Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HRINGAMYNDUN Samruni fyrirtækja og einok- unartilburðir í kjölfarið eru að verða meinsemd í íslensku viðskiptalífi, segir Davíð Oddsson forsætisráð- herra. Vill hann bregðast við því með nýrri löggjöf sem myndi gefa fyrirtækjum aðlögunartíma að breyttu lagaumhverfi. Telur um 40.000 hafa farist Mohammad Khatami, forseti Ír- ans, sagði í gær að hugsanlega hefðu allt að 40.000 manns látið lífið í jarð- skjálftanum í borginni Bam og ná- lægum byggðum á föstudag. Hann vísaði jafnframt á bug fréttum um að fjöldi látinna væri 50.000 eða meira. Nú þegar hafa lík 28.000 manna fundist. Loðnuleit strax eftir áramót Hafrannsóknastofnun hefur skipulagt leit á loðnu strax eftir ára- mótin, og verður óheimilt að veiða loðnu í atvinnuskyni meðan á leitinni stendur. Leitin mun taka um tvo sól- arhringa ef veður verður þokkalegt. Engin loðna hefur veiðst frá því í júlí í sumar og fannst lítið af henni í ár- legum haustleiðangri Hafrann- sóknastofnunar í nóvember. Uppreisn hótað í Úkraínu Andstæðingar Leoníds Kútsjma, forseta Úkraínu, hótuðu í gær að hvetja til götumótmæla og uppreisn- ar gegn honum eftir að stjórnlaga- dómstóll landsins úrskurðaði að Kútsjma gæti gegnt forsetaembætt- inu í þrjú kjörtímabil. Eitt hlýjasta árið Árið sem er að kveðja er eitt af þremur eða fjórum hlýjustu árum sem komið hafa hér á landi frá upp- hafi mælinga, en mismunandi er eft- ir landshlutum hvort það var hlýj- asta, næsthlýjasta eða þriðja hlýjasta ár sem vitað er um. Sum- arið í Reykjavík var það hlýjasta frá upphafi mælinga og var meðalhiti 12,1°C. Flugfélög andvíg reglunum Alþjóðasamband flugfélaga, IATA, gagnrýndi í gær nýjar reglur um að flugfélögum, sem fljúga til Bandaríkjanna, kunni að verða gert að hafa vopnaða verði í flugvélum sem flogið sé inn í bandaríska loft- helgi. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 35 Viðskipti 12 Minningar 36/38 Erlent 14/16 Messur 39 Heima 18 Bréf 42 Höfuðborgin 20 Dagbók 44/45 Akureyri 22 Staksteinar 44 Suðurnes 24 Skák 47 Landið 24/25 Sport 48/50 Daglegt líf 26 Fólk 56/61 Listir 28/30 Bíó 58/61 Umræðan 31 Ljósvakar 62/63 Forystugrein 32 Veður 63 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@m- bl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÁSGEIR Bjarnason, bóndi í Ásgarði og fyrrverandi forseti Al- þingis, lést á Sjúkra- húsi Akraness 29. des- ember sl., 89 ára að aldri. Ásgeir fæddist í Ás- garði í Dalasýslu 6. sept. 1914, sonur hjónanna Bjarna Jens- sonar, bónda og hrepp- stjóra, og Salbjargar Jóneu Ásgeirsdóttur, ljósmóður og húsmóð- ur. Hann kvæntist Emmu Benedikts- dóttur 16. júní 1945 og eignuðust þau synina Bjarna og Benedikt, en Emma lést árið 1952. Ásgeir kvænt- ist Ingibjörgu Sigurðardóttur 22. apríl 1954. Ásgeir lauk héraðsskólaprófi frá Reykholti árið 1934 og búfræðiprófi frá Hólum 1937. Hann fór svo utan og lauk búfræðikandídatsprófi frá Statens Småbrukslærerskule Sem í Noregi 1940. Ásgeir var starfs- maður við Vollebekk- tilraunastöð búnað- arháskólans í Ási í Nor- egi og við Statens Centrala Frökontroll- anstalt í grennd við Stokkhólm 1941–1942. Hann var svo bóndi í Ásgarði frá 1943. Ás- geir varð alþingismað- ur Dalasýslu 1949–1959 og Vesturlands 1959– 1978. Hann var forseti efri deildar Alþingis 1973–1974, forseti sam- einaðs þings 1974–1978 og annar varaforseti efri deildar 1971–1973. Ásgeir gegndi fjölda trúnaðar- starfa í heimahéraði og á landsvísu. Meðal annars var hann formaður Búnaðarsambands Dalamanna frá stofnun þess 1947–1974 og fulltrúi þess á Búnaðarþingi 1950–1986. Hann var fulltrúi á fundum Stétt- arsambands bænda 1947–1969 og formaður Búnaðarfélags Íslands frá 1971–1987. Andlát ÁSGEIR BJARNASON HESTURINN Glaður varð fyrir því óláni síðastliðið sunnudags- kvöld að lenda ofan í skurði á heimaslóðum í Mosfellsdal og dúsa þar í rúman sólarhring. Heima- fólkið á Minna-Mosfelli veitti því athygli þegar drunurnar frá flug- eldasýningu við Perluna kváðu við á sunnudagssíðdegi að ókyrrð komst á hrossin þeirra og daginn eftir vantaði Glað í hópinn. Það þótti ólíklegt að hesturinn hefði sloppið úr girðingunni og var talið líklegra að hann hefði fallið í skurð fullan af fönn. Var þá hafist handa við leit að hestinum og fannst hann undir tæplega metra þykku snjólagi í einum skurðinum. Talsvert verk reyndist síðan að moka snjónum frá Glað, sem var orðinn nokkuð kaldur en virtist við góða heilsu. Öflug dráttarvél hífði hann upp úr prísundinni og að því loknu var farið með hann skjálfandi inn í upphitað hús og honum gefin góð tugga. Í gær var hann færður yfir í hesthús og var þá hinn brattasti og virðist ekki hafa orðið meint af sólarhrings vist í köldum skurðinum. Ljósmynd/Valur Þorvaldsson Hestinum Glað var bjargað úr snjófylltum skurði í Mosfellsdal. Undir snjó í sól- arhring Glaður fældist drunur flugeldasýningar við Perluna ÍSLENSK yfirvöld búa sig nú undir það að mæta kröfum Bandaríkjamanna um að vopnaðir lögreglumenn verði settir í er- lendar vélar sem lenda í Banda- ríkjunum. Fundur um málið var haldinn í samgönguráðuneytinu í gær. Ragnhildur Hjaltadóttir ráðu- neytisstjóri samgönguráðuneytis- ins segir mikla vinnu standa yfir á sviði flugverndarmála almennt og má til dæmis nefna samþykkt flugverndaráætlunar á síðasta ári. „Það sem um er að ræða núna eru kröfur Bandaríkjamanna sem tengjast svokölluðum vástigum en mishá vástig kalla á mismikil við- brögð,“ segir hún. „Auk þess er um að ræða kröfu frá bandaríska heimavarnarráðuneytinu um að vopnaðir lögreglumenn verði um borð í flugvélum þegar upplýsing- ar berast um ákveðna hættu sem steðjar að flugi eða flugrekanda. Í slíkum tilvikum getur Bandaríska flugverndarstofnunin fyrirskipað nærveru vopnaðra lögreglumanna í flugvélum.“ Haldinn var fundur í sam- gönguráðuneytinu um málið í gær og sátu hann fulltrúar dómsmála- ráðuneytisins, samgönguráðu- neytisins, utanríkisráðuneytisins, yfirmanna Keflavíkurflugvallar, Flugleiða, Flugmálastjórnar og sýslumaðurinn á Keflavíkurflug- velli. Yrði mjög kostnaðarsamt „Við fórum yfir málið og reynd- um að skilgreina stöðuna og skipta með okkur verkum. Það er ljóst að íslensk stjórnvöld þurfa að vera viðbúin því að hafa vopn- aða lögreglumenn um borð í flug- vélum ef þessar kröfur ná fram að ganga. Þetta yrði mikið mál og að sjálfsögðu mjög kostnaðarsamt,“ sagði hún. „Að mínu mati verðum við að fara þá leið sem tryggir öryggi í flugi og áframhaldandi starfsemi okkar flugfélaga,“ segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra um kröfur Bandaríkjamanna um vopnaða lögreglumenn um borð í flugvélum sem fljúga til Banda- ríkjanna. „Samgönguráðuneytið mun leggja sig fram um að vinna með flugfélögunum og Flugmála- stjórn að lausn þessa máls. Þetta er mjög sérstök krafa og það er kannski ekki óeðlilegt að Banda- ríkjamenn séu rækilega á verði við þessar aðstæður. Hér er um að ræða mikla viðbótaröryggis- kröfu og mikið fráhvarf frá því sem verið hefur hjá okkur,“ segir hann. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra segir Íslendinga búa yfir nægilega þjálfuðum mönnum til að takast á við flugöryggisgæslu ef ósk kemur um slíkt frá Banda- ríkjamönnum. Hann segir málið á hendi samgönguráðuneytisins og tjáir sig ekki frekar um það. Búa sig undir kröfu um vopnaða verði HALLDÓR Þ. Sigurðsson formaður Fé- lags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) segist alfarið á móti þeirri hugmynd að vopnaðir öryggisverðir verði settir um borð í flugvélar til að auka öryggi gegn hryðjuverkum í flugi. Hann talar þó ekki fyrir hönd allra sinna starfsbræðra en lýsir persónulegri skoðun sinni. Málið hefur ekki verið tekið til formlegrar um- fjöllunar innan FÍA. „Því hefur ekki verið svarað hverskon- ar vopn öryggisverðirnir eiga að bera,“ segir Halldór. „Verða það skotvopn sem gluggarúður standast ekki, með þeim af- leiðingum að þrýstingurinn fellur í vél- unum? Ég held að það sé alveg órannsak- að mál hverskonar vopn er um að ræða og hverjir eigi að bera þau,“ segir hann. Halldór minnir á að það sé á verksviði flugmanna að flytja farþega sína á áfangastað en ekki annast fangaflutn- inga. „Það skiptir mestu hverjum er hleypt um borð í vélarnar og ég held að menn hafi mjög glöggar hugmyndir um hverja eigi að útiloka frá flugi.“ Alfarið á móti vopnuðum ör- yggisvörðum RÁÐHERRASKIPTI verða á rík- isráðsfundi á Bessastöðum fyrir há- degi í dag. Tómas Ingi Olrich lætur af embætti menntamálaráð- herra og Þor- gerður K. Gunn- arsdóttir tekur við sem nýr ráð- herra. Hún segir starfið í senn spennandi og ögrandi. Bætir hún því við að í menntun og menningu sé fólginn lykillinn að framtíð hverrar þjóðar. „Ég vona að mér auðnist að halda áfram þeirri mikilvægu framþróun sem hefur átt sér stað á þessu sviði á undanförnum misserum og árum,“ segir hún í samtali við Morgunblað- ið. „Við verðum að vera vakandi fyrir þeim tækifærum sem liggja víðsvegar á þeim sviðum sem falla undir menntamálaráðuneytið hvort sem við erum að tala um menntun, menningu, vísindi eða íþróttir.“ Þorgerður segir að sem þing- maður hafi hún haft góð samskipti við ráðuneytið: þar starfi mikið af góðu og hæfu fólki. Hún segist hlakka til að vinna með því og tak- ast á við þau verkefni sem fylgja ráðuneytinu. Ríkisráðsfundur hefst kl. 10.30 í dag. Þar mun ríkisstjórnin m.a. staðfesta frumvörp sem samþykkt hafa verið á Alþingi. Að því búnu mun Davíð Oddsson forsætisráð- herra flytja tillögu til forseta Ís- lands, Ólafs Ragnars Grímssonar, um að Tómasi Inga verði veitt lausn frá embætti. Síðan mun Dav- íð flytja tillögu til forseta Íslands um að Þorgerður Katrín taki við embætti menntamálaráðherra. Tómas mun víkja af fundi og Þor- gerður Katrín taka sæti á ríkis- ráðsfundinum í hans stað. Ráðherraskipti á Bessastöðum í dag Starfið í senn spenn- andi og ögrandi Þorgerður K. Gunnarsdóttir SVOKALLAÐAR nóróveirupestir hafa verið að ganga á mörgum öldr- unarheimilum að undanförnu, m.a. á Hjúkrunarheimilinu við Seljahlíð og Hjúkrunarheimilinu Eir. Hafa stjórnendur sumra þessara hjúkrun- arheimila óskað eftir að ættingjar og vinir dragi úr heimsóknum á heim- ilin meðan pestin er að ganga yfir að sögn Haralds Briem sóttvarnar- læknis. Hann segir nóróveirusýking- ar vera bráðsmitandi en veikindin vari yfirleitt ekki lengi. „Þessar sýkingar geta smitast með öndunarvegi og auðvitað með saurmengun á höndum og öðru því um líku.“ Haraldur segir einkenni nóró- veirusýkinga vera niðurgang og upp- köst en yfirleitt sé hún stuttvarandi, þ.e. gangi yfir á einum til tveimur dögum. „En hjá eldra fólki sem kannski er veikt fyrir getur þetta orðið meira vandamál.“ Veirusýkingar herja á öldrunarheimili Fólk beðið um að draga úr heimsóknum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.