Morgunblaðið - 24.12.2003, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
JÓL, SAMHJÁLP OG
NÁUNGAKÆRLEIKUR
Hann var í jötu lagður lágt, enríkir þó á himnum hátt.“Þannig orti Valdimar Briem í
jólasálminum Í Betlehem, sem eflaust
verður sunginn í mörgum kirkjum
landsins í kvöld. Í sálminum teflir
skáldið fram fleiri svipuðum andstæð-
um. Kristur, frelsarinn sem við fögn-
um á jólum, var fæddur af fátækri
móður, en „er þó dýrðar drottinn
skær“. Á jólunum er hvert fátækt
hreysi höll, því að „Guð er sjálfur
gestur hér“, eins og segir í sálminum.
Sagan af fæðingu Krists hefur alla
tíð undirstrikað með skýrum og ein-
földum hætti að boðskapur hans á er-
indi við alla. Maríu og Jósef er úthýst
úr gistihúsinu og María verður að
eiga barn sitt innan um skepnurnar í
fjárhúsinu, þar sem það er lagt í heyið
í jötunni. Þeir, sem verða fyrstir til að
fagna hinum nýfædda frelsara, eru
ekki tignir menn heldur fjárhirðar af
Betlehemsvöllum. Æ síðan undir-
strikar Kristur það með breytni sinni
og boðskap að enginn er of fátækur,
smár, syndugur eða framandi til að
verðskulda Guðsríkið. Hann lifir með-
al fiskimanna við Genesaretvatn,
blandar geði við tollheimtumenn,
vændiskonur og aðra synduga menn,
læknar blinda, lamaða og holdsveika,
laðar að sér börnin og vill skipa þeim
sérstakan sess, er umburðarlyndur
gagnvart útlendingum og þeim, sem
eiga aðra trú en gyðingdóm.
Í kenningu Krists er mikilvægi sér-
hvers einstaklings undirstrikað.
Meginstefið í boðskap hans er
náungakærleikur og samhjálp, sem
kristallast í gullnu reglunni: „Allt
sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yð-
ur, það skuluð þér og þeim gjöra.“
Kristin arfleifð hefur mótað þjóðlíf
okkar í þúsund ár. Velferðarkerfið,
sem byggt var upp á síðustu öld hér
og víðar á Vesturlöndum, er meðal
annars undir sterkum áhrifum af
samhjálparhugsjón kristindómsins.
Fyrir vikið rennur okkur flestum til
rifja þegar í ljós kemur að í alls-
nægtaþjóðfélagi okkar eru talsvert
margir, sem ekki eiga í sig og á og
verða að leita á náðir hjálparstofnana
fyrir jólin til að fá jólamat, gjafir og
föt á börnin sín. Í viðtali við Hjört
Magna Jóhannsson, Fríkirkjuprest í
Reykjavík, í Tímariti Morgunblaðsins
sl. sunnudag, kemur t.d. fram að
beiðnum um mataraðstoð fari fjölg-
andi. Þær komi flestar frá öryrkjum,
einstæðum mæðrum og fólki, sem búi
við varanlegar eymdaraðstæður af
einhverjum orsökum, líkamlegum eða
andlegum. Hjörtur Magni segir fá
dæmi um að fólk misnoti þá aðstoð,
sem er að fá, yfirleitt sé um raunveru-
lega og knýjandi þörf að ræða. „Síðast
í gær afgreiddi ég beiðni fjölfatlaðrar
konu sem þarf stöðugt að biðja um
ölmusu til að komast af. Það er hrylli-
legur vitnisburður um það velmegun-
arþjóðfélag sem við teljum okkur búa
í,“ segir Hjörtur Magni í viðtalinu.
Aðstæður þess fólks, sem svona er
ástatt um, eru hróplegar á árstíma,
þegar þjóðin ver milljörðum í dýrar
gjafir og veizlumat. Það er æskilegast
að við getum búið svo um hnúta, að
enginn þurfi að biðja sér og börnum
sínum aðstoðar fyrir jólin eða á öðrum
tímum ársins. Við skulum þó ekki
gleyma því að einmitt vegna mikils
starfs kirknanna í landinu, Rauða
krossins og annarra almannasamtaka
– sem í flestum tilvikum er unnið í
fórnfúsri sjálfboðavinnu og með
gjafafé frá einstaklingum og fyrir-
tækjum – fá langflestir aðstoð, sem á
henni þurfa að halda. Þar er kristi-
legur náungakærleikur að verki.
Og þótt okkur sýnist stundum fá-
tæktin á Íslandi hrópleg, bliknar hún
í samanburði við þær aðstæður, sem
stór hluti mannkynsins býr við. Í
mörgum löndum, ekki sízt í sunnan-
verðri Afríku, býr fólk við sára ör-
birgð og þjáist af ýmsum alvarlegum
sjúkdómum. Jafnvel þótt það biðji um
brúsa með hreinu vatni, lyf eða skál af
maískorni, er ekki víst að neinn sé
reiðubúinn að láta það af hendi. Á
árinu, sem senn er á enda runnið, hef-
ur talsvert verið rætt um þátttöku Ís-
lands í þróunaraðstoð við fátækustu
lönd heims. Það er hluti af skyldu
okkar sem kristins samfélags að
gleyma okkur ekki við eigið alls-
nægtaborð, heldur láta það af hendi
rakna, sem við getum, til meðbræðra
okkar og -systra í fjarlægum löndum.
Náungakærleikurinn nær að sjálf-
sögðu út yfir landamæri, þjóðerni og
trúarbrögð, eins og dæmisaga Krists
af miskunnsama Samverjanum varp-
ar ljósi á.
Stundum hefur fólk á orði að fram-
lag Íslendinga skipti litlu máli, vegna
þess að við séum fá og smá. En fyrir
nokkur þúsund krónur má mennta
barn í Afríku í heilt ár, fyrir nokkra
tugi eða hundruð þúsunda má grafa
brunn, fyrir fáar milljónir má byggja
skóla – þannig er hægt að hjálpa fólki
til sjálfshjálpar. Á tímum Krists töldu
lærisveinar hans eitt sinn að það, sem
lítill drengur bauð fram af nestinu
sínu, dygði skammt til að metta fjölda
manns: „Hér er piltur, sem er með
fimm byggbrauð og tvo fiska, en hvað
er það handa svo mörgum?“ Reyndin
varð sú að það dugði handa a.m.k.
fimm þúsund fylgjendum Krists. Það,
sem gefið er af kærleika, jafnvel þótt
af litlum efnum sé, getur margfaldazt.
Benti ekki Kristur á að eyrir ekkjunn-
ar, sem hún lagði í fjárhirzlu sam-
komuhússins, væri meira virði en það
sem auðmennirnir gáfu af allsnægt-
um sínum?
Sagan af fæðingu Krists í fjárhús-
inu fyrir tveimur árþúsundum beinir
sjónum okkar að því fegursta og bezta
í samskiptum mannanna, sakleysinu,
friðnum, einfaldleikanum og kærleik-
anum. Hún minnir okkur jafnframt á
að frelsarinn kom í heiminn sem lítið
barn fátækra foreldra, sem fljótlega
áttu eftir að sæta ofsóknum og verða
landflótta – eins og alltof margar fjöl-
skyldur enn í dag, víða um heim. Sum-
ar þeirra knýja nú dyra hjá Íslend-
ingum og biðja um hjálp. Og hún
minnir okkur á orð hans: „Það allt,
sem þér gjörðuð einum minna
minnstu bræðra, það hafið þér gjört
mér.“
Morgunblaðið óskar lesendum sín-
um og landsmönnum öllum gleðilegra
jóla.
Morgunblaðið/Ásdís
Jólasveinar eru spennandi. Og þessi var það svo sannarlega. Hann er
líka hress og skemmtilegur. Ekki spillti fyrir að hann gaf sér góðan tíma til
að syngja og spila með börnunum á leikskólanum Grænuborg.
Allir fá þá eitthvað falleg
penna frá jólasveininum, þ
unum, Grunnskóla Mýrdals
Dansað í kringum jólatré. Krakkarnir í Grandaskóla klæddu sig í jólafötin, sungu jólasöngva og dönsuðu
Morgunblaðið/Þorkell
Litlu jólin í skólanum. Áður en grunnskólanemendur á landinu fóru í
jólafrí héldu þeir upp á litlu jólin í skólanum. Þessir krakkar í Lindarskóla
minntust fæðingar Krists og sungu jólasöngva.
Feimin við sveinka. Krak
feimin við jólasveininn. En
þeirra og þau sungu sama
Og jólin eru l
Í dag er aðfangadagur jóla, dagurinn sem svo margir hafa beðið eftir undanfa
kvöld minnumst við, sem höldum upp á jólin, fæðingar Krists, hver með sínum
væni; talið niður dagana; … þrír, tveir, einn og … í dag eru jólin loksins komin
hvert lítilræði í skóinn og á jólaböllunum hafa þau sungið jólalög og dansað í k
komu við á nokkrum jólaböllum á aðventunni og festu mörg minnisstæð atvik