Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 20 MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hafnarfjörður | Í kvöld verður kveikt í brennu á svæðinu milli Ásbrautar og Reykjanesbrautar við Ásvelli og hefst hún kl. 20.00. Á vef Hafnarfjarðarbæjar eru for- eldrar hvattir til að virða reglur um útivistartíma barna og ung- linga „því reynslan sýnir að ung- lingar lenda oftast í vandræðum eða aðstæðum sem þau ráða ekki við eftir að útivistartíma þeirra lýkur. Og er nýársnótt þar engin undantekning.“ Einnig er þar hvatt til þess að fólk geri gamlárs- kvöld að fjölskylduvænu kvöldi, setji börnunum gott fordæmi og fari inn i nýtt ár með góðar minn- ingar.    Brenna við Ásvelli Garðabær | Starfshópur sem bæjarstjórn Garðabæjar skipaði til að vinna að tillögum um framtíðarskipulag Ásgarðssvæðisins hefur lok- ið störfum. Hópurinn setur í greinargerð sinni fram átta tillögur um hvernig bæta megi að- stöðu til íþróttaiðkunar á svæðinu. Þetta kem- ur fram á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Tillögur starfshópsins eru eftirfarandi: 1: Ásgarðssvæðið verði áfram aðal æfinga- og keppnissvæðið í Garðabæ. 2: Gervigras á malarvöll með tveimur batta- völlum. 3: Gervigras-keppnisvöllur næst stúkubygg- ingu verði tilbúinn til notkunar sumarið 2004. 4: Stúkubygging verði tilbúin til notkunar sem fyrst. 5: Möguleikar á að reisa knatthús til æfinga. 6: Aðstaða til fimleikaiðkunar verði bætt. 7: Aðstaða við sundlaugina Ásgarð verði bætt. 8: Aðkoma gesta að íþróttamiðstöðinni Ásgarði verði lagfærð Ásgarðshópurinn leggur áherslu á mik- ilvægi þess að tímasetja hönnun og fram- kvæmdir ofangreindra tillagna. Í niðurlagi greinargerðarinnar tekur hópurinn fram að einstaka liði þurfi að ræða betur og gera ná- kvæma kostnaðaráætlun um. Engu að síður telji hópurinn að sú uppbygging sem lögð sé til skapi þann ramma sem unnið verði eftir á næstu árum.    Framtíðarskipulag Ásgarðssvæðis lagt fram Sýningu lýkur | Brátt lýkur í Gerðu- bergi sýningunni „Þetta vilja börnin sjá!“ sem staðið hefur síðan í nóv- ember. Sýningin er á myndskreyt- ingum úr íslenskum barnabókum sem koma út á árinu 2003. „Þetta vilja börnin sjá!“ er í samstarfi við íslensk bókaforlög og stendur til 5. janúar. Því eru síðustu forvöð fyrir fjölskylduna að fara og skoða þessa spennandi sýningu. Reykjavík | Sorphirða í höfuðborginni hefur gengið nokkuð brösuglega undanfarna daga. Bæði er þar um að ræða brandajólin, sem koma upp og þýða að helgin lengist um þrjá daga og einnig að á mánudag kyngdi niður snjó, þannig að fyrsta virka daginn eftir jól var sorphirðustarfsmönnum nær ófært að stunda sína vinnu. Að sögn Garðars Steingrímssonar, rekstrarfulltrúa hjá umhverfis- og heilbrigð- isstofu, hafa þessir ólíku þættir bitnað alvar- lega á starfi sorphreinsunar höfuðborg- arinnar. „Dagurinn í gær var nánast ónýtur, ef við komumst eitthvað áfram komu smábílarnir eins og fuglar á eftir okkur og menn komust ekki burt og allt var stopp,“ segir Garðar, en snjórinn á mánudaginn var sorphreins- unarmönnum til gríðarlegs trafala. „Við förum þó strax af stað um sexleytið á öðrum í nýári og vinnum þá laugardaginn líka. Það er árleg- ur viðburður að sorpið hellist yfir okkur um jól og áramót. Það bætir ekki úr skák að sorp- magnið yfir hátíðirnar er tvöfalt í umfangi miðað við það sem venjulega gerist,“ segir Garðar. Garðar segir starfsmenn umhverfis- og heil- brigðisstofu hafa reynt að vinna sér í haginn með ruslið og sótt rusl á aðfangadag og þor- láksmessu, „en snjórinn setti strik í reikning- inn og gerir okkur afar erfitt fyrir. Það eru áratugir síðan við höfum fengið svona óþverra- hvell eins og í ár. Þetta kom svona 1976, en þá voru snjófjöll á götunum fram á vor og geilar inn með blokkum til að fara inn í,“ segir Garð- ar og bætir við að starfsmenn séu afar þakk- látir borgarbúum fyrir þann skilning sem fólk sýnir á ástandinu. „Við reynum það sem við getum og það er ekki verið að kvarta mikið við okkur yfir þessu. Karlarnir okkar eru alveg dauðuppgefnir, enda afar erfitt að draga rusla- tunnur í gegnum skafla og annað.“ Garðar segir sorphirðumenn munu taka aukapoka ef vel er frá þeim gengið ef rusla- tunnur verða of fullar eftir áramót. Í Kópavogi var svipaða sögu að segja og í Reykjavík. Jón Frantzson, eigandi Íslenska gámafélagsins, segir starfsmenn vissulega hafa orðið vara veðursins. „Það var unnið í gær en þetta tafði okkur mjög. Það var mikið af föstum bílum og ekkert mokað frá rusla- tunnum á heimilum. Þær voru því illfær- anlegar. Í gær voru helmingi fleiri bílar að vinna við sorphirðuna en á venjulegum degi,“ segir Jón að lokum. Í Hafnarfirði var unnið við sorphirðu helgina eftir jól og hefur því ekki safnast upp sorp þar. „Við höfum verið í mjög góðum mál- um, þrátt fyrir ófærð og vitleysu,“ segir Björn Guðmundsson hjá Þjónustumiðstöð Hafn- arfjarðar. „Gámaþjónustan sér um sorp- hirðuna í Hafnarfirði og það hefur ekkert ver- ið kvartað við okkur yfir þeirra þjónustu.“ Hjá Garðabæ, Seltjarnarnesi og í Mos- fellsbæ unnu starfsmenn Gámaþjónustunnar einnig um helgina og komust yfir ruslasöfn- unina. Að sögn Hannesar Arnar Ólafssonar hjá Gámaþjónustunni unnu menn þeirra á laugardag og sunnudag frá morgni til kvölds. „Við erum með svo seiga og duglega menn. Við náðum að vinna okkur gott forskot um helgina. Þetta var samt alveg skelfilegt í gær vegna veðurs, þegar við vorum að taka á Álftanesinu. Menn fóru fetið, en mjökuðust þetta,“ segir Hannes. „Þessi sorpmál koma við alla á þessum tíma og það safnast mikið fyrir.“ Sorp safnast upp í Reykjavík og víðar vegna samvirkni veðurs og frídaga „Karlarnir okkar eru alveg dauðuppgefnir“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Erfitt verk: Það er ekkert grín að öslast með ruslatunnurnar í gegnum skaflana í blindbyl. Leirvasar í bókasafnið | Bókasafn Seltjarn- arness fékk skemmtilega jólagjöf skömmu fyrir jól frá Rögnu Ingimundardóttur leirlistakonu sem gaf safninu tvo veglega leirvasa. Þær Pál- ína Magnúsdóttir bæjarbókavörður og Sólveig Pálsdóttir formaður menningarnefndar voru að vonum ánægðar með gjöfina og kunna Rögnu, sem var bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 1998, bestu þakkir fyrir höfðinglega gjöf sem sómir sér afar vel í hinu nýja og glæsilega hús- næði safnsins á Eiðistorgi. Reykjavík | Víkingi Heiðari Ólafs- syni píanóleikara var í gær veittur styrkur úr Minningarsjóði Gunnars Thoroddsens, fyrrverandi borg- arstjóra og forsætisráðherra. Styrk- urinn, sem nemur 250.000 krónum, var afhentur í fyrradag við hátíð- lega athöfn í Höfða, en Gunnar Thoroddsen var fæddur 29. desem- ber. Það var Þórólfur Árnason borg- arstjóri sem afhenti Víkingi Heiðari styrkinn. Víkingur Heiðar er 19 ára gamall og lauk hann einleikaraprófi með eftirminnilegum hætti árið 2001, þegar hann flutti 1. píanókonsert Tsjajkovskís með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Víkingur er nú við nám í Ju- illiard-tónlistarháskólanum í New York. Þar hóf hann nám haustið 2002, en samhliða náminu þar lauk Víkingur Heiðar stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð nú í desember. Hann þykir sýna mikla hæfileika og færni á hljóðfærið og vaxa hratt sem listamaður. Foreldrar Víkings, þau Ólafur Óskar Axelsson arkitekt og Svana Víkingsdóttir píanókennari, eru af- ar stolt af syni sínum. „Þetta leggst afskaplega vel í okkur, það er af- skaplega dýrt að læra í Ameríku, skólagjöldin eru svo há,“ segir Svana. „Lánasjóður lánar aðeins fyr- ir uppihaldi á námslánakjörum en skólagjöldin eru á bankavöxtum. Þetta er líka mikill heiður fyrir Vík- ing að fá úr þessum sjóði, því þetta er sjóður sem veitir til menningar- mála almennt. Gunnar var sjálfur mikill tónlistarunnandi og bæði samdi tónlist og spilaði á píanó.“ Nýtur þess að vera nemandi Við afhendinguna lék Víkingur lítið lag eftir Gunnar, sem hann fékk í handriti eftir ættingjum. „Þetta kom talsvert á óvart, ég átti ekki von á þessu, enda sækir maður ekki um þennan styrk,“ segir Víkingur. „Þetta var því eins og besti áramóta- glaðningur sem hægt er að hugsa sér. Þetta á eftir að koma sér ótrú- lega vel fyrir mig akkúrat núna, því ég er í feikilega dýru námi. Það er alveg stórfínt að læra í Juilliard, það er allt fyrsta flokks og ég verð ánægðari og ánægðari eftir því sem ég kynnist umhverfinu betur.“ Að- spurður hvort hann hyggist starfa í Bandaríkjunum segist Víkingur ekki farinn að velta fyrir sér fram- tíðaráformunum ennþá varðandi hvar í heiminum hann vill starfa. „Ég reyni að lifa í núinu og taka einn dag fyrir í einu.“ Minningarsjóður Gunnars Thor- oddsens var stofnaður af hjónunum Bentu og Valgarð Briem 29. desem- ber 1985, þegar liðin voru 75 ár frá fæðingu Gunnars. Sjóðurinn er í vörslu borgarstjórans í Reykjavík, sem ákveður úthlutun úr honum að höfðu samráði við Völu Thoroddsen, ekkju Gunnars heitins. Styrkþegar eru orðnir 18 talsins, en hinir fyrstu til að hljóta styrk úr sjóðnum voru þeir Jóhann Pétur Sveinsson lög- fræðingur og Gunnar Guðbjörnsson söngvari. Ungur píanóleikari hlýtur styrk úr Minningarsjóði Gunnars Thoroddsens Ljósmynd/Jóhannes Long Við afhendingu styrksins: Frá vinstri: Vala Ásgeirsdóttir Thoroddsen, Þór- ólfur Árnason borgarstjóri, Víkingur Heiðar Ólafsson og Benta Briem. Mikill og óvæntur heiður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.