Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 1
DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra segir að allt bendi til að samruni fyrirtækja og einokunar- tilburðir í kjölfarið sé að verða meinsemd í íslenzku viðskiptalífi og vill bregðast við því. Davíð vill mæta samruna og hringamynd- unum með nýrri löggjöf, sem gefa myndi fyrirtækjum aðlögunar- tíma að breyttu lagaumhverfi. Þetta kemur fram í áramótagrein forsætisráðherra í Morgun- blaðinu í dag. „Nefnd, sem ríkisstjórnin fól menntamálaráðherra að skipa, vinnur nú að athugun á samþjöpp- un á fjölmiðlamarkaði, en eins og kunnugt er skortir hér slíkan lagaramma öfugt við það sem ger- ist í flestum þeim löndum sem við þekkjum til,“ segir Davíð í grein sinni. „Lög, sem á niðurstöðum nefndarinnar yrðu byggð, myndu auðvitað ekki verða afturvirk. Að- ilum, sem þau kynnu að taka til, yrði gefinn hæfilegur tími til að laga sig að hinu nýja lagaum- hverfi.“ Davíð segir að þessar aðstæður minni á að Samkeppnisstofnun hafi á sínum tíma ekki talið sig hafa lagaskilyrði til að stemma stigu við tiltekinni ákvörðun sem leiddi til samþjöppunar á mat- vörumarkaði. „Úr þeim lagaann- mörkum hefur nú verið bætt. Það þýðir, með öðrum orðum, að slíkur samruni sem nú er orðinn, hefði ekki náð fram að ganga miðað við þau lög sem gilda í landinu,“ segir Davíð. „Nauðsynlegt virðist að bregðast við þessu og vaxandi hringamyndunum á ýmsum svið- um með nýrri löggjöf sem gefa myndi þeim sem í hlut ættu tiltek- inn aðlögunartíma að breyttu lagaumhverfi. Öll merki benda til þess að samruni fyrirtækja og ein- okunartilburðir í kjölfarið séu að verða meinsemd í íslensku við- skiptalífi. Við því er sjálfsagt og eðlilegt að bregðast.“ Davíð Oddsson forsætisráðherra telur að samruni fyrirtækja og einok- unartilburðir í kjölfarið séu að verða meinsemd í íslenzku viðskiptalífi Vill bregðast við hringa- myndun með nýjum lögum Fyrirtækjum verði gefinn tiltekinn aðlögunartími að breyttu lagaumhverfi  Við áramót/Miðopna Davíð Oddsson forsætisráðherra. Morgunblaðið/Ásdís ÁRSLISTAR varð- andi útgáfu í dæg- urtónlist raðast nú inn. Erlendis eru tvær hljómplötur mest áberandi, Speakerboxxx/The Love Below með OutKast og Ele- phant með The White Stripes. Engin ein erlend plata er áberandi hjá gagnrýnendum Morgunblaðs- ins. Plata Mínuss, Halldór Laxness, er hins vegar á toppnum hjá þremur af fjórum. 32b Ár Mínuss STOFNAÐ 1913 354. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Gamlársdagur 2003 Straumar og stefnur  Áramótabrennurnar  Fólk og fréttir liðins árs  Hvað segja þau um áramótin?  Bestu plötur og kvikmyndir ársins  Stjórnmálaforingjar við áramót  Áramótagetraunir Krossgáta  Minnisblað lesenda ÞEGAR Vladímír Pútín Rúss- landsforseti var njósnari KGB í Austur-Þýskalandi hafði hann mikið yndi af því að lesa bannaða pöntunarlista póst- verslana. Þetta kemur fram í nýrri bók eftir fyrrverandi KGB-njósnara sem starfaði með Pútín í austur-þýsku borginni Dresden á árunum 1984–90. Þar er því haldið fram að Pútín hafi verið mjög sólginn í „forboðna ávexti“ frá Vesturlöndum og látið smygla til sín pöntunarlistum frá Vestur-Þýskalandi. Var sólginn í forboðna ávexti SLÖKKVILIÐIÐ í New York-borg hefur bjargað 43 ára gömlum manni sem var fastur undir hrúgu af bókum, tímaritum og öðru lesefni í tvo sólarhringa á heimili sínu. Maðurinn hafði safnað lesefninu í tíu ár til að selja það á götunum og staflað því upp við veggi íbúðarinnar, frá gólfi upp í loft. Bóka- og blaðastaflarnir hrundu yfir hann á laug- ardag og hann var farinn að örvænta um líf sitt þegar slökkviliðsmenn og nágrannar hans björguðu honum tveimur dögum síðar. Lifði bókaflóðið af New York. AP. BÍÓÁRIÐ 2003 hefur verið gott. Margar fram- bærilegar myndir á boðstólum og aðsóknin fín. Gagnrýnendur Morgunblaðsins nefna öðru fremur lokakafla Hringadróttinssögu, Mystic River, Lilja-4-ever, Adaptation og Kill Bill svo einhverjar séu nefndar. Þeir urðu fyr- ir vonbrigðum með tvær Matrix-myndir, síð- ustu Woody Allen-mynd, Stellu í framboði og endurtekningarnar Dumb and Dumberer, Bad Boys 2 og Scary Movie 2 – myndir sem þó komust ekki í flokk með þeim verstu þar sem m.a. er að finna My Boss’s Daughter, Maid in Manhattan og The Hot Chick. 34b Ár Nóa og Hilmis Morgunblaðið/Árni Sæberg Gleðilegt nýár Fékk fimmtíu tíur LÍNEY Halla Kristinsdóttir brautskráðist frá MH fyrr í desember með 9,82 í með- aleinkunn. Er það hæsta meðaleinkunninn í sögu skól- ans. Hún fékk átta níur og hvorki fleiri né færri en fimmtíu tíur. Líney er einnig að læra á trompet, er búin með sjötta stig og reynir að fara sem oftast í sund. 10 LANGMESTA álagið er á nýársnótt hjá Neyðarlínunni og bárust 2.000 símtöl þangað fyrir ári. Þórhallur Ólafsson framkvæmda- stjóri segir fólk hringja af ýmsum ástæðum. Umfang starfseminnar hefur vaxið mikið frá árinu 1996 þegar 50 þúsund hringingar bár- ust í númerið 112 en í ár stefnir í að þær verði um 300 þúsund. 8 Álag á nýársnótt STJÓRNLAGADÓMSTÓLL í Úkraínu úr- skurðaði í gær að Leoníd Kútsjma, forseti landsins, gæti gegnt embættinu í þrjú kjör- tímabil. Andstæðingar Kútsjma brugðust reið- ir við úrskurðinum og hótuðu götumótmælum og uppreisn til að knýja forsetann til að segja af sér vegna ásakana um að hann hefði misnot- að vald sitt. Stjórnarskráin tók gildi árið 1996 og kveður á um að forsetinn geti ekki gegnt embættinu lengur en í tvö fimm ára kjörtímabil. Stjórn- lagadómstóllinn komst hins vegar að þeirri nið- urstöðu að þetta ákvæði gilti ekki um fyrra kjörtímabil Kútsjma þar sem það hófst árið 1994, áður en stjórnarskráin var samþykkt. Leiðtogi úkraínskra kommúnista, Petro Symonenko, lýsti úrskurðinum sem „afleiðingu siðlauss stjórnkerfis“ og „hneyksli“. Einn af forystumönnum annars stjórnarandstöðu- flokks, Okkar Úkraínu, sagði að til greina kæmi að flokkurinn hvetti til fjöldamótmæla um miðjan janúar. Stjórnarandstaðan, kommúnistar og flokkar sem vilja efnahagslegar og pólitískar umbætur í landinu, reyndi að knýja Kútsjma til afsagnar með götumótmælum á árunum 2001–2002. Þau hófust eftir að forsetinn var sakaður um að hafa staðið fyrir morði á blaðamanni sem hafði rannsakað spillingarmál stjórnarinnar. Einn stjórnarandstöðuflokkanna hvatti til þess að Úkraínumenn færu að dæmi Georgíu- manna sem risu upp gegn Edúard Shev- ardnadze, forseta Georgíu, og knúðu hann til afsagnar með götumótmælum. Óeining stjórn- arandstöðuflokkanna stuðlaði að því að mót- mælin í Úkraínu báru ekki árangur, auk þess sem óeirðalögreglan hlýddi fyrirmælum um að kveða þau niður, ólíkt lögreglunni í Georgíu sem neitaði að ráðast á mótmælendur. Hóta uppreisn gegn Kútsjma Stjórnlagadómstóll í Úkraínu úrskurðar forseta landsins í vil Kíev. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.