Morgunblaðið - 24.12.2003, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 55
CÉSAR Argilés, landsliðsþjálfari
Spánverja í handknattleik hefur
valið sextán manna hóp fyrir Evr-
ópumótið sem hefst í Slóveníu í
næsta mánuði.
Eins og alltaf þá tefla Spánverjar
að mestu fram leikmönnum sem
leika á Spáni. 13 af leikmönnum 16
leika með spænskum félagsliðum
og koma flestir frá Barcelona, fimm
talsins, fjórir frá Ciudad Real, liði
Ólafs Stefánssonar, og Ademar
Leon á þrjá fulltrúa í hópnum. At-
hylgi vekur að Talant Dushjabaev,
félagi Ólafs hjá Ciudad Real, sem
hefur um árabil verið í hópi bestu
handboltamanna heims er ekki í
hópnum.
Spánverjar eru í B-riðli á
Evrópumótinu sem þykir mjög
sterkur en ásamt Spánverjum leika
í riðlinum, Portúgalir, Danir og
heimsmeistarar Króata. Spænski
hópurinn er skipaður David Barru-
fet (Barcelona) og Jose Javier
Hombrados (Ciudad Real), mark-
verðir. Aðrir leikmenn eru: Jesus
Fernández (Minden), Rául Entrer-
íos (Ademar Leon), Ion Belaustegui
(Hamborg), Mariano Ortega (Ciu-
dad Real), Demetrio Lozano (Kiel),
Alberto Entrerríos (Ciudad Real),
Iker Romero (Barcelona), Juanín
García (Ademar Leon), Carlos
Prieto (Ciudad Real), Xavier
O’Callaghan (Barcelona), Fernando
Hernández (Barcelona), Rúben
Garabaya (Valladolid), Manuel Col-
ón (Ademar Leon), Antonio Ortega
(Barcelona).
Fimm Börsungar í EM
hópi Spánverja
SIGFÚS Sigurðsson fór á
kostum í liði Magdeburg
þegar það lagði Nordhorn,
35:32, í þýsku 1. deildinni í
handknattleik í gærkvöld, en
leikið var á heimavelli Nord-
horn. Staðan í hálfleik var
18:17, Magdeburg í vil. Sig-
fús skoraði sjö mörk af lín-
unni og var að vanda fastur
fyrir í vörn Magdeburg sem
vann þarna sinn fyrsta sigur
í Nordhorn í deildarkeppni
og komst um leið upp í ann-
að sæti deildarinnar. Magde-
burg hefur nú 27 stig eftir
17 leiki og er þremur stigum
á eftir Flensburg sem er
efst. Meistarar Lemgo, Kiel
og Hamborg eru einu stigi á
eftir Magdeburg í þriðja til
fimmta sæti en þessi fimm
lið skera sig nokkuð úr í
kapphlaupinu um þýska
meistaratitilinn.
Nordhorn hefur nokkuð
misst flugið upp á síðkasti
eftir að hafa byrjað vel í
haust, er nú í 9. sæti.
Stór-
leikur
Sigfúsar
ÞORVALDUR Már Guðmunds-
son, knattspyrnumaður úr Aftur-
eldingu, er genginn til liðs við úr-
valsdeildarlið Víkings. Þorvaldur er
26 ára sóknarmaður og varð marka-
kóngur 1. deildar 2002 með 12 mörk.
Síðasta sumar gerði hann þrjú mörk
fyrir Mosfellinga í deildinni og var
annar markahæsti leikmaður
þeirra.
SAMKVÆMT vikingur.net gerðu
Víkingar þriggja mánaða reynslu-
samning við Þorvald og hann fær
tækifæri til að sanna sig með liðinu í
deildabikarnum.
JAKOB Sigurðsson, körfuknatt-
leiksmaður, gerði 13 stig og lék
mest allra leikmanna Birmingham-
Southern háskólans í Bandaríkjun-
um þegar lið skólans vann Sav-
annah State 81:76 á útivelli.
DRAGAN Skrbic línumaðurinn
öflugi í liði Barcelona fingurbrotn-
aði í leik Börsunga gegn ungverska
liðinu Fotex Vesprém um nýliðna
helgi í Meistaradeildinni í hand-
knattleik. Skrbic, sem af mörgum er
talinn fremsti línumaður heims,
verður frá æfingum og keppni
næstu sex vikurnar og þar með þyk-
ir nokkuð ljóst að hann leikur ekki
með Serbíu/Svartfjallandi á Evr-
ópumeistaramótinu í Slóveníu sem
hefst 22. janúar.
KJETIL Strand, norskur lands-
liðsmaður í handknattleik, gengur
til liðs við þýska liðið Flensburg fyr-
ir næstu leiktíð frá norska liðinu
Viking Stavanger. Strand er 24 ára
gamall leikmaður sem á dögunum
var valinn handboltamaður ársins í
Noregi í ár
DJIBRIL Cisse, framherji Aux-
erre og franska landsliðsins, hefur
lýst yfir eindregnum áhuga á að
ganga til liðs við Liverpool í næsta
mánuði þegar opnað verður fyrir
kaup og sölu á knattspyrnumönnum
í Evrópu.
HOLLENSKI knattspyrnumaður-
inn Marc Overmars, sem er í her-
búðum Barcelona, er efstur á óska-
lista Gerard Houlliers knattspyrnu-
stjóra Liverpool. Börsungar hafa
ljáð máls á því að láta Overmars
fara til Liverpool en hafa sett skil-
yrði að fá norska lansdsliðsmanninn
John Arne Riise í staðinn.
RADOSTIN Kishishev, félagi
Hermanns Hreiðarssonar hjá
Charlton, hefur gefið kost á sér á ný
í landslið Búlgaríu í knattspyrnu,
hálfu ári eftir að hann tilkynnti að
hann hefði spilað sinn síðasta lands-
leik. Kishishev, sem er 29 ára og á
49 ára landsleiki að baki, er spennt-
ur fyrir því að leika með Búlgörum í
lokakeppni Evrópumótsins í Portú-
gal. Búlgarar eru síðan með Íslend-
ingum í riðli í undankeppni HM og
þar gæti hann mætt Hermanni,
samherja sínum.
FÓLK
leikmenn í sínum röðum), liðin áttu
að bjóða áhorfendum upp á
skemmtiatriði fyrir leik, í leikhléum
og þegar færi gafst á slíku, fjárhag-
ur liðanna varða að vera skotheldur
og aðeins þau lið sem náðu að fá lág-
marksfjölda áhorfenda á leiki sína
máttu eiga von á því að fá inni í
deildinni að ári. Ekkert lið féll með
formlegum hætti og að lokinni
deildakeppni tók við úrslitakeppni
efstu liðanna.
Sá sem þetta ritar bjó í Noregi á
þessum tíma og í fyrstu var mikið
um dýrðir og áhorfendur flykktust á
leikina. Frá þeim tíma hefur „bólan“
aðeins hjaðnað en körfuknattleiks-
íþróttina er komin úr kjallaranum í
Noregi og upp á yfirborðið sem
spennandi valmöguleiki fyrir þá sem
hafa áhuga á slíku.
Hins vegar voru þeir aðilar sem
sáu um framgang norska körfu-
knattleikslandsliðsins ekki eins sátt-
ir við að norskir leikmenn væru að
mestu í aukahlutverki hjá flestum
liðum landsins. Tveir Bandaríkja-
menn voru í röðum flestra liða og að
auki voru leikmenn frá Svíþjóð,
fyrrum Júgóslavíu, Eystrarsalts-
löndunum og víðar að finna í leik-
mannahópum norsku liðanna. Eftir
nokkuð þref var sú regla tekin upp í
„ofurdeildinni“ að ávallt yrðu tveir
alnorskir leikmenn að vera inni á á
sama tíma í leikjunum. En þessi
regla var tekin fyrir hjá Evrópu-
sambandinu og á þeim bænum var
úrskurðað að ekki væri leyfilegt að
hafa slíkar reglur í gangi hjá norsk-
um körfuknattleiksliðum.
Ef sami háttur verður á næstu
misseri í úrvalsdeild karla er fyr-
irséð að erlendir leikmenn munu
leika stærstu hlutverkin hjá sínum
liðum. Kannski verður það sama
uppá teningnum og hinn 4. desem-
ber sl. er Tindastóll lagði ÍR á úti-
velli í framlengdum leik, 102:96. En
þrír Bandaríkjamenn í liði Tindastól
skoruðu 83,2 % stiga liðsins í þeim
leik, þrír leikmenn liðsins skiptu
hinum 18 stigum leiksins á milli sín.
Jón Arnór Stefánsson hjá Dallas
Mavericks, Logi Gunnarsson hjá
Giessen 46’ers eru fremstir í flokki
íslenskra atvinnumanna á erlendri
grund. Fjölmargir íslenskir leik-
menn eru í skólum vestanhafs, og
má þar nefna Jakob Sigurðarson,
Fannar Ólafsson og Helga Magn-
ússon. Óðinn Ásgeirsson leikur í
efstu deild í Noregi og hinn 16 ára
gamli bakvörður Pavel Ermolinskij
er samningsbundinn franska úrvals-
deildarliðinu Vichy. En það má velta
þeirri spurningu upp hvort slíkir
leikmenn verði til staðar á Íslandi í
framtíðinni ef erlendir leikmenn
verða allsráðandi í flestum liðum
deildarinnar. Verður uppistaðan í ís-
lenska landsliðinu baráttuglaðir
„ruslakallar“ sem hafa ekki átt öðru
að venjast en að hirða „afgangs-
mola“ sem hrökkva af borðum
þeirra erlendu í leikjum liðsins. Að-
eins örfáir íslenskir leikmenn eru
fyrsti valkostur er kemur að sókn-
arleiknum. Pál Axel Vilbergsson og
Helga Jónas Guðfinnsson úr
Grindavík að auki má nefna þá Eirík
Önundarson ÍR, Svavar Birgisson
fyrrum leikmann Þórs frá Þorláks-
höfn, Pálma Frey Sigurgeirsson
Breiðablik, Friðrik Stefánsson
Njarðvík og Kristin Friðriksson úr
liði Tindastóls.
Af 60 byrjunarliðsstöðum hjá lið-
unum 12 þarf að að koma að 32 er-
lendum leikmönnum, aðeins 28 ís-
lenskir leikmenn eru því í
byrjunarliði að öllu jöfnu og hefur
þeim farið fækkandi undanfarin
misseri.
Á að banna erlenda leikmenn?
Valur Ingimundarson, þjálfari
körfuknattleiksliðs Skallagríms úr
Borgarnesi, er einn leikreyndasti
leikmaður og þjálfari sem Íslend-
ingar hafa átt. Í viðtali við Morg-
unblaðið hinn 17. febrúar sl. sagði
Valur að hans mati væri ábyrgð ís-
lenskra leikmanna undanfarin miss-
eri ekki mikil hjá sínum liðum. „Mér
finnst að íslenskir leikmenn þurfi að
taka meiri ábyrgð í sínum liðum. Ég
naut góðs af því sjálfur að spila í úr-
valsdeildinni í sjö ár þar sem útlend-
ingar voru bannaðir. Á þeim tíma
þurfti maður að taka af skarið og
taka afleiðingunum, Teitur Örlygs-
son, Guðjón Skúlason og Jón Kr.
Gíslason nutu einnig góðs af þessu
banni á sínum tíma,“ sagði Valur í
því viðtali.
Þeir sem mæla með erlendum
leikmönnum segja margir að þeir
lyfti gæðum íslenskra leikmanna á
æfingum í keppni. Það má vel vera
en aðrir segja að þeir séu of margir
og haldi íslenskum leikmönnum fyr-
ir utan liðið og hefti eðlilegar fram-
farir leikmanna sem annars væru að
leika mikið með liðum sínum.
Kvennalið landsins hafa farið var-
lega í þessum efnum enda hafa
kvennalið ekki haft eins greiðan að-
gang að fjármagni til þess að fá til
sín erlenda leikmenn. Sex lið skipa
efstu deild kvenna og aðeins þrjú
þeirra hafa erlenda leikmenn í sín-
um röðum, ÍR, Njarðvík og KR.
ÍS er þar í efsta sæti og Keflavík
fylgir þar fast á eftir, en bæði liðin
eru án erlends leikmanns. Sem
stendur en oftar en ekki hafa liðin
fengið liðsstyrk fyrir lokaátökin í
úrslitakeppninni. Neðsta liðið
Grindavík er ekki með erlendan
leikmann á sínum snærum og í víðu
samhengi er sú ákvörðun liðsins að
mínu mati skynsamleg. Ungir leik-
menn fá að axla ábyrgð, mótlætið er
mikið en reynslan ómetanleg.
Eins og áður segir er áhorfenda-
fjöldi á leikjum í efstu deild karla í
engu samræmi við þann kostnað
sem liðin leggja út í á hverju ári.
Vissulega eru margir af þeim er-
lendu leikmönnum sem hér leika
mjög spennandi en fólk flykkist ekki
á leikina til þess að sjá tilþrif þeirra.
Hvað sem því veldur. Keppnisfyr-
irkomulið hefur verið umdeilt og má
þar nefna að ellefu leikja sigur-
ganga Grindvíkinga á leiktíðinni
skilar liðinu aðeins heimaleikjarétti
í úrslitakeppni haldi þeir áfram á
sömu braut. Deildarmeistaratitill er
beiskur á bragðið ef Íslandsmeist-
aratitill fylgir ekki í kjölfarið.
Morgunblaðið/Sverrir
Guðmundur Jónsson er einn af framtíðarmönnum Njarðvíkurliðsins
og hér skorar hann gegn Haukum fyrr í vetur.
seth@mbl.is