Morgunblaðið - 24.12.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.12.2003, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ lagsins hafi gengið fádæma vel og arðsemi verið góð. Stjórnendur Pharmaco séu stórhuga og það sé stefna fyrirtækisins að halda áfram að vaxa hratt á samheitalyfjamark- aðinum. Fyrri árangur fyrirtækisins gefi góð fyrirheit um að það takist. Páll segir að rekja megi hluta af hækkun á verði hlutabréfa Pharmaco til reynslu og styrks félagsins á mörk- uðum í A-Evrópu, en vaxtarmögu- leikar á þeim mörkuðum séu umtals- verðir þar sem efnahagurinn þar hafi tekið mikinn kipp undanfarin ár. Góð- ar horfur í Austur-Evrópu hafi leitt til verulegrar lækkunar á ávöxtunar- kröfu í myntum þessara landa sem aftur leiði til þess að framtíðartekju- streymi Pharmaco frá þessum lönd- um sé meira virði. „Greiningardeild Kaupþings Bún- aðarbanka hefur lengi mælt með sölu á bréfum Pharmaco en verðmæti fé- lagsins byggist á bæði áætlunum og þeim upplýsingum sem liggja fyrir. Það að virði félagsins er hærra þýðir að markaðsaðilar hafa hærri vænt- ingar til félagsins en þær áætlanir sem greiningardeild leggur til grund- vallar verðmati sínu,“ segir Páll. Guðmunda Ósk Krisjánsdóttir, sér- fræðingur á greiningardeild Lands- banka Íslands, segir að væntingar til Pharmaco séu miklar sé tekið mið af hækkun á hlutabréfum félagsins frá VERÐ á hlutabréfum Pharmaco er hærra en verðmat greiningardeilda bankanna gerir ráð fyrir. Gengi hlutabréfa félagsins hefur hækkað um rúmlega 180% frá áramótum, en hækkunin hefur verið nánast sam- felld mestallt árið. Í gær námu við- skipti með Pharmaco um 700 millj- ónum í Kauphöll Íslands. Lækkaði gengi þeirra um 0,2% og er nú 41,8. Það að virði hlutabréfa Pharmaco er hærra en greiningardeildir bank- anna gera ráð fyrir þýðir að markaðs- aðilar hafa meiri væntingar til félags- ins en greiningardeildirnar. Sér- fræðingar hjá greiningardeildum bankanna segja að í núverandi verði hlutabréfa Pharmaco séu þegar inni- faldar væntingar um að félagið skili afkomu á næsta ári sem sé umfram markmið félagsins. Því sé hætta á að fjárfestum í Kauphöllinni í London muni finnast núverandi verð hluta- bréfa Pharmaco hátt. Fyrri árangur Pharmaco gefi hins vegar góð fyrir- heit um að sú stefna fyrirtækisins að vaxa áfram hratt á samheitalyfja- markaði muni geta gengið eftir. Hækkun ekki að ástæðulausu Páll Ólafsson, sérfræðingur á greiningardeild Kaupþings Búnaðar- banka, segir að það sé ekki að ástæðu- lausu að hlutabréf Pharmaco hafi hækkað verulega á árinu. Útrás fé- síðustu áramótum. Sérstaklega séu bundnar miklar vonir við næstu tvö ár hjá félaginu en á árunum 2004 og 2005 hyggist Pharmaco markaðssetja mikið af nýjum lyfjum. „Ef allt gengur eftir og þeir standa við markmið sín um að vera með þeim fyrstu á markað með samheitalyfin getur þetta skilað félaginu mikilli arð- semi. Það sem styður einnig við vænt- ingarnar er að æðstu stjórnendur hjá Pharmaco hafa verið að kaupa bréf í félaginu á árinu, þrátt fyrir miklar hækkanir, og mikil kaup Pharmaco á eigin bréfum.“ Guðmunda segir að fram til þessa hafi Pharmaco staðið við eigin áætl- anir í meginatriðum, sem sé mjög mikilvægt í ljósi mikils vaxtar, og dragi það vissulega úr óvissuálagi fjárfesta. „Langtímamarkmið félags- ins eru framsækin þar sem áætlanir næstu árin gera ráð fyrir meiri innri vexti og framlegð en samheitalyfja- markaðurinn í heild er talinn munu skila. Jafnframt gerir félagið ráð fyrir töluverðum ytri vexti sem hefur gengið eftir fram til þessa. Til að gera langa sögu stutta tel ég hins vegar að ofangreindir þættir séu nú þegar komnir inn í verð Pharmaco og gott betur en það,“ segir Guðmunda. Að sögn Stefáns Brodda Guðjóns- sonar, sérfræðings á greiningardeild Íslandsbanka, felur núverandi verð hlutabréfa Pharmaco í sér að fjárfest- ar eru fullir bjartsýni um árangur fé- lagsins á næstu árum. Hann segir að kaup félagsins sjálfs á eigin bréfum að undanförnu ýti undir bjartsýni í þessum efnum. „Ég tel að í núverandi verði bréfa Pharmaco séu þegar innifaldar vænt- ingar um að félagið skili afkomu á næsta ári sem er umfram markmið félagsins. Gengi bréfanna er umtals- vert hærra en síðasta verðmat Grein- ingar Íslandsbanka. Hins vegar ótt- ast ég að fjárfestar vanmeti þá óvissu sem fyrir hendi er og hugsanlega of- meti afkomu næstu ára.“ Stefán Broddi segir að ef litið sé á verðlagningu Pharmaco í samanburði við önnur samheitalyfjafyrirtæki sé ljóst að félagið sé verðlagt svipað og vestur-evrópsk og bandarísk fyrir- tæki. Hins vegar sé Pharmaco mun dýrara en austur-evrópsk fyrirtæki. „Hætt er við að fjárfestum í Kaup- höllinni í London muni finnast núver- andi verð bréfa Pharmaco hátt og því nái félagið ekki þeirri hylli sem vænst er á erlendum markaði. Töluvert vatn mun þó renna til sjávar áður en kem- ur að skráningu Pharmaco í London, fyrstu uppgjör nýs árs munu líta dagsins ljós, árangur af markaðssetn- ingu nýrra lyfja verður kominn í ljós og frekari upplýsingar um kaupin í Tyrklandi verða birtar.“ Mikil hækkun á hlutabréfum Pharmaco á árinu Markaðsvirðið hærra en verðmat greiningardeilda KORTANOTKUN MasterCard dróst saman hjá einstaklingum um 6% vikuna 13.-19. desember sam- anborið við vikuna 14- 20. desem- ber á síðasta ári. Aftur á móti eykst kortanotkun fyrirtækja umtalsvert á milli tímabila eða um 23,2%. Heildarvelta einstaklinga með MasterCard debet- og kreditkort nam alls 710 milljónum króna en fyrirtækja 150,8 milljónum króna vikuna 13.-19. desember sl.                        ! "   #$    % &' (  $  )  *%  +   ) , + -.   -   /   &+ ' /$.+ 0   & ' ' 1 &2 2  $  &.  + 3            456 64 6 764 6 564 6 65 86 68 67 76 86 6 46  565 786 6 86 6 56 46 6 86 6 64 765 6 64 868  5659 569 689 69 649 659 69 69 69 69 569 869 869 569 69 :569   46 64 64 65 67 6 6 6 6 6 56 867 6 6 65  6 6 65 6 68 6 65 65 6 6 86 6 6 6 6  69 7659 :869 869 4689 769 69 869 69 69 69 569 69 69 Dregur úr korta- notkun einstaklinga TUTTUGU stjórnendur ítalska mjólkurvöruframleiðandans Parm- alat eru til rannsóknar vegna gruns um stórfelldan fjárdrátt, en yfir- völd telja að í það minnsta jafnvirði 350 milljarða króna hafi horfið úr sjóðum fyrirtækisins. Financial Times hefur eftir yfirvöldum að þau hafi nú öðlast skilning á meintum brotum, en að peningarnir muni aldrei skila sér til baka. Rannsókn- in hefur aðallega beinst að dóttur- fyrirtæki Parmalat á Cayman-eyj- um, Bonlat, sem var í síðustu viku ásakað um að hafa skilað inn föls- uðum skjölum sem sýndu um 350 milljarða króna eignir. Samkvæmt frétt BBC hafa grein- endur á fjármálamarkaði lengi haft áhyggjur af miklum áhuga fyrir- tækisins á flóknum alþjóðlegum fjármálagerningum og mikilli notk- un afleiðna sem ekki koma fram í efnahagsreikningi. Í fréttinni segir að greinendurnir telji þó að grunn- rekstur fyrirtækisins sé traustur. Talið er að Parmalat, sem er kaupandi að um 8% af mjólkur- framleiðslu Ítalíu, muni fara í gjald- þrotameðferð vegna þeirrar fjár- hagsstöðu sem komin er upp í kjölfar fjárdráttarins. Gert er ráð fyrir að ríkisstjórnin muni grípa inn í til að halda framleiðslunni gang- andi og tryggja að framleiðendur fái greitt fyrir mjólkina sem þeir hafa selt fyrirtækinu. Hjá Parmalat starfa um 36.400 manns og fyrir- tækið er með starfsemi í 30 löndum, einkum í Austur-Evrópu og Suður- Ameríku. 350 milljarða fjárdráttur á Ítalíu NÝR 80 metra langur viðlegu- kantur hefur verið tekinn í notkun í Eskifjarðarhöfn. Sigurþór Hregg- viðsson, hafnarvörður á Eskifirði, segist nú tilbúinn til að taka á móti hvaða skipi sem er og aukinni um- ferð um höfnina. „Framkvæmdir hófust nú í haust og gengu mjög vel. Það er búið að reka þilið og fylla það, setja á bryggjuna bráðabirgðafestingar og dekk, þannig að nú geta skip lagst þar að. Þarna er 10 metra dýpi, sem er með því dýpsta sem þekkist í höfnum hér á landi. Það verður síð- an steypt þekja á bryggjuna næsta sumar og þá er hún fullgerð.“ Eskifjörður var stærsta lönd- unarhöfn landsins á síðasta ári en þá var landað þar um 178 þúsund tonna afla, auk þess þá fóru um 195 þúsund tonn af vörum um höfnina. Í Eskifjarðarhöfn eru fyrir 170 og 130 metra langir viðlegukantar en Sigþór gerir ráð fyrir að vöru- flutningar um höfnina muni aukast á næstu árum, vegna stjór- iðjuframkvæmda á Austurlandi. „Vöruflutningar eru til dæmis mun meiri á þessu ári en í fyrra,“ segir hann. Ný bryggja á Eskifirði Dýpkunarskipið Perla að störfum við nýja viðlegukantinn í Eskifjarðarhöfn. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Sigurþór Hreggviðsson, hafnarvörður á Eskifirði. ANDRÉS Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunarinn- ar, segir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í skaðabótamáli Austur- bakka gagnvart fyrrverandi fram- kvæmdastjóra og stjórnarformanni Íslenskrar útivistar sem rak versl- unina Nanoq í Kringlunni sé einungis hálfleikur þar sem dómnum verði væntanlega áfrýjað til Hæstaréttar. Því þurfi að bíða með endanlega nið- urstöðu í málinu þangað til. Í héraðsdómi voru forráðamenn- irnir fyrrverandi dæmdir til að greiða Austurbakka 9,2 milljónir króna vegna sviksamlegs athæfis þegar rekstur Nanoq hékk á bláþræði. Andrés segir að Samtök verslunar- innar muni fljótlega eftir áramót setj- ast niður með öðrum birgjum sem áttu vörur hjá Nanoq þar sem farið verður yfirhver staða þeirra er með tilliti til niðurstöðu dómsins á mánu- dag. Hlutur SPRON athyglisverður Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að af gögnum málsins var fjár- hagsstaða félagsins með þeim hætti er umrædd viðskipti fóru fram, að forráðamönnum félagsins var löngu orðið skylt að gefa bú félagsins upp til gjaldþrotaskipta. Þá lá fyrir að allar eignir félagsins sem og bankareikn- ingur þess voru veðsettar SPRON sem hafði veitt félaginu yfirdráttar- heimild í sex mánuði frá áramótum 2001/2002. Félagið var því í raun svipt öllum ráðstöfunarrétti yfir fjármun- um sínum. Með þessari veðsetningu urðu því vörur þær sem Austurbakki seldi félaginu þar með veðsettar SPRON frá því þær komu inn í versl- unina. Við þessar aðstæður mátti stefndu vera ljóst að vörurnar yrðu aldrei greiddar af félaginu og var því að mati dómsins um sviksamlegt at- ferli stefndu að ræða, að gera um- deildan samning við Austurbakka og leyna hann um fjárhagsstöðu félags- ins. Með þessari framgöngu sinni bökuðu stefndu sér skaðabótaábyrgð á tjóni sem þeir ollu Austurbakka. Andrés segir hlut SPRON í málinu athyglisverðan. SPRON hafi haldið Nanoq gangandi miklu lengur en réttmætt hafi verið einungis til að tryggja sinn hag sem best og minnka tjón sitt. „Við höfum áhuga á að skoða þetta mál frekar, það er hvernig þetta horfir við sparisjóðnum,“ segir Andr- és. Framhaldið skoðað fljótlega Morgunblaðið/Arnaldur ÚR VERINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.