Morgunblaðið - 24.12.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.12.2003, Blaðsíða 27
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 27 Skógarhlí› 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • Bréfasími 520 4701 • www.hagvangur.is Gle›ilega hátí›! Vi› óskum vi›skiptavinum okkar gle›ilegra jóla og farsældar á komandi ári. fiökkum samstarfi› á árinu sem er a› lí›a. Hagvangur               !"  ! #$%% &  #' # (%)*+ ,-  ./ -  0 1   % -  ) ) .2) !   !                     %+1 %3 41 ++3 1 5  6  % "! þvottavélina og 81,1% þreif baðher- bergið þá vikuna sem könnunin fór fram. Niðurstöðurnar komu á óvart Viðfangsefni í þjóðfélagsfræði í 10. bekk hafa verið einstaklingur- inn, fjölskyldan og samfélagið. Í kennslubókinni var viðhorfskönnun varðandi verkaskiptingu á heimilum og í framhaldinu var ákveðið að nemendur gerðu raunathugun á hvernig málum væri háttað á reyk- vískum heimilum í nóvember 2003. Sigyn Jónsdóttir, nemandi í 10. bekk Hagaskóla, segir að niðurstöð- urnar hafi komið sér á óvart. „Karlar vinna oft meira úti en konur og fá oft hærri laun. Þeir gera því kannski minna á heimilunum.“ Niðurstöðurnar komu skólabróður hennar Stefáni Jökli Stefánssyni ekki eins mikið á óvart. Þau eru sammála um að á heimilum þeirra í framtíðinni muni verkaskiptingin verða jöfn. „Mér finnst að karlar eigi að gera jafnmikið og konur á heim- ilunum. Og ég held að karlar ættu að fara að setja í þvottavél og konur al- veg eins að þrífa bílinn,“ segir Stef- án. Ómar segir að verkefnið hafi gengið vel og flestir sýnt því áhuga. Markmiðið með verkefninu var að nemendur kynntu sér verkaskipt- ingu á heimilunum og tækju eftir hvaða verk væru unnin af hverjum. Konur sinna heimilisverkum ímun meira mæli en karlar,að því er 150 nemendur af 200 í 10. bekk Hagaskóla komust að í könnun sem þeir gerðu á heimilum sínum í nóvember sl. Könnunin var hluti af náminu í þjóðfélagsfræði hjá Ómari Erni Magnússyni kennara. Ekki var tekið með í dæmið hvernig heimilisfólk var samsett, þ.e. hvort um einstæða foreldra væri að ræða eða hvort eingöngu konur eða eingöngu karlar byggju á heim- ilunum. „Þetta var ekki hávísinda- legt en gefur einhverjar vísbend- ingar sem koma vissulega á óvart,“ segir Ómar Örn sem tók niðurstöður nem- enda sinna saman. Þeim var skipt í 4–5 manna hópa og skráðu hjá sér á sérstakt eyðu- blað hver gerði ákveð- in verk á heimilinu eina viku í nóvember. Í ljós kom að 67% húsverka komu í hlut kvenna en 33% sinna karlar. M.a. var athugað hverjir sæju um þvotta, að elda, ganga frá eftir matinn, ryksuga, þurrka af, þrífa baðherbergi, skúra, skipta um ljósaperu, kaupa í matinn, búa um rúm, svæfa yngri börn, þrífa bílinn, fara út með ruslið og vökva blómin. Konur voru í meirihluta í öllu nema að skipta um ljósaperu og þrífa bílinn, en í 61% tilvika skipta karlar um ljósaperu og 58,4% þrífa bílinn. Mestur var munurinn þegar kom að þvotti og þrifum á baðher- bergi. Í 81,2% tilvika settu konur í Einnig að unga fólkið beitti gagn- rýninni hugsun við að skoða stöðuna og spyrja hvort verkaskiptingin sem fram kemur væri eðlileg . Hefðir og uppeldi „Það voru nú nokkrir strákar með stæla og fannst að konur ættu bara að sjá um öll heimilisstörf,“ segir Stefán. Í umræðum í bekkjunum kom m.a. fram að konur eru farnar að vinna meira úti en þær gerðu áð- ur, en samt sem áður hvílir ábyrgðin á heimilum meira á þeim en körlum. Þetta væri hefð sem myndi e.t.v. breytast með tímanum en ekki í einu vetfangi. Sigyn og Stefán eru sammála um að á þeirra heimilum sé verkaskipt- ingin nokkuð jöfn og það hafi sitt að segja varðandi skoðanir þeirra á jafnréttismálum. „Ef strákar alast upp við að pabbar þeirra geri ekkert á heimilunum, gera þeir það ekki sjálfir. Þetta er uppeldislegt,“ segir Sigyn. Og Stefán bætir við að strák- ar sem alast upp hjá einstæðum mæðrum læri kannski frekar að setja í vél og sinna heimilisstörfum. Ómar Örn segir að þjóðfélags- fræði gangi mikið út á gagnrýna hugsun og það hafi verið gaman að vinna að þessu verkefni með krökk- unum. Könnunin og úrvinnslan hafi þó reynst meira verk en bæði kenn- ari og nemendur bjuggust við, en niðurstöðurnar reynst áhugaverðar og skapað umræður. Morgunblaðið/Árni Torfason Kennari og nemendur: Ómar Örn Magnússon ásamt þeim Sigyn Jónsdóttur og Stefáni Jökli Stefánssyni sem tóku þátt í könnuninni.  MENNTUN| 10. bekkingar athuga verkaskiptingu á heimilum Karlar setji í vél og konur þrífi bílinn Ef strákar alast upp við að pabbar þeirra geri ekkert á heimilinu gera þeir ekkert sjálfir. steingerdur@mbl.is Afraksturinn: Könnunin var ekki há- vísindaleg en gefur vísbendingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.