Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 64
64 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. KRINGLAN Sýnd kl. 5, 7 og 9. KRINGLAN Kl. 9. B.i. 16. ÁLFABAKKI Kl. 8 og 10.15. B.i. 12.  Kvikmyndir.com Frá framleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill Frá framleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill Frá framleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill Fráframleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill Kemur jólapakkinn í ár Setti nýtt aðsóknamet í Bretlandi og sló út myndir eins og „Notting Hill“ og „Bridget Jones's Diary.“ GH. Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is Jólapakkinn í ár Veistu hvað gerðist í húsi þínu, áður en þú fluttir inn ?? Magnaður spennutryllir í anda „Cape Fear“ með toppleikurunum Dennis Quaid, Sharon Stone og Juliette Lewis.  HJ.MBL KEFLAVÍK Kl. 8. B.i. 16. Nýtt magnað meistaraverk frá leikstjóranum Clint Eastwood. Frábærir leikarar sem sýna eftirminnilegan stjörnuleik. Mynd sem enginn má missa af. EPÓ Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.30, 8.10 og 10.05. B.i. 16. Roger EbertThe Rolling Stone “Grípandi og hrikaleg. Enn ein sönnun þess að Clint Eastwood er í hópi bestu leikstjóra samtímans.” S.V. Mbl. “Það er hreint og klárt dekur við áhorfendur að bjóða upp á annan eins leikarahóp með Sean Penn fremstan meðal jafningja.” Þ.Þ. FRÉTTABLAÐIÐ SV. Mbl  AE. Dv Sýnd kl. 5.50.  Skonrokk FM909 Sean PENN Tim ROBBINS Kevin BACON Laurence FISHBURNE Marcia Gay HARDEN Laura LINNEY Fráframleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill Kemur jólapakkinn í ár Frá framleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill Jólapakkinn í ár Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. B.i. 16 ára. „Kraftaverk“ S.V. Mbl „Vá!!!!! Stórkostleg“ Kvikmyndir.is "Meistarastykki!" Roger Ebert Sýnd kl. 8. Frá framleiðendum Toy Story og Monsters Inc. HJ. Mbl  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 16. Enskur texti Sýnd kl. 5.30. Íslenskt tal. „Allir ættu að sjá þessa“ A.E., DV Skonrokk FM909 Kvikmyndir.is SV MBLSG DVEmpire  HJ.MBL Kvikmyndir.isGH. Kvikmyndir.com „Drepfyndinn hryllingur!“ Þ.Þ. Fréttablaðið ÚT er komin fjórða breiðskífa Brit- ney Spears, In the Zone. Allt síðan ... Baby One More Time kom út árið 1999 hefur Spears setið í hásæti poppdrottningar og innsiglaði hún krúnuna í hitteðfyrra með frábærri plötu sinni, Britney. Fyrsta platan sló þvílíkt í gegn á sínum tíma og í kjölfarið reis stjarna Spears gríðarhratt og verðlaunin ultu inn í unnvörpum. Talað var um endurreisn unglingapoppsins og all- ir voru að dansa með Britney. Helsti keppinautur Spears hefur alla tíð verið Christina Aguilera og hefur þeim oft verið stillt upp sem góðu stúlkunni (Spears) gegn þeirri vondu, eða óþekku (Aguilera). Í dag má segja að Pink sæki fast að þeim stöllum en dívur eins og Jennifer Lopez og Jessica Simpson virðast hafa orðið viðskila fyrir margt löngu. Skrefið stigið til fulls Með hinni tólf laga In the Zone hefur Spears sprotann á loft enn eina ferðina og gerir tilkall til drottningartitilsins. Opnar meira að segja plötuna með laginu „Me Against The Music“ þar sem hún nýtur aðstoðar eldri drottn- ingar, nefnilega Madonnu. Britney er fædd árið 1981 og er því tuttugu og tveggja ára í dag. Með In the Zone stígur hún loks skrefið í átt að man-dómnum til fulls, er orðin fullburða „kona“. Á áðurnefndri Britney velti hún hins vegar vöngum yfir þessum bráð- komandi breytingum, hvað sterkast í laginu „I’m Not a Girl, Not Yet a Woman“. Það verður því athygl- isvert að fylgjast með stúlkunni næstu vikur, því það er enginn hægðarleikur fyrir áður vinsæla barna/unglingastjörnu að taka skrefið í átt að eldri hlustendum. Metnaður Á In the Zone er Britney með puttana í lagasmíðunum í meiri mæli en áður og semur sjö lög af tólf ásamt öðrum. Á meðal samhöfunda eru menn eins og R. Kelly, Moby, Guy Sigsworth og The Matrix. Platan nýja tekur svipaðan pól í hæðina og síðasta plata; dansvænir takt- ar, hipphoppáhrif, rokk, popp og auðvit- að ballöður líka. Einnig koma bylgjur úr óvæntari áttum þar sem greina má arabíska strauma og einnig eru hér lög að hætti upptöku- meistaranna í Neptunes (þeir koma þó ekki við sögu á plötunni sjálfri en minnisstæð er innkoma þeirra á snilldinni „I’m a Slave 4 U “, upp- hafslagi síðustu plötu). Í einhverjum lögum hlýtur hún svo að varpa ljósi á frægt samband hennar og poppgoðsins Justin Timb- erlake en þær vangaveltur blasa reyndar ekki svo glatt við. Segja má að Spears hafi aldrei verið metn- aðarfyllri og ævintýragjarnari en á þessari plötu, t.d. segir hún lagið „Shadow“ vera undir áhrifum frá Björk. En eins og alltaf í popp- heimum þá spyrjum við að leiks- lokum. Þetta er harður bransi – vog- un vinnur, vogun tapar ... Inn á nýtt svæði arnart@mbl.is Britney er orðin gjafvaxta kona. Britney Spears gefur út In the Zone Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Ég er að hlusta á nýju diskana frá Neptunes, Snoop Dogg, Black Eyed Peas, Beenie Man, D.O.C., Daz Dillinger, NTM, Eryk- ah Badu og Paris. Uppáhaldsplata allra tíma? Þær eru alltof margar. En It Tak- es A Nation of Millions to Hold Us Back með Public Enemy er allavega ein af þeim … og The Devil Made Me Do it með Paris. Hvaða plötu setur þú á á laug- ardagskvöldi? Allt með Nate Dogg, nema sóló- plötuna sem er frekar dösuð. Flest af Dogg Pound dótinu má alveg bara vera á endurtekningu allt kvöldið. Hvaða plötu setur þú á á sunnu- dagsmorgni? Eitthvert 80’s diskó funk. Senni- lega einhverja plötu með Bar Kays eða Rick James. Það er einmitt tónlist sem er sér- staklega samin til að bursta í sér tennurnar við. Hver er fyrsta platan sem þú keyptir þér? The Blueprint of Hip Hop með Boogie Down Productions keypti ég kringum ’88. Þetta vil ég heyra Erpur Eyvindarson rappari HLJÓMSVEITIN Dr. Gunni kom saman á vormánuðum 2002 til að æfa upp 15 lög sem Gunnar Lárus Hjálm- arsson, öðru nafni dr. Gunni, hafði samið, og búa til plötu. Helming- urinn af þeim endaði á plötunni en hin lögin bættust síðan við. Stóri hvellur er nafn nýju plötunnar sem inniheld- ur 15 rokklög. Óhætt er að segja að textarnir veki strax athygli enda eru þeir hráir og fullir af háði. Mannskepnan og allt hennar hafurtask virðist einkum vera Gunnari hugleikin. „Þessi dýrateg- und er auðvitað mistök náttúrunnar, heilinn í henni er allt of stór, það eru mistökin,“ segir Gunnar er hann er sestur niður með blaðamanni við gríð- arstórt fundarborð. Hvert ertu að fara með plötunni? „Bara, fjalla um framtíð, nútíð og fortíð. Hún heitir Stóri hvellur en þetta byrjaði víst allt með honum, samkvæmt nýjustu kenningum. Ann- ars munu hinir gáfuðustu sjá hvert ég er að fara,“ segir hann og glottir. Myndbandinu við Homo Sapiens lýkur á því að sprengju er varpað á Ís- land og það gert að fanganýlendu, er þetta einhvers konar framtíðarsýn þín? „Þetta er nú aðallega framtíðarsýn vídeólistamannsins, Bjaddna Hell, sem fékk alveg frjálsar hendur. Ann- ars er þetta í anda lagsins, þar er ekki fögur framtíðarspá fyrir Hómó greyið, hann mun renna sitt skeið.“ Súrefniskrem og sálfræðingar Gunnar segir mistök náttúrunnar felast í því að maðurinn hafi þroskað með sér svo mikla sjálfsþekkingu. „Manneskjan hefur allt of miklar áhyggjur af sjálfri sér í staðinn fyrir að ganga bara fyrir eðlilegum hlutum sem við sjáum alls staðar í náttúrunni, makavali og fæðuleit. Það hefur dott- ið upp fyrir og í staðinn eru menn farnir að bera á sig súrefniskrem og fara til sálfræðings. Þetta er dýrateg- und á villigötum.“ Þú syngur um ýmis mikilmenni á plötunni, meðal annars um Erró, ertu mikið að pæla í honum? „Nei, nei, hann fór kannski í taug- arnar á mér á þessu tímabili þegar ég samdi lagið, það eru alltaf nokkrir ís- lenskir listamenn sem fara í taugarn- ar á manni, eins og hann og Kristján Jóhannsson sem er klassískur til pirr- ings. Þetta er svona lið sem gamlir pönkarar eins og ég eiga erfitt með að kyngja. Erró var líka dálítið tekinn upp af Sjálfstæðisflokknum sem hampaði honum sem sínum manni, á tímabili átti að byggja höll undir verk hans. Nei, nei, Erró er ágætur og mjög skemmtileg bókin sem var skrifuð um hann. Þetta er náttúrlega bara biturleiki í mér eins og kemur fram í textanum, ég er fúll yfir að hann hafi komist yfir miklu fleiri kon- ur en ég. Þetta er bara berin-eru-súr- texti.“ Vantar gamla poppkornið Útgáfutónleikar fyrir Stóra hvell verða haldnir á Grand Rokk á laug- ardaginn. Einnig munu aðdáendur geta séð hljómsveitina á tónleikunum X-mas 2003, 18. desember og á tón- leikum Smekkleysu sem haldnir verða 20. desember á Gauknum. Gunnar segir hljómsveitina stefna á að gera annað myndband við lag af plötunni og standa yfir viðræður við kvikmyndagerðarmanninn Dag Kára um að hann taki að sér gerð þess. „Samt spyr maður sig dálítið; til hvers er maður að gera myndbönd því þau sjást lítið? Skjár einn spilar þau eitthvað, Popptíví virðist bara vilja höfða til unglinga og virðist hafa dregið þá ályktun að Hera og Bubbi séu það sem unglingarnir vilja en ekki dr. Gunni. Ríkissjónvarpið er líka al- veg að klikka í þessum efnum, það vantar sárlega þátt eins og gamla Skonrokk eða Poppkorn. Þetta er af- ar auðveld en skemmtileg dagskrár- gerð sem enginn er að sinna. Ég aug- lýsi eftir slíkum þætti!“ Dr. Gunni syngur meðal annars um ýmis mikil- menni á nýju plötunni. Heilinn er of stór Útgáfutónleikarnir á Grand Rokk hefjast kl. 23.59 og kostar 500 krónur inn. Drykkur fylgir með. Mannkynið er til umræðu á fyrstu plötu hljómsveitarinnar Dr. Gunna sem var að koma út. Bryndís Sveinsdóttir ræddi við forsprakka sveitarinnar, Gunnar Lárus Hjálmarsson. Morgunblaðið/Eggert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.