Morgunblaðið - 24.12.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.12.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ármúla 21 • Reykjavík Sími 533 4040 • Fax 533 4041 TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA Netfang: kjoreign@kjoreign.is Heimasíða: www.kjoreign.is Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðnum árum Þið verðið að sýna mér smá þolinmæði, lömbin mín. Maður er nú ekki lengur með konuna á bak við eldavélina. Vetrartalning fuglaáhugamanna Fjörutíu fastir vetrarfuglar Árleg vetrartalningfuglaáhugamannafer fram nk. sunnudag, 28. desember. Hér er um talsvert um- fangsmikla rannsóknarað- gerð að ræða sem byggist á starfi sjálfboðaliða. Hef- ur vetrartalningin farið fram á hverjum vetri, um þetta leyti, í rúmlega hálfa öld. Utan um vetrartaln- inguna hefur Ævar Peter- sen haldið en hann er for- stöðumaður Reykja- víkurseturs Náttúrufræðistofnunar. – Hvenær hófust þessar talningar og af hvaða til- efni, Ævar? „Fyrsta talningin var fyrir 52 árum. Formúlan er frá Bandaríkjunum og það var starfsmaður bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli sem kynnti hana fyrstur hér á landi. Þessi Bandaríkjamaður var vinur Finns Guðmundssonar fuglafræð- ings og kom hann þessu á fót hér á landi. Þetta var auðvitað smátt í sniðum í byrjun, en hefur vaxið fiskur um hrygg í gegnum árin.“ – Hvert er umfangið í dag? „Í dag eru talningarsvæðin nærri eitt hundrað talsins. Þau eru mjög misstór og þau eru um land allt. Langalgengast er að talningarsvæði séu með sjávar- strönd, en þónokkur eru einnig inn til landsins. Eðli málsins sam- kvæmt er net talningarsvæða þéttara á suðvesturhorninu en annars staðar og má vissulega kalla það ójafnvægi, en stað- reyndin er sú að á þessu svæði búa flestir landsmanna. Að sama skapi eru nokkuð þétt net í kring- um helstu þéttbýliskjarnana, s.s. Akureyri, Húsavík, Akranes, Höfn í Hornafirði og Vestmanna- eyjar. Suðvesturhluti landsins er svo vel afgreiddur, að heita má að hver metri frá Þjórsárósum og upp í Melasveit sé yfirfarinn. Það eru smágöt, en talningarsvæði eru að jafnaði 3 til 5 kílómetrar og segir það nokkuð um þann fjölda talningarmanna sem kemur við sögu.“ – En þetta er nú tæplega mikill hluti strandlengjunnar? „Nei, það er alveg rétt, þetta eru aðeins 4% strandlengjunnar og það má alveg láta þau boð út ganga að við tökum vel á móti öll- um þeim sem vilja koma að þessu starfi og vinna með okkur.“ – Það halda margir að það sé hér ekkert nema snjótittlingar og hrafnar á veturna, hvaða fugla er- uð þið að telja? „Það er löngu afsannað að það hverfi allir fuglar héðan á haustin. Það hafa sést talsvert á annað hundrað tegundir í talningum okkar og um fjörutíu tegundir mynda þennan fasta grunn sem við getum kallað íslenska vetrar- fugla. Sumir þeirra eru sárasjald- fgæfir, t.d. hrossagaukur, en það er alltaf einn og einn. Mest er hins vegar jafnan af æðarfugli og máf- ar eru auðvitað geysi- lega áberandi. Svo mega menn ekki gleyma því, að það geta fleiri fuglar talist til ís- lenskra fugla heldur en þeir sem verpa hér og dvelja í stuttan tíma. Hingað koma t.d. fuglar til vetrardvalar og eru hér áberandi og algengir eftir atvik- um. Dvelja samkvæmt því lengur í landinu heldur en hefðbundnir farfuglar. Dæmi um slíka fugla eru bjartmáfur og gráhegri.“ – Eftir hverju eruð þið að slægjast með þessum talningum? „Það má segja að tilgangurinn sé tvíþættur. Í fyrsta lagi átti að finna út hvaða fuglategundir hér væri að finna að vetrarlagi. Það má vera að mólendi til landsins tæmist af fuglalífi, en það sama á ekki við um strendur landsins. Í öðru lagi var af stað farið til að kanna tíðni tegundanna og fjölda fugla. Í framhaldi af því sáu menn sér leik á borði að nota slíkar töl- ur til að fylgjast með fjölgun eða fækkun í einstökum stofnum. Við getum kallað það vissa tegund af vöktun og þá ekki endilega ein- göngu á íslenskum varptegundum eins og ég gat um áðan“ – Geturðu nefnt dæmi um hvernig talningar hafa nýst í vöktunarskyni? „Gott dæmi um það er mikil fækkun í svartbaksstofninum á Íslandi. Hann er staðfugl og fækkun hans sést mjög vel í taln- ingunum. Honum hefur fækkað svo mjög að hann var settur á vá- lista árið 2001. Annað gott dæmi varðar t.d. himbrimastofninn. Himbriminn er einn af okkar sjaldgæfustu fuglum. Það eru kannski aðeins um 300 varppör og stofn upp á hugsanlega eitt þús- und fugla. Í talningum hefur kom- ið í ljós að hugsanlega fjórðungur stofnsins hefur vetursetu á hafinu við strendur landsins. Á talning- arsvæði mínu til fjölda ára, frá Höfnum að Hafnabergi, hef ég talið allt að 170 fugla. Hugsanlegt er að eitthvað af þessum him- brimum eigi heimkynni í Græn- landi, en stofninn þar er líka lítill. Þegar við höfum þessar tölur og staðsetningar, liggur fyrir sú mikla hætta sem steðjað getur að stofninum ef eitthvert slys verður á þessum slóðum, olíuslys eða því- umlíkt. Það gæti valdið afhroði stofnsins. Svona upplýsingar gef- ur vetrartalningin.“ – Hverjir eru þessir talningar- menn? „Fuglafræðingar eru afar fá- menn stétt. Mest eru þetta áhugamenn um fuglaskoðun, líf- ríki og náttúru.“ Ævar Petersen  Ævar Petersen er fæddur í Reykjavík 15. janúar 1948. Hann er með próf í dýrafræði frá Há- skólanum í Aberdeen frá 1973 og doktor í fuglafræði frá Háskól- anum í Oxford 1981. Hóf störf við Náttúrufræðistofnun 1962, fast- ráðinn þar 1978. Var ýmist deild- arstjóri eða forstöðumaður þar á bæ um árabil, en eftir reglugerð- arbreytingar 1992 hefur hann verið forstöðumaður Reykjavík- urseturs Náttúrufræðistofnunar. Eiginkona Ævars er Sólveig Bergs og eiga þau tvö uppkomin börn, Önnu Björgu og Magnús Helga, og tvö barnabörn. Talningin nýtist í vökt- unarskyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.