Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 41
ustu stuðningsmönnum Bæjarmála- félagsins og formaður þess um skeið eða allt er hann veiktist af þeim sjúk- dómi sem nú hefur lagt hann að velli. Þorvaldur var hafsjór fróðleiks og eiginlega okkar alfræðiorðabók þeg- ar kom að málefnum skóla og skipu- lagsmála hér á Seltjarnarnesi. Missir okkar er því mikill. En við munum einnig sakna góðs vinar sem alltaf var tilbúinn að ræða málin, jafnvel helsjúkur í einangrun var hann með okkur á fundum með hjálp tækninn- ar. Það er ekki hægt að skrifa minn- ingargrein um Þorvald án þess að láta þess getið að með honum er fall- inn frá einn öflugasti talsmaður barna í Mýrarhúsaskóla, því engan höfum við þekkt sem hefur barist jafn mikið fyrir bættri skólalóð við Mýrarhúsaskóla og hann. Hans draumur var að hún yrði stækkuð og þar yrði smá gras en ekki bara steypa. Við munum halda minningu Þorvaldar á lofti með því að gera okkar besta til að gera bæinn okkar betri. Við sendum eiginkonu hans og sonum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Tíminn læknar engin sár en hann getur hjálpað okkur með að lifa með þeim. Fyrir hönd Bæjarmálafélags Sel- tjarnarness, Ingibjörg S. Benediktsdóttir. Réttsýnn og góður drengur er fall- inn frá langt um aldur fram. Kynni okkar Þorvaldar Árnasonar voru ekki löng en nú þegar hann er kvadd- ur finnst mér ég hafa kynnst honum allnáið. Eftir að hann lagðist inn á sjúkrahús í haust sýndi hann mér þann heiður að tala við mig í síma nokkrum sinnum í viku af sjúkrabeði sínum, þaðan sem hann átti ekki aft- urkvæmt. Símtölin snerust um sam- eiginlegt áhugamál okkar, bæjarmál- efnin á Seltjarnarnesi. Sannast sagna held ég að það hafi jafnvel auðveldað honum banaleguna að sitthvað var að gerast í málefnum Seltjarnarness þessar vikur sem hann háði dauðastríð sitt af einskæru æðruleysi. „Ég hef það skítsæmi- legt“ sagði hann jafnan hressilega þegar talið barst að líðan hans og um það vildi hann sem minnst ræða. Lík- amlegri heilsu hans hrakaði hratt en áhuginn á málefnum líðandi stundar var samur allt þar til yfir lauk. Við kynntumst sem keppinautar í prófkjöri Bæjarmálafélags Seltjarn- arness í nóvember árið 2001, sótt- umst bæði eftir að leiða lista félags- ins í bæjarstjórnarkosningunum vorið eftir. Að loknu prófkjöri sner- um við bökum saman í kosningabar- áttunni fyrir hönd Neslistans. Ég hafði kannski ekki fyllilega áttað mig á hvað heyrði til, þ.e. að standa fyrir utan Hagkaup og ónáða fólk með boðskap Neslistans! Það óx mér vissulega í augum. Í þeim efnum reyndist Þorvaldur mér og öðrum samherjum sínum sannkallaður lærimeistari. Þar kom eldmóður hans vel í ljós. Hann átti einkar auðvelt með að taka fólk tali, var svo hress í bragði og lá svo mikið á hjarta að ég skynjaði fljótt að þetta gæti bara orðið skemmtilegt. Þannig reyndist það líka, þökk sé honum. Þorvaldur var verkfræðingur að mennt og lét sig skipulagsmál á Sel- tjarnarnesi miklu varða. Það var enginn persónulegur metnaður sem rak hann áfram í bæjarpólitíkinni heldur fyrst og síðast sterk sannfær- ing fyrir því hvernig best væri að haga hlutunum. Hann hafði um tíu ára skeið barist einarðlega fyrir stækkun skólalóðar Mýrarhúsaskóla. Hann mótmælti einnig kröftuglega öllum hugmynd- um um blokkabyggð í nánd við skól- ann. Hann benti á að slíkar áætlanir hefðu í för með sér að skólabörnin og íbúar í íbúðum aldraðra við Skóla- braut fengju ekki notið sólar sem skyldi í skammdeginu. „Útsýni og skammdegissól verða dýrmætari eftir því sem æviárunum fækkar,“ skrifaði Þorvaldur í Nes- fréttum skömmu áður en hann lagð- ist banaleguna. Hann var ágætlega ritfær og skrifaði oft hressilega pistla um bæjarmálin á Seltjarnarnesi. Við vorum ekki alltaf sammála, fjarri því. Hann var fastur fyrir og ákveðinn og það var hreint ekki auð- velt að fá hann til að skipta um skoð- un. Það var sannarlega betra að hafa hann með sér en á móti. Hann var formaður Bæjarmálafélags Seltjarn- arness um árabil og varamaður Nes- listans í bæjarstjórn. Þorvaldur var ímynd hreystinnar, hljóp reglulega á Seltjarnarnesi,í því umhverfi sem honum var svo annt um, og virtist sérlega vel á sig kominn, grannur og spengilegur. Engu að síður varð hann á skömmum tíma að lúta í lægra haldi fyrir banvænum sjúk- dómi. Fyrir hönd Neslistans þakka ég Þorvaldi alla liðveisluna, baráttu- gleðina og vináttuna. Við sem eftir stöndum munum leitast við að halda baráttumálum hans á lofti. Guðfinnu Emmu, eiginkonu hans, og sonunum tveimur sendi ég inni- legar samúðarkveðjur nú þegar þau sjá á bak ástríkum fjölskylduföður. Megi boðskapur jólanna um ljósið sem skín í myrkrinu styðja þau og styrkja. Guðrún Helga Brynleifsdóttir. Þorvaldur var mannkostamaður. Hann hlaut í vöggugjöf bjartsýni og létta lund, dugnað og ósérhlífni. Þor- valdur bætti umhverfi sitt. Vorið 2003 hlupu Seltirningar í stórum hring umhverfis Valhúsahæð. Það þurfti að stjórna umferðinni á stærri gatnamótum svo allt færi slysalaust fram. Þorvaldur, bekkjarbróðir okk- ar, var umferðarstjóri á þessum sól- bjarta laugardegi. Kraftur geislaði frá honum þar sem hann bægði bíl- stjórum frá og hvatti unga sem aldna til þess að gefast nú ekki upp. Skóla- systkini Þorvaldar í Menntaskólan- um í Reykjavík kynntust þessum eig- inleikum hans vel. Vorið 1978 þreytti Þorvaldur stúdentspróf. Á þessum vordögum var fleira gert en að reikna, framkvæma tilraunir og skilja torræða togkrafta. Það var far- ið á ball í Sigtún, á dimmisjón var brugðið sér í gervi jólasveina, og í leikfimi var hlaupið í kringum Tjörn- ina. Þorvaldur var traustur og góður félagi okkar í MR, hugsunin frjó og skopskynið einstakt. Nú, aldarfjórð- ungi síðar, hleypur hann ekki framar eða glímir lengur við flóknar verk- fræðijöfnur. Við ferðalok þakka und- irrituð Þorvaldi fyrir samfylgdina. Megi minningin um góðan dreng lýsa upp sárasta skammdegið. Bekkjarsystkini í 6.-X í MR 1978. Síðustu fimm ár höfum við í Trimmklúbbi Seltjarnarness notið þess að hlaupa með góðum félaga okkar, Þorvaldi Árnasyni. Það er sérstakt samband sem myndast á milli fólks sem æfir saman langhlaup. Á meðan kílómetrarnir eru lagðir einn af öðrum gefst tími til að spjalla um allt, hvað hugann og hjartað lyst- ir. Við lítum á æfingarnar sem rækt- un sálar ekki síður en líkama og segj- um stundum að flest vandamál leysist á hlaupum í vinahópi, lands- málin eru tekin út, heimsmálin, barnauppeldi, persónuleg mál eins og ástir og hjónabönd, bókmenntir og allt sem á brennur hverju sinni. Engum leiddist sem hljóp með Þor- valdi, nóg var umræðuefnið. Þorvaldur var umhyggjusamur um félaga sína, hvetjandi, glettinn og viðræðugóður. Á síðasta ári veiktist hann af krabbameini og komu veik- indin til tals á hlaupum, þó ekki oft, því Þorvaldur var ekki maður mæð- unnar. Hann leyfði okkur að fylgjast með gangi mála, sagði okkur hreint og beint frá stöðunni hverju sinni og var fullur baráttuvilja. Það var okkur nokkurt áfall að vita að hann, af öll- um, þessi hraustlegi, kröftugi og sporlétti maður, væri svo alvarlega veikur enda bar hann það ekki með sér fyrr en undir lokin. Í júní sl. skráði hann sig fyrstur manna í gönguferð með félögum sín- um í TKS upp Virkisjökul á Hvanna- dalshnjúk. Skipaði hann sér í vösk- ustu uppgöngusveitina. Vegna veðurs var snúið við þegar 200 m voru ófarnir á tindinn. Það er erfitt að gera sér í hugarlund hvílíkt afrek gangan var hjá Þorvaldi eftir langa og stranga lyfjameðferð, enda vorum við full aðdáunar. Rætt var um að reyna aftur að ári og strengjum við þess nú heit að ná á tindinn síðar í minningu hans. Þó vinur okkar gæti ekki hlaupið með okkur síðustu mánuði þá kom hann gjarnan og kastaði á okkur kveðju þegar hann fékk leyfi frá sjúkrahúsinu, síðasta sinn í jólaboði okkar þann 6. des. Þá kom hann í dyragættina og óskaði hópnum gleði- legra jóla. Það voru okkur vonbrigði að hann mátti ekki setjast hjá okkur því hann átti að vera í einangrun. Nú er þessi stutta stund okkur dýrmæt minning. Við munum sakna sárt þessa fé- laga og vinar sem yfirgaf okkur alltof fljótt og geyma með okkur ótal minn- ingar um góðan dreng. Við sendum Emmu, Ágústi og Emil okkar inni- legustu samúðarkveðjur, svo og öðr- um ástvinum sem nú eiga um sárt að binda. Félagar í Trimmklúbbi Seltjarnarness. Andlátsfregn þín var þungt högg, félagi. Kannske þyngra fyrir það hve vel þér tókst að smita aðra með bjartsýni og von um bata. Vol og væl víðsfjarri þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm og meðferð sem sannarlega tók sinn toll. Að geta einblínt í æðruleysi á framtíðina við þær aðstæður er kjarkur og eiginleiki sem ekki er öll- um gefinn, en þú hafðir í svo ríkum mæli að aðdáunarvert var. Það var hnípinn og hljóður hópur skokkfélaganna í Trimmklúbbi Sel- tjarnarness sem hitaði upp fyrir framan sundlaugina daginn sem þú kvaddir. Það kom hins vegar ekki annað til greina en að mæta og halda áfram samkvæmt dagskrá, annað hefði verið stílbrot gagnvart þér og þvert á þín prinsipp. Veðrið sem við fengum í skokkinu þetta kvöld var einstakt, sindrandi norðurljós og heiðskír, tunglbjört vetrarstillan sveipaði framnesið ævintýraljóma. Mér varð á orði við félagana að það væri ljóst að Þorvaldur væri farinn að láta til sín taka í skipulagsmál- unum í efra og farinn að beita sér gegn skuggamyndun þar ekki síður en hann gerði í mannheimum. Það væri ólíklegt annað en að hann myndi hafa þar eitthvað fyrir stafni. Hún var djúp þögnin í Seltjarnarnes- kirkju þegar við félagarnir komum þar saman eftir skokkið, að sjálf- sögðu í hlaupagöllunum, hvað annað, til þess að eiga saman kyrrðar- og minningarstund og reyna að sættast við hin ósanngjörnu málalok. Það er skarð fyrir skildi hjá okkur félögunum í Bæjarmálafélagi Sel- tjarnarness og Neslistanum. Brenn- andi í anda og áhuga mættir þú á fundi hjá okkur þrátt fyrir veikindin til þess að undirbúa bæjarstjórnar- fundi hvenær sem þú mögulega gast. Fylgdist vel með öllu sem á gekk og vel virkur með fartölvuna við hlið þér á spítalanum. Enda vildir þú vera vel með á nótunum þegar þú kæmir til baka, úthvíldur og endurnærður, eins og þú orðaðir það einhvern tím- ann. Í daglegu amstri sést manni stund- um yfir litlu hversdagslegu hlutina, sem samt hafa svo mikla þýðingu, ekki síst þegar þeir eru horfnir. Ég á vafalaust eftir að líta fram eftir Skólabrautinni af svölunum hjá mér í sumar til þess að athuga hvort þú standir ekki á þínum, svona rétt til þess að veifa og láta vita af mér. Nú er heldur ekki um það að ræða leng- ur að taka saman stutt spjall þegar annar gengur fram hjá húsi hins og hann er úti við. Nú eru líka hljóðnuð símtölin sem við áttum mörg um bæj- armálin á Nesinu. Símtölin þegar þú brýndir mig til dáða eða komst með nýjar hugmyndir. Tölvupósturinn var líka þarfaþing og mikið notaður í sama tilgangi. Það er ýmislegt að finna í möppunni sem ég merkti þér sérstaklega, geymt en ekki gleymt og kemur að notum síðar. En minningin verður ekki frá okk- ur tekin. Hún lifir minningin um góð- an dreng og traustan félaga. Vonandi getið þið Emma mín, Emil og Ágúst sótt í hana styrk og huggun á erf- iðum stundum. Árni, Svala, Einar og Eygló. Hlaupafélagi og vinur er fallinn frá. Minningarbrotin hlaðast upp: Þorvaldur kemur hlaupandi á æfingu af miklum krafti, of seinn en kátur að vanda. Spyr okkur félaga hvað sé títt en síðan vindur hann sér að máli mál- anna hverju sinni. Það er af mörgu að taka því fátt var Þorvaldi óviðkomandi, sér í lagi það sem gerðist í hans bæjarfélagi, Seltjarnarnesi. Á löngum hlaupum eru málin krufin af miklum móð, enda fóru saman hjá Þorvaldi frá- sagnargáfa, eldmóður, góðar gáfur, raungreinahugsun og einlægur póli- tískur áhugi. Aldrei var lognmolla kringum hann því ekki voru allir sammála þegar að pólitík og bæjarmálum kom. En Þorvaldur lét ekki duga að ræða málin, hann var baráttumaður í raun og fylgdi áhugamálum sínum eftir af dugnaði. Hann var ekki lengi að hlaupa sig upp í hlutverk forystusauðar í Trimmklúbbi Seltjarnarness. Ekki taldi hann það vera vegna þess hversu góður hlaupari hann væri, að hann leiddi hópinn, heldur væri hann alltaf að „elta þann næstfremsta úr hópnum“ þó að viðkomandi væri allt- af skrefi aftar en hann. Höfum við oft hent gaman að ýmsum tilsvörum Þorvaldar eins og þegar hann lenti óvart í „slæmum félagsskap“ sem varð til þess að hann hljóp í fyrsta sinn 25 km í stað 10 eins og hann hafði gert áður. Það var Þorvaldi einum lagið að draga fram ótal víddir í hverju máli. Það kom best fram þegar umræða um skipulag Hrólfskálamelsins stóð sem hæst. Hann fór og mældi út með hornafræðikunnáttu sinni að barna- skólalóð fyrirmyndarbæjarfélagsins yrði nánast öll í skugga. Hann fann því næst samsvörun um „skuggalíf“ í bókmenntum, jafnt barna sem full- orðinna. Að því loknu skrifaði hann greinar í blöðin til að upplýsa sem flesta er málið varðaði. Hann mætti á góðum dögum eftir að veikindin fóru að hrjá hann og hljóp stuttan hring til þess að bæta andann eins og hann sagði. Alltaf var jafn ánægjulegt að fylgja honum þennan hring, ræða bæjarmálin og létta á sálinni, en oftar var það við- mælandinn sem fékk upplyftinguna þar sem hann gat hresst alla með já- kvæðni og skemmtilegri glettni sem einkenndi hann. Við trúðum því líka að ef einhver gæti unnið stríðið við veikindin væri það hann Þorvaldur okkar, með sitt jákvæða hugarfar, sterku lífgleði og hrausta líkama. Við sendum Emmu, Ágústi og Em- il okkar innilegustu samúðarkveðjur. Elísabet og Guðjón. Það er undarleg tilfinning að kveðja þig, kæri vinur, þú sem sást ekki vandamál, heldur lausnir. Ef vandamálin voru flókin, fór hugur þinn á flug og þú sást allt aðra fleti en við sem vorum með þér. Ófáar voru stundirnar sem þú reyndir að sannfæra okkur í pólitík- inni og þú varðst alltaf að hafa síð- asta orðið. Það var alltaf stutt í brosið, góða skapið og útgeislunina frá þér, sem við samferðamenn þínir nautum og smituðumst af. Við hjónin biðjum guð að styrkja Emmu, Ágúst, Emil og fjölskylduna í minningu um góðan dreng. Far þú í friði. Teitur Gústafsson. Brosið Þorvaldar Árnasonar náði alltaf til augnanna. Þegar aðrir stóðu sig ekki sem skyldi í félagsmálastarfi og komu með misgóðar afsakanir brosti Þorvaldur eins og til að segja að það skipti ekki máli. Verkefnið væri framundan og óþarft að fjasa um liðna tíð. Sjálfur þurfti Þorvaldur ekki að afsaka sig. Hann skilaði ávallt frá sér. Það lá í náttúru Þorvaldar að leita lausna og það var mesti styrkur hans í félagsstarfi samtímis sem hann var laus við hégóma sem vill stundum gera fólki torvelt að starfa saman. Hæfileiki hans til að sjá lausnir á að- skiljanlegum viðfangsefnum gerði Þorvald að ómetanlegum liðsmanni í bæjarmálastarfinu. Í skipulagsum- ræðu naut hann verkfræðimenntun- ar sinnar til fullnustu og gat á skömmum tíma útskýrt flóknin tæknileg atriði. Þegar Þorvaldur var búinn að mynda sér skoðun var fátt sem hagg- aði honum. Þó var honum fjarri óbil- girni og yfirgangur og var ávallt tilbúinn í frekari umræðu. Ef hann varð undir tók hann því án þess að gefa frá sér sannfæringu sína. Þorvaldur Árnason var einn af stofnendum Samfylkingar Seltirn- inga og hafði áður verið traustur liðs- maður Alþýðuflokksins. Hann ein- beitti sér að bæjarmálapólitíkinni og hafa Seltirningar misst góðan tals- mann fyrir bættu samfélagi. Blessuð sé minning Þorvaldar Árnasonar og megi góður guð vernda og styrkja Guðfinnu Emmu og börn- in. Páll Vilhjálmsson. SJÁ SÍÐU 42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 41 Legsteinar og englastyttur Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 Verið velkomin Englastyttur og ljósker á le iði Englasteinar Eiginmaður minn, BENEDIKT ÓLAFSSON, Hvassaleiti 58, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánu- daginn 15. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Þórunn Sigurjónsdóttir. Móðir okkar, SIGRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR frá Laugum í Súgandafirði, síðast búsett á Nönnugötu 8 í Reykjavík, andaðist þar sunnudaginn 14. desember. Kjartan Ólafsson, Pétur Jónasson, Friðbert Jónasson, Sigríður Jónasdóttir, Kristmundur Jónasson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.