Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 28
LISTIR 28 MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ S aga myndskurðar er í senn mikilsháttar sem spennandi, hvert sem litið er og í hvaða heimsálfu drepið er niður fæti. Að skera í tré hafði samfylgd með bithvössum verkfærum eins og þau greinast í mistri sögunnar, því fullkomnari þeim marg- breytilegri. Jafnt iðkað meðal frumstæðra sem háþróaðra þjóða, með sköpunaráráttuna, skreytikenndina og trúarhitann í forgrunni. Vinnuferlið skilgreint sem höggmyndalist í tré, Holzskulptur, á germönsku, og segir sig sjálft að vegna mýktar efniviðarins innibáru tæknibrögðin langtum meiri möguleika á sveigjanlegum og skreytikenndum úrlausnum en steinninn, hvað þá marmarinn. Þetta not- færðu menn sér óspart þegar járnið og svo stálið komu til sögunnar og líkast til hefur vegur listræns handverks í sinni skýrustu mynd aldrei verið meiri í Evrópu en á of- anverðum miðöldum og tímum endurreisnar. En seinna missti myndskurðurinn að hluta sitt listræna flug, ekki síst við fram- rás iðnbylting- arinnar og fjölda- framleiðslunnar, þá svo er komið á nú- tíma myndskurður lítið skylt við lífrænt inntak og vinnubrögð fyrri alda. Hins vegar hefur aldrei verið jafn mikið af lítilsigldri undanrennu hans á markaðinum og inni- haldslausu handverki. Efni í heila grein ef ekki greinaflokk að herma frá sögu tréskúlp- túrs frá upphafi vega og fram í nútímann, en ekki á dagskrá í þessu skrifi. Öðru fremur ætlunin að beina sjónum að snillingnum Tilman Riemenschneider, sem fæddist í Heiligenstadt í Thüringen 1460, en lifði og starfaði í Würsburg í Franken, þang- að sem hann fluttist 1480, lést þar 1536. Til- efnið er margþætt, hið fyrsta tengdist starfs- grundvöllur listamannsins öllu öðru fremur trúarlegum viðfagsefnum, guðdóminum og sköpunarsögunni, á því vel við að minnast hans í tilefni sólstöðuhátíðar kristinna manna. Þá þekkja menn lítið til meistarans hér á landi og veit ég ekki að neitt hafi kom- ið um hann í prenti utan greinar sem Kurt Zier, hinn fjölfróði og minnisstæði skólastjóri Myndlista- og handíðaskólans, skrifaði í jóla- blað Vísis fyrir fjórum áratugum. Meg- inástæða skrifanna er þó mikil sýning á verkum hans í New York og Washington árið 2000, mikla athygli vakti og ég hef lengi haft í hyggju að herma frá. Orða má það svo að Riemenschneider hafi verið enduruppgötv- aður, vegur hans í heimalandinu naumast meira á síðari tímum. Tilefni að fram komi, að ég hef greint þá áráttu í blaðaviðtölum við róttæka þýskra núlistamenn að hafna honum, þótti uppsláttur og merki skarpskyggni á gildi og innihaldi listaverka, en var frekar pólitísks eðlis, trúarleg list úti í kuldanum. Mun fremd hans vestan hafs trúlega hafa komið eins og ísköld gusa yfir þá ekki síður en norska núlistamenn er Henri Moore heimsótti Osló, og hreifst mest af höggmynd Gustavs Vigelands við Ráðhúsið þar í borg, eins og ég hef áður greint frá. Í tilefni sýninganna vestan hafs, var gefin út vegleg og ríkulega myndskreytt bók sem Julien Caphuis er aðalhöfundur að, en sjö aðrir eiga þar ritgerðir. (Yale University Press, New Haven and London, 1999–2000). Bókin því miður ekki í nágrenni mínu en hef hug á að nálgast hana, ef svo ólíklega vill til að hún sé enn fáanleg, en slíkar sýning- arskrár/bækur eiga það til að hverfa eins og hendi sé veifað löngu áður en mikils háttar sýningar renna sitt skeið. Heimildir mínar koma því héðan og þaðan úr uppslátt- arbókum, tímaritum ásamt menningarblaði Weekendavisen 12.–17. maí 2000, en þar á Henrik Wivel listsögufræðingur og núverandi umsjónarmaður þess upplýsandi grein um meistarann. Riemenschneider var samtíðarmaðurlanda sinna Albrechts Dürers ogMatthias Grünewalds, en þeir lifðuallir tímabil mikilla umbrota og hræringa, æviskeið þeirra allra deildist svo til hnífjafnt beggja vegna aldamótanna 1500. Annars vegar byggðu þeir á þeim gotneska arfi Brunelleschis og Ghibertis sem bar í sér kímið að endurreisninni, sér í lagi Grünewald og Riemenschneider, en hins vegar voru þeir allir nýskapendur í anda tímanna, en hver á sinn hátt. Allir á leið út úr heimsmynd mið- alda er byltist um í dauðateygjum. Sjálfur melti ég einungis Dürer þá ég var við nám í München, niðursokkinn í strang- flatamálverkið og blindur til margra átta, og það var ekki fyrr en ég stóð andspænis mik- illi þrískiptri altaristöflu Riemenschneiders á sýningu í Kunstforum í Berlín fyrir fáeinum árum að mér varð ljóst hvílíkur snillingur maðurinn hefur verið og runnu þá á mig tvær grímur. Stóð alls ekki á sama um menntunargrunn minn á þýskri list, sem ég hélt þó býsna góðan, og hef hug á að stefna til Würsburg við fyrsta tækifæri, um leið og ég heimsæki Nürnberg, fæðingarborg Dür- ers, sem lengi hefur verið ofarlega á baugi. Viðurkenni hér fáfræði mína á Riemensc- hneider í sjón og raun, þótt ég þekki vel til hans, fyrir margt löngu fest mér stóra og góða bók um listamanninn, en þar allt í svörtu og hvítu og síður minn háttur að byggja skrif mín einungis á heimildum. Hér kynni ég meistarann einungis fyrir lesendum blaðsins en hef ég hug á að gera honum ít- arlegri og verðugari skil, helst í náinni fram- tíð. Það sem einkum má lesa úr tréskúlptúrum Riemenschneiders, er hvernig hann annars vegar þræðir gotneska hefð í klæðnaði og klæðafellingum viðfangsefna sinna og annarri útfærslu til hliðar, en nýhugmyndir í ásjón- um þeirra og höndum. Þótt meistarinn yf- irgæfi aldrei heimaborg sína og héldi yfir Alpafjöllin á vit ítalskrar listar líkt og Dürer, sem frægt er í listasögunni, má vera borð- leggjandi að hann hafi orðið fyrir áhrifum af ítalskri list, einkum Donatello og Ghiberti. Þótt vegalengdirnar væru ólíkt meiri á þeim árum er vitað að áhrif frá mið- en þó einkum norðurhluta Ítalíu náðu merkilega fljótt yfir Alpafjöllin og til Suður-Þýskalands, en Riem- enschneider meðtók og melti þau á sinn hátt. Mótaði eigin og auðkennileg stílbrögð, sem gerði hann á þann veg að yfirburðamanni í þýskri tréskúlptúrlist og höggmyndalist yf- irhöfuð, að margur er á því að enn þann dag í dag hafi engin honum fremri litið dagsins ljós. Hafi klæðaburður og klæðafellingar við- fangsefna hans sem gátu verið á öllum ald- ursskeiðum, einkennst af staðlaðri gotneskri hefð, eru ásjónur þær og hendur sem hann töfraði fram gæddar ferskum og formrænum töfrum. Einkum eru hendur og handleggir lifandi, tjá fjölþætt skapbrigði og mikla sögu, afrakstur djúprar sálrænnar lifunar á við- fangið hverju sinni. Þá var efniskennd meist- arans viðbrugðið, þannig hafnaði hann hinum viðtekna sið að setja lit á tréskúlptúra sína, sennilega fyrstur manna. Greini menn liti í þeim sumum, er það verk annarra og líkast til án hans vitundar. Listamaðurinn vann einnig í stein og verk hans á því sviði mikils- háttar, náðu þó naumast viðlíka hæðum og tréskúlptúrarnir. Riemenschneider var sinnar eigin gæfu smiður líkt og Dürer, og sagt er að það sé meira en sennilegt að nafnið á fæðingarborg listamannsins hafi verið stefnumótandi um líf hans og starfsval. Allur samanlagður ferillinn vígður þeirri hugsjón að koma helgum mönn- um og konum í áþreifanlegt form. Í upphafi gerðist Riemenschneider læri- sveinn á tréskurðarverkstæði nokkru, varð í fyllingu tímans meistari í faginu og stofnaði eigið verkstæði. Hæfileikar hans fljótlega viðurkenndir og það sem frá verkstæðinu kom eftirsótt, gerði hann í senn að virtum og efnuðum borgara, kosinn í borgarráðið 1509, loks borgarstjóri 1520. Hafði mikið umleikis á verkstæðinu og allt í jafnvægi og blóma þar til mikill viðsnúningur varð í kjölfar bændauppreisnarinnar 1525. Þá hafnaði borgarstjórnin beiðni héraðsfurstans um að- stoð við að bæla hana niður, læsti meira að segja borgarhliðunum og öllum fjárhirslum. Hafði skelfilegar afleiðingar, her furstans umkringdi borgina sem fljótlega féll í hendur hans, allir ábyrgir handteknir, yfirheyrðir og pyndaðir og meðal þeirra að sjálfsögðu Riemenschneider. Eins og Wivel segir í grein sinni „fór samt ekki eins illa fyrir Riemensc- hneider og chilianska söngvaranum Victor Jara, sem leigusveinar Pinochets hjuggu báð- ar hendurnar af, svo hann gæti ekki lengur leikið á hljóðfæri fyrir meðfanga sína. En þó í þeim mæli, að myndhöggvarinn var ekki samur maður upp frá því, ekki lengur fær um að sinna starfsgrein sinni, þannig að frá síðustu árum hans liggur ekkert eftir hann.“ Uppsláttarbækur taka þó ekki jafn sterkt til orða, segja það lítið. Hvort heldur sem er, má vera ljóst að þar hlaut hinn mikli lista- maður þau sár sem hann varð aldrei heill af, líkamleg sem andleg. Mannfyrirlitning og virðingarleysi gagn- vart menningarminjum fer saman við ein- sýna stríðsmenn, þótt vopn þeirra og verjur séu afrakstur hugvits og mannauðs sem þeir sjálfir eiga sjaldnast til að bera. En gera þeim fært að heyja styrjaldir, vinna sigra og fá útrás á óeðli sínu, græðgi og harðneskju, sést hér ekki fyrir. Griða- og mannúðarsjónarmið urðu þannig myndhöggvaranum Tilman Riemanschneider, einum mesta listamanni í sögu Þýskalands, að skapadómi. Tilman Riemenschneider SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is Eva, suðurhlið Maríukapellunnar, 1491–93, sandsteinn, í líkamsstærð. Wursburg, Mainfrankíska safnið. Syrgjandi kona, hluti, sirka 1510. Linditré. Héraðssafn Würtembergs, Stuttgart. María Magðalena, hluti af altaristöflu í Münn- enstadt. Á safni í München.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.