónlist- arhátíðinni og sýndi hvað í honum býr en hann er kraft- mikill rappari. Algjör jólasveinn Sölvi hlakkar til jólanna og segist vera algjör jólasveinn. „Ég dýrka jólin og jólalög. Áðan var ég til dæmis að hlusta á Silfurkórinn og jóla- plötu sem hann gaf út árið 1979. Þetta er besti tími ársins.“ Framundan á nýja árinu eru síðan tónleikar í Japan. „Við erum á leiðinni til Japan í lok janúar,“ segir Sölvi en þar spila þeir á tveimur 20.000 manna hátíðum í Tókýó og Osaka þannig að þeir hafa vel efni á því að kalla tón- leika á NASA í minni kantinum. 20 ára aldurstakmark er á seinni tónleikana sem hefjast uppúr mið- nætti og fær Quarashi þá til liðs við sig DJ Magic og Samma úr Jagúar til að skapa partístemningu langt fram eftir nóttu. Einungis 500 miðar eru á boði á hvora tónleika og verða þessir tón- leikar þeir einu sem Quarashi halda hérlendis á næstunni því á nýju ári fer sveitin í upptökur á nýrri plötu, sem reiknað er með að komi út um mitt næsta ár. „En 500 manna tónleikar á Íslandi eru á við 50.000 manna tónleika hvar sem er annars staðar í heiminum. Það fer svo mikið fyrir þessum Íslend- ingum,“ segir Sölvi. Upplýsingar um forsölu, miðaverð og upphitunaratriði verða kynntar síðar. Spila tvisvar á NASA 20. desember Quarashi með tónleika ingarun@mbl.is Blóð og sviti hjá Sölva í Race City. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.