Morgunblaðið - 24.12.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.12.2003, Blaðsíða 23
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 23 AKUREYRI Grindavík | Það er alltaf gaman að fara á jólaball og ekki var annað að sjá á börnum starfsmanna Vísis h/f í Grindavík að þau kynnu vel að meta ballið. Boðið var upp á köku- hlaðborð með heitu kakói. Krakk- arnir voru duglegir að dansa kring- um jólatréð og áður en varði voru mættir tveir jólasveinar sem döns- uðu og sungu með börnunum. Þeg- ar þeir höfðu dansað og sungið töluvert fóru jólasveinarnir að skoða í pokana sem þeir höfðu með- ferðis og allir fengu einn pakka ásamt nammipoka. Eins og jóla- sveina er siður á þessum árstíma gátu þeir ekki stoppað lengi og kvöddu kát börnin. Morgunblaðið/Garðar Óskipt athygli: Jólasveinninn átti athygli barnanna alla þegar hann lagði þeim lífsreglurnar á jólaballinu. Jólaball í Vísi Vilja fresta framkvæmd- um í tvö ár Sandgerði | Minnihluti Framsókn- arflokks í bæjarstjórn lagði til að framkvæmdum við nýjan miðbæ yrði frestað í a.m.k. tvö ár vegna slæmrar skuldastöðu bæjarfélagsins. Tillögu um frestun var hafnað við aðra um- ræðu fjárhagsáætlunar í bæjar- stjórn í síðustu viku. Í tillögu B-lista Framsóknarflokks kemur fram að skuldastaða bæjar- félagsins sé svo slæm að ekki sé á bætandi, auk þess sem það veki furðu að ráðist sé í svo miklar fram- kvæmdir svo stuttu eftir að þing- menn kjördæmisins voru boðaðir á fund til að ræða ástandið í bæjar- félaginu vegna áfalla sem dunið hafa yfir undanfarin tvö ár. Í tillögunni kemur fram að rétt sé að ljúka þeim framkvæmdum sem eru í gangi áður en ráðist er í nýjar. Tillaga um frestun var felld með atkvæðum meirihlutans. Heitan mat í skóla Minnihlutinn lagði einnig til að 5 milljónum króna yrði varið til þess að veita heitan mat í hádeginu í grunnskólanum. Meirihlutinn hafn- aði því á þeirri forsendu að mun metnaðarfyllri tillaga um máltíðir í allar stofnanir bæjarfélagsins úr þjónustueldhúsi væri í tillögum að nýjum miðbæjarkjarna. Fjögur tilboð í sorphirðu Suðurnes | Tilboð í sorphirðu á Suð- urnesjum voru opnuð á mánudag og barst lægsta tilboðið frá Gáma- og tækjaleigunni á Fáskrúðsfirði. Tilboð þeirra hljómaði upp á 84% af kostnað- aráætlun, 794.040 kr. fyrir hverja sorp- hreinsun, en kostnaðaráætlun Sorpeyðingar- stöðvar Suðurnesja hljóðaði upp á 950.000 kr. Sorphreinsun mun fara fram á 10 daga fresti, um 37 sinnum á ári og því kostnaður miðað við lægsta til- boð um 29,4 milljónir á ári. Nú verð- ur óskað eftir gögnum frá Gáma- og tækjaleigunni og er ákvörðunar um hver fær verkið að vænta milli jóla og nýárs. Alls bárust fjögur tilboð í verkið, næstlægsta tilboðið kom frá Suður- virki, 88% af kostnaðaráætlun. Þriðja lægsta tilboðið var frá Njarð- taki og var það 89% af kostnaðar- áætlun. Að lokum bauð Íslenska gámafélagið í verkið og hljómaði til- boð þess upp á 98% af kostnaðar- áætlun. ♦ ♦ ♦ Suðurnes | Á dögunum styrktu Samkaup Mæðrastyrksnefnd Suð- urnesja með því að gefa nefndinni svínahamborgarhryggi úr Kjötseli, en hamborgarhryggjunum verður útdeilt til fjölskyldna á svæðinu. Mæðrastyrksnefnd Suðurnesja er byggð upp af kvenfélögum á svæð- inu og er nefndin mjög þakklát Sam- kaupum fyrir gjöfina. Skúli Skúla- son starfsmannastjóri Samkaupa sagði við þetta tilefni að hann vildi þakka konunum fyrir þeirra frábæra framtak og að hann teldi það alveg sjálfsagt að Samkaup styrktu nefnd- ina. „Samkaup eru hluti af samfélag- inu og við metum störf nefndarinnar mikils, sérstaklega núna fyrir jólin.“ Samkaup styrkja Mæðrastyrksnefnd VERKMENNTASKÓLINN á Ak- ureyri hefur fengið heimild menntamálaráðherra, Tómasar Inga Olrich til að annast að fullu menntun matreiðslu- og fram- leiðslumanna. Unnið hefur verið að því að efla matvælabraut skólans á síðustu misserum og var nýtt húsnæði deildarinnar tekið í notkun á liðnu ári, en það er forsenda þess að skólinn geti annast fullmenntun kokka og þjóna. Þetta kom fram í máli Hjalta Jóns Sveinssonar skólameistara VMA við braut- skráningu frá skólanum. Hann sagði námsskrá matvælanámsins enn í gerjun, „og höfum við reynt að máta okkur sem allra best inn í hana til þess að vera viðbúin að mæta ströngustu kröf- um um gæði námsins í fram- tíðinni,“ sagði Hjalti Jón. Samningsbundið nám fyrir kokka og þjóna fór áð- ur fram í Hótel- og veitingaskól- anum í Reykja- vík og hin síðari ár í Mennta- skólanum í Kópavogi sem tók við hlutverki fyrrnefnda skól- ans og varð kjarnaskóli í mat- vælagreinum. „Fram að þessu hef- ur því ekki verið um annað að ræða hér á Akureyri en undirbúnings- nám á þessu sviði, sem reyndar hefur lengst af veitt nemendum okkar réttindi til að halda áfram á öðru ári syðra hafi þeir haft áhuga á að fullmennta sig,“ sagði skóla- meistari, en að nú eftir mikla bar- áttu hafi menntamálaráðherra veitt skólanum heimild til að annast um- rædda menntun að fullu. Áður hafi hann ráðfært sig við starfsmenn ráðuneytis sem skoðuðu aðstæður og lögðu mat á gæði námsins, skipulag og hagkvæmni þess. Vænti skólameistari þess að innan fárra ára yrðu fyrstu fullmenntuðu matreiðslu- og framreiðslumenn- irnir brautskráðir frá skólanum. Taldi hann að ekki myndi koma til fækkunar nemenda við Mennta- skólann í Kópavogi, heldur þvert á móti myndi nemendum fjölga á landsvísu. Auk nemenda frá Ak- ureyri og nágrannabyggðum taldi Hjalti Jón að nemendur víðs vegar að af landsbyggðinni myndu sækja í námið, enda væri góð heimavist- araðstaða fyrir hendi. „Það gerir deildina tvímælalaust áhugaverðari en hingað til að hún skuli geta boð- ið nemendum upp á heildstætt nám sem gefur margvísleg rétt- indi,“ sagði skólameistari. Jafnframt nefndi hann að fullmenntuðum kokkum og þjónum myndi í kjölfarið fjölga á svæðinu og styrkja þar með blómlegan veit- ingahúsarekstur og ferðaþjón- ustu sem væri sívaxandi at- vinnugrein á svæðinu. Eins tryggði námið að þeir sem í framtíðinni brautskrást frá skólanum væru líklegri til að setjast að í heimabyggð. „Það að geta boðið upp á fullt nám í greinum af þessu tagi hefur því gríðarlega þýðingu fyrir svæðið,“ sagði Hjalti Jón. Í máli hans kom einnig fram að menntamálaráðherra hefði einnig veitt skólanum heimild til að ann- ast á nýjan leik nám í kjötiðn í samvinnu við fyrirtæki á staðnum, en um skeið hafði aðeins Mennta- skólinn í Kópavogi leyfi til þess. „Stefnan hefur verið sú að und- anförnu að allt samningsbundið nám í matvælagreinum skyldi fara fram þar. Var þetta hugsað í hag- ræðingarskyni, en í ljós hefur kom- ið að það fjölgaði ekkert í náminu syðra þrátt fyrir þetta, heldur fækkaði fremur í því á landsvísu,“ sagði skólameistari. VMA fær heimild til að fullnema mat- reiðslu-, framreiðslu- og kjötiðnaðarmenn Gríðarlega mikilvægt fyrir svæðið Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Verkmenntaskólans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.