Morgunblaðið - 24.12.2003, Blaðsíða 54
ÍÞRÓTTIR
54 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRVALSDEILDARLIÐ KR í körfu-
knattleik karla hefur náð samkomulagi
við Bandaríkjamanninn Trevor Dicks
um að hann leiki með vesturbæjarliðinu
þegar keppni í úrvalsdeildinni hefst á ný
4. janúar. Þetta hefur Morgunblaðið eft-
ir heimildum, en frá málinu mun hafa
verið gengið í gærkvöldi.
Dicks, sem er skotbakvörður, kemur í
stað Chris Woods en hann var leystur
undan samningi við KR-liðið um síðustu
helgi þegar hlé var gert á deildarkeppn-
inni vegna jólaleyfa en Woods hafði leik-
ið með KR í fyrstu ellefu umferðum úr-
valsdeildarinnar og gert að jafnaði 24,5
stig í leik.
Standi Dicks undir vonum þá verður
fyrsti leikur hans með liðinu gegn
Breiðabliki í 12. umferð úrvalsdeild-
arinnar í Smáranum.
Dicks til
KR-inga
REIKNAÐ er með að um 17 þúsund áhorfendur mæti í
íþróttahöllina Kölnarena í þýsku borginni Köln á laug-
ardaginn. Þá leikur Gummersbach þar gegn HSV
Hamburg í 1. deildarkeppninni í handknattleik og í
gær höfðu þegar verið seldir yfir 16 þúsund miðar á
leikinn.
Gummersbach hefur af og til leikið heimaleiki sína í
Köln og gerir það nú í fyrsta skipti á þessu tímabili.
Þetta verður áhorfendamet í þýsku 1. deildinni í vetur
en nær þó varla metinu í deildinni. Það var sett í fyrra
þegar Gummersbach tók á móti Kiel í þessari sömu höll
en þá mættu 18.576 manns á leikinn.
Gummersbach mun leika þrjá leiki til viðbótar í
Kölnarena í vetur, heimaleiki sína gegn Flensburg,
Magdeburg og Göppingen.
Gummersbach er frá samnefndum bæ í nágrenni
Kölnar og heimavöllur félagsins, Eugen-Haas-höllin,
rúmar aðeins 2.100 áhorfendur. Meðalaðsókn á þá 14
leiki sem félagið hefur spilað í Kölnarena er aftur á
móti um 14 þúsund.
17 þúsund áhorf-
endur í Köln
FRAMMISTAÐA bandaríska markvarðarins Tims
Howards með Englandsmeisturum Manchester
United á leiktíðinni hefur komið mögum á órvart
og ekki síst knattspyrnustjóranum Sir Alex
Ferguson. Ferguson segir að frammistaða How-
ards hafi farið fram úr sínum björtustu vonum og
snilli hans á milli stanganna sé helsta ástæða þess
að hans menn tróni á toppi ensku úrvalsdeildar-
innar. „Howard hefur tekið gríðarlegum fram-
förum frá því hann kom til okkar. Hann verður
betri og betri með hverjum leiknum og ég á varla
til orð til að lýsa yfir ánægju minni með hann,“
segir Ferguson
Howard hefur leikið alla 17 leiki Manchester
United í úrvalseildinni síðan hann gekk í raðir fé-
lagsins frá New York Metrostars í júlí og honum
hefur tekist að halda marki sínu hreinu í 13 af
þeim 22 leikjum sem hann hefur spilað með Unit-
ed á leiktíðinni. Howard hefur fengið fæst mörk á
sig sig allra markvarða í deildinni, 11 talins.
Howard hefur
komið á óvart
ROBERTO Carlos, Brasilíumað-
urinn knái í liði Real Madrid, sest
niður með forráðamönnum Madrid-
arliðsins á næstunni og gengur frá
nýjum fjögurra ára samningi við fé-
lagið. Carlos er samningsbundinn
Real Madrid til ársins 2005 en þrátt
fyrir gylliboð frá öðrum félögum
segist hann ekki vilja vera hjá neinu
öðru liði en Real Madrid.
ÁSTRALINN Harry Kewell kem-
ur inn í lið Liverpool á nýjan leik
þegar liðið tekur á móti Bolton í
ensku úrvalsdeildinni á öðrum degi
jóla. Kewell hefur verið frá vegna
meiðsla í undanförnum leikjum en
Liverpool hefur aðeins nælt sér í tvö
sig í síðustu fimm leikjum. Michael
Owen er hins vegar enn frá vegna
meiðsla svo og Steve Finnan, Jamie
Carragher og Milan Baros.
LUCAS Radebe, s-afríski varnar-
maðurinn hjá Leeds, verður frá æf-
ingum og keppni næstu tvo mánuð-
ina en hann tognaði illa aftan í læri í
leik Leeds á móti Manchester City í
fyrrakvöld.
ÚTLIT er fyrir að Damien Duff,
hinn snjalli írski kantmaður hjá
enska knattspyrnufélaginu Chelsea,
leiki ekki með liðinu næstu sex vik-
urnar. Duff fór úr axlarlið í leik gegn
Fulham um síðustu helgi og nú blas-
ir við að hann þurfi að fara í aðgerð á
öxlinni. Þetta er áfall fyrir Chelsea,
þrátt fyrir mikla breidd í leikmanna-
hópi félagsins, því Duff hefur leikið
geysilega vel með liðinu í vetur.
FÓLK
KÖRFUKNATTLEIKUR
NBA-deildin
Úrslit í fyrrinótt:
Philadelphia - Orlando ......................... 95:73
Denver - Memphis.............................. 106:99
Chicago - Utah...................................... 80:92
Staðan (sigrar/töp):
Atlantshafsriðill: New Jersey 13/13, Bost-
on 14/14, Philadelphia 13/14, Miami 10/17,
New York 10/18, Washington 8/17, Orlando
7/21.
Miðriðill: Indiana 20/8, New Orleans 18/10,
Detroit 16/11, Toronto 14/13, Milwaukee
13/14, Cleveland 8/19, Chicago 7/18, Atl-
anta 7/22.
Miðvesturriðill: San Antonio 19/10, Minne-
sota 17/9, Denver 16/11, Memphis 15/11,
Dallas 15/11, Houston 15/11, Utah 14/13.
Kyrrahafsriðill: LA Lakers 20/5, Sacra-
mento 19/6, Seattle 12/13, Golden State 12/
13, Portland 12/13, LA Clippers 11/12,
Phoenix 10/18.
HANDKNATTLEIKUR
Þýskaland
Nordhorn - Magdeburg ........................32:35
Staða efstu liða:
Flensburg 17 14 2 1 546:447 30
Magdeburg 17 13 1 3 517:437 27
Lemgo 17 12 2 3 557:476 26
Kiel 17 12 2 3 525:450 26
Hamburg 17 13 0 4 480:427 26
Gummersb. 17 10 1 6 471:440 21
ÚRSLIT
N
ú þegar keppnistímabil-
ið í efstu deild karla er
hálfnað hafa liðin náð að
átta sig betur á þessu
nýja kerfi en vissulega
vakna margar spurningar um hvort
þetta fyrirkomulag sé íslenskum
körfuknattleiksmönnum til fram-
dráttar.
Alls hafa 30 erlendir leikmenn
komið við sögu hjá úrvalsdeildarlið-
unum 12 það sem af er leiktíð. Tveir
Bandaríkjamenn með íslenskt rík-
isfang eru fyrir utan þann hóp en
vissulega má enn líta á þá sem er-
lenda leikmenn enda er um að ræða
atvinnumenn í faginu; þá Brenton
Birmingham hjá Njarðvík og Kevin
Grandberg hjá ÍR.
Nýju reglurnar hafa hins vegar
ekki fjölgaði erlendum leikmönnum
í íslenskum liðum, enn sem komið
er, sé miðað við síðasta keppnis-
tímabil. Í fyrra komu 32 erlendir
leikmenn við sögu hjá íslensku lið-
unum. Sum lið notuðu allt að fimm
leikmenn á meðan önnur notuðu að-
eins einn erlendann leikmann alla
leiktíðina.
Það sem af er leiktíðinni hafa níu
erlendir leikmenn farið frá liðum
sínum eftir að samningi þeirra hafði
verið rift. Samkvæmt hefðinni var
flestum þeirra sagt upp störfum nú í
desember, um leið og þeir fóru til
síns heima í jólafrí. Skörð þeirra
verða án efa fyllt á nýju ári með nýj-
um erlendum leikmönnum.
Einokun erlendra leikmanna
Þegar litið er á tölfræðina það
sem af er vetri er aðeins einn ís-
lenskur leikmaður sem kemst á lista
yfir 20 stigahæstu að meðaltali í
leik.
Fyrirliði Grindvíkinga, Páll Axel
Vilbergsson, er þar í 11. sæti með
23,3 stig að meðaltali í 11 leikjum í
Intersport-deildinni. Fimm íslensk-
ir leikmenn eru í hópi þeirra sem
eru í 20.–30. sæti yfir stigahæstu
leikmenn landsins og af 40 stiga-
hæstu eru alls 12 íslenskir leikmenn
þar á lista.
Allt frá því að erlendir leikmenn
fóru að leika reglulega með íslensk-
um liðum hafa þeir ávallt verið í
efstu sætum á lista yfir stigahæstu
leikmenn Íslandsmótsins. John
Hudson skoraði 30,3 stig að með-
atali í 19 leikjum með KR tímabilið
1978–79. Annar KR-ingur, Steward
Johnson var stigahæstur tímabilið
1982–1983 með 38,2 stig í leik en í
kjölfarið var íslenskum liðum bann-
að að hafa erlenda leikmenn á sínum
snærum allt fram til ársins 1989.
Guðjón Skúlason var í fjórða sæti
á lista yfir stigahæstu leikmenn Ís-
landsmótsins tímabilið 1989–90,
með 25,8 stig að meðaltali í leik og á
lista yfir tíu stigahæstu voru þrír ís-
lenskir leikmenn, Guðjón í því
fjórða, Valur Ingimundarson í því
sjötta með 22,8 stig og Guðmundur
Bragason með 22,7 stig.
Næstu árin þar á var ávallt að
finna fjóra til fimm íslenska lands-
liðsmenn í hópi tíu stigahæstu leik-
manna landsins og tímabilið 1994–
1995 var Kristinn G. Friðriksson í
þriðja sæti á þessum lista með 27,1
stig að meðaltali og Herbert Arn-
arson í því fjórða með 26,9 stig.
Keppnistímabilið 1995–1997 var
aðeins einn íslenskur leikmaður á
lista yfir tíu stigahæstu leikmenn
landsins, tímabilið 1997–1998 voru
aðeins erlendir leikmenn í tíu efstu
sætunum á þessum lista og sömu
sögu er að segja allt fram til tíma-
bilsins 2001–2002 er Helgi Jónas
Guðfinnsson var í tíunda sæti með
21,4 stig að meðaltali.
6 milljónir á mánuði
Ef aðeins er tekið mið af einum
tölfræðiþætti, stigaskori, er ljóst að
íslenskir leikmenn hafa ekki náð að
slá erlendum leikmönnum við á
þessu sviði undanfarin ár. Með
fjölgun erlendra leikmanna er ljóst
að þeir láta mikið að sér kveða á
þessu sviði leiksins.
Það má velta því fyrir sér hvort
fjöldi erlendra leikmanna hefur yfir
höfuð jákvæð áhrif á körfuknatt-
leiksíþróttina.
Áhorfendatölur virðast ekki vera í
línulegu samhengi miðað við þá fjár-
hagslegu skuldbindingu sem ráðist
er í á hverjum vetri. Ef öll liðin 12
eru við efri mörk launaþaksins fara
6 milljónir króna í launatengdar
greiðslur frá liðunum í hverjum
mánuði eða 42 milljónir alls á meðan
keppnistímabilið stendur yfir.
Að auki leggst til ferðakostnaður
og ýmislegt annað sem tilheyrir
slíkum rekstri.
Ef litið er yfir leikmannahóp lið-
anna 12 í efstu deild er ljóst að flest-
ir erlendir leikmenn eru í röðum liða
utan af landi. KFÍ er með þrjá,
Tindastóll þrjá, Þór Þorlákshöfn var
með þrjá í upphafi leiktíðar. Breiða-
blik er með þrjá erlenda leikmenn í
sínum röðum og ÍR-ingar eru einnig
með þrjá erlenda leikmenn ef Kevin
Grandberg er talinn með. Önnur lið
eru með tvo erlenda leikmenn í sín-
um röðum.
Þar sem að kostnaðurinn við er-
lendu leikmennina er mikill þarf
starf þeirra sem stýra körfuknatt-
leiksdeildum víða um land að vera
öflugt hvað varðar að ná í fjármagn
til reksturs deildanna. Það eru göm-
ul sannindi og ný að þeir sem taka
að sér að sitja í stjórn íþróttafélaga
gera lítið annað en að afla fjár til
reksturs deildanna. Minni tími gefst
til þess að vinna með umgjörð leikj-
anna sem oft á tíðum er ekkert ann-
að tónlist úr hljóðkerfi fyrir leik,
tveir gráklæddir dómarar og tíu
leikmenn.
Norðmenn í vanda
Í Noregi var gerð mikil breyting á
efstu deild karla í upphafi tímabils-
ins 1999–2000 þar sem að stofnuð
var sérstök „ofurdeild“ þar sem að-
eins átta liðum var boðið að vera
með. Og aðeins þau lið sem stóðust
kröfur um ýmsa hluti áttu mögu-
leika á því að komast þar inn. Þar
má nefna að gerð var sú krafa að
tveir leikmenn liðsins yrðu að vera
atvinnumenn, (nánast öll liðin völdu
þann kostinn að hafa tvo bandaríska
Forráðamenn íslenskra körfuknattleiks-
félaga tóku þá ákvörðun á ársþingi Körfu-
knattleikssambands Íslands, KKÍ, sl. vor að
leyfa liðum í efstu deild að fá til sín eins
marga erlenda leikmenn og þau vildu. Að
því gefnu að kostnaður við komu þeirra
rúmaðist undir svokölluðu launaþaki, sem
er eins og staðan er í dag 500.000 kr. á mán-
uði. Margar spurningar hafa vaknað um
hvort þetta fyrirkomulag sé íslenskum
körfuknattleiksmönnum til framdráttar og
Sigurður Elvar Þórólfsson velti fyrir sér
stöðu mála í efstu deild karla.
Það má velta því fyrir sér hvort fjöldi erlendra leikmanna
hefur yfir höfuð jákvæð áhrif á körfuknattleiksíþróttina?
Hlynur Bæringsson úr liði
Snæfells – undir körfunni.
Skammgóður
vermir?