Morgunblaðið - 24.12.2003, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 45
Óskum aðildarfélögum okkar,
viðskiptavinum og landsmönnum öllum
gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.
Staðlaráð Íslands
EINELTI í skólum er mikið
vandamál í okkar samfélagi. Hrað-
inn og það að allir þurfi að vera full-
komnir og eignast allt er það sem
nútímamannfólkið
sækist eftir í dag. Það
er fljótt að smitast í
börnin okkar því eins
og máltækið segir:
„Það læra börnin sem
fyrir þeim er haft.“
Við þurfum að byrja
á okkur sjálfum til
þess að geta miðlað
áfram til barnanna
okkar. Við verðum
bókstaflega að hægja á
og staldra aðeins við.
Það hafa allir mikið að
gera og allir verða að
vinna til að sjá sér og
sínum farborða. En til þess að hlut-
irnir lagist verða allir að leggjast á
eitt, bæði fagfólk og foreldrar. Þetta
er verkefni sem allir geta haft eitt-
hvað um að segja. Það er ekki hægt
að skella skuldinni á einhvern sér-
stakan.
Það að byrja nógu snemma að
kenna börnunum mannleg samskipti
er mjög mikilvægt. Í leikskólanum
Arnarsmára í Kópavogi er þetta
haft að leiðarljósi í öllu starfi með
börnunum. Einkunnarorð skólans
eru frumkvæði, vinátta og gleði.
Markmiðið með þessum einkunnar-
orðum er að laða fram hjá börn-
unum:
Frumkvæði í hugsun, leik og
starfi. Að ýta undir skapandi hugs-
un, að börnin leiti sjálf lausna í verk-
efnum, að þau leysi sjálf deilur á já-
kvæðan hátt og að ýta undir
sjálfshjálp þeirra.
Vináttu þ.e. samkennd, góð sam-
skipti, samhjálp, samvinnu og
sporna gegn einelti.
Gleði, en með því að ýta undir
frumkvæði og vináttu og með því að
hafa skýrar reglur, þ.e. aga, verða
börnin örugg með sig og það skapar
vellíðan og ánægju.
Einstaklingi sem er glaður líður
vel og er í stakk búinn
til að gefa af sér og
vera vingjarnlegur.
Með því að byrja strax
að kenna börnunum
þetta hlýtur það að
skila sér smám saman
út í samfélagið. Börn
sem fá góðan grunn í
mannlegum samskipt-
um í leikskólanum
koma betur undirbúin í
grunnskóla þar sem
byggt er svo ofan á
jafnt og þétt. Í leik-
skólanum Arnarsmára
eru á hverjum degi
haldnir vinafundir þar sem farið er
yfir daginn, hvað á að gera og hvort
einhver sé fjarverandi og hvers
vegna og þá er hugsað fallega og
hlýlega til viðkomandi og vinalagið
sungið.
Vinalagið:
Við erum góð, góð hvert við annað.
Stríðum aldrei eða meiðum neinn.
Þegar við grátum huggar okkur einhver,
þerrar tár og klappar okkar kinn.
Leikskólinn er fjögurra deilda,
þ.e.a.s. tvær yngri (2–3 ára) og tvær
eldri (4–5 ára). Önnur yngri deildin
er vinadeild annarrar eldri deildar-
innar og hin hinnar. Mikið samband
er á milli deildanna á vinalegu nót-
unum og þau eldri eru mjög ábyrgð-
arfull í garð þeirra yngri og hjálpa
þeim oft.
Á föstudögum koma allir saman í
sal og eiga saman góða stund sem er
kölluð Gaman saman. Þar skemmta
börn og kennarar sér saman við leik
og söng. Þar ræðum við einnig um
dyggðirnar. Í Arnarsmára byrjuð-
um við að iðka dyggðir í janúar 2001.
Dyggðirnar sem við iðkum eru iðju-
semi, kurteisi, fyrirgefning, virðing,
heiðarleiki, agi/hlýðni og tillitssemi.
Hugtakið er rætt í barnahópnum og
unnið út frá þeim hugmyndum sem
börnin koma með. T.d. að vera góð
hvert við annað, vera vinir og gleðja
hvert annað og bera virðingu hvert
fyrir öðru. Unnið hefur verið að þró-
unarverkefni um vináttuna nánast
frá því að leikskólinn hóf starfsemi
(1998) og eru allir, bæði kennarar og
foreldrar, á eitt sáttir um að þetta
skili árangri, t.d. að minna sé um
árekstra milli barnanna og þau eru
dugleg við að hugga hvert annað ef
einhver meiðir sig eða einhverjum
líður illa. Hér er dæmi um sögu sem
fjórir drengir á aldrinum 2–5 ára
sömdu. Hún heitir Englarnir þrír og
einn guð: Einu sinni voru þrír englar
og einn guð. Guð sagði við englana
þrjá: „Þið verðið að hjálpa fólkinu að
vera góð hvert við annað.“ Þá kom
óþekktarpúki og var óþekkur og þá
kom engillinn og kenndi honum að
vera góður.
Er það ekki einmitt þetta sem við
viljum sjá í börnunum okkar? Ef við
byrjum nógu snemma að brýna
þessa hluti fyrir börnunum ber það
tvímælalaust árangur og skilar sér í
minna einelti.
Eina leiðin til að eignast vin er að
vera það sjálfur.
Vinátta í leikskólum –
innlegg í eineltisumræðu
Hildur Kristín Helgadóttir
skrifar um vináttu og einelti ’Við þurfum að byrja áokkur sjálfum til þess að
geta miðlað áfram til
barnanna okkar.“‘
Hildur Kristín
Helgadóttir
Höfundur er leikskólakennari og
verkefnisstjóri í Arnarsmára.
ÞAÐ hefur und-
arlegur leikur verið
leikinn undanfarin ár
hjá Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi
(LSH) og ríkisvald-
inu. LSH fær fjárveit-
ingu sem fyrirfram er
vitað að nægir ekki
fyrir rekstri í sama
formi og verið hefur
– og vitimenn, hún
nægir ekki til að
LSH geti sinnt þeim
verkefnum sem því
er ætlað að sinna. Þá
kemur aukafjárveit-
ing sem stoppar í
gatið, en árið eftir
hefur LSH ekki feng-
ið aukið fjármagn og
sami leikurinn end-
urtekur sig. Þannig
hefur verið sýnt í
verki að starfsemi
LSH sé of umfangsmikil, án þess
þó nokkurn tíma að geta þess
hverju sé þar ofaukið. Stjórn-
málamenn virðast almennt ekki
hafa velt því fyrir sér eða telja það
ekki vera á sinni könnu að taka
þátt í því að ákveða hvaða þjón-
ustu eigi að veita innan sjúkrahúsa
og telja sjálfsagt að stofnunin sjálf
velji verkefnin. Það hefur henni
hins vegar gengið illa að gera og
skyldi engan undra. Nú ber svo
við að ríkisvaldið hefur breytt
reglunum í leiknum og LSH
stendur frammi fyrir því að endar
ná alls ekki saman. Stofnun sem
hefur verið svelt til margra ára á
varla margar leiðir eftir til hag-
ræðingar og fjöldauppsagnir blasa
við – einmitt nú þegar tvær nefnd-
ir hafa verið settar á laggirnar á
vegum ríkisins til að rannsaka
starfsemi sjúkrahússins. Bjartsýn-
ir menn hefðu getað ályktað sem
svo að niðurstöður þeirra nefnda
Jónína Guiðjónsdóttirdanna?
Nú er stjórnendum LSH réttur
niðurskurðarhnífurinn, og stjórn-
málamenn þvo hendur sínar af
verkinu, stjórnendur LSH mega jú
ráða hvar þeir skera.
Eru hundruð ársverka á LSH
ónauðsynleg? Tæplega. En það
getur verið eitthvað til í því að það
sé betra að vinna þau
annars staðar en á
bráðasjúkrahúsi. Til
dæmis gæti hluti
þeirrar þjónustu sem
LSH hefur veitt átt
betur heima á end-
urhæfingarstofnunum
eða hjá sveitarfélög-
unum. Það getur líka
verið að velferðarþjóð-
félagið sem við búum í
hafi ekki efni á
ákveðnum tegundum
sjúkdómsmeðferða en þegar það
er ákveðið verður að taka með í
reikninginn kostnað sem sam-
félagið ber af langveikum ein-
staklingi eða dauða fyrir aldur
fram.
Hvernig sem á málið er litið
leiðir niðurskurður á LSH til auk-
ins kostnaðar annars staðar í heil-
brigðiskerfinu og ef um er að ræða
einhvern sparnað þegar á heildina
er litið mun hann koma niður á
þjónustu við sjúklinga með tilvilj-
anakenndum hætti og án þess að
fyrir því liggi fagleg rök.
Það eru kaldar jólakveðjur sem
stjórnendur LSH neyðast til að
senda starfsfólki sínu. Því miður
er það svo að öll þau óþægindi og
hugarangur sem þessar aðgerðir
munu valda starfsfólki, og ekki
síður sjúklingum, munu varla
verða til annars en að færa kostn-
aðartölur á milli dálka í ríkis-
bókhaldinu. Og þá er ekki talinn
skaðinn sem faglegt starf verður
fyrir þegar sérhæft starfsfólk
hverfur á braut með þekkingu sína
og reynslu.
Af hverju á að
segja upp fagfólki
á LSH?
Aðalheiður Páls-
dóttir og Jónína
Guðjónsdóttir
skrifa um rekstr-
arvanda LSH
Jónína
Guðjónsdóttir
’Hvernig sem ámálið er litið
leiðir niður-
skurður á LSH
til aukins kostn-
aðar annars
staðar í heil-
brigðiskerfinu.‘
Aðalheiður er formaður Iðjuþjálfa-
félags Íslands, Jónína er formaður
Félags geislafræðinga.
Aðalheiður
Pálsdóttur