Morgunblaðið - 24.12.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.12.2003, Blaðsíða 46
UMRÆÐAN 46 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga sendir sjóðsfélögum sínum og samstarfsaðilum hugheilar jóla- og nýárskveðjur með ósk um farsæld á komandi ári. ÍSLENDINGAR hafa gegnum tíðina sett heimsmet á mörgum sviðum; í aflraunum, fegurð, dansi, sundi … og ásamt Norðmönnum eigum við heimsmet í áfeng- isskattlagningu. En hvað orsakar þetta háa áfengisverð, hver er að okra á neyt- endum? Er það hinn erlendi birgir, heild- salinn eða er það álagning ÁTVR sem heldur verðinu uppi? Ekkert af ofan- greindu er rétt! Held- ur er það ríkið sem græðir á tá og fingri á kostnað neytandans. Rík- issjóður leggur svokallað áfengis- gjald á allt áfengi sem orsakar hið háa áfengisverð. Sem dæmi renna allt að 81,5% af verði vodkaflösku beint í ríkiskassann. Áfengisgjaldið ákvarðast af alk- ahólmagni vökvans, því sterkari sem vökvinn er því hærra er áfeng- isgjaldið. Af hverjum sentilítra öls renna 58,70 kr. til ríkisins, af víni renna 52,80 kr. og af öðru áfengi renna 66,15 kr. af hverjum sl. til ríkisins. Samkvæmt fjárlaga- frumvarpi fyrir árið 2004 mun áfengisgjaldið hala inn sjö millj- arða í ríkiskassann sem segir sína sögu um ofurskattlagningu á áfengi hér á landi. Í löndunum í kring- um okkur er verið að lækka áfengisgjöldin. Eftir að Danir lækk- uðu áfengisskattinn um 45% 1. október sl. hefur jafnvel verið tal- að um dómínóáhrif á Norðurlöndum. Finn- ar munu lækka áfeng- isgjaldið um 35% 1. mars 2004. Svíar stefna að lækkun næsta sumar, Norðmenn lækkuðu áfengisgjaldið um 10% í janúar 2003 og stefna að enn frekari lækkunum. Íslendingar hækkuðu hins vegar áfengisgjöld um 15% af sterku áfengi 1. desem- ber 2002. Hafsteinn Þór Hauksson skrifaði grein í MBL 12. desember síðast- liðinn þar sem hann fjallar um að afnema beri einkarétt ríkisins á sölu áfengis. Að sjálfsögðu á ríkið ekki að vera að standa í verslunar- rekstri þegar einkaaðilar geta gert það jafnvel eða betur. En hvað um áfengisverðið? Er það endilega öruggt að verð á áfengi lækki fari það í verslanir? Svarið við þessu er nei! Að öllu öðru óbreyttu hækkar að öllum líkindum verð á áfengi fari það í verslanir. Sem fyrr segir, hátt áfengisverð á Íslandi liggur í áfengisgjaldinu – álagning ÁTVR er hins vegar lág. Sterkt vín ber 6,75% álagningu og 13% er lagt á bjór og léttvín. Hvaða verslun er stætt á því að bjóða svo lága álagn- ingu? Samtök verslunarinnar telja það því algjöra frumforsendu að lækka áfengisgjaldið áður en áfengiseinokunin verður afnumin. Þá fyrst er svigrúm fyrir kaup- menn að selja áfengi í verslunum sínum. Lækkum áfengisgjaldið Guðmunda Smáradóttir skrifar um svokallað áfengisgjald ’Ríkissjóður leggursvokallað áfengisgjald á allt áfengi, sem orsakar hið háa áfengisverð. ‘ Höfundur er verkefnisstjóri hjá Sam- tökum verslunarinnar. Guðmunda Smáradóttir Í FJÖLMIÐLI á dögunum var haft eftir Hjörleifi Jakobssyni for- stjóra Olíufélagsins ehf. (Esso) að fyrirtækið lækkaði sérstaklega verð sitt á díslilolíu þar sem Atlantsolía seldi eldsneyti í ná- grenninu. Sagði hann ástæðuna vera þá að þetta væri eitt af þeirra skrefum í sam- keppninni við að tryggja viðskiptavin- um Olíufélagsins elds- neyti á hagstæðu verði. Þessi orð Hjör- leifs hafa verið und- irrituðum, sem mark- aðsstjóra Atlantsolíu, nokkuð hugleikin. Hjörleifur talar þarna um samkeppni og að Esso vilji taka þátt í henni. Fyrir við- skiptavini Olíufélags- ins hlýtur þetta að vera fagnaðarefni en jafnframt hljóta þeir að spyrja hvar sam- keppni þeirra sé ann- ars staðar á höf- uðborgarsvæðinu. Viðskiptavinum mismunað Í dag mismunar Esso viðskiptavinum sínum þannig að Reykvík- ingar greiða t.d. 7–9% hærra verð en Hafn- firðingar fyrir lítrann af díselolíu eða 40,80 kr. miðað við 37 kr. á tveimur Esso-stöðvum í Hafn- arfirði. Ef markmið Esso er að vinna að hagsmunum neytenda og við- skiptavina því hefur fyrirtækið ekki auglýst þetta góða verð? Fyrir Olíu- félagið ætti þetta að skipta miklu máli í baráttunni við að efla sam- keppnina og fjölga viðskiptavinum. En fyrst að verðið er hvergi kynnt hver er þá ástæðan og að sama skapi hvers vegna getur Olíufélagið ekki boðið upp á sama verð t.d. í Reykja- vík? Það er skoðun und- irritaðs að ástæður verðlækkana hjá Olíu- félaginu í Hafnarfirði séu ekki komnar til af umhyggju þeirra fyrir hagstæðu verði til handa viðskiptavinum sínum. Ástæðan er ein- föld og augljós: það má ekki gerast að nýtt olíu- félag nái að hasla sér völl og til þess skal miklu kosta. Atlantsolía hækkaði ekki Einhverjir kunna að segja að þarna sé frjáls samkeppni í hnotskurn. Vissulega má færa rök fyrir slíku en málið er ekki svo einfalt. Á Ís- landi hefur ríkt fá- keppni á eldsneytis- markaði og gerir enn þar sem Atlantsolía hef- ur ekki þjónustustöð. Til marks um breytt samkeppnisumhverfi má nefna að Olíufélagið, stærsti innflutningsaðili eldsneytis á landinu, til- kynnti verðhækkun á eldsneyti í nóvember en einungis 80 klst. síðar dró fyrirtækið hækkunina til baka. Ekki þarf að orðlengja þann tugmilljóna kostnað fyrir almenning og útgerðafélög ef Olíufélagið/Esso hefði ekki aftur- kallað hækkunina. Atlantsolía eitt félaga taldi ekki þörf á hækkun, bauð áfram lítrann af dísilolíu á 35 kr. og lítrann af skipagasolíu á 26 kr. og þurfti ekki meira til. Fram til þessa hafa samkeppnisaðilar sungið sama tón í hækkunum sem og lækk- unum og hefur takturinn verið að jafnaði einn mánuður og mun lengur hefur tekið að lækka en hækka. Valdið er neytenda Fyrir neytendur er mikilvægt að nýr aðili nái fótfestu á eldsneytismark- aði. Valdið er þeirra og að sama skapi er mikilvægt að þeir opni aug- un og sjái í gegnum misnotkun á hugtaki því sem kallast samkeppni. Fyrir Reykjavíkurborg er einnig kappsmál að hlutast til um lóðir fyrir Atlantsolíu og staðreynd að hagur íbúa vænkast þar sem ríkir sam- keppni um eldsneytisverð. Smá um samkeppni Hugi Hreiðarsson fjallar um olíuinnflutning Hugi Hreiðarsson ’Ástæður verð-lækkana hjá Ol- íufélaginu í Hafnarfirði eru ekki komnar til af umhyggju þeirra fyrir hag- stæðu verði til handa við- skiptavinum sínum.‘ Höfundur er markaðsstjóri Atlantsolíu. ÞAÐ ER undarlegt að fylgjast með hinum ýmsu læknum leggja mikla vinnu þessa dagana í að uppfræða alþjóð um að höfuðhögg séu slæm og í sömu andránni skamma þingmenn fyrir að afnema bann við hnefaleikum. Halda umræddir læknar að þeir séu að segja frá áður óþekktum sannleik? Þeir eru fáir sem telja að höfuðhögg styrki líkama og sál og séu hið besta mál. Hnefaleikamenn sem og aðrir íþróttamenn átta sig á því að höf- uðhögg geti leitt til ýmissa meiðsla og áverka, en þetta er áhætta sem þeir eru tilbúnir að taka. Frelsið fótum troðið Öll viljum við njóta frelsis til at- hafna. Sumir vilja ganga á fjöll á góðviðrisdögum, aðrir ganga lengra og stunda ísklifur, margir keppa í kappakstri eða hesta- íþróttum og enn aðrir spila bridds eða bingó. Á þessu má glögglega sjá að áhugamál fólks eru marg- vísleg. Áhættan sem felst í áhuga- málunum er ólík og sýnir fjöldi þeirra sem stunda hvert áhugamál mjög vel að almennt sækir fólk í áhættuminni áhugamál. Að klífa upp þverhníptar fjallshlíðar að vetrarlagi eða ganga í makindum upp á Esjuna á sumardegi er aug- ljóslega ekki það sama. Áhættan er mjög ólík og möguleikar á meiðslum misjafnir. Það sem máli skiptir er að hver og einn ákveður sjálfur hvaða áhættu hann er reiðubúinn að taka. Rangt er að þröngva ákveðnum gildum upp á aðra. Það er ekki hlutverk Alþing- is að setja lög sem hindra fólk í að stunda það áhugamál sem það sjálft kýs, því var það glæsilegur og lofsam- legur verknaður að heimila hnefaleika. Frelsi til að velja er grunnréttur hvers og eins. Að reisa múra Það sem einum finnst stórhættulegt, rangt og ósiðlegt finnst öðr- um vera sjálfsagt að gera. Að stunda hnefaleika með sam- þykki beggja aðila, dansa við tónlist án klæða, eða stunda fjárhættuspil þar sem allir aðilar eru samþykkir skaðar engan nema hugsanlega þá sem taka þátt í áðurnefndum at- burðum. Hafi þeir valið að taka þátt er þeim áhættan ljós og bera því sjálfir hugsanlegan ávinning eða skaða af ákvörðun sinni. Því má ekki gleyma að þeir geta einn- ig valið áhættuminni áhugamál kjósi þeir svo að gera. Það væri vert að athuga hvort áðurnefndir læknar hafi gengið á fjöll eða stig- ið á skíði? Vita þeir ekki úr sínu starfi hversu slæm meiðsl geta af því hlotist? Það er rangt að reyna að stýra áhugamálum fólks með lagasetningu. Í ljósi þess er ekki úr vegi að minnast orða þýska prestsins Martins Niemöllers, sem ofsóttur var af nasistum í seinni heimstyrjöld og haldið föngnum fyrir skoðanir sínar: „Fyrst tóku þeir kommúnistana, en ég var ekki kommúnisti svo ég sagði ekk- ert. Svo tóku þeir sósíalistana og félaga í verkalýðshreyfingum, en ég var hvorugt svo ég sagði ekk- ert. Svo tóku þeir gyðingana en ég var ekki gyðingur svo ég sagði ekkert. Svo þegar þeir tóku mig, var enginn eftir til að verja mig.“ Getur kannski verið að þitt áhuga- mál verða bannað á endanum? Frelsið er besta lausnin Það væri illa fyrir þjóð farið ef áhugamál væru lögleg eða ólögleg eftir því hvaða afleiðingar þau gætu mögulega haft. Ef læknis- fræðilegar forsendur ættu að ráða ferð frjálsra einstaklinga yrði allt fjallaklifur bannað, íþróttahús yrðu bönnuð, skíðasvæðum yrði að loka, skautasvellin yrðu látin bráðna og svona mætti lengi telja því að á öllum þessum stöðum eru alvarleg meiðsl möguleg og ýmis fordæmi til staðar sem læknar gætu skrifað greinar um. En glögglega má sjá að svona er ekki hægt að hafa hlutina. Niðurstaðan er einföld og má setja saman í eina setningu: Frjálsir ein- staklingar eiga sjálfir að ákveða hvað þeir gera svo framarlega sem þeir skaða ekki aðra með gjörðum sínum. Styðjum frelsi og höfnum vald- boði. Vill einhver banna áhugamálið þitt? Friðbjörn Orri Ketilsson skrif- ar um hnefaleika ’Styðjum frelsi og höfn-um valdboði.‘ Friðbjörn Orri Ketilsson Höfundur er framkvæmdastjóri Frjálshyggjufélagsins og hag- fræðinemi. Ítölsk undirföt undirfataverslun Síðumúla 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.