Morgunblaðið - 24.12.2003, Blaðsíða 19
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 19
BINYAMIN Shilon, 78 ára gyðing-
ur, hélt í tæp sextíu ár að systir sín
væri á meðal sex milljóna gyðinga
sem nasistar drápu í helför gyðinga.
Nú faðmar hann systur sína og
grætur af gleði.
Shilon, 73 ára systir hans, Shos-
hana November, og tveir bræður
þeirra voru aðskilin í Póllandi á
fjórða áratug aldarinnar sem leið.
Eftir að síðari heimsstyrjöldin hófst
gekk Shilon í sovéska herinn en
systir hans var send í útrýming-
arbúðir nasista í Auschwitz í Pól-
landi.
Þau komust lífs af og seinna
fluttu þau búferlum til Ísraels en
vissu ekki hvort af öðru. Þau héldu
bæði að þau hefðu misst alla fjöl-
skyldu sína í helför gyðinga.
Þau komust ekki að sannleik-
anum fyrr en á föstudaginn var þeg-
ar bandarískur frændi þeirra fór
með November til Yad Vashem,
helfararminnismerkisins í Jerúsal-
em, til að kanna upplýsingar frá
öðrum gyðingum sem lifðu af hel-
förina. Þá komst November að því
að Shilon er enn á lífi og býr í ná-
lægri borg í Ísrael.
Þetta kvöld talaði hún við bróður
sinn í fyrsta skipti frá 1938. „Ég
trúi þessu ekki enn,“ sagði Novem-
ber.
Saga systkinanna hefur vakið
mikla athygli í Ísrael og litla stofan í
íbúð November í Bnei Brak, útborg
Tel Aviv, hefur verið full af gestum
síðustu daga. Systkinunum hefur
varla gefist tími til að vinna upp að-
skilnaðinn og segja hvort öðru frá
því sem á daga þeirra hefur drifið
frá æskuárum þeirra í Póllandi,
þegar þau hétu Bronik og Ruja
Szlamowicz.
Slapp naumlega við gasklefann
November var barn þegar fjöl-
skylda hennar tvístraðist. Hún
dvaldi í mörg ár á munaðarleys-
ingjahæli Janusz Korczaks, sem
varð seinna frægur fyrir fórna lífi
sínu fremur en að yfirgefa mun-
aðarlausu börnin í gyðingahverfinu
í Varsjá.
Þegar nasistar réðust inn í Pól-
land 1939 skutu Gestapo-menn föð-
ur systkinanna til bana á heimili
hans. November var flutt í gyðinga-
hverfið í Krakow og dvaldi þar hjá
stjúpmóður sinni. Litla stúlkan
slapp um tíma við útrýmingarbúð-
irnar, fyrst með því að heilla lög-
reglumann nasista og seinna með
því að fela sig inni á kamri þegar
íbúar gyðingahverfisins voru fluttir
í búðirnar, að sögn ættingja systk-
inanna.
Litlu munaði að November end-
aði ævina árið 1943 þegar hún var
flutt til Auschwitz og færð í biðröð
þeirra sem áttu að deyja í gasklefa.
Ókunnugur maður bjargaði henni
með því að ýta henni í röð þeirra
sem fengu að lifa.
Um þrjár milljónir pólskra gyð-
inga, eða 90% gyðinganna sem
bjuggu í landinu fyrir stríðið, voru
drepnar í útrýmingarherferðinni.
November var brátt send aftur til
stjúpmóður sinnar, sem hún segir
að hafi orðið „vond kona“ í stríðinu.
Stjúpan var þá hjúkrunarkona á
sjúkrahúsi Josefs Mengele, ill-
ræmds læknis nasista sem varð
þekktur fyrir tilraunir sínar á ung-
um gyðingatvíburum. November
var í vinnubúðum þegar stríðinu
lauk.
Gekk í her Stalíns
Fyrstu ár stríðsins starfaði Shil-
on sem kyndari á fljótaskipi á
yfirráðasvæði Sovétmanna í austan-
verðu Póllandi. Hann særðist þegar
Þjóðverjar gerðu sprengjuárás á
skipið og var sendur til borgarinnar
Mínsk. Eftir dvöl á sjúkrahúsi fór
hann fótgangandi í gegnum þrjár
borgir og tók lest til Síberíu.
„Ég vildi losna við átökin,“ sagði
Shilon við blaðamann AP.
Hann var þá sautján ára og eftir
að hafa starfað vetrarlangt við járn-
smíði áttaði hann sig á því að hann
yrði að berjast gegn nasistum.
Hann þóttist vera Rússi og gekk í
her Jósefs Stalíns. Árið 1943 var
hann orðinn liðþjálfi og sendur til
Úkraínu. Eftir að hafa barist þar og
í Rúmeníu í tvö ár var hersveit hans
send til Póllands í byrjun ársins
1945 með þau fyrirmæli að frelsa
Auschwitz.
Enginn möguleiki var á því að
systkinin hittust aftur fyrstu árin
eftir að stríðinu lauk. Shilon varð
úrkula vonar um að hann myndi
hitta aftur móður sína, systur og tvo
bræður.
November var í Þýskalandi í þrjú
ár eftir að stríðinu lauk og fór til
Palestínu skömmu áður en Ísrael
varð sjálfstætt ríki árið 1948. Hún
vildi ekki fara með stjúpmóður sinni
til Kanada.
Shilon fluttist úr landi árið 1957
til Tivon, nálægt Haifa, þegar
gyðingahatur tók að blossa upp aft-
ur í Póllandi.
Það var ekki fyrr en á föstudag-
inn var sem dóttursonur November
hringdi í Shilon og spurði hvort
hann hefði átt systur sem hét Ruja
og hvort hann vildi hitta hana.
Systkinin töluðu tvisvar saman í
síma þetta kvöld og hittust daginn
eftir í fyrsta skipti í 65 ár. Þau
sögðu hvort öðru hvað á daga þeirra
hafði drifið í öll þessi ár og kveiktu á
Hanukkah-kertum. November
komst að því að hún er tveimur ár-
um eldri en hún hélt.
„Það er erfitt að útskýra tilfinn-
ingar okkar núna,“ sagði Shilon.
„Það er erfitt að mæla það sem við
höfum endurheimt. Það er allt
hérna inni. Það er ekki hægt að út-
skýra þetta.“
Systkini sameinast
eftir 65 ára aðskilnað
Binyamin Shilon og Shoshana November lifðu af helför
gyðinga og héldu að þau hefðu misst alla fjölskyldu sína
AP
Shoshana og bróðir hennar, Binyamin, skoða myndir frá bernskuárum sín-
um í Póllandi. Þau hittust á laugardag eftir meira en sex áratuga aðskilnað.
’ Þau fluttu bæðibúferlum til Ísraels
en vissu ekki hvort
af öðru. ‘
Bnei Brak. AP.