Morgunblaðið - 24.12.2003, Síða 27
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 27
Skógarhlí› 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • Bréfasími 520 4701 • www.hagvangur.is
Gle›ilega hátí›!
Vi› óskum vi›skiptavinum okkar gle›ilegra jóla
og farsældar á komandi ári.
fiökkum samstarfi› á árinu sem er a› lí›a.
Hagvangur
!"
! #$%% &
#'#
(%)*+ ,-
./ -
0 1 % -
) ) .2) !
!
%+1 %3 41 ++3 1
5 6 % "!
þvottavélina og 81,1% þreif baðher-
bergið þá vikuna sem könnunin fór
fram.
Niðurstöðurnar komu á óvart
Viðfangsefni í þjóðfélagsfræði í
10. bekk hafa verið einstaklingur-
inn, fjölskyldan og samfélagið. Í
kennslubókinni var viðhorfskönnun
varðandi verkaskiptingu á heimilum
og í framhaldinu var ákveðið að
nemendur gerðu raunathugun á
hvernig málum væri háttað á reyk-
vískum heimilum í nóvember 2003.
Sigyn Jónsdóttir, nemandi í 10.
bekk Hagaskóla, segir að niðurstöð-
urnar hafi komið sér á
óvart. „Karlar vinna
oft meira úti en konur
og fá oft hærri laun.
Þeir gera því kannski
minna á heimilunum.“
Niðurstöðurnar
komu skólabróður
hennar Stefáni Jökli Stefánssyni
ekki eins mikið á óvart. Þau eru
sammála um að á heimilum þeirra í
framtíðinni muni verkaskiptingin
verða jöfn. „Mér finnst að karlar eigi
að gera jafnmikið og konur á heim-
ilunum. Og ég held að karlar ættu að
fara að setja í þvottavél og konur al-
veg eins að þrífa bílinn,“ segir Stef-
án.
Ómar segir að verkefnið hafi
gengið vel og flestir sýnt því áhuga.
Markmiðið með verkefninu var að
nemendur kynntu sér verkaskipt-
ingu á heimilunum og tækju eftir
hvaða verk væru unnin af hverjum.
Konur sinna heimilisverkum ímun meira mæli en karlar,að því er 150 nemendur af
200 í 10. bekk Hagaskóla komust að í
könnun sem þeir gerðu á heimilum
sínum í nóvember sl. Könnunin var
hluti af náminu í þjóðfélagsfræði hjá
Ómari Erni Magnússyni kennara.
Ekki var tekið með í dæmið
hvernig heimilisfólk var samsett,
þ.e. hvort um einstæða foreldra væri
að ræða eða hvort eingöngu konur
eða eingöngu karlar byggju á heim-
ilunum. „Þetta var ekki hávísinda-
legt en gefur einhverjar vísbend-
ingar sem koma vissulega á óvart,“
segir Ómar Örn sem
tók niðurstöður nem-
enda sinna saman.
Þeim var skipt í 4–5
manna hópa og skráðu
hjá sér á sérstakt eyðu-
blað hver gerði ákveð-
in verk á heimilinu
eina viku í nóvember. Í ljós kom að
67% húsverka komu í hlut kvenna en
33% sinna karlar. M.a. var athugað
hverjir sæju um þvotta, að elda,
ganga frá eftir matinn, ryksuga,
þurrka af, þrífa baðherbergi, skúra,
skipta um ljósaperu, kaupa í matinn,
búa um rúm, svæfa yngri börn, þrífa
bílinn, fara út með ruslið og vökva
blómin. Konur voru í meirihluta í
öllu nema að skipta um ljósaperu og
þrífa bílinn, en í 61% tilvika skipta
karlar um ljósaperu og 58,4% þrífa
bílinn. Mestur var munurinn þegar
kom að þvotti og þrifum á baðher-
bergi. Í 81,2% tilvika settu konur í
Einnig að unga fólkið beitti gagn-
rýninni hugsun við að skoða stöðuna
og spyrja hvort verkaskiptingin sem
fram kemur væri eðlileg .
Hefðir og uppeldi
„Það voru nú nokkrir strákar með
stæla og fannst að konur ættu bara
að sjá um öll heimilisstörf,“ segir
Stefán. Í umræðum í bekkjunum
kom m.a. fram að konur eru farnar
að vinna meira úti en þær gerðu áð-
ur, en samt sem áður hvílir ábyrgðin
á heimilum meira á þeim en körlum.
Þetta væri hefð sem myndi e.t.v.
breytast með tímanum en ekki í einu
vetfangi.
Sigyn og Stefán eru sammála um
að á þeirra heimilum sé verkaskipt-
ingin nokkuð jöfn og það hafi sitt að
segja varðandi skoðanir þeirra á
jafnréttismálum. „Ef strákar alast
upp við að pabbar þeirra geri ekkert
á heimilunum, gera þeir það ekki
sjálfir. Þetta er uppeldislegt,“ segir
Sigyn. Og Stefán bætir við að strák-
ar sem alast upp hjá einstæðum
mæðrum læri kannski frekar að
setja í vél og sinna heimilisstörfum.
Ómar Örn segir að þjóðfélags-
fræði gangi mikið út á gagnrýna
hugsun og það hafi verið gaman að
vinna að þessu verkefni með krökk-
unum. Könnunin og úrvinnslan hafi
þó reynst meira verk en bæði kenn-
ari og nemendur bjuggust við, en
niðurstöðurnar reynst áhugaverðar
og skapað umræður.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Kennari og nemendur: Ómar Örn Magnússon ásamt þeim Sigyn Jónsdóttur
og Stefáni Jökli Stefánssyni sem tóku þátt í könnuninni.
MENNTUN| 10. bekkingar athuga verkaskiptingu á heimilum
Karlar setji í vél og
konur þrífi bílinn
Ef strákar alast
upp við að pabbar
þeirra geri ekkert
á heimilinu gera
þeir ekkert sjálfir.
steingerdur@mbl.is
Afraksturinn: Könnunin var ekki há-
vísindaleg en gefur vísbendingar.