Morgunblaðið - 24.12.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.12.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 11 M ikillar óánægju gætir innan Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar með að ákvæði kjarasamnings félagsins um starfsmat og hæfnislaun skuli ekki vera komin til framkvæmda. Samningurinn gerði ráð fyrir að greitt yrði eftir starfsmati 1. des- ember 2002, en nú er ljóst að það frestast fram á næsta ár. Nokkrir félagar í Starfsmannafélaginu ætla að leita aðstoðar lögmanns og eftir atvikum til dómstóla ef ekki verð- ur fljótlega staðið við ákvæði kjarasamningsins. Þetta mál á sér talsvert langan aðdraganda, en vorið 1998 sömdu Reykjavíkurborg og Starfsmanna- félag Reykjavíkurborgar um að endurskoða launakerfi félagsins í samræmi við ákvæði gildandi kjarasamnings og „taka upp starfs-, hæfnis- og árangurslaun í áföngum“. Þróað var séríslenskt kerfi, sem kallað var HERA, en sérfræðihópur samningsaðila sem hafði það hlutverk að ganga úr skugga um gæði kerfisins réð frá því að það yrði notað. Áhugi var engu að síður hjá samningsaðilum að halda áfram að þróa starfsmats- kerfi og í kjarasamningum sem gerðir voru í ársbyrjun 2001 var samþykkt að greiða laun á grund- velli starfsmats og svokallaðra hæfnislauna. Leitað var fyrir- myndar í breskt starfsmatskerfi sem tekið var í notkun fyrir starfs- menn breskra sveitarfélaga árið 1997. Undirbúningurinn tók fjögur ár en átti að taka tvö ár Samningsaðilar sömdu um að taka tæplega tvö ár í að ljúka und- irbúningi starfsmatsins og að það tæki gildi 1. desember 2002. Jafn- framt varð samkomulag um að láta kjarasamninginn gilda til 30. nóv- ember 2005 og voru þau rök færð fyrir svo löngum samningstíma að nauðsynlegt væri að fá reynslu á nýtt starfsmatskerfi áður en samið yrði að nýju. Í lok nóvember til- kynntu samningsaðilar að vinna við starfsmatið hefði tekið lengri tíma en vænst var og því tæki það ekki gildi 1. desember eins og mið- að hafði verið við. Í bókun sem fulltrúar borgarinnar og Starfs- mannafélagsins gerðu 28. nóvem- ber í fyrra segir að knúið verði á um verklok á forprófun á nýju starfsmatskerfi fyrrihluta mars- mánaðar 2003, en að öðru leyti eru engar tímasetningar settar um hvenær farið verði að greiða laun á grundvelli nýs kerfis. Um miðjan þennan mánuð til- kynntu samningsaðilar að ekki yrði hægt að greiða út laun á grundvelli starfsmatsins fyrir ára- mót. Í fundargerð starfsmats- nefndar frá 17. desember kemur fram að búið sé að taka um 300 starfsmannaviðtöl við einstaklinga, en slík viðtöl eru tekin eftir að bú- ið er að ljúka við gerð sjálfs starfs- matskerfisins. Á grundvelli viðtal- anna er starfsmönnum raðað inn í nýja kerfið. Í fundargerðinni kem- ur jafnframt fram að starfsmanna- viðtöl verði tekin upp að nýju eftir áramót, „og er gert ráð fyrir að þeim verði ekki endanlega lokið fyrr en á öðrum ársfjórðungi 2004.“ Miðað við stöðu málsins í dag er ljóst að vinnu við starfsmatið verð- ur tæplega endanlega lokið fyrr en í fyrsta lagi næsta vor. Þá hefur vinna við undirbúning málsins staðið í um fjögur ár. Launin hafa hækkað um 16,4% frá ársbyrjun 2000 Frá ársbyrjun 2000 til maí 2003 hækkuðu laun félagsmanna í Starfsmannafélagi Reykjavíkur- borgar um 16,4%, en á sama tíma hækkuðu laun allra félagsmanna í BSRB um 31,4%. Verulegrar ólgu er því farið að gæta innan félags- ins með hvað hægt gengur að koma launabótum til félagsmanna. Nokkrir félagsmenn í Starfs- mannafélaginu hafa ritað félaginu bréf þar sem óskað er eftir grein- argerð þar sem fram komi skýr- ingar á því hvers vegna félagið hafi ekki mótmælt kröftuglega því að starfsmats- og hæfnislaunakerfi sé ekki enn komið til fram- kvæmda. Jafnframt segir að verði ekki breyting á muni undirritaðir félagsmenn óska eftir aðstoð lög- manns við að koma ákvæðum kjarasamningsins sem enn hafi ekki komið til framkvæmda í gildi. Tekið er fram að eftir atvikum verði leitað til dómstóla með málið. Jafnframt kemur fram í bréfinu að það sé sent án samráðs við Starfs- mannafélagið. Borgin að skoða tillögur um að hraða launabótum Fulltrúaráð Starfsmannafélags- ins samþykkti 15. desember sl. ályktun þar sem þess er krafist að Reykjavíkurborg standi nú þegar við gerða kjarasamninga varðandi hæfnislaun. Sjöfn Ingólfsdóttir, formaður Starfsmannafélagsins, sagðist ekki getað tjáð sig mikið um þetta bréf félagsmannanna. Það væri félaginu óviðkomandi. Hún sagðist hins vegar geta staðfest að mikil og vaxandi óánægja væri innan fé- lagsins með að starfsmatskerfið skyldi ekki vera komið til fram- kvæmda. Vinna við kerfið hefði reynst mun tímafrekari en reiknað hefði verið með. Félagið væri að sjálfsögðu mjög óánægt með það, en félagið hefði hins vegar ekki ástæðu til að ætla annað en að borgin ætlaði að taka um starfs- matskerfi eins og lofað hefði verið. Sjöfn sagði að félagið hefði ásamt fulltrúum Eflingar og Tæknifræðingafélagi Íslands, sem einnig hafa samið um starfsmat, rætt við stjórnendur borgarinnar fyrr í þessum mánuði. Lagðar hefðu verið fram tillögur um hvernig mætti bregðast við þeirri töf sem orðið hefði á framkvæmd samningsins. Hún sagðist ekki geta rætt tillögurnar efnislega, en þær gengju út á að koma kjarabót- um sem fyrst til félagsmanna. Óánægju gætir innan Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar með tafir við gerð starfsmatskerfis Félagsmenn hóta að leita til dómstóla Ákvæði kjarasamnings Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar um starfsmat, sem átti að taka gildi 1. desem- ber í fyrra, mun ekki koma til framkvæmda fyrr en á næsta ári. Félagið hefur krafist þess að borgin bæti fé- lagsmönnum þessa töf. Morgunblaðið/Ómar Starfsmenn Reykjavíkurborgar telja að of langan tíma hafi tekið að koma ákvæði kjarasamnings Starfsmannafélagsins um starfsmat í framkvæmd. Heimsferðir bjóða borgarævintýri til fegurstu borga Evrópu á hreint frábærum kjörum með beinu flugi næsta vor. Allsstaðar nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar sem eru á heimavelli á söguslóðum, og bjóða spennandi kynnisferðir á meðan á dvölinni stendur. Njóttu lífsins og kynnstu mest spennandi borgum Evrópu, mannlífi og menningu og einstöku andrúmslofti og upplifðu ævintýri næsta vor. Vorið í fegurstu borgum Evrópu frá kr. 25.550 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Kraká – Pólland 25. mars 4 nætur Ein fegursta perla Evrópu, stórkostlega falleg borg og fegursta borg Póllands. Hér er ótrúlega heillandi mannlíf innan um aldagamlar byggingar, kirkjur, kastala og söfn. Einstakt tækifæri í beinu flugi til Kraká. Verð kr. 36.950 Budapest Apríl - maí 22., 25., 29. apríl 3. maí Borg sem hefur heillað Íslendinga, sem nú flykkjast til Budapest, enda er hún fegurst á vorin og einstök upplifun að sjá hana í blóma þegar mannlífið er hvað fegurst á þessum tíma árs. Glæsileg hótel í hjarta Budapest. Verð kr. 28.550 Flugsæti til Budapest, 25. apríl. Gildir frá sunnudegi til fimmtudags. Prag Mars - apríl Fimmtud. og mánud. 3, 4 eða 7 nætur Vinsælasti áfangastaður Íslendinga sem hafa tekið ástfóstri við borgina. Hún á engan sinn líka og auðvelt að gleyma sér í þröngum götum sem geyma aldagamla sögu og fegursta bæjarstæði Evrópu. Verð kr. 25.550 Flugsæti til Prag. M.v. brottför 15. mars, með 8.000 kr. afslætti. Skattar innifaldir. Gildir frá mánudegi til fimmtudags. Barcelona 3. apríl - 4 nætur 21. apríl - 4 nætur - aukaflug Töfrandi borg og vinsælasta borg Spánar. Barrio gotico, gamli hlutinn er einstakur og stórkostlegur tími til að kynnast fegurð þessarar tískuborgar Spánar. Úrvalshótel Heimsferða í hjarta borgarinnar ásamt spennandi kynnisferðum með fararstjórum Heimsferða. Verð kr. 36.550 Flugsæti til Barcelona með sköttum. Flugsæti fyrir fullorðinn með sköttum. Völ um 3 og 4 stjörnu hótel. Ekki innifalið: Forfallagjald, kr. 1.800, valkvætt. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Sorrento - Ítalía 12. maí 6 nætur – beint flug Einn fegursti staður Ítalíu, sem sló í gegn síðasta haust með beinu flugi Heimsferða. Hér kynnist þú Napolí, Sorrento, Amalfi ströndinni og eyjunni Capri, ótrúlegri náttúrufegurð og menningu sem unun er að dvelja í. Kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða sem gjörþekkja þessar slóðir. Verð frá kr.39.950 Flugsæti til Napolí með sköttum. Beint flug ÁTTA þingmenn voru fjarstaddir lokaatkvæðagreiðslu frumvarps- ins um eftirlaun æðstu embættis- manna á Alþingi í síðustu viku. Fimm þeirra voru á fundum í Sviss á vegum þingmannanefnd- ar EFTA. Það eru þingmennirnir: Össur Skarphéðinsson, Samfylkingu, Lúðvík Bergvinsson, Samfylk- ingu, Gunnar Birgisson, Sjálf- stæðisflokki, Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, og Birkir J. Jónsson, Framsóknar- flokki. Þau þrjú sem einnig voru fjar- stödd eru: Kolbrún Halldórsdótt- ir, þingmaður Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs, sem var að flytja erindi á ráðstefnu er- lendis, Drífa Hjartardóttir, Sjálf- stæðisflokki, sem var erlendis af persónulegum ástæðum, og Ein- ar K. Guðfinnsson, Sjálfstæðis- flokki, sem ekki gat sótt þing- fund af óviðráðanlegum persónulegum ástæðum. Umrætt frumvarp var sam- þykkt á mánudaginn í síðustu viku og daginn eftir var ítarlega greint frá því í Morgunblaðinu hvernig atkvæði féllu. Þeir sem voru fjarstaddir at- kvæðagreiðsluna voru taldir upp en ekki kom fram af hvaða ástæðum þeir voru fjarverandi. Lokaatkvæðagreiðsla um eftirlaunafrumvarp Á fundi í Sviss á vegum EFTA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.