Morgunblaðið - 24.12.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
„SPARISJÓÐIRNIR hafa ríku hlutverki að gegna
og þeir eru ekki á leið út úr íslenskum fjármála-
heimi, aðrir sparisjóðir eru ekki á sömu leið og
SPRON,“ segir Jón Kr. Sól-
nes, formaður Sambands ís-
lenskra sparisjóða (SÍSP). Í
yfirlýsingu frá SÍSP segir,
að áform um að SPRON
verði dótturfyrirtæki Kaup-
þings Búnaðarbanka feli í
sér skýlaust brot á lögum
sem Alþingi Íslendinga hafi sett og jafnframt aðför
að þeim grunni sem starfsemi sparisjóða á Íslandi
hafi hvílt á í hart nær eina öld. Segist sambandið
ætla að skora á Alþingi og ríkisstjórn Íslands að sjá
til þess að þessari aðför að tilvist íslenskra spari-
sjóða verði hrundið.
Vísað er til viljayfirlýsingar stjórnar Sparisjóðs
Reykjavíkur og nágrennis, SPRON, og Kaupþings
Búnaðarbanka þar sem fram komi áform um að
SPRON verði sjálfstætt starfandi dótturfélag
Kaupþings Búnaðarbanka. Í yfirlýsingu SÍSP er
vitnað til laga um viðskiptabanka og sparisjóði. „Í
17. grein laga um viðskiptabanka og sparisjóði segir
orðrétt: „Stofnfjáreigendur hafa ekki rétt til ágóða-
hlutar af rekstrarafgangi sparisjóðs umfram það
sem mælt er fyrir um í lögum þessum.“ Einnig:
„Stofnfjáreigendur skulu einungis njóta arðs af inn-
borguðu stofnfé sínu“.“ SÍSP segir, að frá því lögin
voru sett hafi stjórnvöld, m.a. ráðherra bankamála,
ítrekað lýst þeirri skoðun sinni að halda beri fast við
þann grundvöll sem starfsemi sparisjóðanna byggir
á og hefur gert um áratuga skeið.
„Samkvæmt mati sem stjórn SPRON fól nýlega
óháðum aðila að framkvæma, er verðmæti SPRON
um 7,3 milljarðar króna. Hins vegar hefur komið
fram að verðið sem Kaupþing Búnaðarbanki er
reiðubúinn að greiða fyrir sjóðinn er nokkru hærra,
eða andvirði um 9 milljarða króna í formi nýrra
hluta í Kaupþingi Búnaðarbanka. Þar af er gert ráð
fyrir að um 6 milljarðar króna renni í sérstakan sjóð
en stofnfjáreigendum verði greiddur mismunurinn.
Alls er því áformað að andvirði um þriggja milljarða
króna í formi nýrra hluta í Kaupþingi Búnaðar-
banka komi í þeirra hlut. Að mati SÍSP er ljóst að
áðurnefnd áform ganga gegn ákvæðum laga um
viðskiptabanka og sparisjóði, enda er skýrt í lög-
unum að stofnfjáreigendur eiga einungis að njóta
arðs af innborguðu stofnfé sínu. Sparisjóðirnir í
landinu þjóna á bilinu 60–70.000 viðskiptavinum,
sem er um 26% viðskiptavina á einstaklingsmark-
aði. Ljóst er að gangi umrædd áform SPRON og
Kaupþings Búnaðarbanka fram mun samkeppni á
íslenskum fjármálamarkaði minnka og mun það
hafa neikvæð áhrif á kjör neytenda í för með sér,“
segir í yfirlýsingu SÍSP.
Jón segir að það hafi verið algjör samstaða milli
annarra sparisjóða um að viðskipti með stofnfé eigi
ekki að fara fram á umræddum grundvelli og það
hafi aldrei verið meiningin að hafa sparisjóðina að
féþúfu eða stofnféð að gróðalind.
„Ef SPRON verður 100% í eignarhaldi viðskipta-
banka er eðlilegt að SPRON víki úr samstarfi spari-
sjóða,“ segir Jón. Hann bætir við að SÍSP hafi ný-
lega lokið stefnumótunarvinnu sem hafi staðið allt
árið og nú standi yfir frekari úrvinnsla. Í markaðs-
áætlun sambandsins fyrir árið 2004 hafi verið gert
ráð fyrir því að SPRON myndi hugsanlega hverfa
úr röðum sparisjóða og því megi segja að hinir
sparisjóðirnir hafi brugðist við þessu í sínum áætl-
unum. Hins vegar sé mjög óvarlegt að staðhæfa að
brotthvarf SPRON þýði ákveðna hækkun á verði
sameiginlegs kostnaðar annarra sparisjóða því for-
sendur breytist, verði brotthvarfið að veruleika, og
endurskoða þurfi ýmsa kostnaðarþætti.
Kaup á SPRON sögð aðför að
starfsgrundvelli sparisjóðanna
FJÖLDI stofnfjáreigenda í stærstu
sparisjóðum landsins er mjög mis-
jafn, allt frá 46 og upp í um 1.100.
Stofnfjáreigendur Sparisjóðs
Reykjavíkur og nágrennis, SPRON,
eru um 1.100 og samkvæmt tilboði
Kaupþings Búnaðarbanka fá þeir
samtals um 3 milljarða króna fyrir
stofnfjárhluti sína. Eigið fé SPRON
var um mitt ár tæpir 4 milljarðar
króna.
Stofnfjáreigendur Sparisjóðs
Hafnarfjarðar eru 46 og eigið fé
SPH er tæpir 2,7 milljarðar króna.
Stofnfjáreigendur Sparisjóðs vél-
stjóra eru rúmlega 350 og eigið fé
SPV er rúmir 3,7 milljarðar króna.
Í Sparisjóði Keflavíkur eru um 550
stofnfjáreigendur og eigið fé sjóðs-
ins er tæpir 2,3 milljarðar króna.
Stofnfjáreigendur Sparisjóðs Kópa-
vogs eru um 590 og eigið fé SPK er
tæpar sjö hundruð milljónir króna.
Afar misjafnt er hversu stór hluti
eigin fjár sparisjóðanna er stofnfé
og hversu stór hluti er varasjóður,
eða óráðstafað eigið fé. Hlutfall
stofnfjár af eigin fé er frá 0,3% hjá
SPH upp í 65,5% hjá SPK.
Stofnfjáreig-
endur stærstu
sparisjóð-
anna frá 46
uppí 1.100
GÍSLI Kjartansson, sparisjóðsstjóri
Sparisjóðs Mýrasýslu, segir að salan
á SPRON til Kaupþings Búnaðar-
banka sé áfall. „Þetta er óneitanlega
dálítið áfall í samstarfinu, en ég sé
ekki að þetta hafi nein úrslitaáhrif svo
lengi sem aðrir fylgi ekki í kjölfarið,“
sagði Gísli.
Hann segir að eigið fé sparisjóðsins
sé um 1.100–1.200 milljónir og sjóð-
urinn sé sá fimmti–sjötti stærsti á
landinu. Stofnfjáreigendur eru tveir,
Borgarbyggð með 97% stofnfjár og
Hvítársíðuhreppur með 3%.
„Árið 1993 voru lagðar þrjár millj-
ónir í stofnfé og meira fé hefur ekki
verið lagt inn. Þessar 1.100 milljónir
hafa myndast af rekstri sjóðsins.“
Gísli segir að atburðir mánudags-
ins hafi ekki verið ræddir sérstaklega
ennþá en segir að síðast þegar málið
var rætt hafi verið samþykkt að stofn-
unin væri ekki til sölu. Aðspurður
sagði Gísli að stóru bankarnir væru
þegar búnir að setja sig í samband við
sparisjóðinn vegna þessa máls.
Þjappi sparisjóðunum saman
Guðmundur Steinar Björgmunds-
son, formaður stjórnar Sparisjóðs
Vestfirðinga, telur að mikil umræða
eigi eftir að fara fram á næstu vikum
um málefni sparisjóðanna. Hann hef-
ur áhyggjur af hagsmunum lands-
byggðarsparisjóðanna og segir að
þetta sé stórpólitískt mál. „Þetta er
ekki bara spurning um krónur og
aura. Sparisjóðirnir eru byggðir upp
með öðrum formerkjum en bankarn-
ir. Þeir njóta mikillar velvildar í ein-
staklingsþjónustu og það er kannski
ástæðan fyrir því af hverju bankarnir
eru að ásælast þá.“
Kaupþing Búnaðarbanki er stærsti
stofnfjáreigandi Sparisjóðs Vestfirð-
inga. Á eftir honum koma sveitarfélög
og þá einstaklingar. „Hlutur KB kem-
ur til af því Kaupþing, sem sparisjóð-
irnir áttu, keypti stofnfé af sparisjóð-
unum. Þetta gerðist þegar við
sameinuðum fjóra sparisjóði í einn
hér um árið.“ Guðmundur telur að
SPRON-málið gæti þjappað spari-
sjóðunum saman. „Það er gríðarlegt
afl í sparisjóðunum.“
Á fréttavef vestfirska blaðsins
Bæjarins besta er eftirfarandi haft
eftir Guðmundi um málið: „Þetta bull
í Pétri Blöndal um fé án hirðis hefur
náð eyrum mjög margra því miður.
Spurningin er því hvað verði braskað
með næst. Verða það bæjarsjóðir eða
ríkissjóðurinn sjálfur. Mér sýnist þeir
flokkast undir skilgreiningu Péturs
um fé án hirðis.“
Á vefnum segir Guðmundur það
vera alvarlegast í þessu máli að for-
maður efnahags- og viðskiptanefndar
Alþingis taki með beinum hætti þátt í
þessari græðgisvæðingu þjóðfélags-
ins, eins og það er orðað í blaðinu. Þar
segir hann einnig að í hans huga sé
klárt að þarna sé fólk að selja hluti
sem það á ekki og á hann þar við að
stofnfjáreigendur geti ekki gert kröfu
í annað en sitt framlag til sparisjóð-
anna.
Skorar á stjórnvöld
Jón Björnsson, sparisjóðsstjóri
Sparisjóðs Norðlendinga, segir að
SPRON-salan hafi engin áhrif á sinn
sparisjóð, hvorki eignarlega né
rekstrarlega. Hann segir að málið
hafi verið rætt á stjórnarfundi á
mánudag. „Stofnfjáreigendur hafa
ekki minnsta áhuga á að hagnast per-
sónulega á þessu og skilja ekki þá
hugsun sem liggur að baki því að gera
sér sparisjóðinn að féþúfu eins og ver-
ið er að reyna. Við munum standa
vörð um þessa starfsemi hér eftir sem
hingað til. Í raun hefur þörfin fyrir
sparisjóði aldrei verið meiri. Þar fyrir
utan sjá menn ekki að þetta standist
lögin, og ég sé ekki að fjármálaeft-
irlitið muni samþykkja þetta. Ég
skora á stjórnvöld að grípa í taumana,
því þetta er eignaupptaka fárra á
kostnað almennings.“
Stofnfjáreigendur sparisjóðs Norð-
lendinga eru 80 einstaklingar.
Salan á SPRON kallar á mikla umræðu um sparisjóðina
Áfall fyrir samstarfið
ORKUBÚ Vestfjarða (OV) hefur sótt
um leyfi til umhverfisnefndar Ísa-
fjarðarbæjar fyrir stöðvarhúsi og
fleiri mannvirkjum fyrir botni Tungu-
dals vegna virkjunar Tunguár í Skut-
ulsfirði. Frá þessu er greint á frétta-
vef Bæjarins besta á Ísafirði.
Ef tilskilin leyfi fást ráðgerir OV að
hefja framkvæmdir þegar á næsta
ári. Reiknað er með 670 kw virkjun,
sem jafngildir um helmingi afls virkj-
unarinnar í botni Engidals. Haft er
eftir Kristjáni Haraldssyni, forstjóra
OV, að markmið virkjunarinnar í
Tungudal sé að auka hlut Orkubúsins
í framleiðslu fyrir Vestfirði en tölu-
verð raforka er flutt inn í fjórðunginn.
Fyrirhugað er að 100 fermetra
stöðvarhús verði í botni Tungudals,
skammt frá sumarbústað Lands-
banka Íslands en sunnan Tunguár.
Tækniþjónusta Vestfjarða hefur unn-
ið drög að hönnun hússins þar sem
gert er ráð fyrir að gangandi vegfar-
endur geti skoðað virkjunina í gegn-
um glugga og göngustígur liggi að
stöðvarhúsinu.
Orkubúið
hyggst
virkja í
Tungudal
JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, vill ekki á
þessu stigi tjá sig um hvort eðlilegt
sé að dráttarvextir teljist til tekna og
hafi þ.a.l. áhrif á leiðrétta tekju-
tryggingu öryrkja í kjölfar dóms
Hæstaréttar. Skv. mati Trygginga-
stofnunar teljast dráttarvextir til
fjármagnstekna í skilningi skatta-
laga.
„Ég lagði áherslu á að þetta yrði
borgað út sem fyrst og samkvæmt
gildandi lögum. Þarna er um skatta-
lög að ræða þannig að ég ætla ekki að
tjá mig á þessu stigi um hvernig með
það verður farið, einfaldlega vegna
þess að þau heyra ekki undir ráðu-
neytið,“ segir Jón. Í Morgunblaðinu í
gær sagði formaður Öryrkjabanda-
lagsins ekkert réttlæti í því að helm-
ingur dráttarvaxta af vangreiddri
tekjutryggingu Tryggingastofnunar
skerti bætur til öryrkja.
Heilbrigðisráðherra
um skerðingu bóta
Skattalög
heyra
ekki undir
ráðuneytið
♦ ♦ ♦
ELDRI borgarar á Eskifirði
glöddu vini og ættingja með því að
bjóða þeim í skötu á Þorláksmessu
og Einar Finnsson, bílasmiður, og
fyrirtækið Húsasmiðurinn höfðu
sama hátt á í bifreiðaverkstæðinu
við Hyrjarhöfða í Reykjavík.
Sigtryggur Hreggviðsson er
potturinn og pannan í skötuveisl-
unni á Eskifirði. „Það voru rúm-
lega sjötíu í mat hér í hádeginu, og
ekki hægt að hafa það meira, hús-
næðið takmarkar það,“ segir hann.
„Skötumeistarinn okkar er Vest-
firðingur svo maður skyldi nú
halda að hann kynni að verka
hana. Lyktin verður svo í salnum
eitthvað fram í febrúar, en hjá því
verður bara ekki komist.“ Einar
hefur verið með skötuveislu á
verkstæðinu undanfarin fjögur ár
og segir að um 35 til 40 manns
hafi mætt árlega. „Komi þeir sem
koma vilja og fari þeir sem fara
vilja,“ segir hann.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Einar Finnsson bifvélavirki veiðir skötu úr pottinum á bílaverkstæði sínu uppi á Höfða.
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Sigtryggur Hreggviðsson er potturinn og pannan í skötuveislunni á Eskifirði.
Ættingjum og vinum boðið til skötuveislu