Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ F yrsta ferðin er leikin heimildarkvikmynd og fjallar um afrek nor- rænna víkinga sem landkönnuða og sigl- ingafræðinga. Í myndinni er sagt frá því er íslenskir sæfarar urðu fyrstir Evrópumanna til að nema land í Norður-Ameríku. Með hlut- verk Eiríks rauða fer Arnar Jóns- son, Sigrún Sól Ólafsdóttir leikur Guðríði Þorbjarnardóttur, Bárður Smárason fer með hlutverk Leifs heppna Eiríkssonar og Baldur Trausti Hreinsson leikur Þorfinn karlsefni. Leikstjóri og framleið- andi er Kári G. Schram og ritaði hann handrit ásamt sjónvarps- manninum þekkta Magnúsi Magn- ússyni. Magnús er einnig textahöf- undur og þulur myndarinnar. Íslenska heimildamyndagerðin er skrifuð fyrir framleiðslu mynd- arinnar sem sýnd verður í Rík- issjónvarpinu að kvöldi nýársdags. Kári segir að hugmyndin að gerð heimildarkvikmyndar um landafundi íslenskra víkinga og sæfara hafi vaknað hjá sér fyrir löngu. „Ég bjó í Bandaríkjunum sem strákur og gekk þar í skóla. Síðar fór ég aftur og menntaði mig í kvikmyndagerð. Það fór allt- af í taugarnar á mér hvað Banda- ríkjamenn voru illa að sér um hver Evrópumanna hafði fundið Ameríku. Dagur Kólumbusar er haldinn hátíðlegur og þeir láta oft eins og Kólumbus hafi fundið Am- eríku fyrstur – og gleyma jafnvel indjánunum líka! Dagur Leifs Ei- ríkssonar er víst skráður á ein- hverjum dagatölum, en það voru ekki dagatölin sem ég sá.“ Um tveimur árum áður en minnst var þúsund ára afmælis landafunda íslenskra víkinga í Vesturheimi segist Kári hafa farið að leggja drög að myndinni. „Ég lagði hugmyndir mínar fyrir hina ágætu Landafundanefnd og kynnti þær einnig á Norðurlöndunum. Ég fékk mjög góð viðbrögð og styrk frá Landafundanefnd sem gerði mér kleift að gera myndina. Auk þess fékk ég einnig smærri fram- lög og styrki, m.a. frá Kvikmynda- miðstöð Íslands, Media-áætlun ESB og mikla greiðvikni frá Bún- aðarbankanum, sem heitir víst KB í dag.“ Endursköpun atburðanna En hvernig gerir maður heim- ildarmynd um 1.000 ára gamla sögu? „Það var alltaf stóra spurningin. Hvernig þessi saga yrði sögð svo hún yrði skemmtileg, lifandi og ánægjuleg. Ég komst að þeirri niðurstöðu að það yrði best að gera leikna heimildarmynd. Mynd- ir sem sýna fornar rústir og forn- leifauppgrefti geta verið ágætar, en ég vildi ekki gera þannig mynd. Heldur vildi ég fara aftur í tíma og reyna að upplifa þessa at- burði á ný, eins vel og við gæt- um.“ Kári hefur áður gert leiknar heimildarmyndir, m.a. Steypta drauma, um listamanninn með barnshjartað Samúel í Selárdal. Kári segir að þetta sé erfitt og viðkvæmt tjáningarform og í raun erfiðasta formið innan heimild- armyndaformsins. „Mig langaði virkilega að gera mynd sem myndi skila þessu efni almennilega. Við erum hugdjarfir hérna á Íslandi að reyna að gera stóra hluti fyrir litla peninga. Málið var að gera myndina eins klassíska og hægt væri. Vera ekkert að reyna að gera eitthvað nýstárlegt, heldur að nýta hið há-klassíska form eins og þessi mynd hefði alltaf verið til. Ameríkanar væru bara ekki búnir að sjá hana! Markmiðið er svolítið að frelsa Ameríkana frá þeirri hugmynd sem þar ríkir um landafundina.“ Kári segir að þótt hann hafi ekki síst haft Bandaríkjamenn í huga við gerð myndarinnar þá eigi hún erindi víðar – raunar um allan heim – því það sé aldrei of seint að leiðrétta söguna. Þess vegna hafi verið mikils virði að fá Magn- ús Magnússon til samstarfs. Hann sé heimsþekktur, hafi áður fengist við heimildarmyndagerð og hafi mikinn skilning og áhuga á Íslend- ingasögunum. Meðal annars hafði hann þýtt nokkrar þeirra á enska tungu og gjörþekki efnið. Kári segir að sig hafi langað að fá Magnús Magnússon til samstarfs við gerð Fyrstu ferðarinnar. Sam- starfið hafi gengið ljómandi vel, enda sé Magnús fagmaður fram í fingurgóma. „Það er glæsilegt að vinna með honum. Þetta er perlu- náungi. Við settum saman þennan texta og tókum einnig textabrot beint úr Íslendingasögunum og blönduðum þessu saman. Okkur til aðstoðar og faglegrar ráðlegg- ingar fengum við dr. Gísla Sig- urðsson.“ Þriggja landa sögusvið Kvikmyndatakan fór fram hér á landi, í Grænlandi og Kanada. Kári segir að ekki hafi verið um annað að ræða en taka myndina sem næst upprunalegu sögusviði. Kanada hafi orðið fyrir valinu sem vettvangur atburða í Ameríku í stað Bandaríkjanna vegna þess að kostnaður við kvikmyndatöku var mun lægri þar í landi. „L’Anse aux Meadows á Nýfundnalandi er sá blettur í Norður-Ameríku sem menn eru vissir um að íslenskir víkingar hafi haft viðdvöl. Það er þó talið að þar hafi frekar verið viðkomustaður eða birgðastöð fyr- ir áframhaldandi könnunarleið- angra. En við vildum fara lengra og einblína ekki of mikið á L’Anse aux Meadows, þótt við segjum vissulega frá þeim stað. Við vitum samkvæmt sögunum að víking- arnir fóru miklu lengra til suðurs. Við ákváðum að segja söguna eins og hún er skrifuð og enduðum í lítilli vík þar sem nú er New York. Páll Bergþórsson kom einnig með kenningar í þessa veru í sinni bók. Það var því ákveðið að fara með Þorfinn karlsefni og Guðríði og þeirra landnám á þetta svæði. Miðað við lýsingar, siglingarleiðir, dagsferðir, landslag, gróðurfar og fiskgengd telja fræðimenn þetta líklegasta staðinn. Það gerir myndina vissulega meira lifandi og spennandi að láta víkingana lenda í New York. Fyrst indján- arnir, svo víkingarnir og miklu seinna Kólumbus! Þó er ávallt ákveðinn ágreiningur um alla túlk- un Íslendingasagnanna.“ Ævintýraleg saga Í kynningu frá Íslensku heim- ildarmyndagerðinni segir að Fyrsta ferðin sé „ævintýraleg heimildarkvikmynd“. Hvað merkir það? „Það er vegna stílsins sem er á myndinni. Þetta er ævintýraleg saga. Þetta var gríðarlegt æv- intýri hjá fólkinu sem fór vestur um haf á sínum tíma. Það voru fyrstu skref Evrópumanna í nýja átt. Það var líka mikið ævintýri að gera þessa mynd.“ Fyrsta ferðin var sýnd á stutt- myndahátíð í Reykjavík á liðnu hausti. Nú er í athugun að sýna myndina í kvikmyndahúsi og hún verður einnig boðin til sýninga er- lendis. Texti myndarinnar er á ensku og myndin er sýnd hér með íslenskum texta. „Magnús er besti þulur sem hægt er að fá í mynd sem þessa og les á ensku. Ég sá ekki ástæðu til að gera sérstaka íslenska út- gáfu. Texti Magnúsar er brotinn upp með lesnum sögubrotum úr Grænlendingasögu og Eiríks sögu rauða. Þau eru á íslensku og verða textuð í erlendri útgáfu mynd- arinnar.“ Kári segir að gerð myndarinnar hafi kostað tæpar 20 milljónir króna, og það sé ekki mikið miðað við umfangið og það tímabil sem myndin spannar. „Þeim sem séð hafa myndina finnst mörgum að þetta hafi verið dýr mynd, miklu dýrari en hún var í raun. Það er m.a. Guðmundi Bjartmars kvik- myndatökumanni að þakka. Ég náði sambandi við hóp, upphaflega ættaðan úr Hafnarfirði, sem kallar sig Rimmugýgur. Það er áhuga- hópur um víkingamenningu og á mikið af klæðnaði, vopnum og verkfærum og hefur kynnt sér víkingatímabilið vel. Ég náði góðu samkomulagi við þetta fólk og án aðstoðar þess hefði aldrei verið mögulegt að gera myndina fyrir þessa upphæð. Rimmugýgur á miklar þakkir skildar fyrir hve vel tókst til með myndina.“ Kári segir að víkingaskipið Ís- lendingur hafi einnig komið að góðum notum við gerð mynd- arinnar. Gunnar Marel Eggerts- son skipasmiður og skipstjóri hafi staðið sig vel sem víkingaskip- stjóri. Hæft fagfólk setti upp sviðsmyndir hér á landi, í Kanada og Grænlandi. Þá kom fjöldi auka- leikara við sögu. Tvær myndir í bígerð Kári segir að góðar líkur séu á að stór sjónvarpsstöð í Bandaríkj- unum kaupi heimssýningarréttinn að Fyrstu ferðinni. Hann segir að gengið verði frá því máli á næstu tveimur mánuðum, en vill ekki tjá sig nánar um það fyrr en samn- ingar hafa verið undirritaðir. „Í kjölfarið mun ég að öllum lík- indum leikstýra tveimur öðrum heimildarkvikmyndum um vík- ingaöldina, á svipuðum nótum og þessi er, fyrir þessa sömu aðila. Það er þegar búið að fjármagna fyrri myndina og líklegt að við förum af stað með hana í sumar. Það er ljómandi fínt því þá getum við haldið áfram að segja rétta og sanna sögu víkinganna.“ Ævintýraleg saga víkinganna Fyrsta ferðin, saga landafundanna, er ný leikin heimildar- kvikmynd um landa- fundi og önnur afrek íslenskra víkinga. Myndin verður sýnd í Ríkissjónvarpinu að kvöldi nýársdags. Guðni Einarsson ræddi við Kára G. Schram, leikstjóra og framleiðanda. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Kári G. Schram, leikstjóri og framleiðandi, vill segja rétta og sanna sögu víkinganna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.