Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 60
FÓLK Í FRÉTTUM 60 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Stóra svið Nýja svið og Litla svið CHICAGO eftir J.Kander og F.Ebb Frumsýning su 18/1 kl 20 - UPPSELT 2. sýn fi 22/1 kl 20 - gul kort 3. sýn lau 24/1 kl 20 - rauð kort 4. sýn su 25/1 kl 20 - græn kort 5. sýn fi 29/1 kl 20 - blá kort Fö 30/1 kl 20 - UPPSELT Fö 6/2 kl 20,Lau 7/2 kl 20 LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau 27/12 kl 14 - UPPSELT, Su 28/12 kl 14 - UPPSELT Lau 3/1 kl 14 - UPPSELT, Su 4/1 kl 14, Lau 10/1 kl 14, Su 11/1 kl 14 Su 18/1 kl 14 - UPPSELT, Lau 24/1 kl 14 Su 25/1 kl 14 - UPPSELT, Lau 31/1 kl 14 Su 1/2 kl 14, Lau 7/2 kl 14 - TÁKNMÁLSTÚLKUÐ SÝNING Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is Meira (en) leikhús! TIL SÖLU ALLA DAGA: LÍNU-BOLIR, LÍNU-DÚKKUR ****************************************************************LÍNU-LYKLAKIPPUR, HERRA NÍELS, HESTURINN ****************************************************************GJAFAKORT Á LÍNU LANGSOKK KR. 1.900 **************************************************************** GJAFAKORT Á CHICAGO KR. 2.900 **************************************************************** ALMENN GJAFAKORT - GILDA ENDALAUST SPORVAGNINN GIRND e. Tennessee Williams Forsýning fö 26/12 kl 20 - kr. 1.500 FRUMSÝNING lau 27/12 kl 20 - UPPSELT Su 28/12 kl 20, Fö 2/1 kl 20, Lau 3/1 kl 20 Lau 10/1 kl 20, Su 11/1 kl 20 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Fö 9/1 kl 20 LAU. 20/12 - KL. 15 ÖRFÁ SÆTI LAUS SUN. 21/12 - KL. 15 ÖRFÁ SÆTI LAUS MÁN. 29/12 - KL. 19 ÖRFÁ SÆTI LAUS ATH! SÝNINGAR HÆTTA UM ÁRAMÓTIN ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA Miðasala í síma 562 9700 www.idno.is Opið frá kl. 18 fimmtudags- sunnudagskvöld. Edda Björgvinsdóttir tekur á móti gestum og losar um hömlur á hádegi föstudaga kl. 11.45. Geirfuglar spila á Gamlársnótt Húsið opnar kl. 24.30. Carmen Tónleikar gullmolar úr Carmen Fös. 19. des. Tenórinn Lau. 27. des. kl. 20.00. Laus sæti Sellófon Gríman 2003: „Besta leiksýningin“ að mati áhorfenda Þri. 30. des. kl. 21.00. UPPSELT Fös. 2. jan. kl. 21.00. nokkur sæti WWW.sellofon.is og sellofon@mmedia.is Leikhópurinn Á senunni nýtt barnaleikrit eftir Felix Bergsson Sun. 21. des. kl. 14. Lau. 27. des. kl. 14. uppselt Lau. 27. des. kl. 16. uppselt Sun. 28. des. kl. 14. Sun. 28. des. kl. 16. örfá sæti Miðasala í síma 866 0011 www.senan.is FIMM menntaskólakrakkar setj- ast inn í Chevrolettinn og halda af stað í helgarfrí. Áfangastaðurinn af- skekktur kofi úti á eyðilegri mörk- inni. Á leiðinni byrgja þau sig upp í verslun í nágrenninu, þau eru komin innan um heldur óárennilega fjalla- búa og áreiti liggur í loftinu. Fimm- menningarnir koma sér fyrir í kof- anum og vandræðin hefjast samstundis. Óboðinn gestur abbast upp á þau, hann er illa haldinn af húðsjúkdómi svo þau sjá þann kost vænstan að senda hann inn í eilífð- ina. Það er blábyrjunin. Víða hefur komið fram að höfund- urinn, Eli Roth, fékk hugmyndina að þessum B-hrolli austur á Selfossi og þar með komin skýringiun á tilvist Kofakvilla í íslenskum kvikmynda- húsum. Myndin minnir nokkuð á verk Georges Romero, groddaleg, hrá og andstyggileg. Slíkar hroll- vekjur eiga sér lítinn en hundtrygg- an áhorfendahóp, aðrir láta sér fátt um finnast. Myndin er gerð af van- efnum og ber þess glögg merki – hér er ekki átt við peningahliðina heldur handritið og hugmyndina. Lausir endar úti um allt sem draga úr heild- aráhrifunum. Krakkarnir eiga t.d. að vera niðurkomnir á hjara veraldar en slæðast ekki svo í einhverja fjar- lægð frá kofanum (sem býður upp á flest nútímaþægindi), að þeir verði ekki varir mannaferða eða hitti ná- granna – þótt þeir séu ekki beinlínis eftirsóknarverðir. Þar með er ein undirstaðan – einangrunin – brostin. Roth tekst bærilega að láta söfnuð- inum bregða og fylla hann ógeði, því brelluvinnan er sómasamleg og húð- sjúkdómar eitur í beinum fríðra tán- inga. Leikhópurinn virðist lítt vanur en stendur sig hvorki vel né illa. Kofakvilli á sín auðgleymdu augna- blik. Vondir menn og veirur KVIKMYNDIR Háskólabíó, Sambíóin Leikstjórn: Eli Roth. Handrit: Eli Roth og Randy Pearlstein. Kvikmyndatökustjóri: Scott Keyan. Tónlist: Nathan Barr. Aðalleikendur: Rider Strong, Jordan Ladd, Joey Keim, Cerina Vincent, James De- Bello. 95 mínútur. Lion’s Gate Films. Bandaríkin 2002. Kofakvilli (Cabin Fever) Sæbjörn Valdimarsson „Roth tekst bærilega að láta söfnuðinum bregða og fylla hann ógeði,“ segir í umsögn um Kofakvilla. PÁLL Óskar Hjálmtýsson á að baki fjölbreyttan feril. Og langan – gæti maður freistast til að bæta við, en við nánari athugun kemur í ljós að það er aðeins áratugur liðinn frá því fyrsti sólódiskur hans kom út, þó að hann hafi áður sungið hlutverk Frankenfurters í Rocky Horror jafnt á sviði sem á disk auk afreka hans á unglingsárum. Á þessum ferli hefur hann sýnt á sér svo margar ólíkar hliðar að það er aug- ljóst að hann á auðvelt með að skapa ímynd sem hæfir hverju nýju verk- efni. Á þessum disk, Ljósin heima, teng- ir Páll Óskar saman tvo heima, heim nútímaballöðunnar og heim sígildra sönglaga frá fyrri tímum. Þrjú lög eft- ir Hreiðar Inga Þorsteinsson eru eins og mitt á milli þessara tveggja póla en gefa tónlistinni jafnframt nýja vídd. Hörpuleikur Moniku Abendroth á jafn vel við á öllum þessum vígstöðv- um, hörpuhljómarnir tengja lögin á disknum saman í heildstætt hljóðróf en dúettar Páls Óskars og Sigrúnar, systur hans, og kórsöngur eru notaðir til að brjóta upp samspil raddar Páls Óskars og hörpusláttar Moniku í tveimur tilfellum. Hreiðar Ingi Þorsteinsson hefur sótt í sig veðrið frá því að hann þreytti frumraun sína á fyrstu plötu Páls Óskars og Moniku fyrir tveimur ár- um. Þar átti hann þrjú lög auk upp- hafs- og lokastefs. Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá ungt tónskáld semja lög við ljóð Davíðs Stefánsson- ar, „Hörpuna“ og „Jólakvöld“, hvort á sinn diskinn. Nefna má að Hreiðar Ingi átti sex lög við ljóð Nínu Bjarkar Árnadóttur á disk Hólmfríðar Jó- hannesdóttur, Rautt silkiband, sem kom út í fyrra. Það verður spennandi að fylgjast með lagasmíðum hans í framtíðinni, hann nær að sameina fornar hefðir og persónulegan stíl og búa til eitthvað alveg einstakt. Páll Óskar hefur greinilega mjög breiðan tónlistarsmekk. Elsta lagið sem er til eftir hann á hljómdiski sem er eitthvað í áttina við hljóminn sem er ríkjandi hér er „Komdu aftur“ af disknum sem heitir einfaldlega Páll Óskar frá 1995. Það er því greinilegt að þessi djúpi og rólyndi persónuleiki hefur blundað með skapara sínum í mörg ár. Yfir disknum sem kom út í fyrra með afrakstri samvinnu hans við Moniku Abendroth, Ef ég sofna ekki í nótt, ríkti tregafullur andi ást- arsorgar. Hér eru trú, von og kær- leikur tekin við stjórntaumunum, kyrrlát lífsgleði, trúarvissa og jafnvel endurheimt traust á ástinni setja helst svip á gripinn. Eftirtektarverðustu lögin eru „Himinganga“ eftir Howard Blake og svo hið gullfallega lag Chris DeBurgh „A Spaceman Came Travelling“, bæði í út- setningu Karls Olgeirs Olgeirssonar. Þar set- ur söngur Hljómeykis undir stjórn og í kórút- setningu Hreiðars Inga svo mikinn svip á lögin að slær gersam- lega út frumgerðirnar. Hin undurhlýja rödd Páls Óskar á einstak- lega vel við svipmikinn bakgrunninn. Sama má segja um lag John Dowlands, „Come Again“ frá lokum sex- tándu aldar, en þar syngur hann með sex manna sönghópi. Þrautskólaður sópran Sigrúnar Hjálmtýs- dóttur nýtur sín vel í þeim tveimur lögum sem systkinin syngja saman – eða í raun skipta með sér flestum er- indanna. Rödd hennar er að sjálf- sögðu býsna ólík rödd bróður hennar en skyldleikinn leynir sér ekki í hljómnum og einlæga túlkunina eiga þau sameiginlega. Hörpuleikur Mon- iku Abendroth, sem gegnir svo stóru hlutverki á disknum öllum, er fram- úrskarandi, hljómurinn jafn, fínleg hrynjandin framúrskarandi vel unnin og túlkun hennar jafn dreymandi fal- leg og allt annað sem heyrist á þess- um disk. Þessi diskur nær jafnvel enn sterkari tökum við endurtekna hlustun. Þessi rólega, seiðandi tónlist setur sterkan svip á aðventuna og finnur sér fastan samastað í geisla- spilaranum uns önnur jólalög hljóma eingöngu úr bílútvarpinu og um kringlur heimsins. Auk fyrstu ellefu laganna, sem mynda mjög sterka og sannfærandi heild, fljóta með sem aukalög í nýrri útsetningu fyrir rödd Palla og hörpu Moniku „Ást við fyrstu sýn“, lag Magnúsar Þórs Sigmundssonar sem áður hefur komið út á stuttdisk með „Mínum hinsta dansi“ og „Yndislegt líf“ („What a Wonderful World“) sem flestir minnast helst vegna hins dí- sæta myndbands þar sem Páll Óskar skapaði heim í kringum meðfædda bjartsýni sína og jákvæði. Enn fleiri lög, tekin upp á hljómleikum, fylgja með sem ítarefni fyrir þá sem búa að góðri tölvu auk mynda og texta. Loks má minnast á útlitshönnun disksins sem er í stíl við þau gildi sem helst ber á góma í textanum og skynja má í gegnum ljúfa hörpuhljóma og innileg- an sönginn. Tónlist Trú, von og kærleikur Páll Óskar og Monika Ljósin heima Skífan Páll Óskar Hjálmtýsson, söngur; Monika Abendroth, harpa. Einnig syngur Sigrún Hjálmtýsdóttir með Páli Óskari í tveimur lögum. Kórsöngur: Sex manna kór í „Come Again“ og Hljómeyki í tveimur lög- um. Hljóðfæraleikur: Auður Hafsteins- dóttir, 1. fiðla; Bryndís Halla Gylfadóttir, selló; Gréta Guðnadóttir, 2. fiðla; Guð- mundur Kristmundsson, lágfiðla; Hall- fríður Ólafsdóttir, flauta; Hávarður Tryggvason, kontrabassi; Karl O. Olgeirs- son, celesta og hljómborð; Margrét Krist- jánsdóttir, 1. fiðla; Ólöf Óskarsdóttir, selló, viola da gamba; Pálína Árnadóttir, 2. fiðla; Steef van Oosterhout, pákur og slagverk; og Þórunn Ósk Marinósdóttir, lágfiðla. Lög eftir Áskel Jónsson, Howard Blake, Chris DeBurgh, John Dowland, Hreiðar Inga Þorsteinsson, Ingibjörgu Þor- bergs, Sir Thomas Moore, Magnús Þór Sigmundsson og Randy Newman. Upp- tökustjórn: Karl Olgeir Olgeirsson. Upp- taka, hljóðblöndun og hljómjöfnun: Sveinn Kjartansson. Útsetningar: Ástvaldur Traustason, Hreiðar Ingi Þorsteinsson, Karl Olgeir Olgeirsson, Monika Abendroth og Þórir Baldursson. Margmiðlun: Steinn hjá Góðu fólki. Umslag og hönnun: Ámundi hjá Góðu fólki. Útgefandi: Skífan. Sveinn Haraldsson Ljósin heima inniheldur „seiðandi tónlist setur sterkan svip á aðventuna og finnur sér fastan sama- stað í geislaspilaranum uns önnur jólalög hljóma eingöngu úr bílútvarpinu og um kringlur heimsins.“ KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Elton John, Sting, Bono José Carreras, Plácido Domingo og Lou Reed voru meðal gesta í brúðkaupi óperusöngvarans Luciano Pavarotti, sem kvæntist fyrrverandi ritara sínum á laugar- dag. Um 1.200 manns var boðið í veisluna eftir athöfnina, sem fram fór í heimabæ hans, Modena á Ítalíu. Pavarotti, er 68 ára, en eiginkona hans, Nicoletta Mantovani, er 34 ára. Hjónin eiga eina dóttur, sem er eins árs. Pavarotti söng ekki í eigin brúð- kaupi, en Andrea Bocelli söng Ave Maria fyrir veislugesti, að sögn an- anova.com. Mikil skipulagning var fyrir veisluna, en kokkar frá New York og Mílanó höfðu undirbúið sig í heilt ár. Pavarotti skildi við fyrri eiginkonu sína, Adua, fyrir tveimur árum. Reuters Pavarotti ásamt eiginkonunni Nic- oletta Mantovani og 11 mánaða gamalli dóttur sem heitir Alice. Pavarotti genginn út SMS FRÉTTIR mbl.is LJÓSMYNDIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.