Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NOKKRIR vel efnaðir Moskvubú- ar ætla að fagna áramótunum með því að koma saman á dýrum veit- ingastað þar sem rifjað verður upp með söknuði lífið á sovétskeiðinu. Rétt 12 ár eru síðan Sovétríkin hrundu en þráin eftir festu komm- únistaeinræðisins kemur fram með ýmsum hætti. Bolir með vörumerkj- um frá sovéttímanum eru vinsælir, þá var hægt að kaupa „Vináttu-ost“ og smákökur sem bakaðar voru í „Bolsévikkanum“. „Dóttir mín er 13 ára og hún óx þess vegna úr grasi þegar Sov- étríkin voru horfin,“ segir Díana Vaínberg, 36 ára blaðamaður. „En hún segir mér að Sovétríkin séu í tísku núna.“ Vaínberg sagði að stúlkan safnaði barmmerkjum með myndum af Júrí Gagarín, fyrsta geimfaranum, og öðrum sov- éthetjum. Áramótin eru enn helsta hátíð ársins í Rússlandi, kommúnistar boðuðu guðleysi og höfnuðu því miklu jólahaldi. Efnt verður til margvíslegra skemmtana í Moskvu og öðrum borgum í kvöld og meðal annars haldnir rokktónleikar. „Back in the USSR“ verður teitið áðurnefnda í Moskvu kallað en sam- nefnt lag Bítlanna bresku var mjög vinsælt á sínum tíma. USSR eru upphafsstafir enska heitisins á Sov- étríkjunum, Union of Soviet Social- ist Republics. Gestirnir greiða fimm hundruð dollara, um 35.000 íslenskar krón- ur., fyrir miðann en teitið er haldið á veitingastað sem er staðsettur í einni af hinum mörgu versl- unarmiðstöðvum sem risið hafa í Moskvu-borg á síðari árum. „Við reynum að höfða til fólks sem er 35–40 ára gamalt og eldra, fólks sem búið er að koma sér vel fyrir í lífinu, er í góðri vinnu en saknar tímans þegar það var enn ungt,“ segir Anna Osiptseva sem skipulagði samkomuna. Leikarar verða þar í hlutverki gamalla sov- étleiðtoga, boðið verður upp á svört styrjuhrogn, kavíar, sem var eft- irsótt munaðarvara á sovétskeiðinu og flutt verður tónlist sem var vin- sæl fyrr á árum. Fólkið saknar ekki raunverulega sovéteinræðisins, með endalausum vöruskorti, lélegum varningi og hömlum á tjáningarfrelsi. En það vill rifja upp eigin æsku og tíma sem mörgum finnst að hafi verið einfald- ari áður en kapítalisminn tók yfir með þeim nýju viðfangsefnum og misskiptingu sem honum fylgja. Svetlana Ponotsjevnaja er fimm- tug, hún er læknir og keypti miða á USSR-áramótaskemmtunina. Hún segist hlakka til að heyra gömlu tónlistina og anda að sér blæ liðins tíma. „Ég myndi ekki segja að ég saknaði Sovétríkjanna en frekar hamingjuáranna þegar ég var ung,“ segir hún. Gerður hefur verið fjöldi nýrra sápuópera sem gerast á sovétskeið- inu. Ein heitir Svarti hrafninn og segir frá örlögum tveggja kvenna sem báðar heita Tatjana. Önnur er dóttir þekkts vísindamanns, hin er munaðarleysingi. Þættirnir gerast að mestu á áttunda áratugnum og þess er vandlega gætt að hvert smá- atriði varðandi leikmuni og alla um- gjörðina sé sögulega rétt. Hús- gögnin eru þunglamaleg, fatnaður samkvæmt sovéttískunni og fólk ávarpar hvert annað með orðinu „félagi“. Ódýrt bjórgutl og æskuminningar Starfandi eru klúbbar þar sem endurvakinn er andinn í fátækleg- um æskulýðsmiðstöðvum sov- étskeiðsins. Þar geta menn minnst æskuáranna með því að sötra sams konar ódýrt bjórgutl og þeir gerðu þá og horft á nöturlega innrétt- inguna. Zhígúli er klúbbur sem rek- inn er í byggingu sem hýsti vinsæla bjórkrá á níunda áratugnum en Zhí- gúli, öðru nafni Lada, var bíllinn sem venjulegir Sovétborgarar létu sig dreyma um. Við aðaldyrnar er risastór mynd af Leoníd Brezhnev, sem var vold- ugasti maður landsins í meira en áratug, hann sést þar á veiðum með háttsettum flokksfélögum sínum. Leikin er nokkurra áratuga gömul tónlist. „Þið ráðið hvort þið trúið því en þessi staður er í tísku núna, hann er það sem þeir kalla „kúl“,“ segir framkvæmdastjórinn, Maxím Po- pov. Hann segir að gestirnir séu margir á þrítugsaldri og yngri. „Þið ættuð á sjá þau dansa eftir lögunum sem foreldrar þeirra elskuðu svo heitt,“ bætir hann við. Sakna sárlega einfaldleika sovétskeiðsins og æskunnar Tólf árum eftir hrun einræðisins efna nokkrir vel efnaðir Moskvubúar til mikillar áramótagleði þar sem endurskapaður er andi sovétskeiðsins AP Þjónn á Zhígúli í miðborg Moskvu við mynd af Sovétleiðtoganum Leoníd Brezhnev (bendir) og veiðifélögum hans. Zhígúli er klúbbur sem er til húsa í byggingu er hýsti vinsæla bjórkrá á níunda áratugnum. Moskvu. AP. RÓMVERSK-kaþólska kirkjan í Afríkuríkinu Búrúndí sakaði í gær formlega síðustu virku uppreisnarhreyfingu landsins um að bera ábyrgð á morði á sendiherra Páfagarðs þar. Sendi- herrann, írski erki- biskupinn Michael Co- urtney, var skotinn til bana á mánudag í fyrirsát um 40 km fyrir sunnan höfuðborg- ina Bujumbura. Fréttin af morðinu á Courtney, sem hafði lagt sig fram um að leggja um- leitunum til að binda enda á borgarastríðið í landinu lið, olli mikilli hneykslan. Ntamwana erkibiskup, yfirmaður biskupa- ráðstefnu kaþólsku kirkjunnar í Búrúndí, sagði beinum orðum að skæruliðar FNL hefðu tekið Courtney af lífi af ráðnum hug. Braut stjórn- arskrána STJÓRNLAGADÓMSTÓLL Litháens úrskurðaði í gær að Rolandas Paksas, forseti lands- ins, hefði brotið gegn stjórnar- skránni. Úr- skurðurinn veikir enn stöðu Pak- sas, sem á yfir höfði sér ákæru til embætt- issviptingar af hálfu þjóðþings- ins vegna ásakana um tengsl hans við skipulagða glæpastarfsemi. Í beinni sjónvarpsútsendingu kvað dómstóllinn í gær upp úr um að forsetinn hefði gerzt brotlegur við stjórnarskrána í þremur liðum, með því að veita rússneskum kaupsýslumanni, sem hjálpaði Paksas í kosn- ingabaráttunni, litháískan rík- isborgararétt. Úrskurður dómsins er endanlegur og óáfrýjanlegur. Sættir sig við slæðubann MOHAMMED Sayed Tantawi, æðsti trúarlegi leiðtogi súnní- múslíma, sagði í gær að frönsk stjórnvöld hefðu rétt til að banna íslamskar höfuðslæður í ríkisskólum. „Blæjan er heilög skylda múslímskra kvenna, enginn múslími, hvorki stjórnandi né þegn hans, getur lagst gegn henni,“ sagði Tantawi í Kaíró þegar hann tók á móti Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakklands. Hann bætti hins vegar við að þessi skylda ætti aðeins við um „konu sem býr í múslímalandi. Ef hún býr í landi, sem ekki er múslímskt, eins og Frakklandi, hafa ráða- mennirnir rétt til að setja lög sem banna blæjuna“. Jacques Chirac, forseti Frakklands, hefur lýst yfir stuðningi við tillögu um að „áberandi“ trúartákn, svo sem íslamska höfuðslæðan, kollhúfa gyðinga og stórir krossar, yrðu bönnuð í ríkisskólum. STUTT Fulltrúi páfa myrtur Rolandas Paksas Michael Courtney MOHAMMAD Khatami, forseti Írans, sagði í gær, að hugsanlega hefðu allt að 40.000 manns farist í jarðskjálft- anum, sem lagði írönsku borgina Bam og nálægar byggð- ir í rúst í síðustu viku. Vísaði hann jafnframt á bug frétt- um um, að tala látinna væri 50.000 eða hærri. Nú þegar er búið að grafa lík 28.000 manna. Áður hafði háttsettur embættismaður sagt, að tala látinna gæti farið yfir 50.000 og benti hann jafnframt á, að enn hefði ekki verið leitað í sumum borgarhverfum í Bam og í nálægum þorpum. Ted Purn, talsmaður Sameinuðu þjóðanna, sem vinna að því að samræma björgunar- og hjálparstarf 1.700 manna frá meira en 30 löndum, sagði, að hugsanlega yrði aldrei nákvæmlega ljóst hve margir hefðu farist. Ef rétt er, að meira en 40.000 manns hafi farist í jarð- skjálftanum, þá er hann sá mannskæðasti síðan um 500.000 manns týndu lífi í jarðskjálftum í Tangshan í Kína 1976. Í Bam og í Íran almennt er lítið tillit tekið til þess, að mikið og hættulegt sprungusvæði liggur eftir landinu endilöngu og sjálft byggingarefnið, sólþurrkaður leir, á sinn þátt í hörmungunum. Við mikinn skjálfta eða titring leysist leirsteinninn upp í mylsnu og rústirnar eru því í raun sandhrúga með litlu sem engu loftrými. Fólk lifir því ekki lengi undir farginu enda hafa nú á tæpri viku aðeins fundist um 2.000 manns á lífi í rústunum. Vill að höfuðborgin verði flutt Bahram Akasheh, jarðeðlisfræðingur við Teheran-há- skóla og ráðgjafi stjórnvalda, sagði í gær, að yrði mikill jarðskjálfti í Teheran, gæti hann valdið enn meiri hörm- ungum þar en í Bam. Sagði hann, að borgin væri reist á sprungu og þar eins og annars staðar í Íran hefði ekkert verið skeytt um byggingarreglur. Árið 1830 fórust 45.000 manns í jarðskjálfta í Teheran og nálægum héruðum en á þeim tíma var þó aðeins um að ræða hús á einni hæð. Dagblaðið Sharq sagði á sunnu- dag, að mikill skjálfti í Teheran gæti orðið einni milljón manna að bana og upplýsti meðal annars, að af 32 slökkvistöðvum í borginni væru aðeins fimm byggðar með tilliti til jarðskjálfta. Akasheh sagðist hafa lagt til við stjórnvöld, að höf- uðborgin, að minnsta kosti miðstöð stjórnsýslunnar í landinu, yrði flutt til öruggari héraða en fengið þau svör, að það væri ekki hægt. „Það var þó hægt í Brasilíu og Pakistan. Hvers vegna ekki hér?“ spyr Akasheh. Khatami segir um 40.000 hafa farist Jarðskjálfti í Teheran er sagður geta valdið dauða allt að milljón manns Bam. AFP. Reuters Kona og sonur hennar í rústum Bam-borgar. Þær líkjast engu því sem reyndir björgunarmenn hafa áður kynnst. GRUNSAMLEGUR pakki fannst í gær á skrifstofu Eurojust í hollenzku borginni Haag, en Eurojust er Evr- ópusamstarfsstofnun sem helguð er baráttunni gegn skipulagðri glæpa- starfsemi. Þetta var fjórða bréf- sprengjan sem nú yfir hátíðarnar hefur borizt háttsettum embættis- mönnum Evrópusambandsins í pósti frá Bologna á Ítalíu, en lítt þekktur hópur anarkista þar í borg er talinn bera ábyrgð á sendingunum. Ein pakkasprengjan barst Rom- ano Prodi, forseta framkvæmda- stjórnar ESB, um helgina, og á mánudag fengu Jean-Claude Tric- het, aðalbankastjóri Seðlabanka Evrópu, og Jürgen Storbeck, yfir- maður lögreglusamstarfsstofnunar- innar Europol, slíka pakka líka, án þess þó að þeir spryngju. Enrico Di Nicola, saksóknari í Bo- logna, sagði að „anarkistahópar“ bæru ábyrgð á sendingunum. Lög- reglurannsókn er hafin alls staðar þar sem bréfsprengjurnar fundust. Pakkinn sem Prodi var sendur var sá eini sem kviknaði í höndum ætlaðs viðtakanda, án þess þó að springa. Prodi sakaði ekki. AP Romano Prodi eftir að honum barst bréfsprengja um helgina. Fleiri bréf- sprengjur til ESB Haag. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.