Morgunblaðið - 24.12.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 43
JÓLASKÁKÞRAUTIRNAR í ár eru eins og venjulega
misþungar og upplagt að glíma við þær í rólegheitum yfir
jólin. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi þótt vafalít-
ið séu einhverjar þeirra of erfiðar fyrir þá sem skemmra
eru komnir í að kynna sér leyndardóma skáklistarinnar.
Hvítur á leik í öllum þrautunum, nema þeirri síðustu.
Lausnir verða birtar eftir jólin.
Gleðileg jól!
Jólaskákþrautir
4. Hvítur leikur og heldur jafntefli. 5. Hvítur leikur og heldur jafntefli. 6. Svartur leikur og vinnur.
2. Hvítur leikur og heldur jafntefli. 3.Hvítur leikur og vinnur.
Daði Örn Jónsson
Bragi Kristjánsson
1. Hvítur á leik og heldur jafntefli.
UM land allt standa uppbúin veisluborð og bíða gesta sinna. Lesandanum er
vísað til sætis. En ekki við matarborð gómsætra rétta, heldur við grændúkað
spilaborð. Það er sexréttað og svolítið einsleitur matseðill, því lesandinn er
alltaf í hlutverki sagnhafa. Ylvolgt suðursætið bíður, en lausnirnar verða birt-
ar í sérstökum þætti milli jóla og nýárs. (Réttirnir eru sumir nokkuð þung-
meltir, en það er ekki nauðsynlegt að borða þá alla í einu.) Góða skemmtun og
gleðilega hátíð.
Spil 1
Suður spilar fjóra spaða. Útspil
vesturs er hjartatía:
Norður
♠ ÁG106
♥ 7643
♦ Á107
♣Á8
Suður
♠ D9842
♥ D2
♦ KD85
♣D6
Vestur Norður Austur Suður
– 1 tígull 1 hjarta 1 spaði
Pass 2 spaðar Pass 3 tíglar
Pass 4 spaðar Allir pass
Austur tekur fyrsta slaginn með
hjartakóng og skiptir yfir í laufgosa
– drottning, kóngur og ás. Hvernig
er áætlunin?
Spil 2
Suður spilar fjögur hjörtu. Vestur
kemur út með tígulsexu, þriðja/
fimmta:
Norður
♠ KD763
♥ Á9
♦ 74
♣G873
Suður
♠ Á42
♥ DG10862
♦ 105
♣ÁD
Vestur Norður Austur Suður
– – 1 tígull 1 hjarta
2 tíglar Dobl * Pass 3 hjörtu
Pass 4 hjörtu Allir pass
Austur hugsar sig svolítið um, en
tekur síðan slaginn á tígulgosa og
skiptir yfir í spaðaníu. Hvernig á að
spila?
Spil 3
Suður spilar þrjú grönd. Vestur
kemur út með hjartaþrist, fjórða
hæsta:
Norður
♠ 853
♥ Á8
♦ D10764
♣874
Suður
♠ ÁK2
♥ D642
♦ KG
♣ÁKD3
Vestur Norður Austur Suður
– – – 2 grönd
Pass 3 grönd Pass Pass
Pass
Austur fær fyrsta slaginn á kóng-
inn og spilar hjartatíu til baka.
Hvernig er best að spila?
Spil 4
Suður spilar fjóra spaða. Útspil
vesturs er hjartaás:
Norður
♠ KD7
♥ D83
♦ Á84
♣K1065
Suður
♠ ÁG10854
♥ 754
♦ DG
♣Á7
Vestur Norður Austur Suður
– 1 lauf Pass 1 spaði
Pass 1 grand Pass 2 tíglar *
Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar
Pass Pass Pass
Vestur tekur næst á hjartakóng
og spilar þriðja hjartanu, sem austur
trompar (austur átti 96 tvíspil).
Austur spilar spaða hlutlaust til
baka. Trompið er 2-2.
Hver er áætlunin?
Spil 5
Suður spilar fjögur hjörtu. Útspil
vesturs er spaðanía:
Norður
♠ DG8
♥ 742
♦ Á65
♣10872
Suður
♠ Á532
♥ ÁKD106
♦ K9
♣93
Vestur Norður Austur Suður
– – 1 grand Dobl
2 tíglar Pass Pass 2 hjörtu
Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu
Pass Pass Pass
Hver er áætlunin?
Spil 6
Suður spilar sex hjörtu. Útspilið
er tígulkóngur.
Norður
♠ D5432
♥ 742
♦ 53
♣Á85
Suður
♠ ÁG7
♥ ÁKDG103
♦ 4
♣KD7
Vestur spilar tígli áfram í öðrum
slag og suður trompar.
Hvernig þarf spaðinn að liggja til
að sagnhafi fái tólf slagi?
Guðmundur Páll Arnarson
Morgunblaðið/Þorkell
Jólabridsþrautir
JÓLAPAKKAMÓT Taflfélagsins
Hellis er einn af föstu liðunum í skák-
lífinu síðustu helgina fyrir jól, en það
var fyrst haldið árið 1996. Hellis-
menn brugðu ekki út af vananum að
þessu sinni og efndu til veglegs
barnamóts í Borgarleikhúsinu síðast-
liðinn sunnudag í samstarfi við
Kringluna. Teflt var í fjórum flokkum
og voru veitt verðlaun bæði í drengja-
og stúlknaflokkum. Nánast allir
sterkustu skákmenn þjóðarinnar af
yngstu kynslóðinni tóku þátt í
mótinu. Enginn fór í jólaköttinn því
að loknu móti fór fram mikið happ-
drætti auk þess sem allir keppendur
voru leystir út með glaðningi frá Góu.
Alls tóku 117 krakkar þátt í mótinu.
Að þessu sinni átti Fossvogsskóli
flesta keppendur eða tíu talsins. Sjö
komu úr Hlíðaskóla og sex úr Lauga-
lækjarskóla, Laugarnesskóla, Linda-
skóla, Melaskóla og Salaskóla. Mótið
var opið öllum 15 ára og yngri, en
yngsti keppandinn var Aron Elí Sæv-
arsson úr Hlíðaskóla sem er einungis
sex ára gamall. Keppendur komu
víða að af landinu, auk þess sem einn
kom frá Kanada og annar frá Svíþjóð.
Röð efstu manna í flokki fæddra
1988-90:
1. Benedikt Örn Bjarnason (MR) 5 v.
2. Elsa María Hólabrekkusk.) 4 v. (14 st.)
3. Arnar Sig. (Laugalækjask.) 4 v. (12 st.)
4. Gylfi Davíðsson (Réttarholtssk.) 3½ v.
5.-8. Margrét Jóna Gestsdóttir (Kársnessk.),
Atli Freyr Kristjánsson (Hjallask.), Aron
Hjalti Björnsson (Hlíðask.), Þórður Björns-
son (Grundarsk. Akranesi) 3 v.
9. Ólafur Evert (Hagask.) 2½ v.
o.s.frv.
Stúlknaverðlaun í elsta flokki
hlutu:
1. Elsa María Þorfinnsdóttir
2. Margrét Jóna Gestsdóttir
3. Hlín Önnudóttir
Í flokki fæddra 1991-2 fengu eft-
irtalin flesta vinninga:
1. Helgi Brynjars. (Hlíðask.) 4½ v. (14,5 st.)
2. Ingvar Ásbjörns.(Rimask.) 4½ v. (14,5 st.)
3. Bjarni Jens Kristinsson (Hallormsstaðask.
Egilsstöðum) 4 v. (12 st.)
4. Einar Sigurðs.(Laugalækjask.) 4 v. (12 st.)
5. Davíð Þór Jónsson (Garðask.) 4 v. (10 st.)
6.-7. Vilhjálmur Pálmason (Laugalækjask.),
Hallgerður H. Þorsteinsd. (Melask.) 3½ v.
8.-17. Bergsteinn Már Gunnarss. (Há-
teigssk.), Benedikt Sigurlaugss. (Lauga-
lækjask.), Atli Guðjónss. (Salask.), Daði Óm-
arss. (Laugalækjask.), Ívar Örn Jónss.
(Laugalækjask.), Karel Sigurðars. (Foss-
vogssk.), Svavar Freyr Snævarss. (Vogask.),
Kristinn Freyr Bjartmarss. (Breiðagerð-
issk.), Sigríður Oddsd. (Laugarnessk.),
Röskva Vigfúsd. (Laugarlækjask. ) 3 v.
18. Unnur Brynjólfs. (Laugarnessk.) 2½ v.
o.s.frv.
Bestum árangri stúlkna í næst-
elsta flokki náðu:
1. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
2. Sigríður Oddsdóttir
3. Röskva Vigfúsdóttir
Efst í næstyngsta flokki (f. 1993-4)
urðu:
1. Hjörvar Steinn Grétarsson (Rimask. ) 5 v.
2. Sigurður Stefánsson (Fossvogssk.) 4½ v.
3. Ásgeir Mogensen (Kanada) 4 v. (14 st.)
4. Svanberg Páls. (Hvaleyrarsk.) 4 v. (13 st.)
5. Jóhanna Bj. Jóhanns. (Salask.) 4 v. (12 st.)
6. Viktor Jónsson (Fossvogssk.) 4 v. (10 st.)
7. Aron Bjarnas. (Fossvogssk.) 4 v. (10 st.)
8. Ragnar Eyþórsson (Salask.) 3½ v.
9.-19. Andri Steinn Hilmarss.(Lindask.), Ás-
geir Þór Eiríkss. (Salask.), Atli Már Arnars.
(Engjask. ), Jóhann B. Jóhannss. (Hlíðask.),
Helgi Jarl Björnss. (Fossvogssk.), Arnþór
Egill Hlynss. (Salask.), Guðmundur Sig-
urðss. (Laugarnessk.), Karl Árnas. (Flata-
sk.), Guðjón Berg Jónss. (Kársnessk.),
Hrannar Einarss. (Lindask.), Hrafnkell Ás-
geirss. (Fossvogssk.) 3 v.
20. Jón Áskell Þorbjarnars. (Grandask.) 2½
o.s.frv.
Stúlknaverðlaun í þessum flokki
fengu:
1. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
2. Inga Brá Ólafsdóttir
3. Viktoría Sylvía Johnsen
Í yngsta flokki voru þau sem fædd
voru 1995 og síðar. Flesta vinninga
hlutu:
1. Axel Máni Sigurðarson (Digranessk.) 5 v.
2. Ragnar Þór Kjartans. (Álftamýrarsk.) 4 v.
(13 st.)
3. Mikael M. Ásmundson (Landakotssk.) 4 v.
(12 st.)
4. Guðni Björnsson (Lindask.) 4 v. (11 st.)
5.-6. Einar Halldórss. (Digranessk.), Friðrik
Árni Halldórss. (Mýrarhúsask.) 3½ v.
7.-12. Kristján Daði Finnbjörnss. (Vestur-
bæjarsk.), Elísa Margrét Pálmad. (Laugar-
nessk.), Hulda Hrund Björnsd., Ragnar Már
Hanness. (Ölduselssk.), Kári Gunnarss. (Há-
teigssk.), Egill Þór Jóhannss. (Lindask.) 3 v.
13.-15. Árni Gunnar Andras. (Lindask.), Þór-
arinn Birgiss. (Stóra-Vogask.), Alma
Ágústsd. (Melask.) 2½ v.
o.s.frv.
Stúlkurnar stóðu sig vel í þessum
flokki eins og þeim eldri, en bestum
árangri náðu:
1. Elísa Margrét Pálmadóttir
2. Hulda Hrund Björnsdóttir
3. Alma Ágústsdóttir
Edda útgáfa og Bókabúð Máls &
menningar gáfu flesta vinningana á
Jólapakkamóti Hellis. Fjöldi annarra
aðila lagði mótinu lið og þar voru
fremst í flokki Kringlan, Kögun og
Góa. Upplýsingar um mótið er að
finna á heimasíðu Taflfélagsins Hellis
(hellir.is) auk fjölda mynda.
Alþjóðlegt unglinga-
skákmót Hellis
Dagana 27.-31. desember heldur
Taflfélagið Hellir alþjóðlegt ung-
lingaskákmót. Hingað til lands koma
fjórir 13 ára norskir skákmenn sem
munu etja kappi við 12 íslenska ung-
linga, en þar af eru ellefu úr Helli og
einn úr Taflfélagi Garðabæjar. Mótið
er fyrsta alþjóðlega unglingaskák-
mótið sem haldið hefur verið hér á
landi síðan 1986.
Jólahraðskákmót TR
Jólahraðskákmót TR verður hald-
ið laugardaginn 27. desember og
hefst kl. 14. Tefldar verða 5 mínútna
hraðskákir, 2x9 umferðir. Veitt verða
verðlaun fyrir þrjú efstu sætin en sig-
urvegarinn fær auk þess konfekt-
kassa frá Nóa Síríus. Þátttökugjöld
eru kr. 500 fyrir félagsmenn 16 ára
og eldri og kr. 300 fyrir félagsmenn
15 ára og yngri. Utanfélagsmenn
greiða kr. 700 og kr. 400. Allir vel-
komnir og munið að tala jólaskapið
með
Skák í annríki jólanna
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir stýrði happdrætti og verðlaunaafhendingu.
Daði Örn Jónsson
SKÁK
Borgarleikhúsið
JÓLAPAKKAMÓT HELLIS
21. des. 2003
dadi@vks.is