Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 20
ERLENT 20 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HANDTAKA Saddams Husseins hefur styrkt stöðu George W. Bush Bandaríkjaforseta og veikt demókrata sem hafa gagnrýnt hvernig staðið var að innrásinni í Írak og lagt áherslu á að breyta þurfi utanríkisstefnu Bandaríkjanna. „Sem stendur er staða demókrata mjög vandræðaleg,“ sagði Stephen Hess, sérfræð- ingur í bandarískum stjórnmálum við Brook- ings-stofnunina í Washington. Fylgi forsetans jókst örlítið í Gallup-könnun sem gerð var eftir handtökuna og þrír af hundraði sögðu það líklegra en áður að þeir myndu kjósa Bush. Um 45% sögðust þegar hafa ákveðið að kjósa Bush en 43% kváðust ætla að kjósa forsetaefni demókrata. Önnur skoðanakönnun, sem gerð var fyrir ABC-sjónvarpið og The Washington Post, bendir þó til þess að bandarískur almenningur hafi enn áhyggjur af þróun mála í Írak. Um 90% aðspurðra sögðu að Bandaríkjamenn stæðu enn frammi fyrir erfiðum úrlausnar- efnum í Íraksmálinu. „Í skoðanakönnunum bregðast Bandaríkja- menn yfirleitt við því sem er á forsíðum blað- anna þegar kannanirnar eru gerðar,“ sagði Hess og bætti við að fylgi forsetans gæti minnkað aftur ef ný hrina mannskæðra árása hæfist í Írak. Demókratar höfðu áður gagnrýnt efnahags- stefnu Bush en sú gagnrýni missti marks vegna efnahagsuppgangsins í Bandaríkjunum að undanförnu. Útlit er fyrir að hagvöxturinn þar á næsta ári verði hinn mesti í tuttugu ár. Þetta varð til þess að níu demókratar, sem sækjast eftir því að verða forsetaefni demó- krataflokksins, tóku að gagnrýna Bush fyrir slæma frammistöðu í Íraksmálinu og notuðu það sem helstu röksemdina fyrir því að banda- rískir kjósendur ættu að hafna honum í kosn- ingunum. Nokkrir demókratanna tóku þó nokkra áhættu með þessari gagnrýni þar sem þeir greiddu atkvæði með því á þinginu að heimila forsetanum að hefja stríð í Írak. Dean í vörn Hess sagði að handtaka Saddams gæti veikt þá demókrata sem gagnrýndu Íraksstefnu Bush harðast. Staða þeirra sem greiddu at- kvæði með innrásinni á þinginu – Johns Kerrys, Josephs Liebermans, Johns Edwards og Richards Gephardts – hefði hins vegar styrkst í baráttunni við Howard Dean sem lagðist gegn innrásinni og hefur náð forskoti á keppinauta sína í forkosningum demókrata. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun ætla 20% demókrata að kjósa Dean og 12% Lieberman en aðrir frambjóðendur voru með minna fylgi. Gephardt sagði á sunnudag að hann hefði stutt innrásina „án tillits til pólitísku afleiðing- anna vegna þess ég taldi það rétt. Ég er enn sama sinnis og handtaka Saddams er stórt skref í þá átt að koma á stöðugleika í Írak.“ Howard Dean er hins vegar í vandræðalegri stöðu þar sem hann hefur lagt mikla áherslu á andstöðu sína við Íraksstríðið í baráttunni fyrir því að verða valinn forsetaefni demókrata. Dean kvaðst standa við afstöðu sína í ræðu sem hann flutti á mánudag. Hann fagnaði handtöku Saddams en sagði að hún réttlætti ekki innrásina. Keppinautar Deans notuðu tækifærið til að koma höggi á hann. „Ef Howard Dean hefði fengið að ráða væri Saddam Hussein enn við völd, ekki í fangelsi,“ sagði Joseph Lieberman, varaforsetaefni Als Gore í forsetakosningunum árið 2000. John Kerry, öldungadeildarþing- maður frá Massachusetts, sagði að ummæli Deans sýndu að hann skorti leiðtogahæfileik- ana og þá skapgerð sem forseti Bandaríkjanna þyrfti að hafa. Dick Gephard sakaði Dean um að hafa notað Íraksmálið til að gagnrýna keppi- nauta sína úr röðum demókrata. „Síðasta tækifæri demókrata“ The Wall Street Journal sagði í forystugrein að handtaka Saddams væri ekki slæm frétt fyr- ir frambjóðendurna í forkosningum demó- krata, heldur tækifæri. „Demókratar hafa nú fengið síðasta tækifærið fyrir forkosningarnar til að koma í veg fyrir flokkurinn gangi fyrir ætternisstapa í utanríkismálum með Howard Dean.“ Dean í vandræða- legri stöðu Washington. AFP, The Washington Post. AP Howard Dean lýkur ræðu um utanríkismál sem hann flutti í Los Angeles á mánudag. ’ Ef Howard Dean hefðifengið að ráða væri Sadd- am Hussein enn við völd, ekki í fangelsi. ‘ KOMIN er út í Bandaríkjunum bók- in Reagan: A Portr- ait in Letters, safn bréfa, sem Ronald Reagan, fyrrverandi forseti, skrifaði á ár- unum 1922 til 1994. Þykja þau gefa einkar hlýlega mynd af manninum, glettni hans og umhyggju fyrir öðru fólki. Eitt bréfanna snertir Ís- land, þá frétt, sem á sínum tíma birtist í Degi-Tímanum og fjallaði um íslenskan uppruna Reagans. Segir Reagan, að fréttin sé á einhverjum mis- skilningi byggð, forfeður hans hafi verið írskir, enskir og skoskir. Bréfið skrifaði Reagan til Nick Ruwe, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, og er það dagsett 3. nóv- ember 1987. Fer það hér á eftir: „Kæri Nick. Howard Perlow lét mig fá í hendur þýðingu á frétt, sem birt- ist í Tímanum og fjallaði um for- feður mína (íslenska?). Mér datt í hug, að þú vildir hafa mín svör við henni ef þú yrðir spurður. Fyrir það fyrsta er fréttin röng. Langafi minn í föðurætt kom frá Ballyporeen á Írlandi. Þar er krá nefnd eftir mér og þar hef ég skoðað kirkjubækurnar, sem eru öllum opnar. Sjálfur er ég fæddur í Tampico í Illinois eins og í kirkjubókunum stendur og auk þess man bróðir minn vel eftir fæðingu minni. Var hann ekkert allt of ánægður með hana því hann langaði í systur. Enn eru nokkrir á lífi af þeim, sem mundu eftir fæðingu minni, þótt flestir séu að sjálfsögðu látn- ir. Þekkti ég það fólk vel og hvernig tengslum þess við fjölskyldu mína var háttað. Nick, ég er dálítið hissa á þessari frétt. Raunar veit ég, að auk mín bera að minnsta kosti tveir aðrir menn þetta nafn, Ronald Reag- an. Annar var lög- reglumaður í Sacra- mento þegar ég var ríkisstjóri en hinn foringi í hernum í síðari heimsstyrjöld. Ég hef aldrei hitt hann en aðrir foringjar, sem þekktu til hans í Ft. Bennington, sögðu, að hann hefði stundum þóst vera leikar- inn Ronald Reagan. Hann vildi þó ekki gefa eiginhandaráritanir, sagði, að herinn hefði bannað sér það. Nóg um það. Þessi R.R., sem hér heldur á penna, er af írskum, enskum og skoskum ættum og eina heimsókn mín til Íslands enn sem komið er, var þegar Gorb- atsjev aðalritari bauð mér þang- að. Sem sagt. Þetta var heilmikil fjölskyldusaga í Tímanum en hún átti bara ekki við um mig. Skilaðu kærri kveðju til konu þinnar. Ron“ Ekki pennalatur Bókin, sem er dálítið úrval af bréfaskriftum Reagans, hefur fengið góða dóma í Bandaríkj- unum og ljóst er, að hann hefur verið pennaglaðasti Bandaríkja- forseti frá því Thomas Jefferson leið. Alls eru varðveitt bréf frá honum meira en 10.000 talsins. Reagan var ekki af íslensk- um ættum Leiðrétti þann misskilning í bréfi til sendiherra Bandaríkjanna hér Ronald Reagan STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum og Frakklandi eru sammála um að létta þurfi skuldbyrði Íraks til að auðvelda endurreisnarstarfið þar og þykir það benda til þess að brugðið hafi til þíðu í samskiptum ríkjanna. Skýrt var frá þessu eftir fund Jacques Chiracs, forseta Frakk- lands, og James Bakers, fyrrver- andi utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, í París í gær. Stjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta sendi Baker til nokkurra Evrópulanda til reyna að fá þau til að afskrifa skuld- ir Íraka sem áætlað er að nemi um 120 milljörðum dollara, 8.800 millj- örðum króna. Baker sagði að unnið yrði að því að létta skuldabyrði Íraks innan „Parísarklúbbs“ nítján lánar- drottna. „Ég tel að við séum öll sam- mála um að mikilvægt sé að létta skuldum af Írak innan Parísar- klúbbsins ef það er mögulegt á næsta ári og ég tel að við höfum náð samkomulagi í höfuðatriðum um stærðirnar í þeim efnum,“ sagði Baker. Franskir embættismenn lögðu þó áherslu á að Parísarklúbburinn gæti aðeins skuldbreytt lánum ríkis- stjórna sem nytu alþjóðlegrar við- urkenningar. Ekki hefur enn verið mynduð írösk ríkisstjórn en stefnt er að myndun bráðabirgðastjórnar fyrir 1. júlí á næsta ári. Sammála um að létta verði á mikilli skuldabyrði Íraks París. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.